Starfsreglur stjórnar MRSÍ

Starfsreglur stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands

1.     grein.
Skipan stjórnar.

Stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands, kt. 620794-2019, hér eftir nefnd MRSÍ, skipa fimm ađalmenn sem kosnir skulu á ađalfundi til eins árs í senn en formađur til tveggja ára í senn. Jafnframt eru kosnir tveir varamenn.

Stjórnarmenn geta hvenćr sem er sagt störfum sínum lausum ađ undangenginni tilkynningu til stjórnar MRSÍ.

2.     grein.
Hagsmunatengsl.

Stjórnarmenn og framkvćmdastjóri skulu greina stjórn MRSÍ frá hagsmunatengslum, hvort heldur persónulegum sem viđskiptalegum, sem valdiđ geta vanhćfi ţeirra viđ störf stjórnarinnar og afgreiđslu tiltekinna mála.

Stjórnarmenn skulu halda starfsemi skrifstofunnar á öllum vettvangi í heiđri og blanda ekki saman persónulegum málefnum viđ málefni skrifstofunnar.

3.     grein
Skipting starfa innan stjórnar.

Á fyrsta stjórnarfundi ađ loknum ađalfundi ţar sem stjórnarkjör fer fram skal stjórn skipta međ sér verkum, fyrir utan formann og varaformann sem kosnir eru á ađalfundi. Embćttin innan stjórnar eru: ritari og gjaldkeri.

Formađur stjórnar er fremstur međal jafningja og ber meginábyrgđ á starfsemi stjórnar.  Formađur skal stuđla ađ virkni í allri ákvarđanatöku hennar. Ađ auki skal formađur stjórnar m.a:

Tryggja ađ nýir stjórnarmenn fái upplýsingar og leiđsögn í starfsháttum stjórnarinnar, málefnum MRSÍ og helstu ţáttum er varđa stjórnun skrifstofunnar.

Tryggja ađ stjórnin fái í störfum sínum nákvćmar og skýrar upplýsingar og gögn til ţess ađ hún geti sinnt störfum sínum.

Taka viđ tillögu ađ fundarefni, hugmyndum og skođunum stjórnarmanna milli funda og koma ţeim í farveg ásamt framkvćmdastjóra ef viđ á og ţurfa ţykir.

Útbúa dagskrá stjórnarfunda, í samráđi viđ  framkvćmdastjóra, sjá um bođun ţeirra og stjórnun, ţ.á m. bođun stjórnarfundar ađ beiđni stjórnarmanns.

Tryggja ađ stjórnin meti árlega störf sín og framkvćmdastjóra.

Taka frumkvćđi ađ endurskođun starfsreglna ţessara.

4.     grein.
Verksviđ stjórnar.

Stjórn fer međ ćđsta vald í málefnum MRSÍ milli ađalfunda og ber meginábyrgđ á starfsemi MRSÍ. Stjórnin skal annast um skipulag MRSÍ  og sjá um ađ starfsemin sé jafnan í góđu horfi.

Stjórn skal hafa frumkvćđi ađ mótun stefnu MRSÍ og hafa eftirlit međ störfum framkvćmdastjóra og skrifstofu MRSÍ.

Stjórn skal hafa yfirumsjón međ fjáröflun til rekstrar MRSÍ í samstarfi viđ framkvćmdastjóra og hafa eftirlit međ vörslu og međferđ fjármuna.

Stjórn tekur ákvarđanir um öll mál er varđa starfsemi MRSÍ í samrćmi viđ samţykktir skrifstofunnar og stefnuskrá.

Stjórn gerir fulltrúaráđi grein fyrir störfum sínum og ber undir ţađ mikilvćg stefnumótandi mál.

Stjórn er heimilt ađ skipa tímabundiđ nefndir eđa vinnuhópa um einstök málefni eđa málaflokka og setja reglur um störf ţeirra.

Stjórn tilnefnir í opinberar nefndir og ráđ eftir atvikum. Stjórn gefur út skipunarbréf til fulltrúa í slíkum nefndum eđa vinnuhópum, ţar sem međal annars koma fram starfsskyldur, skipunartími og umbođ til nefndarstarfa.

