Réttindi aldrađra


Á síđustu árum hefur hlutfallslega fjölgađ mjög í hópi aldrađra á Íslandi. Samkvćmt lögum um málefni aldrađra teljast til aldrađra einstaklingar sem náđ hafa 67 ára aldri. Opinberum starfsmönnum er gert ađ láta af störfum ţegar ţeir verđa 70 ára og félög eldri borgara eru opin öllum einstaklingum 60 ára og eldri. Ţví má segja ađ aldrađir séu fólk á aldrinum yfir sextugu en auđvitađ er aldur mjög afstćtt hugtak ţví aldur leggst á ólíkan hátt á mismunandi einstaklinga.

Lög um málefni aldrađra

Áriđ 1982 var sett fyrsta heildstćđa löggjöfin um málefni aldrađra. Tilgangur hennar var ađ skipuleggja betur ţjónustu viđ aldrađa, t.d međ ţví ađ tengja hana heilbrigđisţjónustu heilsugćslustöđva og félagslegri ţjónustu á vegum sveitarfélaganna. Áriđ 1989 voru lögin endurskođuđ og ný lög voru sett um málefni aldrađra nr. 82/1989 en ţau gengu í gildi 1. janúar áriđ 1990. Aftur voru lögin endurskođuđ og eru nú í gildi lög nr. 125/1999 en ţau voru samţykkt á Alţingi 31. desember áriđ 1999. 

Lögin fela í sér ţau markmiđ ađ gera öldruđum fćrt ađ lifa eđlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og ađ öldruđum sé tryggđ ţjónusta ţegar hennar er ţörf og í samrćmi viđ ţarfir hvers og eins. Ásamt ţví er lögđ áhersla á ađ aldrađir njóti jafnréttis og ađ sjálfstćđi ţeirra sé virt.

Gćđa- og eftirlitsstofnun velferđarmála fer međ eftirlit međ gćđum ţjónustu sem veitt er á grundvelli laganna, nema ţjónustu hjúkrunarheimila, dvalarheimila og dagdvalar aldrađra. Hćgt er ađ senda inn kvartanir frá notendum og ábendingar um misbresti í ţjónustu hér í gegnum vefsíđu stofnunarinnar. Veitendum ţjónustu ber jafnframt skylda til ađ tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvćnt atvik, en međ ţví er átt viđ atvik sem valdiđ hefur eđa hefđi getađ valdiđ notanda ţjónustu varanlegu líkamlegu eđa andlegu tjóni eđa orđiđ honum ađ bana.

Á Íslandi er yfirstjórn öldrunarmála í höndum ţess ráđherra sem fer međ málefni aldrađra samkvćmt forsetaúrskurđi um skiptingu stjórnarmálefna milli ráđuneyta í Stjórnarráđi Íslands, en samkvćmt gildandi forsetaúrskurđi (frá 31. janúar 2023) er ţađ félags- og vinnumarkađsráđherra. Ráđuneytiđ hefur frumkvćđi ađ stefnumótun um málefni er varđa aldrađa og á ţađ einnig ađ annast áćtlanagerđ í málaflokknum fyrir landiđ í heild sinni. Samkvćmt lögunum skipar velferđarráđherra fimm manna nefnd sem hefur málefni aldrađra á sinni könnu. Er einn nefndarmađurinn tilnefndur af Landssambandi eldri borgara, einn af Öldrunarráđi Íslands og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tveir skipađir án tilnefningar og skal annar ţeirra vera formađur. Ráđherra skipar formann úr hópi nefndarmanna. Verkefni nefndarinnar eru ráđgefandi ásamt ţví ađ vera tengiliđur á milli ráđuneyta, stofnana og samtaka sem starfa ađ málefnum aldrađra. 

