Hafa einstaklingar, líkt og ríki, skyldur tengdar mannréttindum?

Einstaklingar, alþjóðastofnanir og aðrir aðilar sem ekki eru tengdir ríkjum geta borið ákveðnar skyldur gagnvart mannréttindum. Foreldrar hafa til dæmis ákveðnum skyldum að gegna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einstaklingar hafa líka skyldum að gegna gagnvart samfélaginu sem þeir búa í og ber hverjum einstaklingi að virða mannréttindi annarra.

Samkvæmt alþjóðasáttmálum er það þó fyrst og fremst ríkið sem ber skyldu gagnvart mannréttindum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16