Mannréttindasáttmáli Evrópu

Samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmáli Evrópu)

Fyrst birtur í Stjórnartíđindum A 11/1954.

Samningurinn var samţykktur í Róm 4. nóvember 1950, hann var undirritađur af Íslands hálfu sama dag og fullgiltur 29. júní 1953. Fjórtán viđaukar hafa veriđ gerđir viđ samninginn. Viđaukar nr. 1, 4, 6, 7, og 13 bćttu viđ efnislegum réttindum og hafa veriđ fullgiltir af Íslandi og lögfestir. Ísland hefur undirritađ samningsviđauka 12 en ekki fullgiltur.

Samningurinn var lögfestur hér á landi međ lögum nr. 62/1994 og var ţá birtur í íslenskri ţýđingu ásamt viđaukum sem fylgiskjal međ lögunum. Međ lögum nr. 25/1998 voru breytingar á sáttmálanum skv. 11. viđauka lögfestar, međ lögum nr. 128/2003 var 13. viđauki lögfestur og međ lögum nr. 56/2005 voru breytingar á málsmeđferđarreglum skv. 14. viđauka lögfestar. Samningurinn fer hér á eftir međ ţeim breytingum sem orđiđ hafa á honum.


 

Ríkisstjórnir ţćr, sem undirritađ hafa samning ţennan og ađilar eru ađ Evrópuráđinu,

     hafa í huga hina almennu mannréttindayfirlýsingu, sem allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna samţykkti hinn 10. desember 1948;
     hafa í huga, ađ yfirlýsing ţessi hefur ţađ markmiđ ađ tryggja almenna og raunhćfa viđurkenningu og vernd ţeirra réttinda, sem ţar er lýst;
     hafa í huga, ađ markmiđ Evrópuráđs er ađ koma á nánari einingu ađildarríkjanna og ađ ein af leiđunum ađ ţví marki er sú, ađ mannréttindi og mannfrelsi séu í heiđri höfđ og efld;
     lýsa á ný eindreginni trú sinni á ţađ mannfrelsi, sem er undirstađa réttlćtis og friđar í heiminum og best er tryggt, annars vegar međ virku, lýđrćđislegu stjórnarfari og, hins vegar, almennum skilningi og varđveislu ţeirra mannréttinda, sem eru grundvöllur frelsisins;
     eru stađráđnar í ţví ađ stíga fyrstu skrefin ađ ţví marki ađ tryggja sameiginlega nokkur ţeirra réttinda, sem greind eru í hinni almennu mannréttindayfirlýsingu, enda eru ţćr stjórnir Evrópuríkja, sem sama sinnis eru og eiga sameiginlega arfleifđ stjórnmálahefđa, hugsjóna, frelsis og réttarríkis;
     hafa orđiđ ásáttar um ţađ sem hér fer á eftir:

1. gr.
Skylda til ađ virđa mannréttindi.
Samningsađilar skulu tryggja hverjum ţeim, sem innan yfirráđasvćđis ţeirra dvelst, réttindi ţau og frelsi sem skilgreind eru í I. kafla ţessa samnings.


I. KAFLI
Réttindi og frelsi.


2. gr.
Réttur til lífs.
1. Réttur hvers manns til lífs skal verndađur međ lögum. Engan mann skal af ásettu ráđi svipta lífi, nema sök sé sönnuđ og fullnćgja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glćp sem dauđarefsingu varđar ađ lögum.
2. Ţótt mannsbani hljótist af valdbeitingu skal ţađ ekki taliđ brjóta í bága viđ ţessa grein ef valdbeitingin er ekki meiri en ýtrasta nauđsyn krefur:

 

  • a. til ađ verja menn gegn ólögmćtu ofbeldi;
  • b. til ađ framkvćma lögmćta handtöku eđa til ađ koma í veg fyrir flótta manns sem er í lögmćtri gćslu;
  • c. vegna löglegra ađgerđa sem miđa ađ ţví ađ bćla niđur uppţot eđa uppreisn.

 

 

3. gr.
Bann viđ pyndingum.
Enginn mađur skal sćta pyndingum eđa ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu.

 

4. gr.
Bann viđ ţrćldómi og nauđungarvinnu.
1. Engum manni skal haldiđ í ţrćldómi eđa ţrćlkun.
2. Eigi skal ţess krafist af nokkrum manni ađ hann vinni ţvingunar- eđa nauđungarvinnu.
3. Ţvingunar- eđa nauđungarvinna í merkingu ţessarar greinar skal eigi taka til:

a. vinnu sem krafist er í samrćmi viđ almennar reglur um tilhögun gćslu sem kveđiđ er á um í 5. gr. samnings ţessa eđa međan á skilyrtri lausn úr slíkri gćslu stendur;
b. herţjónustu eđa ţjónustu sem krafist er í hennar stađ af mönnum sem synja herţjónustu samvisku sinnar vegna og búa viđ lög sem heimila slíka synjun;
c. ţjónustu vegna hćttu- eđa neyđarástands sem ógnar lífi eđa velferđ almennings;
d. vinnu eđa ţjónustu sem er ţáttur í venjulegum borgaraskyldum.

 

5. gr.
Réttur til frelsis og mannhelgi.

