Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum

1985 nr. 5 10. október, tók gildi 18. júlí 1985.

Ríki ţau sem ađilar eru ađ samningi ţessum,
   međ tilliti til ţess ađ sáttmáli Sameinuđu ţjóđanna stađfestir trú á grundvallarmannréttindi, mannvirđingu og manngildi og á jafnan rétt karla og kvenna,
   međ tilliti til ţess ađ Mannréttindayfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna áréttar grundvallarregluna um ađ misrétti sé ekki leyfilegt og lýsir yfir ţví ađ allir menn séu frjálsbornir og jafnir ađ virđingu og réttindum og ađ öllum beri ţar til greind réttindi og frelsi, án nokkurrar mismununar, ţ. á m. vegna kynferđis,
   međ tilliti til ţess ađ ríkjum sem ađilar eru ađ alţjóđasamningunum um mannréttindi ber skylda til ţess ađ tryggja jafnan rétt karla og kvenna til ađ njóta allra efnahagslegra, félagslegra, menningarlegra, borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda,
   hafa í huga alţjóđasamninga ţá sem gerđir hafa veriđ ađ tilhlutan Sameinuđu ţjóđanna og sérstofnana til ţess ađ stuđla ađ jafnrétti karla og kvenna,
   einnig međ tilliti til ályktana ţeirra, yfirlýsinga og tillagna sem Sameinuđu ţjóđirnar og sérstofnanir hafa samţykkt til ađ stuđla ađ jafnrétti karla og kvenna,
   hafa ţó áhyggjur af ţví ađ konur eru enn beittar miklu misrétti ţrátt fyrir ţessar samţykktir,
   minna á ađ mismunun gagnvart konum brýtur í bága viđ grundvallarreglur um jafnrétti og virđingu fyrir manngildi, hindrar ţátttöku kvenna á jafnréttisgrundvelli í stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífi í löndum ţeirra, hindrar aukna hagsćld ţjóđfélags og fjölskyldu og veldur ţví ađ örđugra er fyrir konur ađ notfćra sér til fulls möguleika sína til ţjónustu fyrir land sitt og mannkyniđ,
   hafa áhyggjur af ţví ađ konur hafa, ţar sem fátćkt ríkir, lakastan ađgang ađ fćđu, heilsubót, menntun, ţjálfun og atvinnumöguleikum og öđrum nauđsynjum,
   eru sannfćrđ um ađ tilkoma hinnar nýju alţjóđlegu efnahagsskipunar sem byggđ er á sanngirni og réttlćti muni stuđla verulega ađ eflingu jafnréttis karla og kvenna,
   leggja áherslu á ađ afnám apartheid-stefnunnar, allrar kynţáttamismununar, kynţáttamisréttis, nýlendustefnu, nýrrar nýlendustefnu, árásarstefnu, erlends hernáms og yfirráđa og afskipta um innanríkismál ríkja sé nauđsynlegt til ţess ađ karlar og konur fái notiđ réttinda sinna ađ fullu,
   árétta ađ efling heimsfriđar og öryggis, slökun spennu í alţjóđamálum, gagnkvćm samvinna allra ríkja óháđ félagslegu og efnahagslegu kerfi ţeirra, almenn og algjör afvopnun og sérstaklega kjarnorkuafvopnun undir ströngu og virku alţjóđaeftirliti, stađfesting á grundvallarreglum um réttlćti, jafnrétti og gagnkvćmum hag í samskiptum ríkja í milli og viđurkenning á rétti ţjóđa, sem eru undir erlendum yfirráđum og yfirráđum nýlenduvelda, til sjálfsákvörđunar og sjálfstćđis, jafnt sem virđing fyrir fullveldi og landamćrahelgi, muni efla félagslegar framfarir og framţróun og muni ţví stuđla ađ algeru jafnrétti karla og kvenna,
   eru sannfćrđ um ađ algjör og alhliđa ţróun lands, velferđ í heiminum og málstađur friđarins krefjast ţátttöku kvenna í sem ríkustum mćli og til jafns viđ karla á hvađa vettvangi sem er,
   hafa í huga hinn mikla skerf sem konur leggja fram til velferđar fjölskyldunnar og ţróunar ţjóđfélagsins, sem hingađ til hefur ekki veriđ viđurkenndur ađ fullu, hiđ félagslega mikilvćgi móđurhlutverksins og hlutverk beggja foreldra fyrir fjölskylduna og uppeldi barnanna og eru sér ţess međvitandi ađ barnsfćđingarhlutverk konunnar á ekki ađ vera undirrót misréttis heldur skal ábyrgđ á uppeldi barna vera skipt milli karla og kvenna og alls ţjóđfélagsins,
   eru sér ţess međvitandi ađ breytinga er ţörf á hinu hefđbundna hlutverki karla og kvenna í ţjóđfélaginu og fjölskyldunni til ađ jafna réttindi karla og kvenna fyllilega,
   eru stađráđin í ađ framfylgja grundvallarreglum ţeim sem settar eru fram í yfirlýsingunni um afnám mismununar gagnvart konum og gera í ţví skyni nauđsynlegar ráđstafanir til ađ afnema slíka mismunun í hvađa mynd sem er,
   hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:


