Tjáningarfrelsi

Rétturinn til frjálsrar tjáningar er ákaflega mikilvćgur og hefur hann á sér fjölmargar hliđar. Tjáningarfrelsi er nauđsynlegt til ţess ađ hćgt sé ađ nýta sér önnur réttindi, eins og réttinn til félagafrelsis. Rétturinn til tjáningar getur hins vegar einnig rekist á önnur réttindi eins og til dćmis friđhelgi einkalífsins.

Rétturinn til frjálsrar tjáningar á rćtur sínar ađ rekja til 18. aldar ţegar evrópsk löggjafarţing fóru ađ krefjast réttinda til frjálsrar tjáningar. Síđan ţá hefur mikil réttindabarátta fariđ fram á ţessu sviđi. Einstaklingar hafa krafist frekari réttinda til frjálsrar tjáningar og fyrir frelsi fjölmiđla. Tjáningarfrelsi er einnig í náinni tengingu viđ trúfrelsi og frelsi til stjórnmálalegra skođana.

Tjáningarfrelsi og íslenskur réttur

Tjáningarfrelsi er verndađ í 73. grein stjórnarskrárinnar og hljóđar hún svo;

  1. Allir eru frjálsir skođana sinna og sannfćringar.
  2. Hver mađur á rétt á ađ láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verđur hann ţćr fyrir dómi. Ritskođun og ađrar sambćrilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiđa.
  3. Tjáningarfrelsi má ađeins setja skorđur međ lögum í ţágu allsherjarreglu eđa öryggis ríkisins, til verndar heilsu eđa siđgćđi manna eđa vegna réttinda eđa mannorđs annarra, enda teljist ţćr nauđsynlegar og samrýmist lýđrćđishefđum.

Ţetta ákvćđi var tekiđ upp í stjórnarskrána 1995, en ţá var mannréttindakafli hennar endurskođađur. Eldra ákvćđiđ var ekki jafn ítarlegt og hafđi ekki átt stórt hlutverk í réttarframkvćmd á ţessu sviđi.

Réttur til ađ afla upplýsinga

Ein af forsendum lýđrćđislegra stjórnarhátta er ađ borgarar samfélagsins geti fylgst međ og kynnst athöfnum og starfsemi ţeirra stofnana sem eru reknar í almenningsţágu.

Í upplýsingalögum, nr. 50/1996, hefur veriđ lögfestur réttur almennings til ađgangs ađ gögnum sem stjórnvöld geyma. Einn af mikilvćgustu ţáttum upplýsingalaganna er sá ađ sett var á fót úrskurđarnefnd sem almenningur getur leitađ til ef stjórnvald synjar um ađgang ađ upplýsingum.

Lögin eiga viđ stjórnsýslu ríkisins og sveitarfélaga og einnig til starfsemi einkaađila ađ ţví leyti sem ţeim hefur veriđ faliđ opinbert vald til ađ taka ákvarđanir um rétt einstaklinga eđa skyldur.

Réttur til ađgangs nćr, skv 3. gr., til allra skjala er mál varđa í fórum stjórnvalda, teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og tölvugagna svo og dagbókarfćrslna sem lúta ađ gögnum mála. Sá sem krefst ţess ađ fá ađgang verđur ađ skilgreina vel og afmarka beiđni sína og verđur hver beiđni ađ varđa tiltekiđ og ákveđiđ mál. Sum gögn eru ţó alfariđ undanţegin ađgangi en um önnur gögn ţarf ađ fara fram mat á ţví hvort vegi ţyngra, hagsmunir almennings ađ ađgangi eđa ţeir einka- eđa almannahagsmunir sem mćla gegn ađgangi.

Fjölmiđlar

Fjölmiđlar njóta ekki sérréttinda varđandi ađgang ađ upplýsingum sem stjórnvöld hafa yfir ađ geyma. Annađ gegnir um réttinn til ađ halda trúnađ viđ heimildarmenn, en til ţess ađ geta sinnt hlutverki sínu ţurfa fjölmiđlar ađ njóta trúnađar um samskipti viđ heimildarmenn. 

Í 25. gr. fjölmiđlalaga, nr. 38/2011, er fjallađ um vernd heimildarmanna. Samkvćmt ákvćđinu er starfsmönnum fjölmiđlaveitu óheimilt ađ upplýsa hver sé heimildarmađur ađ grein, riti, frásögn, tilkynningu eđa öđru efni, hvort sem ţađ hefur birst eđa ekki, hafi heimildarmađur eđa höfundur óskađ nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiđlaveitu er jafnframt óheimilt ađ láta af hendi gögn sem hafa ađ geyma upplýsingar um heimildarmann eđa höfund í slíkum tilvikum. Heimildarvernd skv. 1. og 2. mgr. ákvćđisins verđur einungis aflétt međ samţykki viđkomandi heimildarmanns eđa höfundar eđa á grundvelli 119. gr. laga um međferđ sakamála, nr. 88/2008. Réttur fjölmiđlamanna til ađ halda heimildum leyndum er tryggđur í 53. gr. einkamálalaga, nr. 19/1991, og 119. gr. laga um međferđ sakamála. Samkvćmt einkamálalögunum er blađamönnum óheimilt án leyfis ţess sem í hlut á ađ greina frá heimildarmönnum. Samkvćmt lögum um međferđ sakamála er ţeim ţađ alltaf heimilt, en einungis skylt ef tiltekin skilyrđi eru uppfyllt varđandi alvarleika ţess brots sem undir rannsókn er. 

Viđurlög gegn kynţáttahatri

Í almennu hegningarlögunum er í 233. gr. lögđ refsing viđ ţví ađ ráđast opinberlega međ háđi, rógi, smánun, ógnun eđa á annan hátt á mann eđa hóp manna, m.a. vegna litarháttar eđa kynţáttar.

Um takmarkanir á tjáningarfrelsi

Tjáningarfrelsiđ hefur um langa tíđ veriđ álitiđ eitt af mikilvćgustu réttindum einstaklings. Ţrátt fyrir ţađ hefur veriđ viđurkennt ađ heimilt sé ađ setja ţví ákveđnar skorđur. Samkvćmt dómum hćstaréttar verđa slíkar takmarkanir ađ uppfylla ţrjú skilyrđi. Ţćr verđa ađ byggja á lögum, ţjóna lögmćtu markmiđi og vera nauđsynlegar.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16