Hugmyndafrćđilegur og stjórnmálalegur ágreiningur

Ţegar vinna ađ lagasetningu um mannréttindi hófst á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna einkenndust umrćđurnar af mismunandi afstöđu ríkisstjórna til mannréttindahugtaksins sem var nátengd stjórnmálaviđhorfum og ađstćđum í ríkjunum. Ţessi ágreiningur leiddi fljótlega til skiptingu mannréttinda í tvo meginflokka sem annars vegar nefndust borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (fyrsta kynslóđ) og hins vegar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (önnur kynslóđ).

Forystumenn Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu lögđu höfuđáherslu á borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin, sem ţróast höfđu í vestrćnni heimspeki í aldanna rás sem forsendur lýđrćđislegra stjórnarhátta. Ţetta voru “réttindi einstaklingsins” gagnvart ríkisvaldinu, nátengd hugmyndum um lýđrćđi; um ađ ríkisstjórnir sćki völd sín til fólksins, einstaklingarnir eigi rétt á ţví ađ velja valdamenn, veita ţeim ađhald, gagnrýna ţá og hafna ţeim ađ vild og til ţess ađ geta gert ţađ verđi ţeir ađ njóta vissra réttinda, svo sem tjáningarfrelsis, trúarbragđafrelsis, samkomu– og félagafrelsis, kosningaréttar og kjörgengisréttar. Nú á dögum eru borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin nátengd lýđrćđislegu stjórnarfari og hugmyndum manna um hina góđu lýđrćđislegu stjórnarhćtti (e. good governance) um réttsýna og heiđarlega stjórnsýslu og kröfum um ađ stjórnmálamenn og embćttismenn séu til fyrirmyndar í hvívetna og misnoti ekki völd sín.

Leiđtogar sósíalísku ríkjanna í Austur-Evrópu og ţeirra ríkja Ţriđja heimsins svokallađa, sem ţá áttu ađild ađ Sameinuđu ţjóđunum, hölluđust hins vegar ađ hinum svonefndu efnahags- og félagsréttindum. Ţeir lögđu meira upp úr gagnkvćmum skyldum einstaklinga hver viđ annan og stjórnvalda viđ samfélagiđ og litu svo á, ađ miklvćgast vćri ađ hafa í sig og á, njóta vinnuréttinda, heilsugćslu, menntunar og menningar.

Afstađa ţeirra var í stórum dráttum sú, ađ ríkjum vćri vissulega skylt ađ virđa frelsi og mannréttindi og ekki mćtti mismuna ţegnunum á grundvelli kynferđis, kynţátta, trúarbragđa eđa tungumála. Frelsi einstaklinganna takmarkađist hins vegar af ţörfum ríkisins og rétturinn til stjórnarţátttöku byggđist á stjórnskipulagi og ţróunarstigi hinna einstöku ríkja. Í kommúnistaríkjunum var ţessi réttur bundinn viđ flokkinn; innan hans kunnu menn ađ hafa einhver áhrif á val forystumanna en ekki utan hans.

Sósíalistar voru andsnúnir ţví ađ veita einstaklingnum ađild ađ ţjóđarétti međ fćri á ađ leita réttar síns á alţjóđavettvangi vegna mannréttindabrota heima fyrir. Ţessi afstađa breyttist međ hruni sovétveldisins en er ennţá viđ lýđi í Kína og mörgum ríkjum „ţriđja heimsins”. Mörg ţeirra fylgja ţeirri stefnu, ađ hvert ríki fyrir sig eigi ađ skilgreina mannréttindi í ljósi ţjóđfélagsađstćđna, efnahagslegrar ţróunar og menningarhefđa og ţví geti ţau veriđ breytileg frá einu ríki til annars. Ţau standa fast á ţví ađ utanađkomandi afskipti af mannréttindamálum sé skerđing á fullveldisrétti ríkja.

Vesturveldin vísuđu ekki alveg á bug nauđsyn hinna efnahagslegra og félagslegra réttinda sem slíkra. Frćg er hin svonefnda fjórfrelsisrćđa Roosevelts Bandaríkjaforseta frá stríđsárunum, ţar sem hann sagđi ađ menn ćttu ađ njóta tjáningarfrelsis, trúfrelsis, frelsis frá ótta viđ ađ á ţá yrđi ráđist og frelsis frá fjárhagslegum skorti.

Enda ţótt borgaralegu og stjórnmálalegu réttindunum hafi ţannig veriđ haldiđ sérstaklega fram á Vesturlöndum, hafa velferđarkerfi ţeirra í eđli sínu óbeint byggst á viđurkenningu efnahags -, félags - og menningarlegra réttinda. Stjórnmálamenn óttast hins vegar ađ notkun hugtaksins „réttindi“ ţar um og ađ hvers kyns tilraunir til ađ knýja slík „réttindi“ fram međ tilstilli dómstóla muni draga úr valdi ţeirra.