Stjórnarmenn skulu kynna sér lög og reglur er gilda um frjáls félagasamtök og starfsemi skrifstofunnar og hafa skilning á hlutverki og ábyrgđ sinni svo og stjórnar. Ađ auki skulu stjórnarmenn kynna sér Parísarviđmiđ Sameinuđu ţjóđanna um sjálfstćđar, innlendar mannréttindastofnanir en ţau eru lögđ starfsemi skrifstofunnar til grundvallar.

Stjórnarmenn skulu taka sjálfstćđar ákvarđanir í hverju máli fyrir sig međ hag MRSÍ ađ leiđarljósi.

Stjórnarmenn skulu hafa skilning á markmiđum og verkefnum MRSÍ og hvernig ţeir eigi ađ haga störfum sínum til ađ stuđla ađ ţví ađ markmiđ ţessi náist.

Stjórnarmenn skulu óska eftir viđ formann og framkvćmdastjóra og kynna sér öll gögn og upplýsingar sem ţeir telja sig ţurfa til ađ hafa fullan skilning á rekstri skrifstofunnar og til ađ taka upplýstar ákvarđanir.

Stjórnarmenn skulu tryggja ađ ákvörđunum stjórnar sé framfylgt svo og ađ jafnan sé gćtt ađ lögum og reglum í rekstri skrifstofunnar.

Stjórnarmenn skulu stuđla ađ góđum starfsanda innan stjórnar.

Meirihluti stjórnar ritar firma skrifstofunnar. Framkvćmdastjóri hefur prókúru skrifstofunnar og gjaldkeri skal hafa skođunarađgang ađ reikningum skrifstofunnar í netbanka.

Stjórn tekur ákvarđanir í öllum málum sem telja verđur óvenjuleg eđa mikilsháttar en ber ađ leggja mikilvćg og stefnumótandi mál undir fulltrúaráđ. Stjórn getur ţó veitt framkvćmdastjóra heimild til afgreiđslu slíkra mála. Eins getur framkvćmdastjóri afgreitt slíkt mál ef ekki er unnt ađ bíđa ákvörđunar stjórnar án verulegs óhagrćđis fyrir starfsemi skrifstofunnar. Í ţeim tilvikum skal framkvćmdastjóri tafarlaust tilkynna stjórn MRSÍ um afgreiđslu málsins.

Stjórn getur í sérstökum tilvikum faliđ einstökum stjórnarmönnum, einum eđa fleirum, tiltekin mál til athugunar og undirbúnings fyrir afgreiđslu á stjórnarfundi.

Stjórn skal meta međ reglubundnum hćtti störf sín, verklag og starfshćtti, framgang skrifstofunnar og frammistöđu framkvćmdastjóra. Slíkt árangursmat felur m.a. í sér ađ stjórnin leggi mat á styrkleika og veikleika í störfum sínum og verklagi og hugi ađ ţeim hlutum sem hún telur ađ betur megi fara.

Umsagnir og ályktanir eru lagđar til samţykktar stjórnar í tölvupósti og teljast samţykktar ţegar ţrír af fimm stjórnarmönnum hafa gefiđ samţykki sitt nema stjórnarmađur hafi óskađ eftir stjórnfundi um máliđ.

5. grein.
Verksviđ framkvćmdastjóra.

Framkvćmdastjóri, í umbođi stjórnar, ber ábyrgđ á daglegum rekstri skrifstofu MRSÍ og sér um ađ stefnu, sem ađalfundur og stjórn marka, sé framfylgt.

Framkvćmdastjóri getur komiđ fram fyrir hönd skrifstofunnar í ţeim málum sem eru innan verksviđs hennar samkvćmt starfslýsingu. Framkvćmdastjóri getur ekki gert ráđstafanir sem eru óvenjulegar eđa mikils háttar, svo sem ađ kaupa, selja eđa veđsetja eignir MRSÍ, taka eignir á leigu eđa segja upp leigusamningi, nema samkvćmt sérstakri heimild frá stjórn.

