Verkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands

Mannréttindaskrifstofan vinnur að því að gera upplýsingar um mannréttindi aðgengileg til almennings með því að skipuleggja ráðstefnur og námskeið um mannréttindamál og með því að hafa almenna fræðslu um mannréttindi. Skrifstofan vill ennfremur efla lagabreytingar og rannsóknir á sviði mannréttinda. Skrifstofan vinnur umsagnir um lagafrumvörp sem lögð eru fram á Alþingi og gefur álit á mannréttindamálum til stjórnvalda sé þess óskað. Skrifstofan vinnur ennfremur svokallaðar skuggaskýrslur um stöðu mannréttindamála hér á landi til alþjóðlegra mannréttindastofnana.

Samkvæmt samningi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sér Mannréttindaskrifstofa Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Ráðgjöfin er í húsnæði skrifstofunnar að Túngötu 14 og er opin á þriðjudögum og föstudögum frá 10-16. Boðið er upp á að fá túlk á meðan ráðgjöf stendur og er ráðgjöfin öll endurgjaldslaus. Rétt er að taka fram að aðeins er um ráðgjöf að ræða og skjólstæðingum er ekki vísað áfram til einstakra lögmanna eða lögmannsstofa þar sem einhver ráðgjafa hefur hagsmuna að gæta. Þó er heimilt að veita upplýsingar um hvaða lögmenn sérhæfa sig á tilteknum réttarsviðum.  Tímapantanir fara fram í síma 5522720 eða á info@humanrights.is.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16