Réttindi farandverkafólks

Á undanförnum árum hefur mikil aukning veriđ á erlendu vinnuafli á Íslandi. Í kjölfar góđćris tíma 2004 - 2007 varđ nokkur vakning á stöđu ţessa verkafólks og ţeirri nauđsyn ađ tryggja ađ ekki sé brotiđ á réttindum ţeirra. Alţýđusamband Íslands stóđ fyrir átaki gegn félagslegum undirbođum og ólöglegri atvinnustarfsemi međ erlendu jafnt sem innlendu vinnuafli. Miđađi átakiđ ađ ţví ađ ljóstra upp um og upprćta félagsleg undirbođ og ólöglega atvinnustarfsemi međ erlendu verkafólki á íslenskum vinnumarkađi. Átakiđ bar góđan árangur og varđ til ţess ađ erlendar starfsmannaleigur festu ekki rćtur hér á landi. Ljóst er ađ međ undirbođum og ólöglegri atvinnustarfsemi eru útlendingar hlunnfarnir um laun, ađbúnađ og starfskjör. Samfélagiđ í heild sinni tapar einnig á ţessari starfsemi ţar sem hún grefur undan velferđarkerfi okkar. Lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 eru grundvöllur um réttindi erlendra starfsmanna hér lá landi en einnig voru sett lög áriđ 2005 um starfsmannaleigur (lög nr. 139/2005).

Félagsmálasáttmáli Evrópuráđsins

Félagsmálasáttmálinn var samţykktur í Tórínó 18. október 1961 og tók gildi 26. febrúar 1965. Ísland undirritađi samninginn 15. janúar 1976 og var hann fullgiltur sama dag. Hann tók gildi gagnvart Íslandi ţann 14. febrúar 1976. Ísland telur sig ţó ekki bundiđ af öllum ákvćđum samningsins. Međal ţeirra ákvćđa sem Ísland er bundiđ af eru 1. gr., 5. mgr. 2. gr., 3 - 6. gr., og 11. - 18. gr. Ásamt ţeim viđauka sem fylgir upprunalega sáttmálanum hafa ţrír viđaukar veriđ gerđir, frá 6. maí 1988, 21. október 1991 og 9. nóvember 1995. Var samningurinn endurútgefinn međ breytingum 3. maí 1996. Ísland hefur ekki undirritađ viđaukann frá 1995. Hefur viđaukinn frá 1988 og endurútgefni sáttmálinn veriđ undirritađir af Íslands hálfu, en ţeir hafa enn ekki veriđ fullgiltir. Viđaukinn frá 1991 var undirritađur af Íslands hálfu 12. desember 2001 og fullgiltur ţann 21. febrúar 2002.

Í 19. gr. sáttmálans er sérstaklega fjallađ um réttindi farandverkafólks. Ísland er ađ svo stöddu ekki bundiđ af ákvćđinu en ţar segir ađ, í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur farandverkafólks og fjölskyldna ţeirra til verndar og ađstođar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til;