Framkvćmdastjóri rćđur starfsfólk skrifstofunnar í samráđi viđ stjórn.

Framkvćmdastjóri getur, međ samţykki stjórnar, gert tímabundna starfssamninga viđ ýmsa ađila um tiltekna ţćtti í starfi MRSÍ, hvort heldur er félagasamtök, opinberar stofnanir eđa ađra sem láta sig sérstaklega varđa viđfangsefni samtakanna.

Framkvćmdastjóri skal sjá um ađ bókhald MRSÍ sé fćrt í samrćmi viđ lög og venjur og ađ međferđ eigna skrifstofunnar sé međ tryggilegum hćtti.

Framkvćmdastjóri skal koma á framfćri viđ endurskođanda ţeim upplýsingum og gögnum sem hafa ţýđingu vegna endurskođunar og veita endurskođanda ţćr upplýsingar, gögn, ađstöđu og ađstođ sem endurskođandi telur nauđsynlega vegna starfs síns.

Framkvćmdastjóri skal ávallt starfa af heilindum međ hagsmuni MRSÍ ađ leiđarljósi.

Framkvćmdastjóri skal gćta ţess ađ fara ekki út fyrir ţann ramma sem afmarkađur er í rekstrar- og fjárhagsáćtlun MRSÍ fyrir hvert reikningsár nema međ sérstöku samţykki stjórnar.

6. grein. 
Fyrirsvar stjórnar

Formađur stjórnar er málsvari hennar og kemur fram fyrir hennar hönd varđandi málefni út á viđ fyrir hönd MRSÍ í samráđi viđ stjórn og í samrćmi viđ hefđir innan skrifstofunnar og eđli máls.

Formađur stjórnar kemur fram fyrir hönd stjórnar gagnvart framkvćmdastjóra. 

7. grein. 
Bođun funda o.fl.

Stjórn skal ađ lágmarki funda sex sinnum á ári. Stjórnarformađur bođar til stjórnarfundar međ minnst viku fyrirvara og skal međ fundarbođi senda út dagskrá fundar. Óskum stjórnarmanna um málefni funda skal komiđ til formanns stjórnar.

Stjórnarfund skal bođa ef stjórnarmađur óskar og skal hann haldinn innan fimm daga frá ţví ađ ósk ţess efnis er sett fram. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarfulltrúa sćkir fund, ţ.á.m. međ rafrćnni ţátttöku.

Fundarbođ skal vera í tölvupósti. Skrifleg fundargögn um einstök málefni á dagskrá skulu ef kostur er ađ jafnađi send stjórnarmönnum minnst 3 dögum fyrir fundinn, nema formađur ákveđi annađ. Formađur getur ákveđiđ ađ skriflegum fundargögnum verđi fyrst dreift á fundi og ţeim skilađ í lok fundarins.

Á reglulegum stjórnarfundum skal ađ jafnađi taka fyrir eftirfarandi mál:

  • Fundargerđ síđasta fundar.
  • Skýrslu framkvćmdastjóra um starfsemi MRSÍ og fjárhag.
  • Fylgja eftir framkvćmd ákvarđana sem teknar hafa veriđ á stjórnarfundum.

8. grein.
Ákvörđunarvald, atkvćđagreiđslur o.fl.

Stjórn er ákvörđunarbćr ţegar meirihluti stjórnarmanna sćkir fund enda hafi fundurinn veriđ bođađur í samrćmi viđ 7. gr. starfsreglna ţessara. Mikilvćga ákvörđun má ţó ekki taka án ţess ađ allir stjórnarmenn hafi haft tök á ţví ađ fjalla um máliđ, sé ţess kostur.

Formađur stjórnar stýrir fundum og varaformađur í forföllum hans. Einfaldur meirihluti atkvćđa rćđur úrslitum á stjórnarfundum í öllum málum. Atkvćđi formanns rćđur úrslitum ef atkvćđi eru jöfn.