Framkvćmdasjóđur aldrađra

Framkvćmdasjóđur aldrađra var stofnađur međ lögum áriđ 1981. Hefur hann ţađ hlutverk ađ vinna ađ uppbyggingu öldrunarţjónustu á Íslandi. Fjármagn sjóđsins á ađ styrkja byggingu ţjónustumiđstöđva fyrir aldrađa. Sjóđurinn á einnig ađ styrkja nauđsynlegar breytingar og endurbćtur á húsnćđi sem nýtt er fyrir ţjónustu í málefnum aldrađra. Sjóđurinn styrkir einnig sveitarfélög og heilsugćslustöđvar til ađ ţróa skipulagđa heimaţjónustu fyrir aldrađa. Ásamt ţví er sjóđnum ćtlađ ađ styrkja rannsóknir, kennslu og kynningu á öldrunarmálum ásamt öđrum verkefnum.

Réttindi aldrađra

Í íslenskum lögum er ađ finna margs konar ákvćđi sem hafa ţađ markmiđ ađ gćta ađ hagsmunum ţeirra sem geta ekki, vegna ýmissa ástćđna, boriđ fulla ábyrgđ á sjálfum sér og gjörđum sínum. Hver einstaklingur eldist á mismunandi hátt og sumir aldrađir eru ófćrir um ađ gćta hagsmuna sinna.

Í 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er fjallađ um sakhćfi, ţar sem segir ađ ţeim mönnum skuli ekki refsađ sem sökum geđveiki, andlegs vanţroska eđa hrörnunar, rćnuskerđingar eđa annars samsvarandi ástands voru alls ófćrir á ţeim tíma, er ţeir unnu verkiđ, til ađ stjórna verkum sínum. Rétt er ţó ađ taka fram ađ ölvun eđa vímuástand sem einstaklingur hefur sjálfur komiđ sér í leiđir ekki til ósakhćfis.

Í lögum um samningsgerđ, umbođ og ógilda löggerninga nr. 7/1936 er ađ finna ákvćđi sem leyst getur einstaklinga undan ábyrgđ sinni á samningi ef ţeir eru taldir ósanngjarnir. Samkvćmt 36. gr. laganna má víkja samningi í heild sinni eđa ađ hluta til frá, eđa breyta honum, ef ađ ţađ er taliđ ósanngjarnt eđa andstćtt góđri viđskiptavenju ađ bera hann fyrir sig, samkvćmt nánari skilgreiningu á ţví hvađ fellur ţar undir síđar í ákvćđinu. Jafnframt ţví kemur fram í ákvćđinu ađ viđ mat á ađstćđum skuli líta til efnis samnings, stöđu samningsađila, atvika viđ samningaviđrćđur og atvika sem síđar komu til. Ákvćđi ţetta er sérlega mikilvćgt til ađ vernda ţá sem ţess ţurfa gegn misnotkun annarra á skilningsskorti ţess sem í hlut á hverju sinni.

Ţegar kemur ađ mannréttindum aldrađra eru ţađ helst réttur til ađgengis og ţátttöku, réttur til framfćrslu og félagsţjónustu, réttur til persónufrelsis og friđhelgi einkalífs, réttur til verndar fjölskyldulífs, réttur til heilbrigđis- og endurmenntunar, réttur til atvinnu og tómstunda, búsetu og eigin heimilis og bann viđ ómannlegri og vanvirđandi međferđ sem koma viđ sögu.

Réttindi aldrađra á alţjóđavettvangi

Ísland er ađili ađ öllum helstu samningum um mannréttindi hvort sem ţađ er á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna eđa Evrópusambandsins.

Sameinuđu ţjóđirnar

Eins og fyrr greinir voru Sameinuđu ţjóđirnar stofnađar áriđ 1948, í kjölfar hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar. Markmiđ samtakanna er ađ koma á alţjóđasamvinnu um lausn alţjóđavandamála, fjárhagslegs-, félagslegs-, menningarlegs- og mannúđarlegs eđlis, og ađ styrkja og stuđla ađ virđingu fyrir mannréttindum og grundvallar frelsi allra án tillits til kynţáttar, kyns, tungu eđa trúarbragđa. Allir helstu mannréttindasamningar stofnunarinnar kveđa á um bann viđ mismunun en ćtla má ađ grundvallarreglan um jafnrćđi sem sett er fram í alţjóđasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, alţjóđasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, samningi um afnám alls kynţáttamisréttis og samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum, banni mismunun á grundvelli aldurs. Ţess ber ađ geta ađ hinn nýi samningur um réttindi farandverkafólks sem tók gildi áriđ 2003 kveđur á um bann viđ mismunun á grundvelli aldurs.[1]

Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna

Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna var samţykkt á allsherjarţinginu 10. desember 1948. Hún lagđi grunninn ađ uppbyggingu hins alţjóđlega mannréttindakerfis og raunverulegri samningsgerđ Sameinuđu ţjóđanna um mannréttindi ţar sem ríki skyldu gangast undir ţjóđréttarlegar skuldbindingar um ađ virđa og vernda mannréttindi. Yfirlýsingin hefur međ árunum orđiđ viđurkennt leiđarljós ţeirra sem vinna ađ eflingu og virđingu mannréttinda um allan heim.

Ţó mannréttindayfirlýsingin sé ekki bindandi ţjóđréttarsamningur heldur fyrst og fremst stefnumótandi yfirlýsing um markmiđ sem ríkjum ber ađ stefna ađ, ţá telja margir frćđimenn hana hafi öđlast vćgi réttarvenju vegna áhrifa hennar víđa um heim. Fjöldi stjórnarskráa ríkja byggir á yfirlýsingunni, hún er grunnplagg í mannréttindastarfi Sameinuđu ţjóđanna, svćđasamvinna um mannréttindi í heiminum er grundvölluđ í henni, ţ.m.t. starf Evrópuráđsins[2] og stöđugt er til hennar vitnađ af leiđtogum ţjóđa heims. Ţá eru ákvćđi yfirlýsingarinnar endurspegluđ í alţjóđasamningunum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og sértćkum samningum sem ćtlađ er ađ vernda réttindi ákveđinna hópa.

Í 1. tl. 25. greinar yfirlýsingarinnar er sérstaklega minnst á aldur,

Hver mađur á kröfu til lífskjara, sem nauđsynleg eru til verndar heilsu og vellíđan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst ţar til matur, klćđnađur, húsnćđi, lćknishjálp og nauđsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eđa öđrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki viđ gert.

Alţjóđasamningur um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi

Alţjóđasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi var samţykktur á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna 16. desember 1966 og tók gildi 23. mars 1976. Samningurinn var undirritađur af Íslands hálfu 30. desember 1968 og fullgiltur međ ákveđnum fyrirvörum auk ţess sem Ísland fullgilti tvćr valfrjálsar bókanir viđ samninginn áriđ 1979 og 1991.[3]

Í 1. tl. 2. gr. samningsins kemur fram ađ allir borgarar ađildarríkjanna eigi jafnan rétt til ađ njóta ţeirra réttinda sem samningurinn á ađ tryggja en flest eiga ákvćđin rćtur ađ rekja til mannréttindayfirlýsingarinnar. Í 1. tl. 2. gr segir:

Sérhvert ríki sem er ađili ađ samningi ţessum tekst á hendur ađ virđa og ábyrgjast öllum einstaklingum innan landsvćđis síns og undir lögsögu sinni réttindi ţau sem viđurkennd eru í samningi ţessum án nokkurs konar mismununar svo sem vegna kynţáttar, litarháttar, kynferđis, tungu, trúarbragđa, stjórnmálaskođana eđa annarra skođana, ţjóđernisuppruna eđa félagslegs uppruna, eigna, ćtternis eđa annarra ađstćđna.

Aldur er ekki tiltekinn sérstaklega í ákvćđinu en fćra má fyrir ţví rök ađ aldur geti falliđ undir hugtakiđ “ađrar ađstćđur”.