I. hluti.
 1. gr. Í samningi ţessum merkir „mismunun gagnvart konum“ hvers kyns ađgreiningu, útilokun eđa takmörkun sem byggđ er á kynferđi sem hefur ţau áhrif eđa markmiđ ađ hindra eđa koma í veg fyrir ađ konur, óháđ hjúskaparstöđu, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, fái viđurkennd, geti notiđ eđa framfylgt mannréttindum og grundvallarfrelsi á sviđi stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála, borgaralegra mála eđa á sérhverju öđru sviđi.


 2. gr. Ađildarríkin fordćma alla mismunun gagnvart konum, eru ásátt um ađ framfylgja međ öllum tiltćkum ráđum og án tafar stefnu sem miđar ađ afnámi mismununar gagnvart konum og takast í ţessum tilgangi á hendur:
   a. ađ setja grundvallarregluna um jafnrétti karla og kvenna í stjórnarskrár sínar eđa ađra viđeigandi löggjöf, sé hún ţar ekki fyrir, og ađ ábyrgjast međ lögum eđa öđrum viđeigandi ráđum ađ grundvallarreglu ţessari verđi framfylgt í raun;
   b. ađ gera viđeigandi ráđstafanir međ lögum og ađrar ráđstafanir, ţar međ talin viđurlög ţar sem viđ á, sem banna alla mismunun gagnvart konum;
   c. ađ koma á lagavernd á réttindum kvenna á grundvelli jafnréttis viđ karla og ađ tryggja fyrir lögbćrum dómstólum landsins og hjá öđrum opinberum stofnunum raunverulega vernd til handa konum gegn hvers konar misrétti;
   d. ađ eiga ekki hlut ađ né framfylgja mismunun gagnvart konum og ábyrgjast ađ opinber stjórnvöld og stofnanir breyti í samrćmi viđ ţessa skyldu;
   e. ađ gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum af hálfu einstaklinga, stofnana eđa fyrirtćkja;
   f. ađ gera allar viđeigandi ráđstafanir, ţ. á m. međ lagasetningu, til ţess ađ breyta eđa afnema gildandi lög, reglugerđir, venjur og starfshćtti sem fela í sér mismunun gagnvart konum;
   g. ađ fella úr gildi öll hegningarlagaákvćđi sem fela í sér mismunun gagnvart konum.


 3. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir á öllum sviđum, sérstaklega á sviđi stjórnmála, félagsmála, efnahags og menningar, ţ. á m. međ lagasetningu, til ţess ađ ábyrgjast fulla ţróun og framfarir til handa konum í ţeim tilgangi ađ tryggja ađ ţćr geti á grundvelli jafnréttis viđ karla framfylgt og notiđ mannréttinda og grundvallarfrelsis.