Nú telur formađur ekki stćtt á ţví vegna sérstakra ađstćđna ađ bíđa ţess ađ haldinn verđi stjórnarfundur og getur hann ţá tekiđ ákvörđun um rafrćnan fund stjórnar eđa ađ málefniđ verđi kynnt stjórnarmönnum skriflega međ tölvupósti eđa símleiđis og haldin verđi atkvćđagreiđsla međal stjórnarmanna á rafrćnum fundi.

Stjórnarmenn eru einungis bundnir af sannfćringu sinni, en ekki fyrirmćlum ţeirra sem hafa kosiđ ţá. Mál skulu almennt ekki borin upp til ákvörđunar á stjórnarfundum nema ţví ađeins ađ stjórnarmenn hafi fengiđ gögn málsins eđa fullnćgjandi upplýsingar um ţađ fyrir fundinn og haft tíma til ađ kynna sér efni ţeirra.

Mál til ákvörđunar skulu almennt lögđ fyrir stjórn skriflega. Séu mál lögđ fram á stjórnarfundi til kynningar getur slík kynning veriđ munnleg.

9. grein. 
Fundargerđir og fundargerđarbók

Formađur stjórnar skal sjá til ţess ađ gerđ sé fundargerđ um ţađ sem gerist á stjórnarfundum og um ákvarđanir stjórnar.

Í fundargerđ skal skrá eftirfarandi:

  • Hvar og hvenćr fundurinn er haldinn.
  • Hverjir sitja fundinn og hver stýrir honum.
  • Dagskrá fundarins.
  • Stutta skýrslu um umrćđur á fundum og hvađa ákvarđanir hafa veriđ teknar.
  • Hvenćr og hvar nćsti stjórnarfundur verđur haldinn, ef viđ á.
  • Hver ritađ hafi fundargerđina.

Stjórnarmađur, sem ekki er sammála ákvörđun stjórnar, á rétt á ađ fá sérálit sitt skráđ í fundargerđ.

Fundargerđ hvers fundar fer fyrir stjórn á neti til yfirlits og er síđan undirrituđ á nćsta fundi. Fundargerđir skulu geymdar á opnu drifi ađgengilegar stjórnarmönnum.

10. grein. 
Ţagnar- og trúnađarskylda

Á stjórnarmönnum hvílir ţagnarskylda um hagi starfsmanna og önnur atriđi sem ţeir fá vitneskju um í starfi sínu sem stjórnarmenn og leynt skulu fara samkvćmt ákvörđun stjórnar, samţykktum MRSÍ, lögum eđa eđli máls, nema um sé ađ rćđa málefni sem stjórn ákveđur ađ gera opinber eđa slíkt leiđir af ákvćđum laga og reglna er gilda um frjáls félagasamtök eđa samţykktum MRSÍ. Ţagnarskylda helst ţótt látiđ sé af starfi.

Ef stjórnarmađur brýtur gegn skyldu sínum eđa rýfur ađ öđru leyti trúnađ sem honum er sýndur, skal stjórn fjalla um máliđ og getur ákveđiđ ađ bođa til fulltrúaráđsfundar sem ákveđur hvort kjósa skuli nýjan stjórnarmann. Viđkomandi stjórnarmađur sem talinn er brotlegur er vanhćfur til ađ fjalla um hvort bođađ verđi til fulltrúaráđsfundar en skal gefinn kostur á ađ tjá sig um ásakanirnar áđur.

Stjórnarmađur skal varđveita öll gögn međ tryggilegum hćtti, sem hann fćr afhent til ađ gegna starfa sínum sem stjórnarmađur.

Stjórnarmenn, ađrir en formađur, skulu almennt ekki tjá sig viđ fjölmiđla eđa snúa sér til almennings varđandi málefni MRSÍ, nema ađ fengnu samţykki stjórnar.

11. grein. 
Vanhćfi

Skylt er stjórnarmanni og framkvćmdastjóra ađ upplýsa án tafar um atvik eđa ađstćđur sem gćtu valdiđ vanhćfi hans viđ samningsgerđ eđa međferđ mála. Stjórnarmađur metur eigiđ hćfi en stjórn ákveđir hvort vanhćfi er fyrir hendi.

