Bókun um breyting á félagsmálasáttmála Evrópu

SES nr. 142

Bókun um breytingu á félagsmálasáttmála Evrópu

Tórínó, 21. X. 1991 - Safn Evrópusamninga/142
Ţýđing ţýđingamiđstöđvar utanríkisráđuneytisins.


Ađildarríki Evrópuráđsins, sem hafa undirritađ bókun ţessa viđ félagsmálasáttmála Evrópu, sem var lagđur fram til undirritunar í Torino 18. október 1961 (hér á eftir nefndur "sáttmálinn"),

hafa einsett sér ađ takast á hendur ađgerđir til ađ auka skilvirkni sáttmálans, einkum eftirlitskerfis hans,

telja af ţessum sökum ćskilegt ađ breyta tilteknum ákvćđum sáttmálans,

og hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:


1. gr.
23. gr. sáttmálans hljóđi svo:
"23. gr. – Sending samrita af skýrslum og athugasemdum
1. Hver samningsađili, sem sendir framkvćmdastjóra skýrslu eins og um getur í 21. og 22. gr., skal senda samrit af henni til ţeirra innlendu samtaka, sem eru ađilar ađ ţeim alţjóđlegu samtökum vinnuveitenda og stéttarfélaga, sem bjóđa ber samkvćmt 2. mgr. 27. gr. ađ eiga fulltrúa á fundum stjórnarnefndar. Ţessi samtök skulu senda framkvćmdastjóranum allar athugasemdir sínar viđ skýrslur samningsađilanna. Framkvćmdastjórinn skal senda samrit af ţeim athugasemdum til hlutađeigandi samningsađila sem ţeir kunna ađ vilja svara.
2 . Framkvćmdastjórinn skal senda samrit af skýrslum samningsađila til frjálsra alţjóđasamtaka sem eru Evrópuráđinu til ráđgjafar og sérstaklega til ţess bćr ađ fjalla um ţau málefni, sem ţessi sáttmáli tekur til.
3. Ţćr skýrslur og athugasemdir, sem um getur í 21. og 22. gr. auk ţessarar greinar, skulu vera almenningi ađgengilegar, sé ţess óskađ."

2. gr.
24. gr. sáttmálans hljóđi svo:
"24. gr. – Athugun á skýrslum.
1. Skýrslurnar, sem framkvćmdastjóranum eru sendar í samrćmi viđ 21. og 22. gr., skulu athugađar af nefnd óháđra sérfrćđinga, sem stofnuđ er í samrćmi viđ 25. gr. Nefndin skal einnig fá til athugunar ţćr athugasemdir, sem sendar hafa veriđ til framkvćmdastjórans í samrćmi viđ 1. mgr. 23. gr. Ađ athugun lokinni skal nefnd óháđra sérfrćđinga semja skýrslu um niđurstöđur sínar.
2. Hvađ varđar skýrslurnar sem um getur í 21. gr. skal nefnd óháđra sérfrćđinga meta frá lagalegu sjónarmiđi hvernig lög og venja í landinu samrćmast skuldbindingum ţeim sem samningsađilinn tekur á sig međ sáttmálanum.
3. Nefnd óháđra sérfrćđinga getur beint beiđnum sínum um viđbótarupplýsingar og skýringar milliliđalaust til samningsađila. Í ţví sambandi getur nefnd óháđra sérfrćđinga einnig, ef ţörf krefur, bođađ til fundar međ fulltrúum samningsađila, annađhvort ađ eigin frumkvćđi eđa ađ beiđni hlutađeigandi samningsađila. Samtökunum sem um getur í 1. mgr. 3. gr. skal tilkynnt um slíkt.
4. Framkvćmdastjórinn skal birta og kynna niđurstöđur nefndar óháđra sérfrćđinga ráđherranefndinni, ráđgjafarţinginu og samtökunum sem um getur í 1. mgr. 23. gr. og 2. mgr. 27. gr."

3. gr.
25. gr. sáttmálans hljóđi svo:
"25. gr. – Nefnd óháđra sérfrćđinga.
1. Nefnd óháđra sérfrćđinga skal skipuđ eigi fćrri en níu mönnum, sem ţingiđ kýs međ meirihluta atkvćđa úr hópi algerlega vammlausra og viđurkenndra sérfrćđinga á sviđi félagsmála innanlands og á alţjóđavettvangi og tilnefndir eru af samningsađilum. Ráđherranefndin ákveđur hve margir skuli eiga sćti í nefndinni.
2. Nefndarmenn skulu kjörnir til sex ára í senn. Ţeir eru kjörgengir til endurkjörs einu sinni.
3. Ef nefndarmađur er kjörinn í nefnd óháđra sérfrćđinga í stađ nefndarmanns, sem hefur ekki lokiđ starfstíma sínum, skal hann gegna störfum ţađ sem eftir er af starfstíma fyrirrennarans.
4. Nefndarmenn skulu sitja í nefnd óháđra sérfrćđinga sem einstaklingar. Á starfstíma sínum skulu ţeir ekki gegna neinum ţeim störfum sem eru ósamrýmanleg ţeirri kröfu sem embćtti ţeirra fylgir, ađ ţeir séu óháđir, hlutlausir og til taks."

