Friđhelgi eignaréttar

Eignarétturinn er afar umdeildur. Hann er mótsagnakenndur, ţví margir álíta eignaréttinn sem mikilvćg mannréttindi á međan ađrir líta á hann sem verkfćri til misnotkunar. Jafnvel einungis rétt ţeirra sem hafa yfir eignum ađ ráđa en ekki ţeirra sem eru eignarlausir. Eignarétturinn er flókinn og hann tengist mörgum öđrum réttindum, eins og borgaralegum réttindum, félagslegum réttindum, réttinum til lífsgćđa, réttinum til ţess ađ geta aflađ sér lífsviđurvćris međ vinnu, réttinum til menntunar og réttinum til mannsćmandi húsaskjóls.

Á Vesturlöndunum er eign einstaklinga grunnurinn ađ ţjóđfélagslegu skipulagi. Eignir eru mikilvćgar fyrir samfélagiđ og eru grunnurinn ađ hagkerfi ţjóđanna. En á sama tíma og mikilvćgi eigna er mikiđ ţá hafa fjölmörg lög tekiđ gildi sem stefna ađ ţví ađ verja einstaklinga gegn misnotkun af völdum eigna. Enn er ţó skortur á lögum sem vinna sérstaklega ađ uppsöfnun eigna. Ţegar miklar eignir komast á hendur fárra er mikilvćgt ađ gćta ađ réttindum ţeirra sem eru undir ţessum eignum komnir.

Ţó ađ eignarétturinn sé flókinn og mjög mótsagnakenndur í eđli sínu, hefur venjan orđiđ sú ađ fólk, sérstaklega Vesturlandabúar telja mikilvćgt ađ eignarétturinn sé verndađur međ lögum. Eignir eru álitnar mikilvćgar til ţess ađ viđhalda efnahag ríkja sem og öryggi einstaklinganna sem í ţeim búa.

Í fátćkari ríkjum heims ţar sem iđnađur er skammt á veg kominn eru eignir ađ stórum hluta bundnar í landsvćđum. Skortur á landsvćđum er mikiđ vandamál fyrir íbúa ţessara ríkja, í ljósi ţess ađ ađgangur ađ landi er grunnur ađ velferđ ţeirra.

Eign eđa leiga á landsvćđi tryggir mörgum einstaklingum öryggi og afkomuvernd. Ţađ er ţví ekki undarlegt ađ landsvćđi séu eitt helsta bitbein íbúa ţessa heimshluta. Margir hafa neyđst til ađ flytjast nauđugir af ţví landi sem ţeir búa á.

Í mörgum fátćkari ríkjum heims hefur mikill misbrestur orđiđ á skráningu landsvćđa sem leitt hefur til ţess ađ einstaklingar sem jafnvel hafa búiđ á ákveđnu landi í áratugi eru neyddir til ađ halda á brott. Ţar sem réttur ţeirra er ekki skráđur, ţá er pálminn í höndum ţeirra sem ásćlast landiđ. Dćmi eru einnig um ađ vegna skorts á skráningu hefur mörgum ćttbálkum veriđ meinađur ađgangur ađ vatnsbólum sem ţeir hafa áđur haft ađgang ađ, jafnvel kynslóđir aftur í tímann. Einstaklingar í ţessari ađstöđu og ţá sérstaklega frumbyggjar eru sérstaklega viđkvćm fórnarlömb, ţar sem lítiđ er gert til ţess ađ gćta ađ réttindum ţeirra.

Eignaréttur og íslenskur réttur

Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er eignarétturinn lýstur friđhelgur. Ákvćđiđ segir ađ engan megi skylda til ađ láta af hendi eign sína nema almenningsţörf krefji. Er ţađ ţó gert ađ skilyrđi ađ lagaheimild sé fyrir hendi og ađ fullt verđ komi fyrir. Ákvćđi 72. gr. tryggir eiganda fullar bćtur viđ eignarnám og ţćr skerđingar sem ađ jafnađi verđur til eignarnáms. Meginregla íslensks réttar hefur ţó veriđ sú ađ 72. gr. stjórnarskrárinnar taki ekki til hinna svokölluđu almennu takmarkana á eignarétti og leiđi ţar af leiđandi ekki til bótaskyldu. Löggjafinn hefur ţó gert ráđ fyrir greiđslu bóta í ákveđnum tilvikum, eins og ţegar um mjög íţyngjandi skerđingu er ađ rćđa.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16