Alţjóđasamningur um efnahagsleg-, félagsleg og menningarleg réttindi

Á allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna ţann 16. desember 1966 var samţykktur alţjóđasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og tók hann gildi 3. janúar 1976. Samningurinn var undirritađur af Íslands hálfu 30. desember 1968 og fullgiltur 22. ágúst 1979.[4]

Í 2. tl. 2. gr. samningsins er undirstrikađ ađ mannréttindi gildi fyrir alla. Eins og í samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi ţá er aldur ekki tiltekinn en eftirlitsnefnd samningsins hefur tileinkađ efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum aldrađra almenna athugasemd [General Comment] nr. 6. Ţar er kveđiđ á um ađ elli geti falliđ undir “ađrar ađstćđur”:[5]

Ríki ţau sem ađilar eru ađ samningi ţessum takast á hendur ađ ábyrgjast ađ réttindum ţeim sem greind eru í samningi ţessum muni verđa framfylgt án nokkurrar mismununar vegna kynţáttar, litarháttar, kynferđis, tungu, trúarbragđa, stjórnmálaskođana eđa annarra skođana, ţjóđernisuppruna eđa félagslegs uppruna, eigna, ćtternis eđa annarra ađstćđna.

Ţá mćlist nefndin einnig til ţess ađ ríki veiti réttindum eldri kvenna sérstaka athygli vegna ţess ađ ţćr eiga oft ekki full eftirlaunaréttindi. Nefndin hvetur ríki til ađ koma í veg fyrir mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkađi, ađ ţau tryggi skilvirkt eftirlaunakerfi og styđji fjölskyldur ţar sem aldrađir ćttingjar eru á heimilinu. Jafnframt hvetur nefndin ríki til ađ ađstođa eldri borgara er vilja búa á heimilum sínum í stađ stofnana.[6]

Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu

Ísland er ađili ađ tveimur alţjóđasamningum sem fjalla sérstaklega um bann viđ og varnir gegn pyndingum og ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ. Annar er samningur Sameinuđu ţjóđanna um bann viđ pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu frá 1984.[7]

Í 1. mgr. 2. gr. samningsins segir:

Hvert ađildarríki skal gera virkar ráđstafanir á sviđi löggjafar, stjórnsýslu og réttarvörslu eđa ađrar ráđstafanir til ađ koma í veg fyrir pyndingar á sérhverju landsvćđi í lögsögu ţess.

Og í 1.tl. 16. greinar segir:

Hvert ađildarríki skuldbindur sig til ađ hindra ađ á nokkru landsvćđi í lögsögu ţess séu framin önnur verk er teljast til grimmilegrar, ómannlegrar eđa vanvirđandi međferđar eđa refsingar, en skilgreining hugtaksins pynding í 1. gr. nćr ţó ekki til, ţegar slík verk eru framin af eđa fyrir frumkvćđi eđa međ samţykki eđa umlíđun opinbers starfsmanns eđa annars manns sem er handhafi opinbers valds. Sérstaklega skulu skuldbindingar ţćr gilda sem um getur í 10., 11., 12. og 13. gr. ţannig ađ í stađ ţess ađ vísađ sé til pyndinga sé vísađ til annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eđa vanvirđandi međferđar eđa refsingar.

Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum

Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum var samţykktur áriđ 1979 og tók gildi gagnvart Íslandi 18. júlí 1985. 13. gr. kveđur á um ađ ađildarríkin skuli gera allar viđeigandi ráđstafanir til ađ afnema mismunun gagnvart konum á sviđi atvinnu til ađ tryggja ţeim sömu réttindi á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, en ţar segir í e-liđ:

Rétt til almannatrygginga, sérstaklega ţegar hćtt er störfum vegna aldurs, atvinnuleysis, veikinda, örorku og elli og vegna annars vanhćfis til vinnu, sem og rétt til orlofs.