 4. gr. 1. Geri ađildarríki sérstakar bráđabirgđaráđstafanir sem miđa ađ ţví ađ flýta fyrir ađ raunverulegt jafnrétti karla og kvenna náist skal ţađ ekki taliđ mismunun eins og ţađ er skilgreint í samningi ţessum, en skal ekki á neinn hátt hafa í för međ sér ađ ójöfnum eđa ólíkum skilyrđum sé viđhaldiđ. Ráđstafanir ţessar skulu felldar niđur ţegar markmiđunum um sömu tćkifćri og međferđ hefur veriđ náđ.
 2. Geri ađildarríki sérstakar ráđstafanir, ţ. á m. ţćr ráđstafanir er greinir í samningi ţessum, sem miđa ađ ţví ađ vernda móđurina, skal ţađ ekki taliđ misrétti.


 5. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir:
   a. til ađ breyta félagslegum og menningarlegum hegđunarvenjum karla og kvenna međ ţađ fyrir augum ađ takast megi ađ upprćta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eđa ofurmátt annars hvors kynsins eđa á viđteknum hlutverkum karla og kvenna;
   b. til ţess ađ tryggja ađ fjölskyldufrćđsla feli í sér viđeigandi skilning á móđurhlutverkinu sem félagslegu fyrirbrigđi og viđurkenningu á sameiginlegri ábyrgđ karla og kvenna á uppeldi og ţroska barna sinna. Sé ţá jafnframt fyrir hendi skilningur á ađ hagsmunir barnanna varđa mestu í hvívetna.


 6. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir, ţ. á m. međ lagasetningu, til ađ hamla gegn hvers konar verslun međ konur og gróđastarfsemi tengdri vćndi kvenna.

II. hluti.
 7. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum á stjórnmálavettvangi og opinberum vettvangi í landinu og skulu sérstaklega ábyrgjast konum til jafns viđ karla rétt:
   a. til ţess ađ kjósa í öllum kosningum og almennum allsherjaratkvćđagreiđslum og vera kjörgengar í öll störf sem kosiđ er til í almennum kosningum;
   b. ađ taka ţátt í mótun stjórnarstefnu og framkvćmd hennar og gegna opinberum störfum og inna af hendi allar opinberar sýslanir á öllum stigum stjórnkerfisins;
   c. ađ taka ţátt í störfum, félögum og stofnunum utan stjórnkerfisins sem sinna opinberu og stjórnmálalegu lífi í landinu.


 8. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ tryggja konum til jafns viđ karla, og án nokkurs misréttis, tćkifćri til ţess ađ koma fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna á alţjóđavettvangi og taka ţátt í störfum alţjóđastofnana.


 9. gr. 1. Ađildarríkin skulu veita konum sömu réttindi og körlum til ţess ađ öđlast, breyta eđa halda ţjóđerni sínu. Ţau skulu ábyrgjast sérstaklega ađ hvorki erlendur eiginmađur, né breyting á ţjóđerni eiginmannsins međan á hjónabandinu stendur, breyti sjálfkrafa ţjóđerni eiginkonunnar, geri hana ríkisfangslausa né ţröngvi ţjóđerni eiginmannsins upp á hana.
 2. Ađildarríkin skulu veita konum sömu réttindi og körlum varđandi ţjóđerni barna ţeirra.

