valfrjáls bókun viđ samning um afnám allrar mismununar gagnvart konum

Birt sem augl. í Stjtíđ. C 2001 nr. 4. Öđlađist gildi ađ ţví er Ísland varđar 6. júní 2001.


   Ríki ţau sem ađilar eru ađ bókun ţessari,
   međ tilliti til ţess ađ sáttmáli Sameinuđu ţjóđanna stađfestir trú á grundvallarmannréttindi, mannvirđingu og manngildi og á jafnan rétt karla og kvenna,
   og međ tilliti til ţess ađ mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna lýsir ţví yfir ađ allir menn séu frjálsbornir og jafnir ađ virđingu og réttindum og ađ öllum beri ţar til greind réttindi og frelsi, án nokkurrar mismununar, ţ. á m. á grundvelli kynferđis,
   minna á ađ milliríkjasamningar um mannréttindi og ađrir alţjóđlegir mannréttindagerningar banna mismunun vegna kynferđis,
   minna einnig á samninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum (samninginn), ţar sem ađildarríkin fordćma mismunun gagnvart konum í hvađa mynd sem er og eru ásátt um ađ framfylgja, međ öllum viđeigandi ráđum og án tafar, stefnu sem miđar ađ afnámi mismununar gagnvart konum,
   stađfesta ţann ásetning sinn ađ tryggja ađ konur geti á grundvelli jafnréttis notiđ fullra mannréttinda og grundvallarfrelsis og ađ grípa til árangursríkra ađgerđa til ţess ađ koma í veg fyrir brot á ţessum réttindum og skerđingu á ţessu frelsi,
   hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:


 1. gr. Ríki, sem er ađili ađ ţessari bókun (ađildarríki), viđurkennir valdbćrni nefndarinnar um afnám mismununar gagnvart konum (nefndarinnar) til ţess ađ taka viđ og fjalla um erindi sem eru lögđ fram í samrćmi viđ 2. gr.


 2. gr. Einstaklingum eđa hópum einstaklinga, sem heyra undir lögsögu ađildarríkis og stađhćfa ađ ađildarríkiđ hafi brotiđ gegn ţeim ađ ţví er varđar einhver ţau réttindi sem eru tilgreind í samningnum, er heimilt ađ leggja fram erindi eđa leggja má ţau fram fyrir ţeirra hönd. Sé erindi lagt fram fyrir hönd einstaklinga eđa hópa einstaklinga skal ţađ gert međ samţykki ţeirra nema sá sem samdi erindiđ geti fćrt rök fyrir ţví ađ hann komi fram fyrir ţeirra hönd án slíks samţykkis.


 3. gr. Erindi skulu vera skrifleg og ekki nafnlaus. Nefndin skal ekki taka viđ erindi sem varđar ađildarríki sem er ađili ađ samningnum en ekki ađ ţessari bókun.


 4. gr. 1. Nefndin skal ekki fjalla um erindi fyrr en hún hefur gengiđ úr skugga um ađ öll tiltćk innlend réttarúrrćđi séu fullreynd nema dregist hafi óhóflega á langinn ađ beita slíkum réttarúrrćđum eđa ólíklegt sé ađ beiting ţeirra leiđi til gagnlegrar lausnar.
 2. Nefndin skal lýsa ţví yfir ađ erindi sé ekki tćkt til međferđar, ef:
   a) nefndin hefur ţegar skođađ sama mál eđa ţađ hefur veriđ eđa er í skođun samkvćmt annarri málsmeđferđ viđ alţjóđlega rannsókn eđa sáttagerđ;
   b) ţađ samrćmist ekki ákvćđum samningsins;
   c) augljóst er ađ grundvöllur ţess er ótraustur eđa ţađ sé ekki rökstutt á fullnćgjandi hátt;
   d) međ ţví sé veriđ ađ misnota réttinn til ţess ađ leggja fram erindi;
   e) ţau málsatvik sem erindiđ fjallar um hafa átt sér stađ áđur en ţessi bókun öđlađist gildi ađ ţví er hlutađeigandi ađildarríki varđar nema fyrrnefnd málsatvik hafi haldiđ áfram eftir ţann dag.


 5. gr. 1. Nefndinni er heimilt, hvenćr sem er eftir viđtöku erindis og áđur en efnisákvörđun er tekin, ađ senda hlutađeigandi ađildarríki beiđni til skjótrar umfjöllunar ţess efnis ađ ađildarríkiđ geri bráđabirgđaráđstafanir sem nauđsynlegar eru til ţess ađ koma í veg fyrir ađ meintur brotaţoli eđa brotaţolar verđi hugsanlega fyrir óbćtanlegu tjóni.
 2. Nýti nefndin sér heimild sína samkvćmt 1. mgr. ţessarar greinar merkir ţađ ekki ađ ákvörđun hafi veriđ tekin um međferđarhćfi erindisins eđa um efni ţess.