Rétt er ađ hafa í huga ađ í árdaga Sameinuđu ţjóđanna var mannréttindasýn beggja fylkinganna býsna ţröng, ţótt međ ólíkum hćtti vćri. Ţetta voru tímar nýlendustefnu og bullandi kynţáttamisréttis, sem hvorki Bandaríkjamenn né Vestur-Evrópumenn sáu nokkuđ athugavert viđ, hvađ ţá takmörkuđ réttindi verkafólks og kvenna um heim allan, hópa sem voru ţó byrjađir ađ berjast kröftuglega fyrir réttindum sínum. Mannréttindi voru í margra augum, hvort sem ţađ var međvitađ eđa ekki, fyrst og fremst réttindi hvítra karlmanna borgarastéttanna gagnvart ofríki stjórnvalda.

Austur-Evrópuţjóđir og Ţriđja heims ţjóđirnar vildu réttindi til handa verkafólki, konum og fólki af mismunandi litarhćtti og sjálfsákvörđunarrétt til handa nýlenduţjóđunum - en höfđu litla trú á hćfni einstaklinga til ađ sjá fótum sínum forráđ. Ţćr töldu ađ ţađ ćttu stjórnvöld ađ gera og forsjárhyggjan var ţví alger.

Vegna ţess hve brýnt ţótti - eftir óhugnađ heimstyrjaldarinnar síđari - ađ setja reglur um mannréttindi, sćttust menn á bćđi sjónarmiđin. Frćđimennirnir – málsmetandi menn víđs vegar ađ úr heiminum – sem fyrst réđu ferđinni í mannréttindaumrćđunni fengu ţau fyrirmćli ađ víkja til hliđar hugmyndafrćđilegum ágreiningi um uppruna og eđli réttindanna og búa til alţjóđalöggjöf, sem allir gćtu sćtt sig viđ. Ţađ tókst ađ lokum, ţótt tímann sinn tćki.

Í mannréttindayfirlýsingunni sjálfri var kveđiđ á um öll réttindin; borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg. Allir féllust á ađ viđurkenna ţannig tilvist ţeirra - en ţegar tekiđ var til viđ ađ gera ţau bindandi ađ alţjóđarétti leiddi ágreiningurinn til ţess, ađ gerđir voru tveir alţjóđasamningar í stađ eins - líkt og fyrirhugađ hafđi veriđ.

Menn urđu ásáttir um, ađ ţađ hlyti óhjákvćmilega ađ fara eftir efnahagsađstćđum ríkja hvernig efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum yrđi framfylgt - og ţess vegna yrđi ekki hjá ţví komist ađ orđa réttindaákvćđin međ ólíkum hćtti. Annar skyldi kveđa á um ţau réttindi, sem vesturlönd töldu viđunandi, ađ ţegnar ţjóđfélagsins gćtu knúiđ fram međ ađstođ dómstóla; hinn skyldi mćta sjónarmiđum ţeirra, sem vildu leggja alla áherslu á skyldur ríkjanna og taka tillit til efnahags ţeirra og ţróunar.

Ţví var sett inn í samninginn um efnahags-, félags- og menningarlegu réttindin, ađ ađildarríkin tćkjust á hendur eftir mćtti ađ gera ţćr ráđstafanir sem ţyrfti, ein sér eđa međ alţjóđasamvinnu og alţjóđlegri ađstođ, til ađ framkvćma í áföngum ţau réttindi sem kveđiđ vćri á um. Ţađ er ađ segja; gert var ráđ fyrir ţví frá upphafi, ađ framkvćmd réttindanna gćti orđiđ afstćđ eftir efnahagsađstćđum einstakra ríkja.

Borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin áttu hins vegar ađ koma fljótt til framkvćmda. Á ţví vildi ţó víđa verđa biđ, ţví ţau kostuđu líka sitt og meira en menn vildu vera láta. Ţađ hefur til dćmis reynst mörgum ríkjum ofviđa ađ koma upp viđunandi réttarkerfi, ţví til ţess ţarf mikla fjármuni; t.d. til ţess ađ halda uppi starfhćfu dómstóla- og stjórnsýslukerfi, vel ţjálfuđu og öguđu lögregluliđi, háskólamenntuđum lögfrćđingum (sćkjendum, verjendum og dómurum), fangelsum međ mannsćmandi ađbúnađi og ţar fram eftir götum. Sum ţróunarríkin eru svo víđáttumikil og samgöngur svo erfiđar ađ erfitt er ađ tryggja réttaröryggi. Ţá kostar ekki lítiđ ađ halda uppi lýđrćđislegu stjórnkerfi, međ kosningum, starfhćfum ţingum og öđru sem til ţarf.

