145. löggjafarþing 2015 - 2016

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um útlendinga

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar, en frumvarpið er samið á vegum innanríkisráðuneytisins og þverpólitískrar þingmannanefndar um málefni útlendinga og felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (hámarksgreiðslur sjúkratryggða og þjónustustýring)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar. Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp nýtt greiðsluþátttökukerfi og að ákveðnar verði mánaðarlegar hámarksgreiðslur sjúkratryggðra. Þá er einnig lagt til að tekin verði upp ákveðin þjónustustýring sem miðar að því að heilsugæslan verði að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. MRSÍ telur frumvarpið ágætlega úr garði gert en hefur þó nokkrar athugasemdir.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnun)

Skrifstofan styður frumvarpið og telur það grundvallarréttindi að hjónum eða sambúðarfólki sé tryggður sá réttur að halda samvistum áfram ef svo er á statt sem að framan greinir.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis

Telur skrifstofan það skref í rétta átt svo að samræmis sé gætt í allri lagasetningu, þau samræmist stjórnarskrá og alþjóðasamningum og að komið verði í veg fyrir að á frumvörpum séu lagatæknilegir ágallar. Eins og segir í greinargerð þá er það mikilvægt að tryggja gæði lagasetningar og byggja upp traust á löggjafarvaldinu og er stofnun lagaskrifstofu liður í því.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um stuðning Íslands við að koma á alþjóðlegu banni við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla

MRSÍ styður þingsályktunartillöguna heilshugar og telur alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla nauðsynlegt. Slíkar vélar eru gagngert búnar til og beitt til að valda skaða og er því að mati MRSÍ engin ástæða fyrir því að Ísland styðji slíka framleiðslu.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum útlendinga (kærunefnd, fjölgun nefndarmanna)

Skrifstofan fagnar frumvarpsbreytingum og styður eindregið tillögu um fjölgun nefndarmanna í kærunefnd útlendingamála og hvetur jafnframt til þess að nefndinni verði tryggt nægt fjármagn svo hún geti unnið sín störf á skilvirkan hátt. Þá telur skrifstofan frumvarpið fela í sér umtalsverða réttarbót fyrir innflytjendur og umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar)

Í frumvarpinu er lagt til að skilyrðum fjárhagsaðstoðar verði breytt á þann veg að ráðherra gefi árlega út leiðbeiningar um framkvæmd fjárhagsaðstoðar auk viðmiðunarfjárhæða. Þar að auki að skilyrt verði að umsækjandi fjárhagsaðstoðar sé í virkri atvinnuleit.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana

MRSÍ styður þingsályktunina og telur þær breytingar sem hún felur í sér tímabærar. Mikill tilkostnaður liggur í aðgerðum sem þessum sem óþarfi er að bæta ofan á það sálarlega erfiði sem afleiðingar ófrjósemi geta haft í för með sér.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra

MRSÍ styður þingsályktunina og telur að mikil þörf sé á embætti umboðsmanns aldraðra svo að réttindum þeirra og hagsmunum sé gætt í hvívetna.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla)

Markmiðið með frumvarpinu er að gæta enn frekar að réttarstöðu þeirra sem hlustað er á og er lagt til að skilyrði til símahlustunar verði hert og þau um leið gerð skýrari. MRSÍ telur að í heild lofi frumvarpið góðu og að það sé til þess fallið að bæta réttarstöðu þeirra sem að hlustað er á. Það er þó mikilvægt að svo íþyngjandi aðgerðum sé settar enn ítarlegri reglur og finnst skrifstofunni það hafa tekist nokkuð vel til hér.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16