Yfirlýsingar, ályktanir og meginreglur Sameinuđu ţjóđanna um aldrađa

Ţó ekki hafi veriđ samţykktur sérstakur samningur um réttindi aldrađra, eins og gert hefur veriđ til ađ tryggja réttindi kvenna og barna, ţá hafa Sameinuđu ţjóđirnar unniđ margvíslegt starf sem miđar ađ ţví ađ tryggja öldruđum mannsćmandi líf. Í Vín, áriđ 1982, samţykkti heimsţing um málefni aldrađra alţjóđlega ađgerđaáćtlun um öldrun sem síđan var styrkt međ ályktun allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna nr. 37/51. Til ađ fylgja eftir ţessari áćtlun samţykkti allsherjarţingiđ, 16. desember 1991, ályktun nr. 46/1991 um stefnumiđ í málefnum aldrađra “til ţess ađ lífga viđ árin sem bćst hafa viđ lífiđ”.[9] Ađildarríki voru hvött til ađ vinna ađ framgangi markmiđa yfirlýsingarinnar en sérstök áhersla var lögđ á ađ á ári aldrađra, 1999, yrđi unniđ ađ almennri viđhorfsbreytingu til öldrunar til ađ styrkja stöđu ţeirra og stuđla ađ aukinni samstöđu kynslóđa í framtíđinni. Í ályktun Allsherjarţingsins var átján grundvallarmarkmiđum skipt í fimm efnisţćtti: sjálfstćđi, virkni, lífsfyllingu, reisn og umönnun, međ áherslu á ađ aldrađir ţurfi ađ njóta allra ţessara ţátta til jafns viđ ađra ţegna ţjóđfélagsins. Hér ađ neđan er ađ finna yfirlit yfir efnisţćtti stefnumiđa Sameinuđu ţjóđanna í málefnum aldrađra:

Sjálfstćđi – stefnt skal ađ ţví ađ aldrađir:

 • Geti aflađ sér nćgs matar, vatns, heppilegs húsaskjóls, fatnađar og viđeigandi heilsugćslu međ opinberum bótum, félagslegri ađstođ og fyrir eigin atbeina;
 • Eigi ţess kost ađ stunda vinnu eđa afla sér tekna međ öđrum hćtti;
 • Fái sjálfir ađ taka ţátt í ađ ákveđa hvenćr og hversu hratt ţeir hćtta ţátttöku á vinnumarkađi;
 • Eigi kost á viđeigandi námskeiđum, bóklegum og verklegum;
 • Geti búiđ ţar sem ţeir eru öruggir og ţar sem jafnframt er hćgt ađ laga ađstćđur ađ persónulegum ţörfum og breytilegri líkamsgetu ţeirra;
 • Geti búiđ heima hjá sér eins lengi og kostur er.

Virkni – stefnt skal ađ ţví ađ aldrađir:

 • Haldi áfram ţátttöku í ţjóđfélaginu, taki virkan ţátt í stefnumótun og framkvćmd mála sem hafa bein áhrif á afkomu ţeirra og deili ţekkingu sinni og hćfileikum međ yngri kynslóđum;
 • Eigi ţess kost ađ ţjóna samfélaginu og starfa sem sjálfbođaliđar ađ málum sem henta áhugasviđum ţeirra og getu;
 • Geti stofnađ samtök eđa félög aldrađra

Umönnun – stefnt skal ađ ţví ađ aldrađir:

 • Fái notiđ félagslegrar ađstođar og verndar í samrćmi viđ menningarmat ţess ţjóđfélags sem viđkomandi býr í;
 • Eigi kost á heilsugćslu til ađ viđhalda andlegri og líkamlegri heilsu eđa til ađ endurheimta hana eftir ţví sem kostur er og til ađ hindra eđa tefja fyrir ađ sjúkdómar nái tökum á viđkomandi;
 • Eigi kost á félags- og lögfrćđiráđgjöf til ađ efla sjálfstćđi ţeirra og öryggi;
 • Geti komist á viđeigandi umönnunarstofnanir til ađ njóta ţar öryggis, endurhćfingar og félagslegrar og andlegrar örvunar í mannúđlegu og tryggu umhverfi;
 • Fáiđ notiđ mannréttinda og grundvallarfrelsis ţegar ţeir flytjast á umönnunarstofnun. Ţar skal tekiđ fullt tillit til mannlegrar reisnar ţeirra, trúarskođana, líkamlegra og andlegra ţarfa, einkalífs og réttar ţeirra til ađ taka ákvarđanir um umönnunina og hvernig lífi ţeirra skuli háttađ.

Lífsfylling – stefnt skal ađ ţví ađ aldrađir:

 • Eigi ţess kost ađ ţroska og nýta hćfileika sína til fulls;
 • Geti tekiđ ţátt í námskeiđum, menningarviđburđum, trúarlegum samkomum og öđru félagslífi sem býđst í ţjóđfélaginu.

