138. löggjafarþing 2009 - 2010

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (kyrr

Í breytingunum felst heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Sambærilega heimild er að finna í lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. lög nr. 23/2010, og töldu stjórnvöld að sú heimild næði einnig til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, laga um virðisaukaskatt og laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, líkt og fram kemur í athugasemdum í greinargerð við hið framlagða frumvarp. Hins vegar kvað Hæstiréttur upp dóm þann 21. júní 2010 nr. 372/2010 þar sem tekið var af allan vafa um að almenn tilvísun virðisaukaskattslaga til tekjuskattslaga dygði ekki til að heimila kyrrsetningu vegna meintra brota gegn virðisaukaskattslögum.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um aðild að spillingarsamningi Sameinuðu þjóðanna

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga um aðild Íslands að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu sem gerður var í New York 31. október 2003.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Líkt og fram kemur í athugasemdum við frumvarpið er markmið laganna að „skýra ákvæði frekar eða skerpa á þeim og að lögfesta þá túlkun ákvæða sem átt hefur sér stað frá gildistöku laganna.“ Ýmis nýmæli er þó að finna í frumvarpinu og ber helst að nefna þau sem fela í sér breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga varðandi úrræði fyrir börn sem er þörf á að vista utan heimilis. Einnig er að finna ýmis nýmæli er varða þungaðar konur.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (heimild til upptöku ólögmæts ávinnings)

Í breytingunum felst að við 69. gr. f laganna bætist ný málsgrein sem hefur þann tilgang að „auka líkur á því að raunverulega takist að endurheimta verðmæti úr hendi þeirra sem í aðdraganda og kjölfar íslenska fjármálahrunsins hafa auðgast með óréttmætum hætti ásamt því að draga úr hvata til brotastarfsemi sem haft getur verulegan fjárhagslegan ávinning í för með sér“, líkt og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu. Lagt er til að heimilt verði að gera upptæk verðmæti án þess að höfða refsimál með útgáfu ákæru ef sýnt þykir að verðmætin séu afrakstur ólögmætra athafna.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/1996, um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna

Með frumvarpinu er lagt til að núgildandi lögum verði breytt á þann hátt að einhleypum konum, sem búa við skerta frjósemi, verði heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Það sama gildi um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, ef frjósemi beggja aðila er skert.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands. Í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að Þjóðskrá og Fasteignaskrá skuli sameinast í eina ríkisstofnun er skuli nefnast Þjóðskrá Íslands.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, o.fl. (fækkun lögregluumdæma o.fl.)

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996, o.fl. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir stækkun lögregluumdæma í landinu sem síðan lúti stjórn eins lögreglustjóra.
Lesa meira

UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGAR Á HJÚSKAPARLÖGUM OG FLEIRI LÖGUM OG UM BROTTFALL LAGA UM STAÐFESTA SAMVIST (EIN HJÚSKAPARLÖG)

Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram að markmið hennar sé að lögfesta ein hjúskaparlög. Fyrrnefndum lögum er ætlað að útrýma þeim mun sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestrar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar. Þannig er ætlun laganna að ein hjúskaparlög gildi um alla, burtséð frá kynhneigð. Enn fremur er lagt til að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á öðrum lögum til að afmá fyrrnefndan mun.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind tillaga til þingsályktunar um fullgildingu mansalsbókunar um að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, sem er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi (Palermó-samningur). Samningurinn var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York þann 15. nóvember 2000. Enn fremur er sérstaklega óskað álits Mannréttindaskrifstofunnar á því hvort þær lagabreytingar sem gerðar voru með lögum nr. 40/2003 og nr. 149/2009 séu fullnægjandi til þess að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem bókunin leggur aðildarríkjum á herðar
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis

Í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að stofna skuli lagaskrifstofu Alþingis sem „hafi það hlutverk að samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála.“
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16