III. hluti.
 10. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum til ađ tryggja ţeim sömu réttindi og körlum á sviđi menntunar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna:
   a. sömu skilyrđi til starfsfrćđslu og verklegrar frćđslu, sama ađgang ađ námi og til ađ hljóta prófgráđu í hvađa menntastofnun sem er í dreifbýli jafnt sem ţéttbýli. Slíkt jafnrétti skal tryggja í forskólamenntun, almennri menntun, tćknimenntun, starfsmenntun og ćđri tćknimenntun svo og hvers konar verklegri ţjálfun;
   b. ađgang ađ sama námsefni, sömu prófum, kennarastarfsliđi međ sömu hćfnisskilyrđum og sams konar skólahúsnćđi og skólabúnađi;
   c. útrýmingu viđtekinna hugmynda um hlutverk karla og kvenna á hvađa stigi sem er og varđandi alla menntun međ ţví ađ stuđla ađ blönduđum bekkjum karla og kvenna og annars konar menntun sem muni stuđla ađ ţví ađ ţessu markmiđi verđi náđ og sérstaklega međ endurskođun kennslubóka og námsáćtlana og ađlögun kennsluađferđa;
   d. sömu tćkifćri til ţess ađ njóta góđs af námsstyrkjum og annarri ađstođ vegna náms;
   e. sömu tćkifćri til ađgangs ađ símenntun, ţ. á m. áćtlunum um lestrarkennslu fullorđinna og vinnandi fólks, sérstaklega ţeim sem miđa ađ ţví ađ minnka, eins fljótt og unnt er, biliđ milli menntunar karla og kvenna;
   f. ađ lćkka hlutfall ţeirra stúlkna sem hćtta námi og skipuleggja námsáćtlanir fyrir stúlkur og konur sem ótímabćrt hafa hćtt námi;
   g. sömu tćkifćri til ţess ađ taka virkan ţátt í íţróttum og líkamsrćkt;
   h. ađgang ađ sérstakri uppfrćđslu til ţess ađ stuđla ađ heilbrigđi og velferđ fjölskyldunnar, ţ. á m. upplýsingum og ráđgjöf um fjölskylduáćtlanir.


 11. gr. 1. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum á sviđi atvinnu til ađ tryggja ţeim sömu réttindi á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, sérstaklega:
   a. rétt til atvinnu sem ófrávíkjanlegan rétt allra manna;
   b. rétt til sömu atvinnutćkifćra, ţar međ taliđ ađ beitt sé sama mćlikvarđa viđ val starfsmanna;
   c. rétt til frjáls vals um starf og atvinnu, rétt til stöđuhćkkunar, starfsöryggis og allra starfsfríđinda og starfsskilyrđa og rétt til verklegrar ţjálfunar og endurţjálfunar, ţar međ taliđ verklegrar kennslu, ćđri verklegrar ţjálfunar og endurtekinnar ţjálfunar;
   d. rétt til sömu umbunar, ţar međ taliđ fríđinda, og sömu međhöndlunar gagnvart vinnu sem er jafngild og sömu međhöndlunar viđ mat á gćđum vinnu;
   e. rétt til almannatrygginga, sérstaklega ţegar hćtt er störfum vegna aldurs, atvinnuleysis, veikinda, örorku og elli og vegna annars vanhćfis til vinnu, sem og rétt til orlofs;
   f. rétt til heilsuverndar og öryggis á vinnustađ, ţar međ taliđ verndar til barneigna.
 2. Til ţess ađ koma í veg fyrir mismunun gagnvart konum vegna hjúskapar eđa móđurhlutverksins og til ţess ađ framfylgja raunverulegum rétti ţeirra til vinnu skulu ađildarríkin gera allar viđeigandi ráđstafanir:
   a. til ţess ađ banna, ađ viđlögđum viđurlögum, brottvísun úr starfi vegna ţungunar eđa fjarveru vegna barnsburđar svo og misrétti varđandi brottvísun úr starfi vegna hjúskaparstöđu;
   b. til ţess ađ koma á fćđingarorlofi eđa leyfi međ sambćrilegum fríđindum af hálfu hins opinbera, án ţess ađ missa fyrra starf, starfsaldur eđa greiđslur félagslegra bóta;
   c. til ţess ađ stuđla ađ ţví ađ séđ sé fyrir nauđsynlegri félagslegri ţjónustu til ţess ađ styrkja foreldra til ţess ađ ţeir geti sameinađ skyldur sínar viđ fjölskylduna ábyrgđ í starfi og ţátttöku í opinberu lífi, sérstaklega međ ţví ađ stuđla ađ stofnun og ţróun sem flestra barnagćslustofnana;
   d. til ţess ađ sjá fyrir sérstakri vernd fyrir konur á međgöngutímanum viđ störf sem eru ţeim skađleg.
 3. Verndarlöggjöf varđandi mál sem falla undir grein ţessa skal endurskođuđ öđru hverju í ljósi vísinda- og tćkniţekkingar og skal endurskođuđ, felld úr gildi eđa aukin eins og nauđsyn ber til.