1. Allir menn eiga rétt til frelsis og mannhelgi.
Engan mann skal svipta frelsi nema í eftirfarandi tilvikum og ţá í samrćmi viđ ţá málsmeđferđ sem segir í lögum. Tilvikin eru:

a. lögleg gćsla manns sem dćmdur hefur veriđ sekur af ţar til bćrum dómstóli;
b. lögleg handtaka eđa gćsla manns fyrir ađ óhlýđnast lögmćtri skipun dómstóls eđa til ađ tryggja efndir lögmćltrar skyldu;
c. lögleg handtaka eđa gćsla manns sem efnt er til í ţví skyni ađ fćra hann fyrir réttan handhafa opinbers valds, enda hvíli á honum rökstuddur grunur um afbrot eđa međ rökum sé taliđ nauđsynlegt ađ koma í veg fyrir ađ hann fremji afbrot eđa komist undan ađ svo búnu;
d. gćsla ósjálfráđa manns samkvćmt löglegum úrskurđi vegna eftirlits međ uppeldi hans eđa lögmćtrar gćslu í ţví skyni ađ fćra hann fyrir réttan handhafa opinbers valds;
e. lögleg gćsla manns til ađ koma í veg fyrir ađ smitandi sjúkdómur breiđist út eđa manns sem er andlega vanheill, áfengissjúklingur, eiturlyfjasjúklingur eđa umrenningur;
f. lögleg handtaka eđa gćsla manns til ađ koma í veg fyrir ađ hann komist ólöglega inn í land eđa gćsla manns sem vísa á úr landi eđa framselja.

2. Hver sá mađur, sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju, á máli sem hann skilur, um ástćđurnar fyrir handtökunni og um sakir ţćr sem hann er borinn.
3. Hvern ţann mann, sem tekinn er höndum eđa settur í varđhald skv. c-liđ 1. tölul. ţessarar greinar, skal án tafar fćra fyrir dómara eđa annan embćttismann sem ađ lögum hefur heimild til ađ fara međ dómsvald, og skal hann eiga kröfu til ađ mál hans verđi tekiđ fyrir í dómi innan hćfilegs tíma eđa hann verđi látinn laus ţar til dómsmeđferđ hefst. Gera má ţađ ađ skilyrđi fyrir lausn manns úr gćslu ađ trygging sé sett fyrir ţví ađ hann komi fyrir dóm.
4. Hverjum ţeim sem handtekinn er eđa settur í gćslu skal rétt ađ bera lögmćti frelsisskerđingarinnar undir dómstól er úrskurđi um hana međ skjótum hćtti og fyrirskipi ađ hann skuli látinn laus ef ólögmćt reynist.
5. Hver sá sem tekinn hefur veriđ höndum eđa settur í gćslu gagnstćtt ákvćđum ţessarar greinar skal eiga bótarétt sem unnt sé ađ koma fram.


6. gr.
Réttur til réttlátrar málsmeđferđar fyrir dómi
1. Ţegar kveđa skal á um réttindi og skyldur manns ađ einkamálarétti eđa um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeđferđar innan hćfilegs tíma fyrir sjálfstćđum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveđin međ lögum. Dóm skal kveđa upp í heyranda hljóđi, en banna má fréttamönnum og almenningi ađgang ađ réttarhöldunum ađ öllu eđa nokkru af siđgćđisástćđum eđa međ tilliti til allsherjarreglu eđa ţjóđaröryggis í lýđfrjálsu landi eđa vegna hagsmuna ungmenna eđa verndar einkalífs málsađila eđa, ađ svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauđsyn bera til, í sérstökum tilvikum ţar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísinnar.
2. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverđa háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuđ ađ lögum.
3. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverđa háttsemi skal eigi njóta minni réttar en hér greinir:

a. Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur, vitneskju í smáatriđum um eđli og orsök ţeirrar ákćru sem hann sćtir.
b. Hann fái nćgan tíma og ađstöđu til ađ undirbúa vörn sína.
c. Hann fái ađ halda uppi vörnum sjálfur eđa međ ađstođ verjanda ađ eigin vali. Hafi hann ekki nóg fé til ađ greiđa lögfrćđiađstođ skal hann fá hana ókeypis ef ţađ er nauđsynlegt vegna réttvísinnar.
d. Hann fái ađ spyrja eđa láta spyrja vitni sem leidd eru gegn honum. Séđ skal um ađ vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm og séu spurđ á sama hátt og ţau vitni sem leidd eru gegn honum.
e. Hann fái ókeypis ađstođ túlks ef hann skilur hvorki né talar mál ţađ sem notađ er fyrir dómi.


7. gr.
Engin refsing án laga.
1. Engan skal telja sekan um afbrot hafi verknađur sá eđa ađgerđaleysi, sem hann er borinn, eigi varđađ refsingu ađ landslögum eđa ţjóđarétti ţá framin voru. Eigi má heldur dćma mann til ţyngri refsingar en lög leyfđu ţegar afbrotiđ var framiđ.
2. Ákvćđi ţessarar greinar skulu eigi torvelda réttarhöld yfir nokkrum manni eđa refsingu hans fyrir hvern ţann verknađ eđa ađgerđaleysi, refsiverđ samkvćmt almennum ákvćđum laga, viđurkenndum af siđmenntuđum ţjóđum ţá framin voru.


8. gr.
Friđhelgi einkalífs og fjölskyldu.
1. Sérhver mađur á rétt til friđhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt ţennan nema samkvćmt ţví sem lög mćla fyrir um og nauđsyn ber til í lýđrćđislegu ţjóđfélagi vegna ţjóđaröryggis, almannaheilla eđa efnalegrar farsćldar ţjóđarinnar, til ţess ađ firra glundrođa eđa glćpum, til verndar heilsu manna eđa siđgćđi eđa réttindum og frelsi annarra.


