PROGRESS áćtlunin - verkefni 2013

Mannréttindaskrifstofan hélt utan um styrkt verkefni PROGRESS-áćtlunar ESB fyrir árin 2012-2013 á Íslandi og var ţađ í fimmta sinn sem skrifstofan tekur ţađ ađ sér.

Styrkt verkefni fyrir áriđ 2013 voru fjölbreytt, t.d. verđlaunasamkeppni um merki Evrópuviku gegn rasisma, auglýsingaherferđ í útvarpi og á samfélagsmiđlum, gerđ stefnumarkandi áćtlunar í mannréttindamálum hjá Akranes kaupstađ, rannsókn á fjölţćttri mismunun á vinnumarkađi, námskeiđ um mismunun fyrir stofnanir og sveitarfélög, kannanir, ráđstefnur og skýrslugerđ.


 

Evrópuvika gegn kynţáttamisrétti

evr.logo2013Evrópuvika gegn kynţáttamisrétti var haldin dagana 16. – 24. mars međ viđburđum um gjörvalla Evrópu. Á Íslandi voru skipulagđir viđburđir á alţjóđlegum degi gegn kynţáttamisrétti ţann 21. mars. Slagorđiđ ađ ţessu sinni var: Hver segir ađ viđ pössum ekki saman?
Merki ársins var hannađ af Stefaníu Ósk Ómarsdóttur, meistaranema í teiknimyndagerđ viđ IDEC-Universitat Pompeu Fabra í Barcelona. Merkiđ, sem ţótti afar vel gert, var prentađ á boli og bćklinga sem dreift var til ţátttakenda og annarra áhugsamra.
Dagurinn hófst međ hádegistónleikum Jafnréttisnefndar stúdentaráđs í Stúdentakjallaranum ţar sem Friđrik Dór söng fyrir gesti og gangandi, og einnig var bćklingum međ frćđsluefni um kynţáttafordóma og kynţáttamisrétti dreift til gesta Stúdentakjallarans og nemenda á Háskólatorgi.
Mannréttindaskrifstofa hélt utan um viđburđ seinna um daginn í Kringlunni. Ţangađ mćttu ungmenni frá ýmsum deildum Rauđa krossins og dreifđu bćklingum um kynţáttafordóma og frćddu fólk um málefniđ. Einnig gáfu ţau almenningi kost á ţađ setja mark sitt á fingralistaverk og taka ţátt leikjum tengdum frćđslu um kynţáttafordóma. Sjálfbođaliđasamtökin SEEDS héldu ljósmyndasýningu sem sjálfbođaliđar höfđu unniđ ađ međ ţema vikunnar ađ leiđarljósi.

Auglýsingaherferđ gegn mismunun

Skrifstofan stóđ fyrir auglýsingaherferđ gegn mismunun, eis og nokkur undanfarin ár, en í ár var hún međ ögn breyttu sniđi. Auk ţess ađ vera međ auglýsingarnar í útvarpi var svokölluđum vefborđum bćtt viđ sem birtust á netmiđlum. Auglýsingin var tilbúin fyrir jól 2013 en til ţess ađ hún týndist ekki í jólaflóđinu var hún sett í gang í janúar 2014.
Auglýsingaherferđin gekk undir nafninu „Ţađ er ekkert EN“, sem tilvitnun í setningar eins og „Nú ţekki ég fullt af ţannig fólki, en ... „ ţar sem áhersla var lögđ á neikvćđar stađalmyndir og áhrif ţeirra. Allar auglýsingarnar eru ađgengilegar á heimasíđu skrifstofunnar.

Nánari umfjöllun um auglýsingarnar má finna hér.

auglysingtrufrelsi

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16