HIV og alnćmi

Stađreyndir um HIV og alnćmi

HIV er sú veira sem valdiđ getur alnćmi en eftir ađ fólk smitast brýtur veiran smátt og smátt niđur ónćmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í dag er raunin ţó sú ađ mörg lyf eru komin á markađinn sem haldiđ geta veirunni í skefjum. Lyfin hafa ţó ţví miđur ekki gagnast öllum, bćđi vegna ţess ađ sumir mynda óţol gegn ţeim og eins geta fylgt ţeim ţađ miklar aukaverkanir ađ fólk á afar erfitt međ ađ taka lyfin. En til allrar lukku er ţessi hópur ekki stór og stöđugt er veriđ ađ ţróa ný lyf. Ţađ eru ţó einungis smitađir á Vesturlöndum sem hafa ađgang ađ ţessum lyfjum. Enn deyja milljónir manna á ári hverju í ţróunarlöndum af völdum veirunnar - en ţetta fólk hefur ekki efni á dýrum eyđnilyfjum.

Alnćmi kallast ţađ ţegar HIV veirunni hefur tekist ađ brjóta ónćmiskerfi líkamans niđur fyrir ákveđin viđmiđunarmörk, sem oftast er miđađ viđ fjölda T-frumna líkamans (T-frumur eru hjálparfrumur, eins konar hornsteinar ónćmiskerfisins), en fari ţćr niđur fyrir mćlieininguna 200 er talađ um ađ einstaklingurinn sé kominn međ alnćmi.

Rćtt er um ađ einstaklingur sé HIV jákvćđur (hafi hann mćlst međ jákvćđa svörun úr blóđprufu) eđa međ alnćmi eins og útskýrt var ađ framan. Svo er talađ um alnćmi á lokastigi sem er ţá lokastig sjúkdómsins og ţegar svo er komiđ er lítiđ hćgt ađ gera fyrir sjúklinginn. Sem betur fer er slíkt ástand orđiđ sjaldgćfara međ tilkomu nýrra og bćttra lyfjablandna.

HIV og umheimurinn

Síđan á fyrstu árum 9. áratugsins hefur HIV veiran lagt ađ velli um 22 milljónir manna og sýkt yfir 60 milljónir. Ljóst er ađ á međan veiran er ekki undir stjórn ţá mun hún halda áfram ađ rústa lífum milljóna manna um allan heim.

Víđa um heim tíđkast mannréttindabrot sem ýta undir útbreiđslu eyđni og samfélagsmein sem eru óbeinar afleiđingar sjúkdómsins.  Víđa er ađ finna mikla fordóma gagnvart fólki sem smitast hefur af eyđni en einnig er sjálfsákvörđunarréttur kvenna og stúlkna ađ engu hafđur og ţćr ţurfa ađ ţola kynferđisofbeldi sem verđur til ţess ađ ţćr smitast.

Í fangelsum á erlendri grundu breiđist HIV hratt út vegna ţess kynferđisofbeldis sem ţar á sér stađ en einnig vegna lélegs ađgengis fanga ađ verjum. Einnig er mikill skortur á ţví ađ unniđ sé ađ ţví ađ koma í veg fyrir ađ sjúkdómurinn breiđist út međal eiturlyfjafíkla, međal annars međ útvegun sprautunála. Ţá er í mörgum samfélögum lagt blátt bann viđ kynfćđslu, af trúarlegum- eđa menningarlegum ástćđum og ţannig er mikill skortur á almennri frćđslu til ađ koma í veg fyrir útbreiđslu veirunnar međ kynmökum.  Enn fremur hefur aukin áhersla ríkja (einkum Bandaríkjanna) sem gefa fé til fyrirbyggjandi ađgerđa, líkt og svokallađra kynlífsbindinda (e. abstinence), grafiđ undan herferđum gegn útbreiđslu veirunnar.

Ţeir einstaklingar sem eru smitađir af HIV verđa oft fyrir fordómum og mismunun í ţví samfélagi sem ţeir búa í. Eiginkonum manna, sem hafa látist úr eyđni, er í mörgum samfélögum hafnađ af fjölskyldum sínum og fjölskyldum eiginmanna sinna og eignir ţeirra eru iđulega af ţeim teknar. Ţúsundir barna sem misst hafa foreldra af völdum HIV eđa eiga foreldra sem ţjást af HIV hafa misst erfđarétt sinn og hafa jafnvel ţurft ađ vinna fyrir sér á hćttulegum vinnustöđum. Mörg hver hafa ţurft ađ starfa viđ vćndi og eru neydd til ţess ađ búa á götunni ţar sem ţau eru í mikilli hćttu á ađ verđa fyrir ofbeldi og misnotkun. Ţá er heilu fjölskyldunum í Afríku haldiđ uppi, af veikum mćtti,  af börnum og gamalmennum ţar sem fjölskyldumeđlimir á brauđfćđingaraldri hafa allir látist úr eyđni.

HIV á Íslandi

Áriđ 2010 höfđu 253 einstaklingar greinst međ HIV á Íslandi frá ţví ađ faraldursins varđ fyrst vart fyrir rúmum tveimur áratugum. Um 8-12 manns greinast á ári hverju. Flestir ţeir sem greinast nú eru gagnkynhneigđir.

Mikilvćgt er ađ vinna gegn fordómum og styđja og efla ţá sem hafa smitast auk ţess ađ vinna ađ forvörnum. HIV-smitađir geta lifađ eđlilegu og góđu lífi en erfitt er ađ lifa međ ríkjandi fordómum. Eins og alltaf ţegar eitthvađ hendir okkur er lykilatriđi ađ vinna međ andlega líđan og ţetta á ekki síst viđ um ţá sem greinast međ HIV og fjölskyldur ţeirra.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16