 1. ađ viđhalda, eđa ganga úr skugga um, ađ viđhaldiđ sé, nćgri ókeypis ţjónustu til ađ ađstođa slíkt verkafólk, einkum viđ ađ afla sér nákvćmra upplýsinga, og ađ gera allar viđeigandi ráđstafanir, sem landslög og reglugerđir leyfa, til ađ koma í veg fyrir villandi áróđur varđandi útflutning og innflutning fólks,
 2. ađ gera viđeigandi ráđstafanir innan lögsagnarumdćma sinna til ađ auđvelda brottför, ferđalög og móttöku slíks verkafólks og fjölskyldna ţess, og láta í té innan lögsagnarumdćma sinna viđeigandi ţjónustu á sviđi heilbrigđismála, lćknisţjónustu og góđra hollustuhátta međan á ferđinni stendur,
 3. ađ efla, eftir ţví sem viđ á, samvinnu félagslegra ţjónustustofnana opinberra ađila og einkaađila í löndum, sem flutt er frá eđa til,
 4. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, ađ ţví marki sem lög eđa reglugerđir taka til slíkra mála eđa ţau eru háđ eftirliti stjórnvalda, međferđ, sem sé ekki óhagstćđari međferđ eigin ţegna, ţegar um er ađ rćđa: (a) launakjör og önnur starfs- og vinnuskilyrđi,
  (b) ađild ađ stéttarfélögum og ađ njóta góđs af heildarsamningum,
  (c)húsnćđi,
 5. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, međferđ, sem sé eigi óhagstćđari međferđ eigin ţegna, ađ ţví er varđar skatta, gjöld eđa framlög, sem lögđ eru á vinnandi fólk,
 6. ađ greiđa fyrir ţví, eftir ţví sem hćgt er, ađ fjölskylda erlends starfsmanns, sem fengiđ hefir heimild til ađ setjast ađ í landinu, geti flutt til hans,
 7. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, međferđ, sem sé eigi óhagstćđari međferđ eigin ţegna ađ ţví er varđar dómsmeđferđ mála, er um getur í ţessari grein,
 8. ađ tryggja, ađ slíkt verkafólk, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, verđi ekki gert landrćkt nema öryggi ţjóđarinnar stafi hćtta af ţví, eđa ţađ gerist brotlegt viđ almenningshagsmuni eđa siđgćđi,
 9. ađ leyfa innan lögmćtra takmarka yfirfćrslu ţess hluta tekna og sparifjár slíks vinnandi fólks, sem ţađ kann ađ óska eftir,
 10. ađ láta ţá vernd og ađstođ, sem kveđiđ er á um í grein ţessari, einnig ná til farandverkafólks í eigin atvinnu ađ ţví marki, sem slíkar ráđstafanir eiga viđ. Ofbeldi á börnum hefur lengi viđgengist vegna ţagnar og ađgerđaleysis. Ástćđur fyrir ţví eru margar en helst sú ađ börn, sérstaklega ţau sem eru fórnarlömb misnotkunar og ofbeldis hafa litlar bjargir til ađ leita réttar síns, oft vegna ótta viđ refsingu ofbeldismanna sinna. Ţađ er einnig stađreynd ađ umkvartanir barna eru oft ekki teknar alvarlega.
Einnig er á vettvangi Evrópuráđsins í gildi samningur um réttarstöđu farandlaunţega frá árinu 1977, Ísland er enn sem komiđ er ekki ađili ađ ţeim samningi.
 
Sameinuđu ţjóđirnar

Á vettvangi Sameinuđu ţjóđanna var samţykktur alţjóđsamningur um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna ţeirra en Ísland á enn sem komiđ er ekki ađild ađ samningnum. Alţjóđasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi kveđur á um ýmis réttindi sem farandverkafólk sem og ađrir njóta í samfélaginu í tengslum viđ atvinnumál.

Alţjóđavinnumálastofnun (ILO) er stofnun á vegum Sameinuđu ţjóđanna sem var sett á fót áriđ 1919. Ísland gerđist ađili ađ henni áriđ 1945. Ţau ákvćđi sem lágu til grundvallar stofnuninni er ađ finna í friđarsamningunum sem voru undirritađir í Versölum 28. júní 1918. Er ţar kveđiđ á um ađ komiđ skuli á fót sérstakri stofnun sem hafi ţađ hlutverk ađ reyna ađ ráđa bót á ţeim félagslegu vandamálum sem öll ríki eiga viđ ađ stríđa og verđur ađeins unniđ á međ sameiginlegu félagslegu átaki ţjóđanna.

Starf ILO beinist einkum ađ grundvallarréttindum í atvinnulífinu, atvinnu, félagslegri vernd og samráđi ađila vinnumarkađarins. Á vettvangi ILO hafa veriđ sett alţjóđleg viđmiđ um grundvallarréttindi viđ vinnu sem birtast í fjölmörgum samţykktum og tilmćlum stofnunarinnar um félagafrelsi, réttinn til ađ gera kjarasamninga, afnám nauđungarvinnu, takmörkun barnavinnu, jafnrétti til vinnu og fjölmörg önnur réttindamál tengd vinnu.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16