valfrjáls bókun viđ samninginn um réttindi barnsins um sölu á börnum, barnavćndi og barnaklám

Birt sem augl. í Stjtíđ. C 2001 nr. 29. Öđlađist gildi 18. janúar 2002, sbr. augl. C 12/2002.


 Ríkin, sem eru ađilar ađ bókun ţessari,
   telja ađ til ţess ađ ná enn frekar markmiđum samningsins um réttindi barnsins og koma ákvćđum hans í framkvćmd, einkum 1., 11., 21., 32., 33., 34., 35. og 36. gr., sé viđeigandi ađ ađildarríkin geri frekari ráđstafanir til ţess ađ tryggja ađ barniđ njóti verndar gegn sölu á börnum, barnavćndi og barnaklámi,
   telja einnig ađ samningurinn um réttindi barnsins viđurkenni rétt barnsins til ţess ađ njóta verndar gegn arđráni og vinnu sem líklegt er ađ ţví stafi hćtta af eđa gćti komiđ niđur á námi barnsins eđa veriđ skađlegt heilsu ţess eđa líkamlegum, sálrćnum, andlegum, siđferđislegum eđa félagslegum ţroska,
   hafa ţungar áhyggjur af umtalsverđri og síaukinni verslun međ börn milli landa í ţeim tilgangi ađ selja ţau, vegna barnavćndis og barnakláms,
   hafa af ţví alvarlegar áhyggjur ađ kynlífsferđamennska, sem börn eru sérstaklega varnarlaus gegn, hefur breiđst út og fćrst í aukana, ţar sem slíkt stuđlar ađ sölu á börnum, barnavćndi og barnaklámi,
   viđurkenna ađ til eru margir hópar sem eru sérlega varnarlausir, ţar á međal eru stúlkubörn, sem eru frekar í hćttu ađ sćta kynlífsmisnotkun og ađ fjöldi stúlkubarna er vantalinn međal ţeirra sem sćta kynlífsmisnotkun,
   hafa áhyggjur af auknu frambođi á barnaklámi á Netinu og í gegnum ađra tćkni sem er í ţróun og međ alţjóđaráđstefnuna um baráttuna gegn barnaklámi á Netinu, sem haldin var í Vín 1999, í huga, einkum ályktun hennar um ađ krefjast ţess ađ framleiđsla, dreifing, útflutningur, sending, innflutningur, eign af ásetningi og auglýsingar á barnaklámi verđi flokkuđ sem glćpsamlegt athćfi um heim allan og ađ leggja áherslu á mikilvćgi náinnar samvinnu milli stjórnvalda og Netiđnađarins og ađ ţau bindist samtökum,
   álíta ađ međ heildarnálgun verđi auđveldara ađ útrýma sölu barna, barnavćndi og barnaklámi, og međ ţví ađ takast á viđ áhrifaţćtti, ţar á međal vanţróun, fátćkt, mismunandi efnahag, ójöfnuđ í félagslegu og efnhagslegu skipulagi, vanhćfar fjölskyldur, menntunarskort, búferlaflutninga fólks úr sveit í borg, mismunun kynjanna, óábyrga kynlífshegđun fullorđinna, skađlegar hefđir, vopnuđ átök og verslun međ börn,
   álíta ađ ađgerđa sé ţörf til ađ auka skilning almennings í ţeim tilgangi ađ draga úr eftirspurn neytenda eftir börnum sem söluvöru, barnavćndi og barnaklámi og álíta einnig ađ mikilvćgt sé ađ styrkja alheimssamtök allra ţátttakenda og ađ bćta framkvćmd á landsvísu,
   vekja athygli á ákvćđum alţjóđalagagerninga sem skipta máli vegna verndar á börnum, ţar á međal Haag-samningnum um vernd barna og samvinnu varđandi ćttleiđingu milli landa, Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa og Haag-samningnum um lögsögu, gildandi lög, viđurkenningu, fullnustu og samvinnu vegna ábyrgđar foreldra og ađgerđa til verndar börnum og samţykkt Alţjóđavinnumálastofnunarinnar nr. 182 um bann viđ barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar ađgerđir til ađ afnema hana,
   finna til hvatningar vegna yfirgnćfandi stuđnings viđ samninginn um réttindi barnsins sem sýnir hve útbreitt fylgiđ er viđ ađ stuđla ađ og vernda réttindi barnsins,
   viđurkenna mikilvćgi ţess ađ komiđ verđi í framkvćmd ákvćđum ađgerđaáćtlunar um ađ hindra sölu á börnum, barnavćndi og barnaklám og yfirlýsingu og dagskrá sem samţykkt var á heimsţingi í Stokkhólmi dagana 27. til 31. ágúst 1996 um ađgerđir gegn ţví ađ hafa börn ađ féţúfu og til kynlífsnota, og öđrum ákvörđunum og tilmćlum viđeigandi alţjóđlegra stofnana sem máli skipta,
   taka tilhlýđilegt tillit til ţess hversu siđvenjur og menningarleg gildi sérhverrar ţjóđar eiga stóran ţátt í ţví ađ vernda barniđ og tryggja ađ ţađ ţroskist á jákvćđan hátt,
   og hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:
1. gr. Ađildarríki skulu banna sölu á börnum, barnavćndi og barnaklám eins og kveđiđ er á um í bókun ţessari.