 6. gr. 1. Nefndin skal gćta trúnađar er hún tilkynnir hlutađeigandi ađildarríki um erindi er berast henni nema ađ hún telji erindi ekki tćkt til međferđar án tillits til hlutađeigandi ađildarríkis svo framarlega sem einstaklingurinn eđa einstaklingarnir samţykki ađ ađildarríkiđ fái upplýsingar um hverjir ţeir séu.
 2. Innan sex mánađa skal viđtökuađildarríkiđ leggja fyrir nefndina skriflegar útskýringar eđa yfirlýsingar til ţess ađ varpa ljósi á máliđ og, ef viđ á, til hvađa úrrćđa kann ađ hafa veriđ gripiđ af hálfu ţess ađildarríkis.


 7. gr. 1. Nefndin skal fjalla um erindi sem er tekiđ viđ samkvćmt ţessari bókun međ hliđsjón af öllum upplýsingum sem einstaklingar eđa hópar einstaklinga láta henni í té, eđa komiđ er á framfćri viđ hana fyrir ţeirra hönd, og sem hlutađeigandi ađildarríki lćtur í té, ađ ţví tilskildu ađ upplýsingarnar séu lagđar fyrir hlutađeigandi ađila.
 2. Nefndin skal halda fundi fyrir luktum dyrum ţegar hún kannar erindi samkvćmt ţessari bókun.
 3. Eftir ađ hafa kannađ erindi skal nefndin senda álit sitt á erindinu ásamt tilmćlum sínum, ef um ţau er ađ rćđa, til hlutađeigandi ađila.
 4. Ađildarríkiđ skal taka eđlilegt tillit til álits nefndarinnar ásamt tilmćlum hennar, ef um ţau er ađ rćđa, og skal leggja fyrir nefndina innan sex mánađa skriflegt svar ţar sem koma fram upplýsingar um ađgerđir sem gripiđ hefur veriđ til međ hliđsjón af áliti og tilmćlum nefndarinnar.
 5. Nefndin getur bođiđ ađildarríkinu ađ leggja fram frekari upplýsingar um ráđstafanir sem ađildarríkiđ hefur gripiđ til sem viđbrögđ viđ áliti hennar eđa tilmćlum, ef um ţau er ađ rćđa, ţar á međal í síđari skýrslum ađildarríkisins sem viđeigandi getur talist samkvćmt 18. gr. samningsins.


 8. gr. 1. Berist nefndinni áreiđanlegar upplýsingar sem benda til ađ um sé ađ rćđa alvarleg eđa kerfisbundin brot af hálfu ađildarríkis á réttindum sem eru tilgreind í samningnum skal nefndin fara ţess á leit viđ ađildarríkiđ ađ ţađ hafi samstarf um könnun upplýsinganna og leggi fram í ţví augnamiđi athugasemdir um umrćddar upplýsingar.
 2. Ađ teknu tilliti til athugasemda sem hlutađeigandi ađildarríki kann ađ hafa lagt fram og annarra áreiđanlegra upplýsinga sem hún hefur ađgang ađ er nefndinni heimilt ađ tilnefna einn eđa fleiri nefndarmenn til ţess ađ annast rannsókn og gefa nefndinni skýrslu hiđ fyrsta. Liđur í rannsókninni gćti veriđ ferđ inn á landsvćđi ađildarríkisins sé hún réttlćtanleg og farin međ samţykki ţess.
 3. Ađ lokinni athugun á niđurstöđum rannsóknarinnar skal nefndin senda ţćr hlutađeigandi ađildarríki ásamt umsögn og tilmćlum.
 4. Hlutađeigandi ađildarríki skal, innan sex mánađa frá móttöku niđurstađna, umsagnar og tilmćla sem nefndin sendir, leggja athugasemdir sínar fyrir nefndina.
 5. Viđ rannsóknina skal gćta trúnađar og leita skal eftir samstarfi viđ ađildarríkiđ á öllum stigum málsmeđferđarinnar.


 9. gr. 1. Nefndin getur fariđ ţess á leit viđ hlutađeigandi ađildarríki ađ ţađ felli inn í ţá skýrslu sem um getur í 18. gr. samningsins nákvćmar upplýsingar um ráđstafanir sem gerđar hafa veriđ sem viđbrögđ viđ rannsókn sem fer fram samkvćmt 8. gr. ţessarar bókunar.
 2. Nefndin getur ef nauđsynlegt ţykir, eftir ađ sex mánađa frestur sem vísađ er til í 4. mgr. 8. gr. er liđinn, fariđ ţess á leit viđ hlutađeigandi ađildarríki ađ ţađ upplýsi hana um ţćr ráđstafanir sem gerđar hafa veriđ sem viđbrögđ viđ fyrrnefndri rannsókn.


 10. gr. 1. Hverju ađildarríki er heimilt viđ undirritun eđa fullgildingu ţessarar bókunar eđa samhliđa ađild ađ henni ađ lýsa ţví yfir ađ ţađ viđurkenni ekki valdheimildir nefndarinnar sem kveđiđ er á um í 8. og 9. gr.
 2. Sérhverju ađildarríki, sem gefiđ hefur út yfirlýsingu í samrćmi viđ 1. mgr. ţessarar greinar, er, hvenćr sem er, heimilt ađ afturkalla yfirlýsinguna međ tilkynningu til ađalframkvćmdastjórans.


