valfrjáls bókun viđ samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

Stjórnartíđindi C 10/1979.

Samţykkt á allsherjarţingi Sţ 16. desember 1989 međ samţykkt 2200A (XXI) tók gildi 23. mars 1976. Ísland fullgilti bókun 22. ágúst 1979, öđlađist gildi gagnvart Íslandi 22. nóvember 1979.

Fyrirvari viđ 5. gr. 2. mgr. um heimild mannréttindanefndar til ađ taka fyrir erindi frá einstaklingu ef um er ađ rćđa málefni sem er eđa hefur veriđ til annarrar alţjóđlegrar rannsóknar eđa sáttameđferđar.

 

Ríki ţau sem ađilar eru ađ bókun ţessari,

hafa í huga ađ, til ţess ađ ná frekar markmiđum samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (hér á eftir kallađur samningurinn) og koma frekar í framkvćmd ákvćđum hans, vćri viđ hćfi ađ gera mannréttindanefndinni sem stofnuđ er í IV. hluta samningsins (hér á eftir kölluđ nefndin) kleift ađ taka viđ og athuga, eins og gert er ráđ fyrir í bókun ţessari,

erindi frá einstaklingum sem halda ţví fram ađ ţeir hafi

orđiđ fyrir skerđingu á einhverjum ţeirra réttinda sem lýst er í samningi ţessum,

hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:

1. gr. Ađildarríki ađ samningnum sem gerist ađili ađ ţessari bókun viđurkennir lögbćrni nefndarinnar til ţess ađ veita móttöku og athuga erindi frá einstaklingum, sem falla undir

lögsögu ţess, er halda ţví fram ađ ţeir hafi orđiđ fyrir skerđingu af hálfu ţess ađildarríkis á einhverjum ţeirra réttinda sem lýst er í samningnum. Nefndin skal ekki veita erindi móttöku ef ţađ varđar ríki sem ađili er ađ samningnum en er ekki ađili ađ ţessari bókun.

2. gr. Ađ áskildum ákvćđum 1. gr. mega einstaklingar, sem halda ţví fram ađ einhver ţeirra réttinda sem upp eru talin í samningnum hafi veriđ brotin á ţeim, og hafa leitađ allra tiltćkra leiđa til úrbóta innan lands, leggja skriflegt erindi fyrir nefndina til athugunar.

3. gr. Nefndin skal telja óleyfilegt hvert ţađ erindi sem lagt er fram samkvćmt ţessari bókun sem er nafnlaust eđa sem hún telur vera misnotkun á réttinum til framlagningar slíks erindis eđa ósamrýmanlegt ákvćđum samningsins.

4. gr. 1. Ađ áskildum ákvćđum 3. gr., skal nefndin vekja athygli ţess ríkis, sem ađili er ađ bókun ţessari, og ćtlađ er ađ hafi skert eitthvert ákvćđi samningsins, á sérhverju erindi sem lagt hefur veriđ fyrir nefndina samkvćmt bókun ţessari.

2. Móttökuríkiđ skal leggja fyrir nefndina innan sex mánađa skriflegar útskýringar eđa greinargerđir sem skýra máliđ og úrbót ţá, ef einhver er, sem ţađ ríki kann ađ hafa gert.

5. gr. 1. Nefndin skal athuga erindi ţau sem hún hefur tekiđ viđ samkvćmt ţessari bókun í ljósi allra ţeirra skriflegu upplýsinga sem einstaklingurinn og ađildarríkiđ sem í hlut á hafa látiđ henni í té.

2. Nefndin skal ekki athuga neitt erindi frá einstaklingi nema hún hafi fullvissađ sig um:

(a) ađ ekki sé veriđ ađ rannsaka sama mál eftir öđrum ađferđum alţjóđlegrar rannsóknar eđa sáttar;

(b) ađ einstaklingurinn hafi leitađ allra tiltćkra leiđa til úrbóta innan lands; ţetta skal ekki gilda ef ráđstafanir til úrbóta eru dregnar óhćfilega á langinn.

3. Nefndin skal halda lokađa fundi ţegar hún athugar erindi samkvćmt ţessari bókun.

4. Nefndin skal koma sjónarmiđum sínum á framfćri viđ ríkiđ sem í hlut á og einstaklinginn.

6. gr. Nefndin skal í ársskýrslu sinni samkvćmt 45. gr. samningsins birta stutt yfirlit um störf sín samkvćmt ţessari bókun.

7. gr. Međan markmiđum ályktunar 1514 (XV), sem samţykkt var á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna hinn 14. desember 1960 varđandi yfirlýsingu um veitingu sjálfstćđis til handa nýlendum og nýlenduţjóđum, hefur ekki veriđ náđ, skulu ákvćđi ţessarar bókunar ekki á neinn hátt takmarka

ţann rétt sem sáttmáli Sameinuđu ţjóđanna og ađrir samningar og skjöl Sameinuđu ţjóđanna og sérstofnana ţeirra veita ţessum ţjóđum til ađ bera fram óskir sínar.