 12. gr. 1. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum á sviđi heilsugćslu til ţess ađ tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna ađgang ađ heilsugćsluţjónustu, ţar međ taliđ fjölskylduáćtlunum.
 2. Ţrátt fyrir ákvćđi 1. tl. ţessarar greinar skulu ađildarríkin tryggja konum viđeigandi ţjónustu í sambandi viđ ţungun, barnsburđ og tímabiliđ eftir fćđingu međ ţví ađ veita ókeypis ţjónustu ţegar ţađ er nauđsynlegt svo og fullnćgjandi nćringu á međgöngutímanum og brjóstgjafartímanum.


 13. gr. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum á öđrum sviđum efnahags- og félagslífs til ţess ađ tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega:
   a. rétt til fjölskyldubóta;
   b. rétt til bankalána, veđlána og annarra tegunda lánsfjárviđskipta;
   c. rétt til ţess ađ taka ţátt í tómstundastörfum, íţróttum og öllum greinum menningarlífs.
 

14. gr. 1. Ađildarríkin skulu taka tillit til hinna sérstöku vandamála sem konur í dreifbýli eiga viđ ađ etja og hins mikilvćga hlutverks sem konur í dreifbýli gegna í efnahagslegri afkomu fjölskyldna ţeirra, ţar međ taliđ starfs ţeirra í ţeim greinum efnahagslífsins ţar sem peningar eru ekki mćlikvarđi, og skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ tryggja ađ ákvćđi samnings ţessa séu virt gagnvart konum í dreifbýli.
 2. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum í dreifbýli til ţess ađ tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna ađ ţćr taki ţátt í og hafi hag af ţróun í dreifbýli og skulu sérstaklega tryggja ţeim rétt:
   a. til ţess ađ taka ţátt í gerđ og framkvćmd ţróunaráćtlana á öllum stigum;
   b. til ţess ađ eiga ađgang ađ viđunandi heilsugćsluađstöđu, ţ. á m. upplýsingum, ráđgjöf og ţjónustu varđandi fjölskylduáćtlanir;
   c. til ţess ađ hafa beinan hag af almannatryggingakerfinu;
   d. til ţess ađ hljóta hvers konar ţjálfun og menntun, formlega og óformlega, ţ. á m. ţá er varđar raunhćfa lestrarkennslu, svo og m. a. hagrćđi af hvers konar ţjónustu sveitarfélagsins og almannafrćđslu til ţess ađ auka tćknikunnáttu ţeirra;
   e. til ţess ađ skipuleggja samhjálparhópa og samvinnufélög í ţví skyni ađ hljóta jafnan ađgang ađ efnahagslegum tćkifćrum í gegnum atvinnu hjá öđrum eđa sjálfstćtt;
   f. til ţess ađ taka ţátt í hvers konar athöfnum í samfélaginu;
   g. til ţess ađ eiga ađgang ađ lánsviđskiptum og lánum í landbúnađi, markađsađstöđu, viđeigandi tćkni og sömu međferđ varđandi endurbćtur á landi og í landbúnađi svo og skipulagningu landnáms;
   h. til ţess ađ njóta mannsćmandi lífsskilyrđa, sérstaklega varđandi húsnćđi, heilsugćslu, rafmagn og vatnsuppsprettur, flutninga og samgöngur.