9. gr.
Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi.
1. Sérhver mađur á rétt á ađ vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í ţessu felst frelsi manna til ađ breyta um trú eđa sannfćringu svo og til ađ rćkja trú sína eđa sannfćringu, hvort heldur einslega eđa í samfélagi međ öđrum, opinberlega eđa á einkavettvangi, međ guđsţjónustu, bođun, breytni og helgihaldi.

2. Frelsi manna til ađ rćkja trú sína eđa sannfćringu skal einungis háđ ţeim takmörkunum, sem lög mćla fyrir um og nauđsyn ber til í lýđrćđislegu ţjóđfélagi vegna almannaheilla, til verndar allsherjarreglu, heilsu manna eđa siđgćđi eđa rétti og frelsi.


10. gr.
Tjáningarfrelsi..
1. Sérhver mađur á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til ađ hafa skođanir, taka viđ og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Ákvćđi ţessarar greinar skulu eigi hindra ríki í ađ gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtćkjum ađ starfa ađeins samkvćmt sérstöku leyfi.
2. Ţar sem af réttindum ţessum leiđir skyldur og ábyrgđ er heimilt ađ ţau séu háđ ţeim formsreglum, skilyrđum, takmörkunum eđa viđurlögum sem lög mćla fyrir um og nauđsyn ber til í lýđrćđislegu ţjóđfélagi vegna ţjóđaröryggis, landvarna eđa almannaheilla, til ţess ađ firra glundrođa eđa glćpum, til verndar heilsu eđa siđgćđi manna, mannorđi eđa réttindum og til ţess ađ koma í veg fyrir uppljóstran trúnađarmála eđa til ţess ađ tryggja vald og óhlutdrćgni dómstóla.


11. gr.
Funda- og félagafrelsi.
1. Rétt skal mönnum ađ koma saman međ friđsömum hćtti og mynda félög međ öđrum, ţar á međal ađ stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sínum.
2. Eigi skal réttur ţessi háđur öđrum takmörkunum en ţeim sem lög mćla fyrir um og nauđsyn ber til í lýđrćđislegu ţjóđfélagi vegna ţjóđaröryggis eđa almannaheilla, til ţess ađ firra glundrođa eđa glćpum, til verndar heilsu eđa siđgćđi manna eđa réttindum og frelsi. Ákvćđi ţessarar greinar skulu eigi vera ţví til fyrirstöđu ađ löglegar takmarkanir séu settar viđ ţví ađ liđsmenn hers og lögreglu eđa stjórnarstarfsmenn beiti ţessum rétti.


12. gr.
Réttur til ađ stofna til hjúskapar.
Karlar og konur á hjúskaparaldri hafa rétt á ađ ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samrćmi viđ landslög um ţessi réttindi.


13. gr.
Réttur til raunhćfs úrrćđis til ađ leita réttar síns.
Sérhver sá sem á er brotinn sá réttur eđa ţađ frelsi hans skert, sem lýst er í samningi ţessum, skal eiga raunhćfa leiđ til ađ ná rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi, og gildir einu ţótt brotiđ hafi framiđ opinberir embćttismenn.


14. gr.
Bann viđ mismunun.
Réttindi ţau og frelsi, sem lýst er í samningi ţessum, skulu tryggđ án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferđis, kynţáttar, litarháttar, tungu, trúarbragđa, stjórnmála- eđa annarra skođana, ţjóđernis eđa ţjóđfélagsstöđu, tengsla viđ ţjóđernisminnihluta, eigna, uppruna eđa annarrar stöđu.


15. gr.
Skerđing réttinda á hćttutímum.
1. Á tímum styrjaldar eđa annars almenns neyđarástands, sem ógnar tilveru ţjóđarinnar, getur samningsađili tekiđ til ráđstafana sem víkja frá skyldum hans samkvćmt samningi ţessum ađ ţví marki sem ýtrasta nauđsyn krefur til ţess ađ firra áföllum, enda séu slíkar ráđstafanir eigi í ósamrćmi viđ ađrar skyldur hans ađ ţjóđarétti.
2. Ákvćđi ţetta skal ţó í engu rýra gildi 2. gr., nema ţegar mannslát verđa vegna löglegra hernađarađgerđa, né heldur gildi 3. gr., 4. gr. (1. mgr.) og 7. gr.
3. Hver sá samningsađili, sem neytir ţessa réttar til undansláttar, skal láta ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs í té fulla vitneskju um ţćr ráđstafanir sem tekiđ hefur veriđ til svo og ástćđur ţeirra. Einnig skal hann tilkynna ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs um ţađ ţegar beitingu slíkra ráđstafana linnir og ákvćđum samningsins er á ný framfylgt ađ fullu.


16. gr.
Skorđur viđ stjórnmálaumsvifum útlendinga.
Ekkert ákvćđi í 10., 11. og 14. gr. skal taliđ geta hindrađ samningsađila í ađ setja skorđur viđ stjórnmálaumsvifum útlendinga.


17. gr.
Bann viđ misnotkun réttinda.
Ekkert ákvćđi í samningi ţessum skal túlka ţannig ađ í felist hinn minnsti réttur til handa ríki, samtökum eđa einstaklingum til ađ takast á hendur eđa ađhafast nokkuđ ţađ sem miđar ađ ţví ađ eyđa réttindum ţeim einhverjum og frelsi, sem ţar er lýst, eđa ađ ţví ađ takmarka ţau umfram ţađ sem samningurinn kveđur á um.


