Bann viđ mismunun

Réttur til jafnrćđis og bann viđ mismunun er eitt af grundvallarhugtökum í alţjóđlegum mannréttindalögum. Hćgt er ađ skilgreina mismunun sem hverskonar ađgreiningu, útilokun eđa forgangsrétt sem byggđur er t.d. á kynţćtti, litarhafti, kynferđi, trú, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskođunum, ţjóđaruppruna eđa félagslegri stöđu.

Rétturinn til jafnrar međferđar krefst ţess ađ allir einstaklingar, án tillits til ofangreindra ţátta, séu jafnir fyrir lögum, án alls misréttis. Bann viđ mismunun á ađ tryggja ađ ólíkir einstaklingar í sömu ađstćđum standi jafnir frammi fyrir lögum og komiđ sé fram viđ ţá á sama hátt, án tillits til sérkenna.

Rétt er ţó ađ taka ţađ fram ađ ólík framkoma viđ einstaklinga og ólík međferđ flokkast ekki alltaf sem mismunun.

Inntak hugtaksins mismunun felst í eftirfarandi viđmiđum:

  1. Kannađ er hvort mismunandi međferđ sé beitt á sambćrileg tilvik og hvort sambćrileg međferđ sé beitt á mjög ólík tilvik.
  2. Metiđ er hvort međferđ tilvikanna verđi réttlćtt međ hlutlćgum og málefnalegum ástćđum. Viđ mat á ţví hvort hlutlćgar og málefnalegar ástćđur séu ađ baki er litiđ til ţess hvort sú međferđ sem kvartađ er undan stefni ađ lögmćtu markmiđi og hvort gćtt sé međalhófs ţannig ađ ekki sé gengiđ lengra en ţörf krefur í ţví skyni ađ ná ţví markmiđi sem stefnt er ađ.
  3. Viđ mat á ţví hvort hlutlćgar og málefnalegar ástćđur séu fyrir hendi njóta ríki ákveđins svigrúms til mats sem er breytilegt eftir ađstćđum máls.

Ţessi atriđi hafa sérstaklega veriđ sett fram af alţjóđlegum mannréttindaeftirlitsstofnunum. Má ţar nefna Mannréttindadómstól Evrópu, Mannréttindadómstól Ameríku og Mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna.

Bann viđ mismunum og rétturinn til jafnréttis krefst ţess oft ađ ríki ţurfa ađ beita sértćkum ađgerđum til ađ upprćta hverskonar ađstćđur sem leitt geta til misréttis.

Bann viđ mismunun og íslenskur réttur

Ţegar mannréttindaákvćđi Stjórnarskrárinnar voru endurskođuđ áriđ 1995, var lögfest almenn jafnréttisregla ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferđis. Hljómar 65. grein Stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt;

Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferđis, trúarbragđa, skođana, ţjóđernisuppruna, kynţáttar, litarháttar, efnahags, ćtternis og stöđu ađ öđru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Í almennum lögum má víđa finna ákvćđi sem stefna ađ ţví ađ vernda jafnrétti. Helst eru ţađ jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnrćđisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víđa finna einstök lagaákvćđi sem leggja bann viđ mismunun eđa leitast viđ ađ tryggja ákveđin réttindi.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16