Námskeiđ

Međ fyrstu verkefnum MRSÍ var ađ efna til námskeiđs um mannréttindi í samvinnu viđ Lögmannafélag Íslands. Voru fyrirlesarar fengnir til landsins erlendis frá, ţar á međal tveir mestu og reyndustu sérfrćđingar Íslands á sviđi mannréttindamála, ţeir Guđmundur Alfređsson og Jakob Möller, sem ţá voru báđir starfandi hjá Sameinuđu ţjóđunum og höfđu veriđ í áratugi.

Skrifstofan stóđ einnig um árabil fyrir námskeiđum um mannréttindi ásamt Barnaheillum og Endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands. Ţá hafa veriđ haldin mannréttindanámskeiđ í samvinnu viđ Háskóla Íslands, samtök nýbúa og ýmsa fleiri ađila. Af hálfu skrifstofunnar hafa veriđ haldin erindi fyrir félög og stofnanir, m.a. fyrir svonefnda Nýbúa og Lögregluskóla Ríksins, ORATOR, félag laganema Háskóla Íslands og utanríkisráđuneytiđ.

Ţá hefur skrifstofan í nokkur ár veriđ í samstarfi viđ alţjóđleg samtök um fjölţjóđlega menntun og tekiđ ţátt í verkefnum er varđa gerđ kennsluefnis um mannréttindi sem Evrópusambandiđ hefur styrkt og samstarfsverkefni Friđarháskóla Sameinuđu ţjóđanna og ríkisstjórnar Hollands, hiđ s.k. Human Rights Education Project. Hún hefur einnig átt ţess kost ađ taka ţátt í námskeiđahaldi erlendis, í ţróunarríkjunum í samvinnu viđ norrćnu stofnanirnar, en ekki haft til ţess fjármagn. Sökum fjárskorts hefur hún heldur ekki getađ ţegiđ bođ úr ýmsum áttum um ađ halda erindi og fyrirlestra um mannréttindamál á Íslandi.

Međ PROGRESS styrks Evrópusambandsins hefur skrifstofan haldiđ nokkur námskeiđ undanfarin ár og má ţá helst nefna tvö námskeiđ sem haldin voru í Reykjavík og á Akureyri sem fjalla um jafnrétti og bann viđ mismunun en ţau sóttu frjáls félagasamtök og launţegahreyfingar. Fjallađ var um hlutverk frjálsra félagasamtaka og launţegahreyfingarinnar í baráttu gegn mismunun á grundvellli ESB tilskipana er banna mismunun vegna kynţáttar, ţjóđernisuppruna, aldurs, fötlunar, kynhneigđar og trúar eđa annarra lífsskođana. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16