18. gr.
Takmörkun á skerđingu réttinda.
Takmarkanir ţćr á téđum réttindum og frelsi sem heimilađar eru í samningi ţessum skulu eigi viđ hafđar í nokkru öđru skyni en fyrir er um mćlt.


II. KAFLI
Mannréttindadómstóll Evrópu.

19. gr.
Stofnun dómstólsins.
Til ađ tryggja ţađ ađ stađiđ sé viđ skuldbindingar ţćr sem ađilar samnings ţessa og samningsviđauka viđ hann hafa tekist á hendur skal setja á stofn mannréttindadómstól Evrópu sem hér á eftir verđur kallađur dómstóllinn. Hann skal starfa samfellt.

20. gr.
Fjöldi dómara.
Dómstóllinn skal skipađur jafnmörgum dómurum og samningsađilarnir eru.

21. gr.
Hćfisskilyrđi.
1. Dómararnir skulu vera menn grandvarir, og verđa ţeir annađhvort ađ fullnćgja kröfum um hćfi til ađ gegna ćđri dómarastörfum eđa vera lögvísir svo orđ fari af.
2. Dómararnir skulu skipa sćti sitt sem einstaklingar.
3. Međan kjörtímabil ţeirra varir skulu dómararnir ekki taka ţátt í neinni starfsemi sem er ósamrýmanleg sjálfstćđi ţeirra, hlutleysi eđa kröfum sem gerđar eru til fulls dómarastarfs. Dómstóllinn skal skera úr um öll vafaatriđi varđandi framkvćmd ţessarar málsgreinar.

22. gr.
Kosning dómara.
Dómararnir skulu kjörnir af ţinginu, af hálfu sérhvers samningsađila, međ meiri hluta greiddra atkvćđa af lista međ ţremur mönnum sem samningsađili tilnefnir.

23. gr.
Kjörtímabil og brottvikning.
1. Dómararnir skulu kosnir til níu ára. Ţá má ekki endurkjósa.
2. Kjörtímabil dómara rennur út ţegar ţeir verđa 70 ára.
3. Dómarar skulu halda sćti sínu ţar til ađrir koma í ţeirra stađ. Ţeir skulu samt halda áfram ađ starfa ađ ţeim málum sem ţeir voru teknir til viđ.
4. Ţví ađeins verđur dómara vikiđ úr starfi ađ hinir dómararnir ákveđi međ tveimur ţriđju hlutum atkvćđa ađ hann fullnćgi ekki lengur ţeim skilyrđum sem krafist er.

 
24. gr.
Skrifstofa og skýrslugerđarmenn.
1. Dómstóllinn skal hafa skrifstofu og skal hlutverk hennar og skipulag ákveđiđ í starfsreglum dómstólsins.
2. Skýrslugerđarmenn, sem starfa undir stjórn forseta dómstólsins, skulu vera dómstólnum til ađstođar ţegar einn dómari situr í dóminum. Ţeir skulu vera hluti af starfsliđi skrifstofu dómstólsins.


25. gr.
Fullskipađur dómstóll.
Fullskipađur dómstóll skal:
1. kjósa forseta sinn og einn eđa tvo varaforseta til ţriggja ára; ţá má endurkjósa;
2. skipa deildir til ákveđins tíma;
3. kjósa forseta deilda dómstólsins; ţá má endurkjósa;
4. samţykkja starfsreglur dómstólsins;
5. kjósa ritara og einn eđa fleiri ađstođarritara;
6. leggja fram beiđni skv. 2. mgr. 26. gr.

26. gr.
Einn dómari situr í dóminum, nefndir, deildir og yfirdeild.
1. Til ađ fara međ mál sem lögđ eru fyrir dómstólinn skal hann starfa sem hér segir: einn dómari sitji í dóminum, hann starfi í nefndum sem ţrír dómarar skipa, í deildum sem sjö dómarar skipa og yfirdeild sem sautján dómarar skipa. Deildir dómstólsins skipa nefndir til ákveđins tíma.
2. Ráđherranefndin getur, ađ beiđni fullskipađs dómstóls, međ samhljóđa ákvörđun og til ákveđins tíma, fćkkađ dómurum í deildum í fimm.
3. Ţegar dómari situr einn í dóminum skal hann ekki skođa kćrur á hendur ţeim samningsađila sem hann er kosinn fyrir.
4. Sjálfskipađur í deildina og yfirdeildina er dómari sá sem er kosinn af hálfu ţess samningsađila sem er málsađili. Fyrirfinnist enginn slíkur eđa geti sá dómari ekki tekiđ ţátt í međferđ málsins tilnefnir forseti dómstólsins dómara af lista sem fyrrnefndur samningsađili hefur ţegar lagt fram.
5. Yfirdeildina skulu einnig skipa forseti og varaforsetar dómstólsins, forsetar deilda og ađrir dómarar sem valdir eru samkvćmt starfsreglum dómstólsins. Ţegar máli er vísađ til yfirdeildarinnar í samrćmi viđ ákvćđi 43. gr. skal enginn ţeirra dómara, sem áttu sćti í deildinni sem kvađ upp dóm í málinu, eiga sćti í yfirdeildinni, ađ undanskildum ţó forseta deildarinnar og dómara ţeim sem átti sćti í deildinni af hálfu ţess samningsađila sem er málsađili.


