Eru alţjóđleg gildi mannréttinda raunhćf í heimi sem einkennist af ólíkri menningu?

Ţessi spurning er skiljanleg í ljósi ţess menningarlega fjölbreytileika sem í heiminum ríkir. Margir telja ađ ógerlegt sé ađ komast ađ sameiginlegum gildum um mannréttindi ţar sem gildi eru jafn ólík og ţjóđir heimsins eru margar.

Ţrátt fyrir ţetta er stađreyndin sú ađ flest ríki heims virđa mannréttindaleg gildi og viljinn til ađ komast ađ samkomulagi um mannréttindi er mikill sem sést einna best í samningum eins og Mannréttindasáttmála Sameinuđu ţjóđanna. Eins er víst ađ ţrátt fyrir ađ menningarheimar séu í mörgu ólíkir ţá má finna ákveđin grunngildi sem hvert ríki ţekkir. Ţessi sameiginlegu gildi eru ţau sem leggja grunninn ađ alţjóđlegri samvinnu, eins og ţeirri sem á sér stađ á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna.

Ţegar ríki eru gerđ ábyrg fyrir virđingu og varđveislu mannréttinda er ţví ekki veriđ ađ ţrýsta utanađkomandi gildum sem eru viđkomandi ríki óskiljanleg. Heldur er í raun veriđ ađ nýta alţjóđleg gildi, sem reist eru á grunni sameiginlegrar visku og ţekkingu allra ríkja.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16