Hvađan koma mannréttindi?

Ţrátt fyrir fjölda alţjóđasamninga og yfirlýsinga um mannréttindi ţá eru alţjóđalög ekki uppspretta mannréttinda. Ef spurningunni er svarađ út frá heimspekilegu sjónarhorni ţá eru mannréttindi upprunnin í réttindum sem hver einstaklingur öđlast viđ fćđingu og eru ţau sprottin af mikilvćgi ţess fyrir samfélagiđ ađ einstaklingar beri virđingu hver fyrir öđrum.

Margar ólíkar skođanir eru á ţví hvađan mannréttindi eru upprunnin. Margir heimspekingar trúa ţví ađ mannréttindi verđi til út frá mannlegri skynsemi og samvisku sem endurspeglast í ţörf mannsins til ađ vinna ađ réttlćti og frelsi. Í trúarlegum og siđferđislegum hugmyndum um uppruna mannréttinda hefur veriđ lögđ áhersla á virđingu og mannlega reisn sem allir einstaklingar hafa rétt á.

Alţjóđasamfélagiđ hefur viđurkennt tilvist mannréttinda og ţessi viđurkenning er látin í ljós í gegnum margs konar alţjóđlega samninga og lagabálka sem fjölmörg ríki í öllum heimshlutum eru ađilar ađ.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16