Viðburðir

Hádegismálþing MRSÍ: Mannúðarlög í Þjóðarétti

Mannúðarlög - hádegismálþing
Fyrsta hádegismálþing Mannréttindaskrifstofu Íslands á árinu verður haldið fimmtudaginn 7. mars klukkan 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið að þessu sinni fjallar um mannúðarlög og munu Dr. Þórdís Ingadóttir og Dr. Nele Verlinden flytja sitt hvort erindið og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra skrifstofunnar, stýrir umræðum í kjölfarið.
Lesa meira

Kvennaganga fyrir Palestínu

Kvennaganga fyrir Palestínu
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Félagið Ísland-Palestína og fleiri samtök standa að Kvennagöngu fyrir Palestínu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Munu konur og kvár safnast saman á Arnarhóli kl. 16:40 og verður gengið klukkan 17:00 sem leið liggur í PORTIÐ í gamla Kolaportinu, þar sem haldinn verður baráttufundur.
Lesa meira

Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk af erlendum uppruna

Rafræn vinnustofa fyrir ungt fólk af erlendum uppruna
Mannflóran leitar af ungu fólki af erlendum uppruna á aldrinum 14-25 ára til að taka þátt í rafrænni vinnustofu um andrasisma sem hluti af Evrópuviku gegn rasisma 2024! Mannréttindaskrifstofa Íslands / Icelandic Human Rights Centre heldur utan um Evrópuvikuna gegn rasisma, og niðurstöður vinnustofunnar verða nýttar í samfélagsmiðlaherferð sem vitundarvakning í átakinu.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16