Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands fyrir innflytjendur

Mannréttindaskrifstofa Íslands býður upp á lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur í skrifstofu sinni á þriðjudögum og fimmtudögum frá 10:00-16:00. Boðið er upp á þjónustu túlks og ráðgjöfin er frí.

 

Vinsamlegast athugið eftirfarandi atriði:

  • Nauðsynlegt er að panta tíma í lögfræðiráðgjöf, það er gert í síma; 552-2720 eða með því að senda tölvupóst á info@humanrights.is 
  • Mikilvægt er að taka það fram ef aðstoðar túlks er óskað þegar tími er pantaður.
  • Tímarnir eru lengst 50 mínútur.
  • Aldrei er hægt að fá að hitta lögfræðing með því að mæta á skrifstofuna án þess að vera með tíma bókaðan.
  • Ekki er gert ráð fyrir því að pantaður sé tími í lögfræðiráðgjöf með því að mæta á skrifstofuna án þess að eiga tíma bókaðan.
  • Athugið að tímar í lögfræðiráðgjöf eru eftirsóttir og að oft getur verið bið í nokkrar vikur eftir tíma.
  • Í lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofunnar er einungis veitt aðstoð, ráð og upplýsingar um lögfræðileg mál.
  • Mannréttindaskrifstofan getur ekki tekið að sér mál einstaklinga eða komið fram fyrir þeirra hönd sem lögfræðingur eða lögmaður þeirra.
  • Til þess að fá úrlausn sinna mála getur reynst nauðsynlegt að fólk leiti sér að lögmanni.
  • Mannréttindaskrifstofa Íslands vísar einstaklingum ekki áfram né mælir með ákveðnum lögfræðingum eða lögmönnum, utan þess að benda á sérhæfingu sem þeir gefa sig sjálfir út fyrir.

 

Til þess að ráðgjöfin nýtist sem best er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Gott er að mæta með viðeigandi skjöl í málinu á aðgengilegu formi, svo sem útprentuð.

  • Gott er að hafa skýra hugmynd um að hverju þú vilt spyrja og takmarka langar frásagnir svo tíminn nýtist sem best.

  • Mætið tímanlega, sérstaklega ef það þarf aðstoð túlks.

  • Setjið áminningu um dag- og tímasetningu tímans í síma eða skráið í dagbók. Ekki er víst að þið fáið senda áminningu frá skrifstofunni.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16