27. gr.
Valdsviđ dómara sem sitja einir í dóminum.
1. Dómara, sem situr einn í dóminum, er heimilt ađ lýsa ótćka eđa fella af málaskrá dómstólsins kćru, sem borin er fram skv. 34. gr., ţegar unnt er ađ taka slíka ákvörđun án frekari skođunar.
2. Ákvörđunin skal vera endanleg.
3. Lýsi dómari, sem situr einn í dóminum, ekki kćru ótćka eđa felli hana ekki af málaskrá skal hann framsenda hana nefnd eđa deild til frekari skođunar.


28. gr.
Valdsviđ nefnda.
1. Nefnd er heimilt, ađ ţví er varđar kćru sem er borin fram skv. 34. gr. og međ samhljóđa atkvćđum,

a. ađ lýsa hana ótćka eđa fella af málaskrá sinni ţegar unnt er ađ taka slíka ákvörđun án frekari skođunar; eđa
b. ađ lýsa hana tćka og fella um leiđ dóm um efni hennar ef ţegar hefur veriđ fjallađ um úrlausnarefniđ, sem máliđ snýst um og varđar túlkun eđa beitingu ákvćđa samningsins eđa samningsviđauka viđ hann, í stađfestri dómaframkvćmd dómstólsins.

2. Ákvarđanir og dómar skv. 1. mgr. skulu vera endanlegir.
3. Eigi dómarinn, sem er kosinn af hálfu samningsađilans sem er málsađili, ekki sćti í nefndinni getur nefndin, á hvađa stigi málsmeđferđar sem er, bođiđ dómaranum ađ taka sćti eins nefndarmanna, ađ teknu tilliti til allra ţátta sem máli skipta, m.a. ţess hvort fyrrnefndur samningsađili hafi andćft ţví ađ málsmeđferđinni skv. b-liđ 1. mgr. sé beitt.


29. gr.
Ákvarđanir deilda um ađ kćra sé tćk og um efnishliđ hennar.
1. Sé ekki tekin ákvörđun í samrćmi viđ 27. eđa 28. gr., eđa dómur ekki felldur skv. 28. gr., skal deild kveđa á um hvort kćra, sem borin er fram af einstaklingi skv. 34. gr., sé tćk og um efni hennar. Heimilt er ađ taka ákvörđun um hvort kćra sé tćk sérstaklega.
2. Deild skal kveđa á um hvort milliríkjakćrur skv. 33. gr. séu tćkar og um efnishliđ ţeirra.  Ákvörđun um hvort kćra sé tćk skal tekin sérstaklega nema dómstóllinn ákveđi annađ í undantekningartilvikum.

30. gr.
Eftirgjöf lögsögu til yfirdeildarinnar.
Ef mál sem deild hefur til međferđar gefur tilefni til alvarlegs vafa um túlkun á samningnum eđa samningsviđaukum viđ hann eđa ţegar ályktun um vafamál fyrir deildinni gćti leitt til niđurstöđu sem vćri í ósamrćmi viđ fyrri dóm dómstólsins, ţá er deildinni heimilt hvenćr sem er fyrir dómsuppkvađningu ađ eftirláta yfirdeildinni lögsögu í málinu, nema ţví ađeins ađ málsađili mótmćli.

31. gr.
Hlutverk yfirdeildarinnar.
Yfirdeildin skal:

a. úrskurđa um kćrur sem bornar eru fram skv. 33. gr. eđa 34. gr. ţegar deild hefur eftirlátiđ lögsögu skv. 30. gr. eđa ţegar máli hefur veriđ vísađ til hennar skv. 43. gr.;
b. úrskurđa í málum sem ráđherranefndin vísar til dómstólsins í samrćmi viđ 4. mgr. 46. gr.; og
c.  fjalla um beiđnir um ráđgefandi álit sem bornar eru fram skv. 47. gr.


32. gr.
Lögsaga dómstólsins.
1. Lögsaga dómstólsins skal ná til allra málefna varđandi túlkun og framkvćmd samningsins og samningsviđauka viđ hann, sem vísađ er til hans í samrćmi viđ 33., 34., 46. og 47. gr.
2. Ef ágreiningur verđur um lögsögu dómstólsins sker hann úr.


33. gr.
Milliríkjamál.
Sérhverjum samningsađila er heimilt ađ vísa til dómstólsins meintu broti annars samningsađila á ákvćđum samningsins og samningsviđauka viđ hann.

34. gr.
Kćrur einstaklinga.
Dómstólnum er heimilt ađ taka viđ kćrum frá hvađa einstaklingi sem er, samtökum eđa hópi einstaklinga sem halda ţví fram ađ samningsađili hafi brotiđ á ţeim réttindi ţau sem lýst er í samningnum og samningsviđaukum viđ hann. Samningsađilar skuldbinda sig til ađ hindra ekki á nokkurn hátt raunhćfa beitingu ţessa réttar.

35. gr.
Skilyrđi ţess ađ mál sé tćkt.
1. Dómstóllinn getur ţví ađeins tekiđ mál til međferđar ađ leitađ hafi veriđ til hlítar leiđréttingar í heimalandinu, samkvćmt almennt viđurkenndum reglum ţjóđaréttar og innan 6 mánađa frá ţví ađ fullnađarákvörđun var ţar tekin.
2. Dómstóllinn skal eigi taka til međferđar kćru einstaklings sem lögđ er fyrir hann skv. 34. gr. ef hún er:

a. frá ónafngreindum ađila, eđa
b. efnislega sú sama og mál sem ţegar hefur veriđ rannsakađ af dómstólnum eđa hefur veriđ lagt fyrir til rannsóknar eđa úrskurđar á alţjóđavettvangi og felur ekki í sér neinar nýjar upplýsingar sem máli skipta.