Reisn – stefnt skal ađ ţví ađ aldrađir:

 • Geti haldiđ reisn sinni og búiđ viđ öryggi og ţurfi ekki ađ óttast misnotkun, hvorki andlega né líkamlega;
 • Njóti sanngirni í viđmóti án tillits til aldurs, kynferđis, kynţáttar, heilsufars eđa annarra ţátta og framkoman viđ ţá sé óháđ efnahag ţeirra.[10]

Áriđ 1992 samţykkti allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna yfirlýsingu um öldrun [Proclamation on Aging] ţar sem ađildarríki eru međal annars hvött til ađ styđja eldri konur sérstaklega og tryggja ađ framlag ţeirra til samfélagsins sé virt ađ verđleikum. Einnig er mćlst til ađ ađildarríki veiti fjölskyldum er sjá fyrir öldruđum ćttingjum stuđning og allir fjölskyldumeđlimir eru hvattir til ađ taka ţátt í umönnun. Ţá eru ríki hvött til ađ stuđla ađ ţví ađ eldri mönnum sé gert kleift ađ ţróa međ sér félagslega, menningarlega og tilfinningalega fćrni sem ţeir áttu ekki kost međan ţeir voru brauđvinningar. [11]

Til ađ fylgja eftir hinni alţjóđlegu framkvćmdaáćtlun helgađi allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna öldruđum áriđ 1999, undir yfirskriftinni: “Ţjóđfélag fyrir fólk á öllum aldri”. Lögđ var áhersla á ađ brúa biliđ milli kynslóđa, auka samskipti ungs fólks og aldrađra og efla gagnkvćman skilning og virđingu ţessara aldurshópa. [12]

Áriđ 2002, á heimsţingi um öldrun í Madrid, var samţykkt önnur framkvćmdaáćtlun um öldrun. Áćtlunin inniheldur fimm meginflokka er lúta ađ: virđingu fyrir öllum mannréttindum aldrađra, öruggri elli, ţátttöku aldrađra í samfélaginu, ađgerđir gegn mismunun og ofbeldi gagnvart öldruđum, ţví ađ tryggja kynjajafnrétti međal aldrađra, mikilvćgi fjölskyldunnar sé viđurkennt, ţví ađ heilbrigđis- og félagsţjónusta sé tryggđ til handa öldruđum og viđurkenningu á sérstakri ađstöđu aldrađra frumbyggja.


Evrópuráđiđ

Evrópuráđiđ var stofnađ áriđ 1949 međ ţađ ađ meginmarkmiđi ađ stuđla ađ friđi og efla vernd mannréttinda innan álfunnar og koma á fót samstarfi ţar sem veitt yrđu virk úrrćđi til ţess ađ koma í veg fyrir mannréttindabrot.[13] Einhver merkasti afrakstur ţessa samstarfs var samţykkt mannréttindasáttmála Evrópu áriđ 1950 en fullgilding sáttmálans er nú skilyrđi ađildar ađ Evrópuráđinu. Áriđ 1961 leit sambćrilegur samningur á sviđi efnahagslegra og félagslegra réttinda dagsins ljós, félagsmálasáttmáli Evrópu, en fjöldi annarra samninga er snerta mannréttindi hafa veriđ samţykktir undir merkjum Evrópuráđsins. Ísland gerđist ađili ađ ráđinu áriđ 1950.

Mannréttindasáttmáli Evrópu

Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var undirritađur í Róm 4. nóvember 1950 og tók gildi 3. september 1953 en fjöldi viđauka hafa veriđ gerđir viđ hann síđan. Samningurinn var lögfestur hér á landi áriđ 1994 međ lögum nr. 62/1994.

Í 14. gr. samningsins er kveđiđ á um bann viđ mismunun, ţar sem segir ađ allir eigi jafnan rétt til ađ njóta ţeirra réttinda sem samningurinn kveđur á um:

Réttindi ţau og frelsi, sem lýst er í samningi ţessum, skulu tryggđ án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferđis, kynţáttar, litarháttar, tungu, trúarbragđa, stjórnmála- eđa annarra skođana, ţjóđernis eđa ţjóđfélagsstöđu, tengsla viđ ţjóđernisminnihluta, eigna, uppruna eđa annarrar stöđu.