IV. hluti.
 15. gr. 1. Ađildarríkin skulu veita konum jafnrétti viđ karla ađ lögum.
 2. Ađildarríkin skulu veita konum sama löghćfi í borgaralegum málum og körlum og konum sömu tćkifćri til ţess ađ njóta ţess löghćfis. Ţau skulu sérstaklega veita konum sömu réttindi til ţess ađ gera samninga og ráđstafa eignum og skulu veita ţeim sömu međhöndlun á öllum stigum dómsmeđferđar.
 3. Ađildarríkin eru ásátt um ađ allir samningar og allir ađrir gerningar einkamálalegs eđlis sem hafa ţau áhrif ađ lögum ađ ţeir takmarki löghćfi kvenna skulu taldir dauđir og ómerkir.
 4. Ađildarríkin skulu veita körlum og konum sömu réttindi varđandi lög um flutning manna og frelsi til ţess ađ velja sér dvalarstađ og lögheimili.

 16. gr. 1. Ađildarríkin skulu gera allar viđeigandi ráđstafanir til ţess ađ afnema mismunun gagnvart konum í öllum málum varđandi hjúskap og samskipti innan fjölskyldunnar og skulu ábyrgjast sérstaklega á grundvelli jafnréttis karla og kvenna:
   a. sama rétt til ţess ađ stofna til hjúskapar;
   b. sama rétt til ţess óháđ ađ velja sér maka og stofna til hjúskapar einungis međ frjálsu og fullkomnu samţykki;
   c. sömu réttindi og skyldur međan á hjúskap stendur og viđ slit hjúskapar;
   d. sömu réttindi og skyldur sem foreldrar, óháđ hjúskaparstöđu ţeirra, í málum er varđa börn ţeirra. Hagsmunir barnanna skulu í hvívetna varđa mestu;
   e. sömu réttindi til ţess ađ ákveđa á frjálsan og ábyrgan hátt fjölda barna ţeirra og bil milli barneigna og ađ hafa ađgang ađ upplýsingum, frćđslu og ađferđum til ţess ađ ţau geti notfćrt sér ţessi réttindi;
   f. sömu réttindi og skyldur varđandi lögráđ, fjárhald, forráđ og ćttleiđingu barna eđa svipađa gerninga séu ţessi hugtök í lögum ríkisins. Hagsmunir barnanna skulu í hvívetna varđa mestu;
   g. sömu persónuréttindi sem eiginmađur og eiginkona, ţar međ taliđ rétt til ađ velja sér eftirnafn, atvinnu og starf;
   h. sömu réttindi til handa báđum mökum varđandi eignarrétt, öflun, umsýslu, stjórnun, not og ráđstöfun eigna hvort sem er endurgjaldslaust eđa fyrir verđmćtt endurgjald.
 2. Trúlofun og gifting barns skulu ekki hafa neinar lögfylgjur og gera skal allar nauđsynlegar ráđstafanir, ţ. á m. međ lagasetningu, til ţess ađ ákvarđa lágmarkshjúskaparaldur og gera ađ skyldu ađ skrá hjónavígslur á opinberri skrá.

