Réttur til raunhćfs úrrćđis til ađ leita réttar síns

Sá sem telur ađ stjórnvaldsákvörđun brjóti gegn réttindum sínum samkvćmt mannréttindalögum, getur yfirleitt kćrt hana til ćđra stjórnvalds. Ćđra stjórnvald er venjulega ráđuneyti eđa stjórnsýslunefnd sem hefur ţađ hlutverk ađ leysa úr kćrumálum. Međ stjórnsýslulögum nr. 37/1993 er kćrurétturinn og ađrar reglur til ţess ađ tryggja réttaröryggi í málsmeđferđ stjórnvalda lögfestur.

Einnig getur hver sá sem telur ađ stjórnvald hafi á sér brotiđ boriđ fram kvörtun viđ umbođsmann Alţingis, en hann hefur eftirlit međ stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og á hann ađ tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnsýslunni, eins og fram kemur í lögum um hann, nr. 85/1997.

Umbođsmađurinn hefur ţađ hlutverk ađ fylgjast međ ţví hvort lög brjóti í bága viđ stjórnarskrá, eđa séu á einhvern annan hátt gölluđ, eđa brjóti á alţjóđlegum mannréttindasamningum sem Ísland er ađili ađ. Álit umbođsmanns er ţó ekki formlega bindandi gagnvart stjórnvöldum á sama hátt og dómur. Jafnframt ţví getur hann ekki ógilt ákvarđanir stjórnvalda.

Í 1. mgr. 126. gr. laga um međferđ einkamála, nr. 91/1991, segir ađ heimilt sé ađ veita einstaklingi gjafsókn, ef fjárhagur hans er ţannig ađ kostnađur af gćslu hagsmuna hans í máli yrđi honum ofviđa, enda sé nćgjanlegt tilefni til málshöfđunar eđa málsvarnar og eđlilegt teljist ađ gjafsókn sé kostuđ af almannafé.

Einnig eru sérstök úrrćđi tryggđ ţeim sem álíta ađ ţvingunarađgerđir lögreglu samkvćmt ákvćđum, eins og til dćmis handtaka, leit, hald á munum, gćsluvarđhald eđa önnur frelsissvipting, hafi brotiđ gegn réttindum ţeirra. Í 176. gr. laganna er fjallađ um bótarétt vegna slíkra ađgerđa ef sýnt er fram á lögmćt skilyrđi hafi brostiđ til ţeirra eđa ekki hefur veriđ, eins og á stóđ, nćgilegt tilefni til ţeirra eđa ţćr framkvćmdar á óţarflega hćttulegan, sćrandi eđa móđgandi hátt.

Í 178. gr. einkamálalaga segir ađ ţeir sem sćkja bótakröfu í slíku máli eigi fortakslausan rétt á gjafsókn fyrir dómstólum í bótamáli gegn ríkinu og ber ríkiđ hlutlćga bótaábyrgđ á tjóni sem rekja má til ađgerđanna. Bótamál gegn slíkum lögregluađgerđum verđur ađ höfđa innan sex mánađa frá ţví ađ ađgerđin var framkvćmd eđa frelsissviptingu lauk.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16