Upplýsingar um sjóðinn

Uppbyggingarsjóður EES (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður af EFTA ríkjunum þrem, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, í þeim tilgangi að vinna gegn efnahagslegum og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja.

Eitt af markmiðum með sjóðnum er að efla samvinnu og skapa tengsl milli ríkja Evrópu. Samstarf á milli landa færir öllum aðilum aukna þekkingu og kunnáttu, hvort sem um er að ræða styrkþega eða styrkveitanda. Því er sérstaklega hvatt til þess að samtök í styrkþega ríkinu leiti eftir því að finna sér samstarfsaðila í einu af þrem styrkveitenda ríkjunum.

Styrkir sjóðsins eru settir upp til að ná yfir sjö ára tímabil á hverjum tíma, núverandi tímabil er 2014-2021.

Styrkirnir eru veittir í 15 löndum og tekur skipting heildarstyrks hvers lands mið af stærð ríkisins og fær Pólland til að mynda hæstu upphæðina. Alltaf eru ákveðin þemu sem lögð er áhersla á í heildaráætluninni en einnig er litið til atriða sem sérstaklega er þörf á að bæta í hverju landi fyrir sig.

Nánari upplýsingar um styrkina er á heimasíðu þeirra; http://eeagrants.org/


Umsóknarfrestir næstu mánaða; 

19. ágúst 2019 - Póland - Þverfaglegt rannsóknarverkefni

21. ágúst 2019 - Eistland - Samtök sem starfa í almannaþágu v/ átaksverkefna á sviði mannréttinda

28. ágúst 2019 - Slóvakía - Menningarlegt frumkvöðlastarf, menningarafleifð og menningarsamstarf

31. ágúst 2019 - Króatía – Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki

15. september 2019 - Pólland – Námsstyrkir

30. september 2019 - Portúgal – Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki

30. september 2019 - Tékkland – Samstarf á verkefnastigi

30. september 2019 - Litháen – Viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki

1. október 2019 - Grikkland - Endurnýtanleg orka, orkunýtni, orkuöryggi - nýsköpun, rannsóknir, menntun og samkeppnishæfni

5. júní 2020 - Rúmenía – Menningarlegt frumkvöðlastarf, menningararfleifð og menningarsamstarf

15. október 2019 - Slóvakía - Heimilis- og kynbundið ofbeldi

22. október 2019 - Slóvakía - Mannréttinda- og samfélags menntun

31. október 2019 - Portúgal – Umhverfi og vistkerfi

20. nóvember 2019 - Rúmenía - Rannsóknarverkefni

28. janúar 2020 - Rúmenía – Námsstyrkir ungmenna

5. júní 2020 - Rúmenía - Staðbundin þróun og minkun fátæktar

31. desember 2020 - Slóvakía - Tvíhliða samstarfsverkefni

14. maí 2023 - Kýpur - Tvíhliða samstarfsverkefni

30. júní 2023 - Portúgal - Tvíhliða samstarfsverkefni

21. júní 2024 - Grikkland – Tvíhliða samstarfsverkefni

28. febrúar 2025 -  Búlgaría – Tvíhliða samstarfsverkefni

 

 

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16