Ráðstefnur og málþing

 Einn af fræðsluþáttum skrifstofunnar hefur verið að halda svokallaðar “málstofur”, “málþing” og ráðstefnur, ýmist á eigin vegum eingöngu eða í samstarfi við önnur samtök. Skipta þær orðið hátt í fjórum tugum

Málstofunar eru gjarnan stuttar, 2-3 klst. þar sem fjallað er í framsöguerindum, einu eða fleirum, um tiltekið efni og umræður að þeim loknum.

Málþingin svonefndu hafa hinsvegar staðið yfir í heilan dag eða allt að því – og þá verið haldin veigameiri og fleiri erindi – einnig um tiltekið afmarkað viðfangsefni – og þátttakendum síðan gefist kostur á að spyrja eða segja sínar skoðanir á viðfangsefnunum.

Ráðstefnur eru svo enn stærri í sniðum, gjarnan tveir dagar eða fleiri og þá gjarnan vinna í starfshópum í viðbót við framsöguerindi og umræður og í lokin samþykkt og send út einhverskonar ályktun eða áskorun.

Þegar í lok fyrsta starfsárs skrifstofunnar, árið 1995, var efnt til stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu til undirbúnings kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking og samin ályktun sem lögð var fram hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ráðstefna þessi var haldin í Norðurlandasetrinu á Hvalfjarðarströnd.

Árið eftir var haldin ráðstefna með íslenskum og erlendum framsögumönnum í Viðey og Norræna Húsinu 13 – 15. júní 1996 um hlutverk frjálsra félagasamtaka í lýðræðissamfélagi.
 
Stór ráðstefna var haldin í apríl árið 2005, í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands,  í tilefni af því að á því ári voru liðin tíu ár síðan nýr og breyttur mannréttindaskafli stjórnarskrárinnar tók gildi með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995 og leysti af hólmi mannréttindaákvæði sem voru nær óbreytt frá fyrstu stjórnarskrá Íslands frá árinu 1874. Markmið ráðstefnunnar var að fjalla um áhrif hinna nýju mannréttindaákvæða á íslenskan rétt síðasta áratug, m.a. í ljósi stefnumarkandi dóma sem gengið hafa á þessu sviði. Leitað var svara við því hvort það meginmarkmið breytingarlaganna hafi náðst, þ.e. að efla, samhæfa og samræma  mannréttindaákvæðin þannig að þau gegni betur því hlutverki sínu að vera vörn almennings í samskiptum við þá sem fara með ríkisvald. Þá  var framkvæmd nýju mannréttindaákvæðanna í íslenskum rétti borin saman við reynslu Finna af nýjum mannréttindakafla sem kom inn í finnsku stjórnarskrána árið 1995. Ráðstefnan var vel sótt og fram fóru fróðlegar umræður og skoðanaskipti en viðfangsefnið fékk einnig töluverða umfjöllun í fjölmiðlum.

!cid_3196263036_1147460
 

Af viðfangsefnum annarra málþinga og málstofa mætti nefna:


Borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Evrópuráðið, samningar og mannréttindastarf.

Evrópusambandið, samningar, yfirlýsingar og mannréttindastarf.

Farandverkakonur

Genfarsamningana

Kynbundið ofbeldi

Kynþáttamisrétti

Mannréttindi í einstökum ríkjum (Sovétríkin, Austur Timor, Kosovo, Zimbabwe)

Mannréttindi á Alnetinu

Mannréttindi og listir

Mannréttindi og trúarbrögð

Málefni útlendinga og flóttamanna á Íslandi

Pyntingar, ómannúðleg og vanvirðandi refsing.

Réttindi barna

Réttindi kvenna, jafnrétti kynja.

Stjórnskipunarmál og aþjóðasamstarf Íslands á sviði mannréttinda.

Tjáningarfrelsi

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16