3. Dómstóllinn skal lýsa ótćka hverja kćru einstaklings, sem er borin fram skv. 34. gr., telji hann:

a. kćruna ósamrýmanlega ákvćđum samningsins eđa samningsviđauka viđ hann, augljóslega illa grundađa eđa fela í sér misnotkun á kćrurétti einstaklinga; eđa
b. kćranda ekki hafa orđiđ fyrir umtalsverđu óhagrćđi, nema virđing fyrir mannréttindum, eins og ţau eru skilgreind í samningnum og samningsviđaukum viđ hann, krefjist ţess ađ efni kćrunnar sé skođađ og međ ţeim fyrirvara ađ óheimilt er ađ vísa frá, á ţessari forsendu, máli sem innlendur dómstóll hefur ekki fjallađ um á tilhlýđilegan hátt.

4. Dómstóllinn skal vísa frá hverri ţeirri kćru sem hann telur ótćka samkvćmt ţessari grein. Honum er heimilt ađ gera ţađ á hvađa stigi málflutningsins sem er.


36. gr.
Málsađild ţriđja ađila.
1. Nú er ríkisborgari samningsađila kćrandi og hefur samningsađili ţá rétt til ađ bera fram skriflegar athugasemdir og taka ţátt í munnlegum málflutningi í öllum málum fyrir deild og yfirdeildinni.
2. Í ţví skyni ađ tryggja rétta dómsniđurstöđu er forseta dómstólsins heimilt ađ bjóđa sérhverjum samningsađila sem ekki er ađili ađ málaferlunum eđa manni sem máliđ varđar og ekki er kćrandi ađ leggja fram skriflegar athugasemdir eđa taka ţátt í munnlegum málflutningi.
3. Mannréttindafulltrúa Evrópuráđsins er heimilt ađ leggja fram skriflegar athugasemdir í öllum málum fyrir deild eđa yfirdeildinni og taka ţátt í réttarhöldum.


37. gr.
Kćrur felldar niđur.
1. Dómstóllinn getur ákveđiđ á hvađa stigi málsmeđferđar sem er ađ fella kćru af málaskrá sinni ţegar ađstćđur gefa tilefni til ađ ćtla ađ:

a. kćrandi hyggist ekki fylgja kćru sinni eftir, eđa
b. málinu hafi veriđ ráđiđ til lykta, eđa
c. af einhverri annarri ástćđu sem dómstóllinn sannreynir, sé ekki lengur réttlćtanlegt ađ halda áfram ađ fjalla um kćruna.
Dómstóllinn skal ţó halda áfram rannsókn kćrunnar ef nauđsynlegt er til ţess ađ mannréttindi ţau sem skýrgreind eru í samningi ţessum eđa samningsviđaukum viđ hann séu virt

2. Dómstóllinn getur ákveđiđ ađ taka kćru ađ nýju á málaskrá sína ef hann telur ađ ađstćđur réttlćti ţađ.

 

38. gr.
Skođun máls.
Dómstóllinn skal skođa máliđ međ fulltrúum málsađila og, ef ţörf krefur, framkvćma rannsókn sem ţeim samningsađilum sem hlut eiga ađ máli er ţá skylt ađ greiđa fyrir í hvívetna.


39. gr.
Sáttargerđ.
1. Dómstóllinn getur, á hvađa stigi málsmeđferđar sem er, veriđ reiđubúinn til ţess ađ ađstođa málsađila viđ ađ ná sáttum í málinu á ţeirri forsendu ađ mannréttindi séu virt, eins og ţau eru skilgreind í samningnum og samningsviđaukum viđ hann.
2. Málsmeđferđ, sem fer fram skv. 1. mgr., skal háđ trúnađarkvöđum.
3. Ef sćttir takast skal dómstóllinn fella máliđ af málaskrá sinni međ ákvörđun sem skal vera stutt greinargerđ um málsatvik og ţá lausn sem náđist.
4. Ákvörđunin skal fengin ráđherranefndinni sem hefur umsjón međ ţví ađ skilmálum sáttargerđarinnar sé fullnćgt međ ţeim hćtti sem fram kemur í ákvörđuninni.


40. gr.
Opinber málsmeđferđ og ađgangur ađ málsgögnum.
1. Málsmeđferđ skal vera opinber nema dómstóllinn ákveđi annađ í sérstökum tilvikum.
2. Málskjöl sem lögđ eru fram hjá ritara skulu vera ađgengileg almenningi nema forseti dómstólsins ákveđi annađ.

41. gr.
Sanngjarnar bćtur.
Dómstóllinn skal ef nauđsyn krefur veita sanngjarnar bćtur til ţess ađila sem orđiđ hefur fyrir tjóni ef hann kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ um brot á samningnum eđa samningsviđaukum viđ hann hafi veriđ ađ rćđa og ef löggjöf viđkomandi samningsađila heimilar ađeins ađ veittar séu bćtur ađ hluta.

42. gr.
Dómar uppkveđnir í deildum.
Dómar uppkveđnir í deildum skulu vera endanlegir í samrćmi viđ ákvćđi 2. mgr. 44. gr.