 11. gr. Ađildarríki skal gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ tryggja ađ einstaklingar innan lögsögu ţess sćti ekki illri međferđ eđa sé ógnađ vegna samskipta ţeirra viđ nefndina samkvćmt ţessari bókun.


 12. gr. Nefndin skal fella inn í ársskýrslu sína samkvćmt 21. gr. samningsins samantekt um starfsemi sína samkvćmt ţessari bókun.


 13. gr. Hvert ađildarríki skuldbindur sig til ţess ađ standa ađ víđtćkri kynningu og vekja athygli á samningnum og ţessari bókun og veita greiđan ađgang ađ upplýsingum um álit nefndarinnar og tilmćli hennar, einkum um málefni sem varđa viđkomandi ađildarríki.


 14. gr. Nefndin skal setja sér málsmeđferđarreglur sem henni ber ađ fylgja ţegar hún gegnir ţví hlutverki sem henni er ćtlađ samkvćmt ţessari bókun.


 15. gr. 1. Bókun ţessi skal lögđ fram til undirritunar fyrir sérhvert ţađ ríki sem hefur undirritađ, fullgilt eđa gerst ađili ađ samningnum.
 2. Bókun ţessi skal háđ fullgildingu af hálfu sérhvers ríkis sem hefur fullgilt eđa gerst ađili ađ samningnum. Fullgildingarskjöl skulu afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.
 3. Bókun ţessi skal vera opin til ađildar af hálfu sérhvers ríkis sem hefur fullgilt eđa gerst ađili ađ samningnum.
 4. Ađild skal öđlast gildi ţegar ađildarskjal er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.


 16. gr. 1. Bókun ţessi skal öđlast gildi ţremur mánuđum eftir daginn sem tíunda fullgildingar- eđa ađildarskjaliđ er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.
 2. Ađ ţví er varđar hvert ríki sem fullgildir bókun ţessa eđa gerist ađili ađ henni eftir ađ hún öđlast gildi skal bókun ţessi öđlast gildi ţremur mánuđum eftir daginn sem fullgildingar- eđa ađildarskjal ţess ríkis er afhent til vörslu.


 17. gr. Óheimilt skal ađ gera fyrirvara viđ bókun ţessa.


 18. gr. 1. Sérhverju ađildarríki er heimilt ađ gera tillögu ađ breytingu á bókun ţessari og leggja hana fram hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Ađalframkvćmdastjórinn skal ađ svo búnu koma breytingartillögu á framfćri viđ ađildarríkin ásamt beiđni um ađ ţau tilkynni honum hvort ţau séu hlynnt ţví ađ ađildarríkin komi saman til ráđstefnu í ţví skyni ađ fjalla um og greiđa atkvćđi um tillöguna. Í ţví tilviki ţegar ađ minnsta kosti ţriđjungur ađildarríkjanna er hlynntur slíkri ráđstefnu skal ađalframkvćmdastjórinn bođa til slíkrar ráđstefnu undir forystu Sameinuđu ţjóđanna. Allar breytingar sem meirihluti ađildarríkja sem eiga fulltrúa á ráđstefnunni og greiđa atkvćđi samţykkir skal leggja fyrir allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna til samţykkis.
 2. Breytingar skulu öđlast gildi ţegar ţćr hafa hlotiđ samţykki allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna og samţykktar međ tveimur ţriđju hlutum atkvćđa ríkja sem eru ađilar ađ bókun ţessari í samrćmi viđ stjórnskipulega međferđ hvers ađildarríkis.
 3. Ţegar breytingar öđlast gildi skulu ţćr vera bindandi fyrir ţau ađildarríki sem hafa samţykkt ţćr en önnur ađildarríki eru eftir sem áđur skuldbundin af ákvćđum bókunar ţessarar og fyrri breytingum sem ţau hafa samţykkt.


 19. gr. 1. Sérhverju ađildarríki er hvenćr sem er heimilt ađ segja upp ađild sinni ađ bókun ţessari međ skriflegri tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Uppsögn skal öđlast gildi ţegar liđnir eru sex mánuđir frá ţeim degi er ađalframkvćmdastjóranum berst tilkynningin.
 2. Uppsögn skal ekki hafa áhrif á áframhaldandi gildi ákvćđa bókunar ţessarar ađ ţví er varđar erindi sem lögđ eru fram samkvćmt 2. gr. eđa rannsóknir sem eru hafnar samkvćmt 8. gr. fyrir ţann dag sem uppsögnin kemur til framkvćmda.


 20. gr. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal tilkynna öllum ríkjum um:
   a) undirritun, fullgildingu og ađild samkvćmt bókun ţessari;
   b) ţann dag sem bókun ţessi öđlast gildi og um allar breytingar samkvćmt 18. gr.;
   c) sérhverja uppsögn samkvćmt 19. gr.


 21. gr. 1. Bókun ţessi, en textar hennar á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spćnsku eru allir jafngildir, skal varđveitt í skjalasafni Sameinuđu ţjóđanna.
 2. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal senda stađfest afrit af bókun ţessari til allra ríkja sem um getur í 25. gr. samningsins.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16