2. gr. Í bókun ţessari merkir:
   a) sala á börnum: hvers kyns ađgerđ eđa viđskipti ţar sem einstaklingur eđa hópur fólks framselur öđrum barn gegn ţóknun eđa hvers kyns öđru endurgjaldi;
   b) barnavćndi: notkun barns í kynlífsathöfnum gegn ţóknun eđa hvers kyns öđru endurgjaldi;
   c) barnaklám: hvers kyns framsetning, međ hvađa hćtti sem hún er, á barni sem tekur ţátt í augljósum kynlífsathöfnum, viđ raunverulegar eđa tilbúnar ađstćđur eđa hvers kyns framsetning á kynfćrum barns ţegar megintilgangurinn međ henni tengist kynlífi.
3. gr. 1. Hvert ađildarríki skal ađ lágmarki tryggja ađ eftirfarandi ađgerđir og athafnir falli ađ öllu leyti undir hegningar- og refsilög ţar í landi hvort sem brotin eru framin í landinu eđa milli landa eđa hvort um einstök eđa skipulögđ tilvik er ađ rćđa:
   a) ţegar um er ađ rćđa sölu á börnum eins og hún er skilgreind í 2. gr.:
   i) ađ bjóđa, afhenda eđa ţiggja barn, međ hvađa hćtti sem er, í ţeim tilgangi ađ:
   a. misnota barniđ í kynlífi;
   b. hagnast á líffćraflutningi úr barninu;
   c. setja barniđ í vinnuţrćlkun;
   ii) ađ fá fram, sem milligöngumađur, samţykki fyrir ćttleiđingu barns á óviđeigandi hátt og međ ţví ađ brjóta gegn gildandi alţjóđalagagerningum um ćttleiđingu;
   b) ađ bjóđa, ná í, festa kaup á eđa útvega barn vegna barnavćndis, eins og ţađ er skilgreint í 2. gr.;
   c) ađ framleiđa, dreifa, breiđa út, flytja inn, flytja út, bjóđa, selja eđa eiga barnaklám í ţeim tilgangi sem ađ ofan greinir eins og ţađ er skilgreint í 2. gr.
2. Međ fyrirvara um ákvćđi í landslögum ađildarríkis skal hiđ sama gilda um tilraun til ađ fremja einhverja ţessara athafna og um samsekt eđa ţátttöku í einhverri ţessara athafna.
3. Hvert ađildarríki skal gera ţessi brot refsiverđ međ viđeigandi hegningu ţar sem tekiđ er tillit til ţess hversu alvarleg ţau eru.
4. Međ fyrirvara um ákvćđi í landslögum skal hvert ađildarríki gera ráđstafanir, ţar sem viđ á, til ađ fćra sönnur á ábyrgđ lögađila vegna brota sem stađfest eru í 1. mgr. ţessarar greinar. Međ fyrirvara um lagalegar meginreglur í ađildarríkinu getur, ađ ţví er lögađila varđar, veriđ um ađ rćđa refsiábyrgđ, einkaréttarábyrgđ eđa stjórnsýsluábyrgđ.
5. Ađildarríki skulu gera allar viđeigandi lagalegar og stjórnsýslulegar ráđstafanir til ađ tryggja ađ allir einstaklingar sem hlut eiga ađ máli viđ ćttleiđingu barns ađhafist í samrćmi viđ ţá alţjóđalagagerninga sem viđ eiga.