43. gr.
Vísun máls til yfirdeildar.
1. Sérhverjum málsađila er heimilt ţegar um óvenjuleg mál er ađ rćđa ađ óska eftir ţví innan ţriggja mánađa frá dagsetningu dóms deildar ađ málinu sé vísađ til yfirdeildarinnar.
2. Nefnd fimm dómara yfirdeildarinnar skal verđa viđ beiđninni ef máliđ vekur alvarlega spurningu varđandi túlkun eđa framkvćmd á samningnum og samningsviđaukum viđ hann eđa alvarlegt deiluefni sem er almennt mikilvćgt.
3. Samţykki nefndin beiđnina skal yfirdeildin ljúka málinu međ dómi.

44. gr.
Endanlegir dómar.
1. Dómur yfirdeildarinnar skal vera endanlegur.
2. Dómur deildar verđur endanlegur:

a. ţegar málsađilar lýsa yfir ađ ţeir muni ekki óska ţess ađ málinu verđi vísađ til yfirdeildarinnar, eđa 
b. ţremur mánuđum frá dagsetningu dómsins ef ekki hefur veriđ óskađ eftir ađ málinu sé vísađ til yfirdeildarinnar, eđa 
c. ţegar nefnd yfirdeildarinnar vísar frá beiđni um málskot skv. 43. gr.

3. Endanlegur dómur skal birtur.

45. gr.
Rökstuđningur dóma og ákvarđana.
1. Rökstyđja skal dóma og ákvarđanir sem lýsa kćrur tćkar eđa ótćkar.
2. Ef dómarar verđa ekki sammála um dóm sinn ađ öllu eđa einhverju leyti skal hver dómari hafa rétt til ađ skila séráliti.

46. gr.
Bindandi áhrif dóma og fullnusta ţeirra.
1. Samningsađilar heita ţví ađ hlíta endanlegum dómi dómstólsins í hverju ţví máli sem ţeir eru ađilar ađ.
2. Endanlegur dómur dómstólsins skal fenginn ráđherranefndinni sem hefur umsjón međ fullnustu hans.
3. Telji ráđherranefndin ađ erfiđleikar viđ túlkun endanlegs dóms torveldi umsjón međ fullnustu hans getur hún vísađ málinu til dómstólsins til ađ fá úr ţví skoriđ hvernig beri ađ túlka dóminn. Tvo ţriđju hluta atkvćđa ţeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni ţarf til ađ samţykkja ákvörđun um tilvísun.
4. Telji ráđherranefndin ađ samningsađili neiti ađ hlíta endanlegum dómi í máli sem hann á ađild ađ getur hún, eftir ađ hafa afhent viđkomandi samningsađila formlega tilkynningu ţar um og međ ákvörđun sem er samţykkt međ tveimur ţriđju hlutum atkvćđa ţeirra fulltrúa sem eiga rétt til setu í nefndinni, beint ţeirri spurningu til dómstólsins hvort samningsađilinn hafi brotiđ gegn skyldum sínum skv. 1. mgr.
5. Komist dómstóllinn ađ ţeirri niđurstöđu ađ brotiđ hafi veriđ gegn ákvćđum 1. mgr. skal hann vísa málinu til ráđherranefndarinnar sem tekur til umfjöllunar til hvađa ráđstafana skuli grípa. Komist dómstóllinn ađ ţeirri niđurstöđu ađ ekki hafi veriđ brotiđ gegn ákvćđum 1. mgr. skal hann vísa málinu til ráđherranefndarinnar sem skal hćtta skođun málsins.


47. gr.
Ráđgefandi álit.
1. Dómstólnum er heimilt ef ráđherranefndin ćskir ađ láta uppi ráđgefandi álit um lögfrćđileg atriđi er varđa túlkun samningsins og samningsviđauka viđ hann.
2. Eigi má í slíkum álitsgerđum fjalla um nokkurt atriđi er varđar efni eđa umfang réttinda ţeirra eđa mannfrelsis, er fjallađ er um í I. kafla samningsins og samningsviđaukum viđ hann, né heldur um önnur atriđi sem dómstóllinn eđa ráđherranefndin kynni ađ ţurfa ađ taka afstöđu til í framhaldi af málskotum er efnt kynni ađ verđa til í samrćmi viđ samninginn.
3. Til ţess ađ ákvörđun ráđherranefndarinnar um ađ ćskja álits dómstólsins nái fram ađ ganga ţarf meiri hluta atkvćđa fulltrúa ţeirra er rétt eiga til setu í nefndinni.

48. gr.
Ráđgefandi lögsaga dómstólsins.
Dómstóllinn sker úr um ţađ hvort ósk um álit er ráđherranefndin ber fram sé innan verksviđs hans eins og ţađ er skilgreint í 47. gr.

49. gr.
Rökstuđningur ráđgefandi álits.
1. Álit dómstólsins skal vera rökstutt.
2. Nú er álit eigi ađ öllu eđa nokkru leyti einróma, og ber hverjum dómara ţá réttur til ađ setja fram sérálit.
3. Áliti dómstólsins skal skilađ til ráđherranefndarinnar.

50. gr.
Kostnađur viđ dómstólinn.
Evrópuráđiđ skal standa straum af kostnađi viđ dómstólinn.