V. hluti.
 17. gr. 1. Til ţess ađ fylgjast međ framkvćmd ákvćđa samnings ţessa skal stofna nefnd um afnám mismununar gagnvart konum (hér á eftir kölluđ nefndin), sem skipuđ skal átján sérfrćđingum ţegar samningur ţessi öđlast gildi en tuttugu og ţremur eftir ađ ţrítugasta og fimmta ađildarríkiđ hefur fullgilt eđa gerst ađili ađ honum, og skulu ţeir hafa trausta siđgćđisvitund og hafa ţekkingu á ţví sviđi sem samningurinn tekur til. Ađildarríkin skulu kjósa sérfrćđinga úr hópi ţegna sinna og skulu ţeir starfa sem einstaklingar og skal höfđ í huga sanngjörn hnattfrćđidreifing og ađ ţeir séu fulltrúar ólíkra menningarsvćđa og helstu lagakerfa.
 2. Nefndarmenn skulu kjörnir í leynilegri atkvćđagreiđslu af lista einstaklinga sem ađildarríkin tilnefna. Sérhvert ađildarríki má tilnefna einn af ţegnum sínum.
 3. Fyrsta kosningin skal fara fram sex mánuđum eftir ađ samningur ţessi öđlast gildi. Minnst ţremur mánuđum fyrir hvern kjördag skal ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna senda bréf til ađildarríkjanna og bjóđa ţeim ađ leggja fram tilnefningar innan tveggja mánađa. Ađalframkvćmdastjórinn skal gera skrá í stafrófsröđ um alla ţá sem ţannig eru tilnefndir og gefa til kynna ađildarríkin sem hafa tilnefnt ţá og skal leggja hana fyrir ađildarríkin.
 4. Kosning nefndarmanna skal fara fram á fundi ađildarríkjanna sem ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna kallar saman í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna. Á ţeim fundi, ţar sem tveir ţriđju ađildarríkjanna skulu mynda lögmćtan fund, skulu ţeir tilnefndra taldir kjörnir í nefndina sem hljóta flest atkvćđi og hreinan meiri hluta atkvćđa fulltrúa ađildarríkjanna sem viđstaddir eru og greiđa atkvćđi.
 5. Kjörtímabil nefndarmanna skal vera fjögur ár. Ţó skal kjörtímabil níu nefndarmanna sem kosnir eru í fyrstu kosningunni renna út ađ tveimur árum liđnum. Ţegar eftir fyrstu kosninguna skal formađur nefndarinnar velja nöfn ţessara níu manna međ hlutkesti.
 6. Kosning fimm annarra nefndarmanna skal fara fram samkvćmt ákvćđum 2., 3. og 4. tl. ţessarar greinar eftir ţrítugustu og fimmtu fullgildinguna eđa ađildina. Kjörtímabil tveggja ţeirra nefndarmanna sem ţá eru kosnir skal renna út ađ tveimur árum liđnum og skal formađur nefndarinnar velja nöfn ţessara tveggja nefndarmanna međ hlutkesti.
 7. Til ţess ađ skipa í sćti er kunna ađ losna skal ţađ ađildarríki sem fráfarandi nefndarmađur kom frá tilnefna annan sérfrćđing af ţegnum sínum ađ samţykki nefndarinnar áskildu.
 8. Nefndarmenn skulu, međ samţykki allsherjarţingsins, fá greiđslur af efnum Sameinuđu ţjóđanna međ ţeim skilmálum og skilyrđum sem ţingiđ kann ađ ákveđa og skal ţađ taka tilllit til ţess hve ábyrgđ nefndarinnar er mikilvćg.
 9. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal láta í té nauđsynlegt starfsliđ og ađstöđu til ţess ađ nefndin geti rćkt starf sitt á fullnćgjandi hátt samkvćmt samningi ţessum.


 18. gr. 1. Ađildarríkin takast á hendur ađ leggja fyrir ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til athugunar nefndarinnar skýrslu um lagalegar, réttarlegar, stjórnunarlegar og ađrar ráđstafanir sem ţau hafa gert til ţess ađ framfylgja ákvćđum samnings ţessa og um ţá ţróun sem orđiđ hefur í ţessu tilliti:
   a. innan eins árs frá gildistöku fyrir viđkomandi ađildarríki, og
   b. síđan ađ minnsta kosti einu sinni á hverjum fjórum árum og enn fremur hvenćr sem nefndin óskar ţess.
 2. Skýrslurnar mega gefa til kynna ţau atriđi og vandkvćđi sem áhrif hafa á ađ hve miklu leyti skyldum samkvćmt samningi ţessum hefur veriđ framfylgt.


 19. gr. 1. Nefndin skal setja sér fundarsköp.
 2. Nefndin skal kjósa embćttismenn sína til tveggja ára kjörtímabils.