4. gr. 1. Hvert ađildarríki skal gera ţćr ráđstafanir sem kunna ađ vera nauđsynlegar til ađ fćra sönnur á lögsögu ţess yfir brotunum sem vísađ er til í 1. mgr. 3. gr. ţegar brotin eru framin á yfirráđasvćđi ţess eđa um borđ í skipi eđa flugvél sem skráđ er í ţví ríki.
2. Hvert ađildarríki getur gert ţćr ráđstafanir sem kunna ađ vera nauđsynlegar til ađ koma á lögsögu ţess vegna ţeirra brota sem um getur í 1. mgr. 3. gr. í eftirfarandi tilvikum:
   a) ef meintur afbrotamađur er ríkisborgari ţess ríkis eđa einstaklingur međ fasta búsetu á yfirráđasvćđi ţess;
   b) ef fórnarlambiđ er ríkisborgari ţess ríkis.
3. Hvert ađildarríki skal einnig gera ţćr ráđstafanir sem kunna ađ vera nauđsynlegar til ađ koma á lögsögu sinni yfir ţeim brotum sem nefnd eru hér ađ framan ţegar meintur afbrotamađur er staddur á yfirráđasvćđi ţess og ţađ framselur hann ekki til annars ađildarríkis af ţeirri ástćđu ađ brotiđ hafi veriđ framiđ af ríkisborgara í ţví ríki.
4. Ţessi bókun undanskilur ekki neina refsilögsögu sem er beitt í samrćmi viđ innlend lög.
5. gr. 1. Brotin, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., skulu flokkuđ sem afbrot sem geta varđađ framsali í öllum framsalssamningum sem til eru á milli ađildarríkja og sem afbrot sem geta varđađ framsali í öllum framsalssamningum sem síđar verđa gerđir milli ţeirra í samrćmi viđ skilyrđin sem sett eru fram í ţessum samningum.
2. Ef ađildarríki, sem setur ţađ skilyrđi fyrir framsali ađ til sé samningur, fćr beiđni um framsal frá öđru ađildarríki sem ţađ hefur ekki framsalssamning viđ má líta á ţessa bókun sem lagalegan grunn fyrir framsali međ tilliti til ţessara brota. Framsal skal háđ skilyrđum sem kveđiđ er á um í lögum ríkisins sem beiđni er beint til.
3. Ađildarríki, sem ekki setja ţađ skilyrđi fyrir framsali ađ til sé samningur, skulu sín í milli viđurkenna ţessi brot sem afbrot sem varđa framsali međ fyrirvara um skilyrđin sem kveđiđ er á um í lögum ríkisins sem beiđni er beint til.
4. Ađ ţví er varđar framsal milli ađildarríkja skal fara međ ţessi afbrot eins og ţau hefđu ekki ađeins veriđ framin á ţeim stađ ţar sem ţau áttu sér stađ heldur einnig á yfirráđasvćđi ţeirra ríkja sem fariđ er fram á ađ fćri sönnur á lögsögu sína í samrćmi viđ 4. gr.
5. Ef beiđni um framsal međ tilliti til brots sem lýst er í 1. mgr. 3. gr. kemur fram og ef ađildarríkiđ sem beiđni er beint til fer ekki fram á eđa vill ekki verđa viđ beiđni um framsal vegna ríkisfangs brotamannsins skal ţađ ríki gera tilheyrandi ráđstafanir til ađ leggja máliđ fyrir lögbćr yfirvöld ţess til saksóknar.
6. gr. 1. Ađildarríki skulu gefa hvort öđru kost á ómćldri ađstođ í tengslum viđ málsmeđferđ vegna rannsóknar, saksóknar eđa framsals sem varđar ţau afbrot sem sett eru fram í 1. mgr. 3. gr., ţar á međal ađstođ viđ ađ afla sönnunargagna sem ţau hafa handbćr og eru nauđsynleg málsmeđferđinni.
2. Ađildarríki skulu standa viđ skuldbindingar sínar skv. 1. mgr. ţessarar greinar í samrćmi viđ samninga eđa annars konar samkomulag um gagnkvćma réttarađstođ sem kann ađ vera í gildi milli ţeirra. Ţegar slíkir samningar eđa samkomulag er ekki fyrir hendi skulu ađildarríkin veita hvert öđru ađstođ í samrćmi viđ landslög.
