Mannréttindakerfi Afríku

Mannréttindakerfi Afríku fellur undir Einingarsamtök Afríku (AU). Samtökin leystu af hólmi OAU stofnunina (Organisation of African Unity) sem stofnuđ var ţann 25. maí áriđ 1963. Einingarsamtök Afríku starfa á grunni Stjórnarskrársáttmála Afríku sem var undirritađur í Lomé áriđ 2000. Einingarsamtökin voru formlega stofnsett áriđ 2001 ţegar Stjórnarskrársáttmálinn gekk í gildi og starfsemi samtakanna hófst ţann 9. júlí áriđ 2002.

Einingarsamtök Afríku starfa á ólíkari og víđtćkari hátt en fyrirennari ţess, en OAU einbeitti sér einna helst ađ ţremur markmiđum; a) ađ vernda fullveldi Afríku b) ađ efla samstöđu Afríkuríkjanna c) og ađ stefna ađ fullu frelsi ríkjanna undan oki nýlendustefnunnar ásamt ţví ađ efla alţjóđlega samvinnu.

Jafnframt ţví ađ stefna ađ fyrri markmiđum OAU ţá leggja Einingarsamtökin einnig sérstaka áherslu á virđingu og verndun mannréttinda, lýđrćđis og ađ viđ völd séu skilvirkar og áreiđanlegar ríkisstjórnir.

Markmiđ međ starfsemi Einingarsamtaka Afríku (AU) eru eftirfarandi;

 • stuđla ađ friđi,
 • stuđla ađ öryggi og stöđugleika innan Afríku,
 • stuđla ađ lýđrćđi og lýđrćđislegum stofnunum,
 • stuđla ađ skilvirkum og áreiđanlegum ríkisstjórnum,
 • stuđla ađ verndun og virđingu mannréttinda, samkvćmt mannréttindasáttmála Afríku og öđrum mannréttindasamningum.

Stofnanir Einingarsamtaka Afríku eru;

Afríkuráđiđ - The Assembly of the Union

Ţetta er ćđsta stofnun samtakanna og funda ţar saman ćđstu menn hvers ađildarríkis og/eđa sérstakir fulltrúar ţeirra ađ minnsta kosti einu sinni á ári. Stofnunin fer međ ákvarđanatökuvald ásamt ţví ađ framfylgja eftirliti og sjá um stefnumótun Einingarsamtakanna. Stofnunin tekur viđ skýrslum eđa álitsgerđum frá öđrum stofnunum samtakanna, fer yfir ţćr, greinir og tekur síđan ákvarđanir út frá ţeim. Stofnunin sér einnig um ađ koma á fót nýjum stofnunum ásamt ţví ađ kjósa fulltrúa mannréttindanefndar samtakanna og dómara Mannréttindadómstólsins. Stofnun ţessi fer einnig međ ţađ hlutverk ađ samţykkja árlega skýrslu Afríkunefndarinnar (The Commission).

Framkvćmdarráđiđ – The Executive Council

Ţar sitja ráđherrar sem skipađir eru af ríkisstjórnum ađildarríkjanna. Hlutverk Framkvćmdarráđsins er tvenns konar. Í fyrsta lagi á ráđiđ ađ samrćma og taka stefnumótandi ákvarđanir í málum ţar sem öll ađildarríkin hafa sameiginlegra hagsmuna ađ gćta eins og í málefnum er varđa erlend viđskipti, umhverfisvernd, mannúđarmál, áfallastjórnun t.d vegna náttúruhamfara, menntun, menningu, heilsu, mannauđsstjórnun, ţróunarmál og félagslegt öryggi. Í öđru lagi á ráđiđ ađ íhuga mál sem vísađ er til ţess ásamt ţví ađ hafa eftirlit međ framkvćmd stefnumótunar sem mótuđ er af Afríkuráđinu.

Afríkunefndin – The Commission

Í nefndinni sitja nefndarformađur, stađgengill nefndarformannsins og átta nefndarmenn ásamt starfsfólki. Nefndin starfar sem ađalskrifstofa Einingarsambands Afríku.

Nefnd fastafulltrúa – The Permanent Representatives Committee

Í nefndinni sitja fastafulltrúar hvers ađildarríkis og sér hún um allan undirbúning fyrir starf Framkvćmdarráđsins.

Sam-afríska ţingiđ - Pan African Parliament

Ţetta er sam–afrískt ţing sem á ađ tryggja fulla ţátttöku Afríkubúa í ţeirri samţćttingu sem stefnt er ađ í álfunni, á sviđi ríkisstjórnunar, sem og í efnahags- og ţróunarmálum. Fulltrúarnir sem á ţinginu sitja eru kosnir eđa skipađir af ţjóđţingum. Hvert ađildarríki hefur heimild til ţess ađ skipa fimm fulltrúa á ţingiđ og verđur ađ minnsta kosti einn ţeirra ađ vera kona.