51. gr.
Sérréttindi og friđhelgi dómara.
Dómarar skulu viđ störf sín njóta ţeirra sérréttinda og friđhelgi sem greind eru í 40. gr. stofnskrár Evrópuráđsins og ţeim samningum sem gerđir hafa veriđ samkvćmt henni.]1)


III. KAFLI
Ýmis ákvćđi.

52. gr.
Fyrirspurnir ađalframkvćmdastjóra.
Samningsađilum er skylt, ţegar ađalframkvćmdastjóri Evrópuráđs óskar ţess, ađ gera grein fyrir ţví hvernig landslög ţeirra tryggi raunhćfa framkvćmd ákvćđa samnings ţessa.


53. gr.
Verndun núverandi mannréttinda.
Ekkert ákvćđi í samningi ţessum skal túlka ţannig ađ ţađ takmarki eđa rýri nokkur ţau mannréttindi og mannfrelsi sem tryggđ kunna ađ vera í löggjöf ađila samnings ţessa eđa međ öđrum samningi sem hann er ađili ađ.


54. gr.
Vald ráđherranefndarinnar.
Ekkert ákvćđi samnings ţessa skal rýra vald ţađ sem ráđherranefndinni er fengiđ í stofnskrá Evrópuráđs.


55. gr.
Útilokun annarra úrrćđa til ađ leysa úr ágreiningi.
Samningsađilarnir eru ásáttir um ađ ţeir muni ekki, nema um annađ sé sérstaklega samiđ, notfćra sér samninga, sáttmála eđa yfirlýsingar sem í gildi eru ţeirra á milli til ađ leggja međ málskoti ágreining um túlkun og framkvćmd samnings ţessa til annars konar úrlausnar en hann mćlir fyrir um.


56. gr.
Svćđisbundiđ gildissviđ.
1. Hvert ríki getur, ţegar ţađ fullgildir samning ţennan eđa hvenćr sem er eftir ţađ, lýst ţví yfir međ tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs ađ samningur ţessi skuli [ţó međ fyrirvara skv. 4. mgr. ţessarar greinar gilda fyrir öll eđa einhver af ţeim landsvćđum sem ţađ gegnir fyrir á alţjóđavettvangi.
2. Samningurinn skal gilda fyrir ţađ eđa ţau landsvćđi, sem greind eru í tilkynningu, ađ 30 dögum liđnum frá ţví ađ tilkynningin berst ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs.
3. Ákvćđum samnings ţessa skal ţó beitt á slíkum landsvćđum međ fullri hliđsjón af ţví hversu háttar til á hverjum stađ.
4. Hvert ţađ ríki, sem gefiđ hefur yfirlýsingu í samrćmi viđ 1. tölul. ţessarar greinar, getur hvenćr sem er síđar lýst ţví yfir vegna eins eđa fleiri landsvćđa ţeirra, sem yfirlýsingin tekur til, ađ ţađ fallist á ađ dómstóllinn sé bćr um ađ taka viđ kćrum frá einstaklingum, samtökum eđa hópum einstaklinga skv. 34. gr. samnings ţessa.


57. gr.
Fyrirvarar.
1. Hverju ríki skal heimilt viđ undirritun samnings ţessa eđa afhendingu fullgildingarskjals síns ađ gera fyrirvara um tiltekin ákvćđi samningsins ađ svo miklu leyti sem gildandi löggjöf á landsvćđi ţess er ekki í samrćmi viđ ţađ ákvćđi. Fyrirvarar almenns eđlis skulu óheimilir samkvćmt ţessari grein.
2. Sérhverjum fyrirvara samkvćmt ţessari grein skal fylgja stutt greinargerđ um ţá löggjöf sem um er ađ rćđa.


58. gr.
Uppsögn.
1. Samningsađila skal einungis heimilt ađ segja upp samningi ţessum ađ liđnum fimm árum frá ţví ađ hann gerđist ađili ađ honum og međ sex mánađa uppsagnarfresti sem greindur sé í tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs, en hann skal skýra öđrum samningsađilum frá uppsögninni.
2. Slík uppsögn skal ekki leysa samningsađila undan skyldum sínum samkvćmt samningi ţessum hvađ varđar verknađ sem fara kann í bág viđ slíkar skuldbindingar og hann kann ađ hafa framiđ áđur en uppsögnin tók gildi.
3. Hver sá samningsađili, sem gengur úr Evrópuráđinu, skal slíta ađild sinni ađ samningi ţessum međ sömu skilmálum.
4. Samningi ţessum má segja upp í samrćmi viđ ákvćđi töluliđanna hér ađ ofan hvađ varđar hvert ţađ landsvćđi sem lýst hefur veriđ yfir ađ hann taki til skv. 56. gr.


59. gr.
Undirritun og fullgilding.
1. Ađilum Evrópuráđs skal heimilt ađ undirrita samning ţennan. Hann skal fullgiltur. Fullgildingarskjöl skal afhenda ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs til vörslu.
2. Evrópusambandinu er heimilt ađ gerast ađili ađ ţessum samningi.
3. Samningur ţessi skal taka gildi ţegar tíu ríki hafa afhent fullgildingarskjöl sín.
4. Hvađ varđar hvert ţađ ríki, sem undirritađ hefur samninginn og fullgildir hann eftir ţetta, skal hann taka gildi daginn sem fullgildingarskjaliđ er afhent.
5. Ađalframkvćmdastjóri Evrópuráđs skal tilkynna öllum ađilum Evrópuráđs um gildistöku samningsins, nöfn ţeirra ríkja sem hafa fullgilt hann og afhendingu allra fullgildingarskjala sem síđar kunna ađ berast.

 

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16