7. gr. Ađildarríki skulu, međ fyrirvara um ákvćđi í landslögum ţeirra:
   a) gera ráđstafanir til ađ kveđa á um haldlagningu og eignaupptöku, eftir ţví sem viđ á, á:
   i) búnađi, eins og efnum, eignum og öđrum hlutum sem notađir eru til ađ fremja afbrot eđa auđvelda ţau samkvćmt bókun ţessari;
   ii) hagnađi sem fenginn er međ slíkum afbrotum;
   b) framkvćma beiđnir frá öđrum ađildarríkjum um haldlagningu og eignaupptöku muna eđa hagnađar sem um getur í i-liđ a-liđar;
   c) gera ráđstafanir sem miđa ađ ţví ađ loka tímabundiđ eđa til frambúđar athafnasvćđum sem notuđ eru til ađ fremja slík afbrot á.
8. gr. 1. Ađildarríki skulu samţykkja viđeigandi ráđstafanir til ađ vernda réttindi og hagsmuni barna sem eru fórnarlömb ţeirra athafna sem eru bönnuđ samkvćmt ţessari bókun á öllum međferđarstigum sakamáls, sérstaklega međ ţví ađ:
   a) viđurkenna varnarleysi barna sem eru fórnarlömb og ađlaga málsmeđferđ ţannig ađ tekiđ sé tillit til sérstakra ţarfa ţeirra, ţar á međal sérstakar ţarfir ţeirra sem vitna;
   b) upplýsa börn sem eru fórnarlömb um réttindi ţeirra, hlutverk ţeirra og umfang, tímasetningu og framvindu málsmeđferđarinnar og lúkningu mála ţeirra;
   c) gefa fćri á ađ sjónarmiđ, ţarfir og áhyggjuefni barna sem eru fórnarlömb komi fram og séu tekin til greina viđ málsmeđferđ ţar sem persónulegir hagsmunir ţeirra eru í húfi á ţann hátt sem er í samrćmi viđ málsmeđferđarreglur landslaga;
   d) veita börnum sem eru fórnarlömb viđeigandi stuđningsţjónustu međan á málarekstri stendur;
   e) vernda, eftir ţví sem viđ á, einkalíf og upplýsingar um hver ţau börn eru sem eru fórnarlömb og gera ráđstafanir í samrćmi viđ landslög til ađ forđast óviđeigandi dreifingu upplýsinga sem gćtu leitt til ţess ađ borin vćru kennsl á börn sem eru fórnarlömb;
   f) sjá til ţess, ţegar viđ á, ađ tryggja öryggi barna sem eru fórnarlömb, fjölskyldna ţeirra og ţeirra sem vitna í ţeirra ţágu, gegn ógnunum og hefndum;
   g) forđast óţarfa tafir í lúkningu mála og framkvćmd fyrirmćla og réttarúrskurđar ţar sem börnum sem eru fórnarlömb eru ákvarđađar skađabćtur.
2. Ađildarríki skulu tryggja ađ óvissa um raunverulegan aldur fórnarlambsins komi ekki í veg fyrir ađ hafin sé rannsókn sakamáls, ţar á međal rannsókn sem miđar ađ ţví ađ komast ađ aldri fórnarlambsins.
3. Ađildarríki skulu tryggja ađ fyrst og fremst sé hugađ ađ hvernig hagmunum barnsins sé best borgiđ í međferđ réttarkerfisins á börnum sem eru fórnarlömb ţeirra afbrota sem er lýst í ţessari bókun.
4. Ađildarríki skulu gera ráđstafanir til ađ tryggja viđeigandi menntun fyrir ţá einstaklinga sem vinna međ fórnarlömbum afbrotanna sem eru bönnuđ samkvćmt ţessari bókun, sérstaklega í lögum og sálfrćđi.
5. Ađildarríki skulu, ţegar viđ á, samţykkja ráđstafanir til ţess ađ tryggja öryggi og heiđarleika ţeirra einstaklinga og/eđa samtaka sem taka ţátt í fyrirbyggjandi ađgerđum og/eđa vernd og endurhćfingu fórnarlamba slíkra afbrota.
6. Ekkert í ţessari grein skal túlkađ sem skađlegt eđa í ósamrćmi viđ réttindi hins ákćrđa til ađ fá réttláta og óhlutdrćga dómsmeđferđ.