Fyrst um sinn verđur ţingiđ ráđgefandi ásamt ţví ađ vera álitsgjafi. Ţingiđ getur rćtt um mannréttindamál og komiđ međ ráđleggingar í málum er tengjast mannréttindum, lýđrćđi eđa stjórnarháttum. Ţingiđ á ađ vera ráđgefandi ţangađ til ađildarríkin ákveđa ađ gefa ţví frekara löggjafarvald. Ţegar ađildarríkin eru tilbúin til ţess ađ veita ţinginu löggjafarvald, er ţađ á höndum Afríkuráđsins ađ skilgreina í hverju ţađ löggjafarvald er fólgiđ.

Félags-, menningar- og efnahagsmálanefndin - ECOSOCC

Efnahags, félags og menningarráđ Einingarsamtaka Afríku er ráđgefandi. Í ráđinu má finna ólíka starfshópa sem koma frá ađildarríkjum bandalagsins. Nefndin hefur ţađ hlutverk ađ gefa Afríkubúum tćkifćri á ţví ađ taka ţátt í starfsemi Einingarsamtakanna.

Mannréttindanefnd Afríku – The African Commission on Human and Peoples´ Rights

Mannréttindanefndin var stofnsett áriđ 1987 og heyrir hún undir Mannréttindasáttmála Afríku. Nefndin samanstendur af ellefu fulltrúum sem Afríkuráđiđ kýs úr hópi fulltrúa sem ađildarríkin hafa valiđ. Nefndin hittist tvisvar á ári. Mannréttindasáttmáli Afríku fjallar um starfsemi nefndarinnar sem er ţríţćtt. Í fyrsta lagi fer nefndin yfir skýrslur sem ađildarríkin leggja til, í öđru lagi fer hún yfir ţćr kvartanir sem berast frá einstaklingum og ríkjum og í ţriđja lagi túlkar nefndin ákvćđi mannréttindasáttmálans.

Ríki sem eru ađilar ađ sáttmálanum ţurfa ađ leggja fram skýrslur á tveggja ára fresti ţar sem útlistađ er hvađa ađgerđir ríkiđ hefur framkvćmt til ţess ađ koma sáttmálanum í gildi.

Mannréttindadómstóll Afríku – The African Court on Human and Peoples´ Rights

Mannréttindasáttmáli Afríku gerđi í upphafi ekki ráđ fyrir ađ stofnađur yrđi sérstakur mannréttindadómstóll. Áriđ 1998 varđ breyting ţar á ţegar Einingasamtökin samţykktu viđauka viđ mannréttindasáttmálann. Viđaukinn kveđur á um stofnun mannréttindadómstóls og gekk viđaukinn í gildi ţann 25. janúar áriđ 2004. Í dómstólnum munu sitja ellefu dómarar sem kjörnir eru af Afríkuráđinu. Kjörtímabil dómaranna eru 6 ár en ţeim er ekki heimilt ađ sitja lengur en í tvö kjörtímabil. Allir dómararnir, fyrir utan forseta dómstólsins, munu sinna starfi sínu í hlutastarfi.

Dómstóllinn á ađ vera ráđgefandi og er honum heimilt ađ gefa ráđgefandi álit um öll lögfrćđileg málefni sem tengjast Mannréttindasáttmála Afríku eđa öđrum samningum. Einnig geta allar stofnanir innan Einingarsamtakanna beđiđ dómstólinn um ráđgefandi álit. Afrísk félagasamtök sem viđurkennd eru af Einingasamtökunum geta einnig leitađ eftir ţví ađ fá ráđgjöf og álit frá dómstólnum. Afríkunefndin (The Commission), ríki og ríkisstofnanir ađildarríkja geta sent mál til dómstólsins um leiđ og ríkiđ sem í hlut á hefur samţykkt og fullgilt viđaukann um stofnun dómstólsins. Einstaklingar og félagasamtök hafa ţó ekki ađgang ađ dómstólnum. Dómstólnum er ţví ekki heimilt ađ rannsaka einstaklingsbundin mál, nema ađ ríkiđ sem í hlut á hafi lagt fram skriflega yfirlýsingu um ađ ţađ telji dómstólinn hćfan til ţess ađ taka á móti málinu.

