Alţjóđlegt samstarf

Mannréttindaskrifstofa Íslands kemur fram fyrir Íslands hönd í ýmsu alţjóđlegu mannréttindastarfi.

AHRI

Međal fastra samstarfsverkefna sem Mannréttindaskrifstofan er ađili ađ eru samtök evrópskra mannréttindaskrifstofa (AHRI) en skrifstofan átti ţátt í stofnun ţeirra á Íslandi áriđ 2000. Auk ţess hefur skrifstofan tekiđ ţátt í verkefnum um gerđ kennsluefnis um mannrétttindi sem styrkt var af Evrópusambandinu, Friđarháskóla Sameinuđu ţjóđanna og Ríkisstjórn Hollands. Á hverju ári fćr skrifstofan fjölmörg tilbođ um ţátttöku í fjölţjóđlegum ráđstefnum og fundum um mannréttindi á vegum Sameinuđu ţjóđanna, Evrópuráđsins og annarra stofnana og háskóla.

Human Rights in Developing Countries Yearbook

Skrifstofan var um nokkurra ára skeiđ ađili ađ samstarfsverkefni sjö evrópskra mannréttindastofnana um útgáfu árbókar um mannréttindamál í löndunum í suđri, Human Rights in Developing Countries Yearbook. Útgáfan hófst áriđ 1985 og var ćtlađ ađ nýtast breiđum lesendahópi: opinberum stofnunum, ţróunarstofnunum, félagasamtökum, fjölmiđlum, frćđimönnum og almenningi. 

Nordic Journal of Human Rights

Mannréttindaskrifstofu Íslands var frá stofnun og all nokkur ár ađili ađ útgáfu tímaritsins Nordic Journal of Human Rights eđa Mennesker og Rettigheter eins og ţađ hét áđur. Tímaritiđ er eitt fárra norrćnna sérfrćđirita um mannrétttindamál og var gefiđ út af mannréttindaskrifstofunum í Svíţjóđ, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi en nú sér Norska mannréttindaskrifstofan alfariđ um útgáfu ţess.  

Norrćnu mannréttindaskrifstofurnar fimm hafa átt samstarf um ýmis önnur verkefni í gegnum tíđina svo sem ráđstefnur og útgáfu. 

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Mannréttindaskrifstofan tekur árlega ţátt í alţjóđlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Átakiđ hófst áriđ 1991 ađ frumkvćđi Center for Women's Global Leadership í Rutgers-háskólanum í Bandaríkjunum. Átakiđ hefst ţann 25. nóvember á ári hverju, nćr yfir alţjóđlega alnćmisdaginn 1. desember og endar á mannréttindadaginn 10. desember. Síđan átakiđ hófst hafa 4.114 samtök í yfir 170 löndum tekiđ ţátt í ţví til ađ draga athygli almennings og stjórnvalda ađ ofbeldi gegn konum og kallađ eftir ađgerđum til ađ útrýma ţví. 

 

Alţjóđlegt átak UNITED gegn kynţáttafordómum

Mannréttindaskrifstofan tekur ţátt í alţjóđlegu átaki gegn kynţáttafordómum á vegum samtakanna United for Intercultural Action.

Áriđ 1960 var 21. mars lýstur alţjóđlegur dagur til afnáms kynţáttamisrétti af allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna. Ástćđan var morđ á 69 einstaklingum sem ađ mótmćltu ađskilnađarstefnunni í Suđur-Afríku. Á hverju ári taka ţúsundir einstaklinga víđsvegar í heiminum ţátt í hinni árlegu Evrópuviku gegn kynţáttamisrétti. Markmiđ átaksins er ađ vekja athygli á kynţáttafordómum sem finna má allstađar í samfélagi okkar.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16