Kynbundiđ ofbeldi

Undanfarin ár hefur umrćđan um nauđganir og ofbeldi gegn konum tekiđ breytingum. Hún er orđin opnari og í kjölfariđ er ljóst ađ ofbeldi gegn konum er útbreitt vandamál sem takmarkast ekki viđ ákveđinn ţjóđfélagshóp; heimilis- og kynferđisofbeldi getur átt sér stađ á hvađa heimili sem er, án tillits til stöđu eđa efnahags.

Ýmiss úrrćđi eru til stađar fyrir ţolendur kynbundins ofbeldis. Má ţar nefna Kvennaathvarfiđ, Stígamót, Konukot sem er athvarf fyrir heimilislausar konur og Neyđarmóttöku fyrir ţolendur kynferđisofbeldis á Landspítalanum í Fossvogi.

Á síđustu árum hefur opinber umrćđa um ofbeldi gegn konum aukist og ofbeldi sem áđur var umboriđ í skjóli einkalífsins hefur veriđ dregiđ fram í dagsljósiđ og viđurkennt sem ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis.
 
Kynbundiđ ofbeldi brýtur gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi kvenna. Yfirvöldum ber skylda til ađ leita allra leiđa til ađ upprćta ţann smánarblett sem ofbeldi gegn konum er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi ţeirra til mannhelgi og jafnréttis.
 
Stjórnvöldum ber ađ virđa ţjóđréttarlegar skuldbindingar sínar er miđa ađ öryggi, frelsi og virđingu fyrir konum, vernd gegn misrétti og ţví ađ gera konum kleift ađ lifa međ reisn án ótta viđ ofbeldi. Íslenska ríkiđ á ađild ađ fjölda mannréttindasamninga og yfirlýsinga er snerta kynbundiđ ofbeldi, beint eđa óbeint. Má ţar nefna mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna frá 10. desember 1948, sáttmála Sameinuđu ţjóđanna frá 18. desember 1979, um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samninga um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samning Sameinuđu ţjóđanna gegn pyndingum eđa annarri grimmilegri og ómannúđlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu.
 
Einnig má nefna yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum, sem samţykkt var á 85. allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna, hinn 20. desember 1993 og framkvćmdaáćtlun Sameinuđu ţjóđanna um málefni kvenna frá árinu 1995 (Pekingáćtlun).
 
Ţá ber ađ nefna Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu en Evrópuráđiđ hefur á síđustu árum lagt áherslu á nauđsyn sérstakra ađgerđa til ađ sporna gegn kynbundnu ofbeldi og hefur m.a. samţykkt yfirlýsingar og ađgerđaáćtlanir er ćtlađ er ađ taka á vandanum. Á vettvangi Evrópuráđsins var áriđ 2011 samţykktur samningur um ađ koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Ísland hefur undirritađ samninginn og er unniđ ađ ţví ađ fullgilda hann.
 
Ofbeldi karla gegn konum tekur á sig margvíslegar myndir allt frá andlegu ofbeldi til lífshćttulegra áverka sem leiđa til dauđa. Yfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna um afnám ofbeldis gegn konum skilgreinir ofbeldi gegn konum sem ,,ofbeldi á grundvelli kynferđis sem leiđir til, eđa gćti leitt til, líkamlegs, kynferđislegs eđa sálrćns skađa eđa ţjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, ţvingun eđa handahófskennda sviptingu frelsis, bćđi í einkalífi og á opinberum vettvangi.” Kynbundiđ ofbeldi felur í sér líkamlegt, kynferđislegt og sálrćnt ofbeldi innan fjölskyldunnar og í ţjóđfélaginu almennt, svo sem kúgun, barsmíđar, ofbeldi tengt heimanmundi, nauđgun í hjónabandi, limlestingu á kynfćrum kvenna og ađrar hefđir sem eru skađlegar konum, misnotkun kvenna í gróđaskyni, mansal og vćndi, kynferđislega áreitni og hótanir á vinnustađ og á menntastofnunum svo dćmi séu nefnd.
 
Alvarlegt kynbundiđ ofbeldi er stađreynd á Íslandi en eftirlitsnefndir Sameinuđu ţjóđanna hafa m.a. lýst áhyggjum sínum af hárri tíđni heimilisofbeldis hér á landi og hversu vćgt er tekiđ á kynbundnu ofbeldi innan réttarkerfisins. Hundruđ kvenna og stúlkna eru fórnarlömb kynferđisofbeldis á ári hverju og fjöldi kvenna og barna lifir viđ hrćđslu, kúgun, óöryggi, hótanir og ofbeldi á heimilinu sem, undir eđlilegum kringumstćđum, á ađ vera griđastađur.
 
Áriđ 2005 leituđu 119 einstaklingar til Neyđarmóttöku vegna nauđgunar, en um 140 konur komu vegna ofbeldis og hugsanlegs heimilisofbeldis á Slysa- og bráđadeild Landspítalans.
 
Stígamót er ráđgjafar og upplýsingamiđstöđ fyrir ţolendur kynferđisofbeldis, bćđi konur og karla. Áriđ 2013 leituđu 706 einstaklingar til Stígamóta. Af ţeim voru 323 ađ leita sér ađstođar í fyrsta skipti. Frá stofnun Stígamóta áriđ 1989 til ársloka 2013 hafa 6.702 einstaklingar leitađ ţar ađstođar. 
 
Kvennaathvarfiđ er athvarf fyrir konur og börn ţeirra ţegar dvöl í heimahúsum er ţeim óbćrileg vegna andlegs eđa líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eđa annarra. Alls dvöldu 125 konur og 97 börn í Kvennaathvarfinu áriđ 2013 en í heildina leitađi 351 kona í athvarfiđ á árinu. Frá stofnun Kvennaathvarfsins áriđ 1982 eru skráđar um 12.392 komur í athvarfiđ.
 
Ţađ er stađreynd ađ ađeins fáir ofbeldismenn svara til saka og kynferđisglćpamenn hljóta oft stutta refsidóma. Mörg dćmi eru um alvarlegt skilningsleysi réttarkerfisins á eđli og afleiđingum kynbundins ofbeldis. Hér ađ neđan er ađ finna margvíslegt efni sem tengist kynbundu ofbeldi á Íslandi.
 
 
 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16