Fréttir

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Samningurinn festir í sessi afdráttarlaust bann við notkun kjarnorkuvopna á grundvelli alþjóðlegra mannúðarlaga sem tryggja skal eyðingu og afnám slíkra vopna, sem og bann við framleiðslu, flutningi, þróun, prófun, geymslu eða hótunum um notkun þeirra. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn skuldbindur ríki einnig til að koma þolendum kjarnorkuvopnanotkunar og tilrauna til aðstoðar ásamt því að koma á endurbótum vegna mengaðs umhverfis af völdum þeirra.
Lesa meira

Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Mannréttindaskrifstofa Íslands vekur athygli á myndböndum sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið um réttindi fatlaðra barna og talsett á fjögur tungumál.
Lesa meira

Rafræn tengslaráðstefna í tengslum við Uppbyggingarsjóð EES

Uppbyggingarsjóður EES
Lettland hefur boðið til rafrænnar tengslaráðstefnu þann 26. janúar næstkomandi þar sem tilefnið er m.a. að finna samstarfsaðila í verkefni sem styrkt eru af Uppbyggingarsjóði EES.
Lesa meira

Lettland auglýsir styrki úr Uppbyggingarsjóði EES

Uppbyggingarsjóður EES
Lettland auglýsir styrki úr Uppbyggingarsjóði EES til að styrkja starfsemi frjálsra félagasamtaka.
Lesa meira

Jólakveðja og opnunartími yfir hátíðirnar

Jólakveðja MRSÍ
Lesa meira

Úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi

MIPEX
Hversu vel stendur Ísland sig í málefnum innflytjenda?
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

Uppbyggingarsjóður EES
Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA.
Lesa meira

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á morgun, 25. nóvember. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Ísland hefur verið þáttakandi í átakinu árum saman og ekki er vanþörf á nú í ár.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), þskj. 28, 28. mál.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (réttur til umönnunar)

Mannréttindaskrifstofa Íslands styður framangreint frumvarp og tekur undir það er í greinargerð með frumvarpinu segir að með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins til umönnunar sé gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16