Líkt og í helstu samningum Sameinuđu ţjóđanna er elli ekki nefnd sérstaklega heldur félli hún undir “ađra stöđu”.

Viđ gerđ MSE var mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna ađ verulegu leyti höfđ sem fyrirmynd, svo og drög ţau sem ţá lágu fyrir ađ alţjóđasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Samkvćmt samningnum, tryggja ađildarríki borgurum sínum, sem og öđrum innan umdćmis ţess, helstu borgaraleg og pólitísk réttindi réttarríkis. Međ samningnum er einnig komiđ á fót einu skilvirkasta eftirlitskerfi sem um getur, Mannréttindadómstól Evrópu, en ríkjum jafnt sem einstaklingum er gert kleift ađ fara međ kćrur fyrir dómstólinn, ađ uppfylltum ákveđnum skilyrđum. Samningsríki eru skuldbundin til ađ hlíta lögsögu dómstólsins og ber ađ gera nauđsynlegar ráđstafanir til ađ bćta fyrir afleiđingar brots. Dómar dómstólsins hafa haft mikla ţýđingu fyrir ţróun alţjóđlegrar mannréttindaverndar en áhrifa nokkuđ samfellds og samkvćms fordćmisréttar dómstólsins er ađ gćta um allan heim.

Félagsmálasáttmáli Evrópu

Annar mikilvćgur ţáttur í mannréttindavernd á vettvangi Evrópuráđsins er félagsmálasáttmáli Evrópu. Hann var samţykktur af ađilum Evrópuráđsins í Tórínó 18. október 1961 og tók gildi 26. febrúar 1965. Sáttmálinn var undirritađur og fullgiltur fyrir Íslands hönd 15. janúar 1976 og tók gildi 14. febrúar 1976.[14]Međ sáttmálanum og samningsviđauka frá 1988 eru ţegnum ađildarríkjanna tryggđ margs konar grundvallarréttindi en ríkin verđa ađ samţykkja tiltekinn lágmarksfjölda ţeirra. Brot vegna réttinda sem kveđiđ er á um í félagsmálasáttmálanum er ekki hćgt ađ kćra til Mannréttindadómstólsins. Í viđauka viđ samninginn er sérstakri nefnd, evrópunefnd um félagsleg réttindi, faliđ eftirlit međ framkvćmd samningsins. Eftirlit er helst í formi skýrslna ađildarríkja en međ viđauka, sem öđlađist gildi áriđ 1998, var nefndinni einnig heimilađ ađ veita viđtöku hópkćrum frá tilteknum frjálsum félagasamtökum, stéttarfélögum og vinnuveitendasamtökum. Ríkisstjórnarnefnd Evrópuráđsins og ráđherranefndin samţykkja síđan ályktun ţegar eftirlitsferli er lokiđ. Ísland hefur ekki fullgilt viđaukana viđ sáttmálann.

Í inngangi sáttmálans er tiltekiđ ađ ađildarríki áliti:

Ađ tryggja beri ađ menn fái notiđ félagslegra réttinda án tillits til kynţáttar, litarháttar, kynferđis, trúarbragđa, stjórnmálaskođana, ţjóđernis eđa félagslegs uppruna.

Hvorki er elli getiđ sérstaklega né “annarra ađstćđna” líkt og í öđrum sambćrilegum sáttmálum. Eigi verđur taliđ ađ elli falli ekki hér undir heldur ber ađ líta á ţetta sem dćmi um helstu ţćtti sem leitt geta til mismununar, en ekki tćmandi talningu.[15]

Í endurskođađri útgáfu sáttmálans sem samţykkt var áriđ 1996 er öldruđum tryggđur réttur til félagslegrar verndar í 23. grein.

Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu

Evrópusamningi um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu frá 1987, sbr. lög nr. 15/1990[16] er ćtlađ ađ koma til framkvćmda banni viđ ţeim athöfnum sem tilgreindar eru í 3. gr. MSE. Samningurinn kemur á vitjanakerfi ţar sem nefnd óháđra sérfrćđinga á ýmsum sviđum heimsćkja stađi ţar sem opinbert vald vistar frelsissvipta einstaklinga.


Evrópusambandiđ

Réttindi aldrađra innan Evrópusambandsins byggja á banni viđ mismunun og ţeirri grundvallarreglu ađ allir menn séu jafnbornir til virđingar. Réttindi aldrađra hafa ađ nokkru veriđ tryggđ frá samţykkt Amsterdamsáttmálans er tók gildi 1999. Međalaldur borgara Evrópusambandsins hćkkar stöđugt, áriđ 2020 mun fólk 60 ára og eldra ná einum fimmta af íbúafjölda og einn af hverjum 14 íbúum verđur ţá 65 ára eđa eldri. Ţví kemur ekki á óvart ađ í réttindaskrá Evrópusambandsins, sem samţykkt var af leiđtogaráđinu 2000, er kveđiđ sérstaklega á um réttindi eldri borgara. 25. gr. byggir á félagsmálasáttmála Evrópu og félagslegri réttindayfirlýsingu um grundvallarréttindi evrópsks launafólks sem samţykkt var 1989.[17] Í réttindaskránni segir:

Evrópusambandiđ virđir réttindi eldri borgara til ađ lifa lífi sínu međ reisn og af sjálfstćđi og rétt ţeirra til ađ taka ţátt í félags- og menningarlífi.

Í málum aldrađra hvílir löggjafarvaldiđ nćr eingöngu á herđum ađildarríkjanna. Evrópusambandiđ styđur ţó stefnu ađildarríkja og framkvćmdir á viđeigandi stigum, og vinnur ađ ţví ađ breyta hugsunarhćtti og miđla reynslu. Sambandiđ hefur ţví mikilvćgu hlutverki ađ gegna í málefnum aldrađra, sem gagnast sambandinu sjálfu, jafnt sem stjórnvöldum einstakra sambandsríkja.[18]

Fjöldi yfirlýsinga og stefnumiđa um réttindi aldrađra hafa veriđ samţykkt undir merkjum Evrópusambandsins.


 

[1] Ísland á ekki ađild ađ ţessum samningi. Helstu ađildarríki eru upprunalönd farandverkafólks, fá vestrćn ríki hafa gerast ađilar ađ samningunum.

[2] Alţingistíđindi A 1994, bls. 2077-2088.

[3] Stjórnartíđindi C nr. 10/1979 og 11/1991.

[4] Stjórnartíđindi C nr. 10/1979.

[5] Magdalena Sepulveda, Theo van Banning, Guđrún D. Guđmundsdóttir, Christine Chamoun,Willem van Genugten, Human Rights Reference Handbook, University for Peace, 2004, bls. 382. (516 bls)

[6] Magdalena Sepulveda, Theo van Banning, Guđrún D. Guđmundsdóttir, Christine Chamoun,Willem van Genugten, Human Rights Reference Handbook, University for Peace, 2004. Bls. 382. (516 bls)

[7] Stjórnartíđindi C nr. 19/1996.

[8] Íslenska ríkiđ hefur samţykkt slíka kćruleiđ á hendur sér samkvćmt samningunum ţremur.

[9] UN Doc. A/RES/37/51. http://www.un.org .

[10] UN Doc. A/RES/37/51.

[11] UN Doc A/RES/47/5.

[12] Lokaskýrsla Framkvćmdastjórnar árs aldrađra 1999, bls. 5.

[13] Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 455.

[14] Stjórnartíđindi C 3/1976.

[15] Brynhildur G. Flóvenz: Réttarstađa fatlađra. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004, bls. 25.

[16] Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 503.

[17] Greinargerđ um Réttindaskrá Evrópusambandsins http://www.europarl.eu.int/charter/pdf/04473_en.pdf [heimsótt 20.september 2005].

[18] http://www.europarl.eu.int/comparl/libe/elsj/charter/art25/default_en.htm [heimsótt 20. september 2005].

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16