Ţegar mannréttindadómstóllinn hefur dćmt í máli ţá er niđurstađa hans óhagganleg og ekki er hćgt ađ áfrýja málinu. Dómar dómstólsins eiga ađ vera bindandi fyrir ađildarríki samtakanna. Í ársskýrslu sinni ber dómstólnum ađ taka fram hvađa ríki fara ekki eftir ákvörđunum hans. Er ţađ á höndum framkvćmdaráđsins ađ rannsaka slík mál fyrir Afríkuráđiđ.

Nefnd Afríku um réttindi og velferđ barnsins – African Committee of Experts on the Rights and the Welfare of the Child

Nefnd ţessi var sett á fót í kjölfar stofnunar sáttmála Afríku um réttindi og velferđ barnsins. Afríkuráđiđ kýs ellefu međlimi úr hópi fólks sem ađildarríki sáttmálans hafa valiđ. Hlutverk nefndarinnar er ađ efla og vernda réttindi barna, safna viđeigandi upplýsingum um ákveđin mál, greina og meta vandamál sem tengjast börnum, skipuleggja fundi, móta reglur sem miđa eiga ađ ţví ađ vernda réttindi barna og hafa eftirlit međ útfćrslu og framkvćmd ţeirra réttinda sem sáttmálinn kveđur á um.

Sem hluti af eftirlitsferlinu er ríkjum skylt ađ leggja fram skýrslur um framkvćmd samningsins á ţriggja ára fresti.

Nefndin hefur heimild til ţess ađ stunda rannsóknir á málefnum tengdum samningnum, inn í ţá heimild fellur ađ nefndin getur rannsakađ hvort ríki fari í raun eftir ákvćđum sáttmálans. Nefndin getur einnig fariđ fram á ađ ríki gefi frá sér upplýsingar um útfćrslu ríkisins á samningnum.

Friđar- og öryggisráđ (PSC)

Viđauki viđ mannréttindasáttmálann sem kveđur á um Friđar- og öryggisráđ Einingarsamtaka Afríku gekk í gildi 26. desember áriđ 2003, og hefur meirihluti ađildarríkja samtakanna samţykkt hann. Viđaukinn kveđur á um ađ í ráđinu sitji 15 ađildarríki Einingarsamtakanna. Ráđiđ á ađ halda á lofti gildum samtakanna og fellur undir ţađ íhlutun af mannúđarástćđum, virđing fyrir stjórnarskrárbundnum stjórnvöldum, viđhald réttarreglu og mannréttindi.

Í viđaukanum eru markmiđ Friđar- og öryggisráđsins upptalin og eru ţau til dćmis ţau ađ ráđiđ á gera ráđ fyrir ađ átök og umfangsmikil mannréttindabrot eigi sér stađ. Markmiđ ráđsins er einnig ađ efla og hvetja til lýđrćđislegra stjórnarhátta, góđs stjórnarfars, réttarreglu, eflingu og virđingu mannréttinda og ađ virđing sé borin fyrir friđhelgi lífs og alţjóđlegum mannúđarlögum. Viđaukinn fjallar einnig um stofnun sérstaks varaherliđs sem er í viđbragđsstöđu ef ráđiđ ákveđur ađ íhlutun sé viđeigandi vegna mannúđarástćđna.

Sérstakar tćkninefndir – The Specialized Technical Committees

Ţetta eru sérstakar nefndir sem sérhćfa sig í ákveđnum málaflokkum og í ţeim sitja sérfrćđingar í ţeim málefnum sem nefndin sérhćfir sig í.

Nefndirnar eru eftirfarandi;

 • nefnd sem sérhćfir sig í landbúnađarmálum og efnahagsmálum dreifbýlisins,
 • nefnd sem sérhćfir sig í gengis- og fjármálum,
 • nefnd sem sér um viđskipti, tollamál og innflytjendamál,
 • nefnd sem sér um málefni er tengjast iđnađi, vísindum, tćkni, orku og náttúruauđlindum sem og umhverfismálum hverskonar,
 • nefnd  sem sér um samgöngumál og málefni er tengjast ferđamennsku og ferđaţjónustu,
 • nefnd sem fjallar um heilsuvernd, atvinnu- og félagsmál
 • og nefnd sem hefur á sinni könnu menntamál, menningarmál og mannauđsstjórnun.
Fjármálastofnanir

Fjármálastofnanir samtakanna eru eftirfarandi;

 • The African Central Bank
 • The African Monetary Fund – gjaldeyrissjóđur Afríku
 • The African Investment Bank – Fjárfestingabanki Afríku

Frekari upplýsingar er hćgt ađ fá á heimasíđu Einingarsamtaka Afríku.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16