Leggja skal fyrir stjórn til stađfestingar (eđa synjunar) alla samninga sem stjórnarmađur og/eđa framkvćmdastjóri kunna ađ gera viđ MRSÍ og samninga milli MRSÍ og ţriđja manns ef stjórnarmađur og/eđa framkvćmdastjóri hafa verulega hagsmuni af slíkum samningum og ţeir hagsmunir kunna ađ fara í bága viđ hagsmuni skrifstofunnar.

Ef ákvarđanir stjórnar varđa málefni einstakra stjórnarmanna eđa framkvćmdastjóra er rétt ađ viđkomandi víki af fundi međan stjórn tekur afstöđu til slíkra málefna.

12. grein. 
Upplýsingagjöf

Framkvćmdastjóri skal á hverjum stjórnarfundi gera stjórn grein fyrir starfsemi MRSÍ frá síđasta fundi stjórnar í stórum dráttum.

Stjórn getur á fundum krafiđ framkvćmdastjóra og ađra helstu starfsmenn MRSÍ um upplýsingar og gögn sem stjórn eru nauđsynleg til ađ stjórnarmenn geti sinnt verkefnum sínum.

Upplýsingar frá framkvćmdastjóra til stjórnar ţurfa ađ vera á ţví formi og af ţeim gćđum sem stjórn ákveđur. Stjórn skal skilgreina hvađa upplýsinga er óskađ eftir međ reglubundnum hćtti. Upplýsingar og gögn skulu vera ađgengileg stjórnarmönnum tímanlega fyrir stjórnarfundi, og á milli ţeirra, og skulu allir stjórnarmenn fá sömu upplýsingarnar. Upplýsingar skulu vera eins uppfćrđar og nákvćmar og unnt er hverju sinni.

Skýrsla stjórnar skal fylgja ársreikningi ár hvert.

Formađur stjórnar skal gćta ţess ađ fyrirtćkjaskrá, ársreikningaskrá, skattyfirvöldum og öđrum stjórnvöldum séu sendar lögbođnar tilkynningar og framtöl.

13. grein. 
Undirritun ársreiknings o.fl.

Ársreikningur MRSÍ skal lagđur fyrir stjórn til afgreiđslu og skal stjórn ásamt framkvćmdastjóra undirrita ársreikninginn. Telji stjórnarmađur eđa framkvćmdastjóri ađ ekki beri ađ samţykkja ársreikninginn, eđa hann hefur mótbárur fram ađ fćra sem hann telur rétt ađ fulltrúaráđ/ađildarfélög fái vitneskju um, skal hann gera grein fyrir ţví í áritun sinni.

14. grein.
Frekari reglur um störf stjórnar

Stjórnarmenn skulu kynna sér og vera bundnir af ákvćđum laga og reglna er gilda um frjáls félagasamtök og sérstökum reglum MRSÍ um međferđ trúnađarupplýsinga.

15. grein.
Breytingar á starfsreglum stjórnar

Einungis stjórn getur gert breytingar á starfsreglum ţessum. Til breytinga á starfsreglunum ţarf samţykki einfalds meirihluta stjórnar. Ćskilegt er ađ starfsreglur ţessar séu yfirfarnar a.m.k. árlega.

16. grein. 
Varsla og međferđ starfsreglna

Frumrit starfsreglna ţessara, međ áorđnum breytingum ef viđ á, skal jafnan geyma međ fyrstu fundargerđ stjórnarfundar eftir ađalfund. Bóka skal í fundargerđ ađ stjórnarmenn hafi lesiđ og samţykkt ţessar reglur. 

Nýkjörin stjórn skal setja sér starfsreglur eđa stađfesta ađ nýju starfsreglur fráfarandi stjórnar međ undiritun sinni.

Stjórnarmönnum, framkvćmdastjóra og endurskođendum MRSÍ skal afhent eintak af starfsreglum og samţykktum MRSÍ sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

 

 

 

 

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16