8. gr. 1. Ţessi viđbótarbókun skal liggja frammi til undirskriftar fyrir hvert ţađ ríki sem undirritađ hefur samninginn.

2. Sérhverju ríki sem hefur fullgilt eđa gerst ađili ađ samningnum er heimilt ađ fullgilda ţessa bókun. Fullgildingarskjöl skal afhenda ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til varđveislu.

3. Ţessi bókun skal liggja frammi til ađildar fyrir hvert ţađ ríki sem fullgilt hefur eđa gerst ađili ađ samningnum.

4. Ađild skal öđlast gildi međ ţví ađ ađildarskjal er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til varđveislu.

5. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal tilkynna öllum ţeim ríkjum sem undirritađ hafa ţessa bókun eđa gerst ađilar ađ henni um afhendingu sérhvers fullgildingar- eđa ađildarskjals.

9. gr. 1. Ađ áskilinni gildistöku samningsins skal ţessi bókun öđlast gildi ţremur mánuđum eftir ţann dag sem tíunda fullgildingar- eđa ađildarskjaliđ er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til varđveislu.

2. Nú fullgildir ríki ţessa bókun eđa gerist ađili ađ henni eftir afhendingu tíunda fullgildingar- eđa ađildarskjalsins til varđveislu og skal ţá ţessi bókun öđlast gildi gagnvart ţví ríki ţremur mánuđum eftir ţann dag sem ţađ afhendir sitt eigiđ fullgildingar- eđa ađildarskjal til varđveislu.

10. gr. Ákvćđi ţessarar bókunar skulu ná til allra hluta sambandsríkja án nokkurra takmarkana eđa undantekninga.

11. gr. 1. Hvert ţađ ríki sem ađili er ađ ţessari bókun má bera fram breytingartillögu og fá hana skráđa hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Ađalframkvćmdastjórinn skal ţá koma frambornum breytingartillögum til ríkja sem ađilar eru ađ ţessari bókun ásamt tilmćlum um ađ ţau

tilkynni honum hvort ţau séu ţví hlynnt ađ haldin verđi ráđstefna ađildarríkjanna til ţess ađ athuga og greiđa atkvćđi um tillöguna. Ef ađ minnsta kosti einn ţriđji ađildarríkjanna er hlynntur slíkri ráđstefnu skal ađalframkvćmdastjórinn kalla saman ráđstefnuna undir umsjá Sameinuđu ţjóđanna.

Sérhver breytingartillaga sem samţykkt er af meiri hluta ţeirra ađildarríkja sem viđstödd eru og greiđa atkvćđi á ráđstefnunni skal lögđ fyrir allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna til samţykktar.

2. Breytingartillögur skulu öđlast gildi ţegar ţćr hafa veriđ samţykktar af allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna og af tveimur ţriđju hlutum ríkja ţeirra sem ađilar eru ađ ţessari bókun í samrćmi viđ stjórnskipunarhćtti ţeirra hvers um sig.

3. Ţegar breytingartillögur öđlast gildi skulu ţćr vera bindandi fyrir ţau ađildarríki sem hafa samţykkt ţćr, en önnur ađildarríki skulu áfram bundin af ákvćđum ţessarar bókunar og sérhverri fyrri breytingartillögu sem ţau hafa samţykkt.

12. gr. 1. Sérhvert ađildarríki má segja upp ţessari bókun hvenćr sem er međ skriflegri tilkynningu sem send skal ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Uppsögn skal öđlast gildi ţremur mánuđum eftir ţann dag sem ađalframkvćmdastjórinn tekur viđ tilkynningunni.

2. Uppsögn skal ekki hafa nein áhrif á ađ ákvćđum ţessarar bókunar sé beitt áfram viđ erindi sem lögđ hafa veriđ fram samkvćmt 2. gr. fyrir gildan uppsagnardag.

13. gr. Án tillits til tilkynninga samkvćmt 5. mgr. 8. gr. ţessarar bókunar  skal ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna tilkynna öllum ţeim ríkjum sem vikiđ er ađ í 1.mgr. 48. gr. samningsins um eftirfarandi atriđi:

(a) undirskriftir, fullgildingar og ađildir samkvćmt 8. gr.;

(b) gildistökudag ţessarar bókunar samkvćmt 9. gr. og gildistökudag sérhverra breytingartillagna samkvćmt 11. gr.;

(c) uppsagnir samkvćmt 12. gr.

14. gr. 1. Bókun ţessari skal komiđ til varđveislu í skjalasafni Sameinuđu ţjóđanna og eru textarnir á kínversku, ensku, frönsku, rússnesku og spönsku jafngildir.

2. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal senda öllum ţeim ríkjum sem vikiđ er ađ í 48. gr. samningsins stađfest afrit ţessarar bókunar.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16