9. gr. 1. Ađildarríki skulu samţykkja eđa efla, framkvćma og breiđa út lög, stjórnsýsluađgerđir, félagslega stefnu og áćtlanir til ađ koma í veg fyrir afbrotin sem um getur í ţessari bókun. Sérstaka athygli skal gefa ađ ţví ađ vernda börn sem standa sérstaklega varnarlaus gagnvart ţessum athöfnum.
2. Ađildarríki skulu međ öllum viđeigandi ráđum veita upplýsingar, menntun og frćđslu sem stuđlar ađ ţví ađ allur almenningur, ţar á međal börn, vakni til vitundar um skađleg áhrif ţeirra afbrota sem um getur í ţessari bókun og um forvarnarráđstafanir gegn ţeim. Ađildarríki skulu til ađ fullnćgja skuldbindingum sínum samkvćmt ţessari grein hvetja til ţátttöku samfélagsins, sérstaklega barna og ţeirra barna sem eru fórnarlömb, til ađ veita ţessar upplýsingar, menntun og frćđslu, ţar á međal á alţjóđlegum vettvangi.
3. Ađildarríki skulu gera allar raunhćfar ráđstafanir međ ţađ ađ markmiđi ađ tryggja alla viđeigandi ađstođ viđ fórnarlömb slíkra afbrota, ţar á međal ađ ţau ađlagist samfélaginu á ný og hljóti fullan líkamlegan og sálrćnan bata.
4. Ađildarríki skulu tryggja ađ öll börn sem eru fórnarlömb afbrotanna sem lýst er í ţessari bókun eigi rétt á fullnćgjandi málsmeđferđ til ađ krefjast, án mismununar, skađabóta vegna tjónsins frá ţeim sem bera lagalega ábyrgđ.
5. Ađildarríki skulu gera viđeigandi ráđstafanir sem miđa ađ ţví ađ banna á skilvirkan hátt framleiđslu og dreifingu efnis ţar sem auglýst eru afbrot ţau sem lýst er í ţessari bókun.
10. gr. 1. Ađildarríki skulu gera allar nauđsynlegar ráđstafanir til ađ efla alţjóđlegt samstarf međ marghliđa, svćđisbundinni og tvíhliđa tilhögun í ţví skyni ađ hindra, ljóstra upp um, rannsaka, saksćkja og refsa ţeim sem bera ábyrgđ á gerđum sem felast í sölu á börnum, barnavćndi, barnaklámi og kynlífsferđamennsku tengdri börnum. Ađildarríki skulu einnig hvetja til alţjóđasamvinnu og samrćmingar milli yfirvalda í ríkjunum, innlendra og alţjóđlegra frjálsra félagasamtaka og alţjóđasamtaka.
2. Ađildarríki skulu stuđla ađ alţjóđlegri samvinnu til ađ ađstođa börn sem eru fórnarlömb viđ ađ ná líkamlegum og sálrćnum bata, ađlagast samfélaginu á ný og senda ţau til heimkynna sinna.
3. Ađildarríki skulu stuđla ađ ţví ađ efla alţjóđlega samvinnu í ţví skyni ađ taka á grundvallarorsökunum fyrir varnarleysi barna, sölu á börnum, barnavćndi, barnaklámi og kynlífsferđamennsku tengdri börnum, til ađ mynda fátćkt og vanţróun.
4. Ađildarríki sem hafa tćkifćri til ţess skulu veita fjárhagslega, tćknilega eđa ađra ađstođ međ marghliđa, svćđisbundnum, tvíhliđa eđa öđrum áćtlunum sem til eru.
11. gr. Ekkert í bókun ţessari skal hafa áhrif á neinar reglur sem stuđla frekar ađ ţví ađ réttindi barnsins komist til framkvćmda og kunna ađ vera í:
   a) lögum ađildarríkis;
   b) alţjóđalögum sem í gildi eru ađ ţví er ţađ ríki varđar.
12. gr. 1. Hvert ađildarríki skal, innan tveggja ára frá ţví ađ bókunin öđlast gildi ađ ţví er ţađ ađildarríki varđar, leggja skýrslu fyrir nefndina um réttindi barnsins ţar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um ráđstafanir sem gerđar hafa veriđ til ađ koma ákvćđum bókunarinnar í framkvćmd.