4. gr.
27. gr. sáttmálans hljóđi svo:
"27. gr. – Stjórnarnefnd
1. Skýrslur samningsađila, athugasemdir og upplýsingar sem komiđ er á framfćri í samrćmi viđ 1. mgr. 23. gr. og 3. mgr. 24. gr., og skýrslur nefndar óháđra sérfrćđinga, skulu lagđar fyrir stjórnarnefnd.
2. Stjórnarnefndin skal vera skipuđ einum fulltrúa frá hverjum samningsađila. Hún skal bjóđa eigi fleiri en tvennum alţjóđlegum vinnuveitendasamtökum og eigi fleiri en tvennum alţjóđlegum stéttarfélagasamtökum ađ senda áheyrnarfulltrúa til ráđgjafar á fundi nefndarinnar. Enn fremur getur hún ráđfćrt sig viđ fulltrúa frjálsra alţjóđlegra samtaka, sem eru Evrópuráđinu til ráđgjafar og sérstaklega til ţess bćr ađ fjalla um ţau málefni sem ţessi sáttmáli tekur til.
3. Stjórnarnefndin undirbýr ákvarđanir ráđherranefndarinnar. Nánar tiltekiđ skal hún annast, í ljósi skýrslna nefndar óháđra sérfrćđinga og samningsađila og međ félagsleg, efnahagsleg og önnur stefnumótandi sjónarmiđ ađ leiđarljósi, rökstutt val á ţeim ađstćđum sem ađ mati hennar gefa tilefni til ţess ađ tilmćlum sé beint til hvers hlutađeigandi samningsađila í samrćmi viđ 28. gr. sáttmálans. Hún skal leggja fyrir ráđherranefndina skýrslu sem skylt er ađ birta.
4. Á grundvelli ţess sem stjórnarnefndin verđur vísari um framkvćmd félagsmálasáttmálans almennt getur hún lagt fyrir ráđherranefndina tillögur sem miđa ađ ţví ađ gerđar verđi rannsóknir á félagslegum málefnum og ţeim greinum sáttmálans sem hugsanlega mćtti uppfćra."

5. gr.
28. gr. sáttmálans hljóđi svo:
"28. gr. – Ráđherranefndin
1. Á grundvelli skýrslu stjórnarnefndarinnar skal ráđherranefndin samţykkja, međ tveimur ţriđju greiddra atkvćđa og er ţá atkvćđisréttur takmarkađur viđ samningsađila, ályktun um allan eftirlitsferilinn er hefur ađ geyma sérstök tilmćli til hvers hlutađeigandi samningsađila.
2. Hvađ varđar tillögur stjórnarnefndarinnar í samrćmi viđ 4. mgr. 27. gr. skal ráđherranefndin taka ţćr ákvarđanir sem henni ţykir hćfa."

6. gr.
29. gr. sáttmálans hljóđi svo :
"29. gr. – Ţingiđ
Framkvćmdastjóri Evrópuráđsins skal koma á framfćri viđ ţingiđ, međ hliđsjón af reglubundnum allsherjarumrćđum, skýrslum nefndar óháđra sérfrćđinga og stjórnarnefndarinnar, svo og ályktunum ráđherranefndarinnar."

7. gr.
1. Bókun ţessi skal lögđ fram til undirritunar fyrir ađildarríki Evrópuráđsins sem hafa undirritađ sáttmála ţennan og geta ţau lýst sig samţykk ţví ađ vera bundin af henni međ:
a - undirritun án fyrirvara um fullgildingu, viđurkenningu eđa samţykki, eđa
b - undirritun međ fyrirvara um fullgildingu, viđurkenningu eđa samţykki og síđari fullgildingu, viđurkenningu eđa samţykki.
2. Skjöl til fullgildingar, viđurkenningar eđa samţykkis skulu afhent framkvćmdastjóra Evrópuráđsins til vörslu.

8. gr.
Bókun ţessi öđlast gildi á ţrítugasta degi eftir ađ allir samningsađilar sáttmálans hafa lýst sig samţykka ţví ađ vera bundnir af henni í samrćmi viđ ákvćđi 7. gr.

9. gr.
Framkvćmdastjóri Evrópuráđsins skal tilkynna ađildarríkjum Evrópuráđsins um:
a - hverja undirritun,
b - afhendingu hvers skjals til fullgildingar, viđurkenningar eđa samţykkis,
c - gildistökudag bókunar ţessarar í samrćmi viđ 8. gr.,
d - hverja ađra gerđ, tilkynningu eđa orđsendingu varđandi bókun ţessa.


Ţessu til stađfestu hafa undirritađir, sem til ţess hafa fullt umbođ, undirritađ bókun ţessa.

Gjört í Tórínó 21. október 1991 í einu eintaki á ensku og frönsku sem verđur afhent til vörslu í skjalasafni Evrópuráđsins og eru báđir textarnir jafngildir. Framkvćmdastjóri Evrópuráđsins skal láta hverju ađildarríki Evrópuráđsins í té stađfest endurrit.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16