Mannréttindaskrifstofan í fjölmiðlum

Eitt af mikilvægum hlutverkum skrifstofunnar er að vera málsvari í mannréttindamálum á Íslandi. Af þessu tilefni hafa framkvæmdastjórar skrifstofunnar sem og aðrir starfsmenn ritað og birt greinar í fjölmiðlum landsins. Einnig hafa fréttamenn fjölmiðla oft á tíðum samband við forsvarsmenn skrifstofunnar til að fá álit þeirra á ýmsum mannréttindamálum sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma.

Hér til hliðar eru birtar greinar og tenglar á viðtöl og innslög í fréttir, eftir og við starfsmenn skrifstofunnar, sem birst hafa í fjölmiðlum í gegnum árin ásamt áhugaverðum fréttum um mannréttindamál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16