2. Eftir framlagningu ţessarar ítarlegu skýrslu skal hvert ađildarríki, í samrćmi viđ 44. gr. samningsins, láta allar frekari upplýsingar í tengslum viđ framkvćmd bókunarinnar koma fram í skýrslum sem ţau leggja fyrir nefndina um réttindi barnsins. Önnur ađildarríki bókunarinnar skulu leggja fram skýrslu á fimm ára fresti.
3. Nefndin um réttindi barnsins getur óskađ eftir ađ ađildarríki leggi fram frekari upplýsingar sem skipta máli fyrir framkvćmd bókunar ţessarar.
13. gr. 1. Bókun ţessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu sérhvers ríkis sem er ađili ađ samningnum eđa hefur undirritađ hann.
2. Bókun ţessi er háđ fullgildingu og er sérhverju ríki, sem er ađili ađ samningnum eđa hefur undirritađ hann, heimilt ađ gerast ađili ađ henni. Fullgildingar- og ađildarskjöl skulu afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.
14. gr. 1. Bókun ţessi skal öđlast gildi ţremur mánuđum eftir ađ tíunda fullgildingar- eđa ađildarskjaliđ er afhent til vörslu.
2. Ađ ţví er varđar hvert ríki sem fullgildir bókun ţessa eđa gerist ađili ađ henni eftir ađ hún hefur öđlast gildi öđlast bókun ţessi gildi einum mánuđi eftir ađ ţađ ríki hefur afhent til vörslu eigiđ fullgildingar- eđa ađildarskjal.
15. gr. 1. Sérhvert ađildarríki getur hvenćr sem er sagt upp bókun ţessari međ skriflegri tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna sem skal eftir ţađ tilkynna ţađ öđrum ađildarríkjum samningsins og öllum ríkjum sem hafa undirritađ samninginn. Uppsögnin skal öđlast gildi einu ári eftir ađ ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna tekur viđ tilkynningunni.
2. Slík uppsögn skal ekki hafa ţau áhrif ađ ađildarríkiđ sé leyst undan neinum skuldbindingum sínum samkvćmt bókun ţessari ađ ţví er varđar nokkurt brot sem á sér stađ fyrir ţann dag sem uppsögnin öđlast gildi. Uppsögn skal eigi heldur á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi međferđ máls sem ţegar var til međferđar hjá nefndinni fyrir ţann dag sem uppsögnin öđlađist gildi.
16. gr. 1. Sérhvert ađildarríki má gera breytingartillögu og fá hana skráđa hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Ađalframkvćmdastjórinn skal ţví nćst senda breytingartillöguna til ađildarríkjanna ásamt tilmćlum um ađ ţau tilkynni hvort ţau séu ţví hlynnt ađ haldin verđi ráđstefna ađildarríkja til ţess ađ taka tillögurnar til međferđar og greiđa atkvćđi um ţćr. Ef ađ minnsta kosti einn ţriđji hluti ađildarríkjanna er hlynntur slíkri ráđstefnu innan fjögurra mánađa frá ţeim degi er tilmćlin voru borin fram skal ađalframkvćmdastjórinn bođa til hennar undir forystu Sameinuđu ţjóđanna. Sérhver breytingartillaga sem samţykkt er af meiri hluta ţeirra ađildarríkja sem ráđstefnuna sćkja og atkvćđi greiđa skal lögđ fyrir allsherjarţingiđ til samţykktar.
2. Breytingartillaga sem samţykkt er skv. 1. mgr. ţessarar greinar skal öđlast gildi ţegar allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna hefur samţykkt hana og hún hefur veriđ stađfest af tveimur ţriđju hlutum ađildarríkjanna.
3. Ţegar breytingartillaga öđlast gildi skal hún vera bindandi fyrir ţau ađildarríki sem hafa stađfest hana en önnur ađildarríki skulu áfram bundin af ákvćđum ţessarar bókunar og öllum fyrri breytingum sem ţau hafa samţykkt.
17. gr. 1. Bókun ţessi, en arabískur, enskur, franskur, kínverskur, rússneskur og spánskur texti hennar eru jafngildir, skal komiđ til vörslu í skjalasafni Sameinuđu ţjóđanna.
2. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal senda stađfest afrit af bókun ţessari til allra ađildarríkja samningsins og allra ríkja sem hafa undirritađ samninginn.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16