130. löggjafarþing 2003 - 2004

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum

Miðvikudaginn 5. júní sl. barst Mannréttindaskrifstofu Íslands – (hér eftir MRSÍ) frá allsherjarnefnd Alþingis ofangreint frumvarp til laga um breytingu á útvarps - og samkeppnislögum, 974. mál, eignarhald á fjölmiðlum. Því fylgdu tilmæli um að umsögn um það yrði skilað eigi síðar en 7. maí 2004, þ.e. eftir tvo daga. Frumvarpinu fylgdi greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi
Lesa meira

UMSÖGN MRSÍ UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGU Á LÖGUM UM ÚTLENDINGA

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram, að frumvarp þetta til breytinga á útlendingalögum hafi orðið til m.a. á grundvelli niðurstaðna samráðsfundar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, embættis lögreglustjórans í Reykjavík, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár. Vekur það nokkra furðu MRSÍ, að til þessa samráðsfundar skuli ekki jafnframt hafa verið boðaðir fulltrúar innflytjenda hér á landi, óháðir sérfræðingar og aðrir aðilar sem starfa að málefnum útlendinga og ekki eru fulltrúar ríkisvaldsins.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um fullnustu refsinga.

Sé tekið mið af fyrirliggjandi lögum um fangelsi og fangavist má segja frumvarpið sé að því leyti til bóta að það er ítarlegra og ýmislegt tekið þar inn úr reglugerðum þeim, sem vísað er til í greinargerðinni með frumvarpinu. Hinsvegar eru í því ýmis varhugaverð ákvæði og önnur ófullnægjandi sem MRSÍ telur sér skylt að gera athugasemdir.
Lesa meira

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTING Á LÖGUM UM MEÐFERÐ OPINBERRA MÁLA

MRSÍ telur ákvæði 3. gr. frumvarpsins (breyt. á 1. mgr. 72. gr. OPL) um heimild til að taka skýrslur upp á hljóðband, myndband eða mynddisk gott skref til að tryggja bæði rannsóknaraðilum og sakborningum að unnt sé að staðfesta þannig það sem fram kemur við yfirheyrslur. Tillagðar breytingar á greinum OPL nr. 43 og 59 telur MRSÍ hinsvegar skref aftur á bak, að því er varðar réttaröryggi sakaðra manna og afskaplega vafasama hina opnu símahlerunarheimild, sem fyrirhugað er að setja í 87. grein laganna - enda er þar um að ræða verulega skerðingu á persónufrelsi. Verði það ákvæði samþykkt er brýnt að mati MRSÍ að gera sérstakar ráðstafanir gegn því að heimildin verði misnotuð.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16