Framkvćmd borgaralegu og stjórnmálalegu réttindanna er ţví einnig afstćđ eftir ađstćđum - og reyndar ekki ađeins efnahagslegum, ţví trúarlegar og menningarlegar ađstćđur hafa einnig haft áhrif á framkvćmd ţeirra.

Til ţess ađ brúa ágreininginn milli fylgismanna réttindaflokkanna tveggja voru sett inn í inngangsorđ beggja samninganna nćstum samhljóđa ákvćđi ţar sem segir ađ ađildarríkin; „viđurkenna, í samrćmi viđ Mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna, ađ sú hugsjón ađ menn séu frjálsir, [...,] óttalausir og ţurfi ekki ađ líđa skort, rćtist ţví ađeins ađ sköpuđ verđi skilyrđi til ţess ađ allir geti notiđ“ borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.

Eini munurinn á orđalaginu í samningunum er ađ ţau réttindi sem hvor um sig kveđur á um kemur á undan hinum, - ţađ er ađ segja, réttindin eru samtvinnuđ ţannig ađ forsenda ţess ađ réttinda annars samningsins verđi notiđ er sú, ađ ţeir njóti einnig réttindanna sem hinn kveđur á um.

Alkunna er, ađ ţessi afstöđumunur varđ hluti hinnar pólitísku togstreitu Kalda stríđsins og eimir talsvert eftir af henni ennţá. Međ hruni sovétkerfisins í Austur-Evrópu sköpuđust hins vegar nýjar forsendur til umfjöllunar um mannréttindamál og menn fóru í vaxandi mćli ađ gera sér grein fyrir og viđurkenna samhengi allra réttindanna.

Ţví ferli lyktađi međ yfirlýsingu mannréttindaráđstefnunnar í Vínarborg áriđ 1993 ţar sem svo sterklega var tekiđ til orđa í 1. grein hennar, ađ algildi mannréttinda vćri hafiđ yfir allan vafa (the Universal nature of these rights and freedoms is beyond question) - menn vćru fćddir međ ţessi réttindi og ţađ vćri skylda allra ríkisstjórna ađ vernda ţau og virđa í orđi og á borđi. Síđan var áréttađ ađ öll mannréttindi vćru algild, óađskiljanleg, hvert öđru háđ og innbyrđis skyld (all human rights are universal, indivisible, interdependent and interrelated). Fara bćri međ öll mannréttindi af réttsýni og jafnrćđi, međ sama vćgi og sömu áherslum hvar sem vćri í heiminum. Enda ţótt hafa yrđi í huga sérstöđu ţjóđa og landsvćđa og mismunandi sögulegan, menningarlegan og trúarlegan bakgrunn ţeirra, vćri ţađ skylda ríkja, óháđ stjórnmála-, efnahags- og menningarkerfum, ađ vernda og efla mannréttindi og grundvallarfrelsi.

Ađ ţessari yfirlýsingu stóđu - eftir mikiđ ţóf - 172 ríki heimsins svo óhćtt er ađ segja ađ kenningin um algildi og gagnkvćm tengsl og samtvinnun mannréttindanna njóti víđtćks stuđnings – ţótt hann sé víđa meiri í orđi en á borđi. Ţađ fer ţó ekki á milli mála ađ skilningur á ţví fer vaxandi, ađ skilja beri á milli gildis réttindanna sjálfra og ţeirra ađstćđna sem ráđiđ geta framkvćmd ţeirra. Annađ mál er ađ mannréttindin eru misjafnlega rétthá ađ alţjóđarétti. Sum ţeirra teljast ekki einasta samningsréttindi heldur hafa ţau líka réttarstöđu ţjóđaréttarvenju. Ţađ á til dćmis viđ um bann viđ kynţáttamisrétti, ţjóđarmorđi, pyndingum og ţrćlahaldi svo og um sjálfsákvörđunarrétt fyrrum nýlenduţjóđa.

Í mannréttindasamningum er tekiđ fram, ađ tilteknum réttindum megi aldrei víkja til hliđar, jafnvel ekki í yfirlýstu neyđarástandi eđa í stríđi, sem ella geta leitt til tímabundinnar takmörkunar sumra mannréttinda.

Ţetta er svolítiđ mismunandi eftir samningum, til dćmis eru fleiri slík réttindi talin ófrávíkjanleg í alţjóđasamningi Sameinuđu ţjóđanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi en í Evrópusáttmálanum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16