 20. gr. 1. Fundir nefndarinnar skulu ađ jafnađi ekki standa lengur en tvćr vikur á ári til athugunar á skýrslum ţeim sem lagđar eru fyrir í samrćmi viđ 18. gr. samnings ţessa.
 2. Fundir nefndarinnar skulu ađ jafnađi fara fram í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna eđa á öđrum viđeigandi stöđum sem ákveđiđ er af nefndinni.


 21. gr. 1. Nefndin skal fyrir milligöngu fjárhags- og félagsmálaráđsins gefa árlega skýrslu til allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna um starfsemi sína og má gefa ábendingar og gera almennar tillögur sem byggđar eru á skýrslum og upplýsingum sem hún hefur móttekiđ frá ađildarríkjunum. Skýrsla nefndarinnar skal hafa ađ geyma slíkar ábendingar og tillögur ásamt umsögnum, ef einhverjar eru, frá ađildarríkjunum.
 2. Ađalframkvćmdastjórinn skal til upplýsingar koma skýrslum nefndarinnar á framfćri viđ nefndina um stöđu kvenna.


 22. gr. Sérstofnanir skulu eiga rétt á fulltrúa ţegar athugun fer fram á framkvćmd ţeirra ákvćđa samnings ţessa sem falla undir starfssviđ ţeirra. Nefndin getur fariđ ţess á leit ađ sérstofnanir leggi fram skýrslur um framkvćmd ákvćđa samningsins sem falla undir starfssviđ ţeirra.

VI. hluti.
 23. gr. Ekkert í samningi ţessum skal hafa áhrif á ákvćđi sem eru fremur til ţess fallin ađ koma á jafnrétti karla og kvenna sem kunna ađ vera í:
   a. löggjöf ađildarríkis, eđa
   b. einhverjum öđrum alţjóđasamningi eđa alţjóđasamţykkt sem í gildi er fyrir ţađ ríki.


 24. gr. Ađildarríkin takast á hendur ađ gera allar nauđsynlegar ráđstafanir í löndum sínum sem miđa ađ ţví ađ framfylgja fullkomlega réttindum ţeim sem viđurkennd eru í samningi ţessum.


 25. gr. 1. Samningur ţessi skal liggja frammi til undirskriftar fyrir öll ríki.
 2. Framkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna annast vörslu samnings ţessa.
 3. Fullgilda skal samning ţennan. Fullgildingarskjölum skal komiđ til vörslu hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
 4. Samningur ţessi skal liggja frammi til ađildar fyrir öll ríki. Ađild skal öđlast gildi međ ţví ađ ađildarskjal er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.


 26. gr. 1. Beiđni um endurskođun samnings ţessa getur sérhvert ađildarríki lagt fram hvenćr sem er međ skriflegri tilkynningu sem senda skal til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
 2. Allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna skal ákveđa ađgerđir ţćr, ef einhverjar eru, sem gera skal vegna slíkrar beiđni.


 27. gr. 1. Samningur ţessi skal öđlast gildi á ţrítugasta degi eftir ţann dag sem tuttugasta fullgildingar- eđa ađildarskjaliđ er afhent ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna til vörslu.
 2. Gagnvart ríki, sem fullgildir samning ţennan eđa gerist ađili ađ honum eftir afhendingu tuttugasta fullgildingar- eđa ađildarskjalsins til vörslu, öđlast samningurinn gildi á ţrítugasta degi eftir ţann dag sem ţađ afhenti sitt fullgildingar- eđa ađildarskjal til vörslu.


 28. gr. 1. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal veita móttöku og senda öllum ríkjum texta ţess fyrirvara sem ríki gera ţegar ţau fullgilda eđa gerast ađilar.
 2. Fyrirvari sem er ósamrýmanlegur markmiđi og tilgangi samnings ţessa skal ekki leyfđur.
 3. Afturkalla má fyrirvara hvenćr sem er međ tilkynningu um ţađ sem send er ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna sem skal tilkynna ţađ öllum ríkjum. Slík tilkynning skal öđlast gildi ţann dag sem hún er móttekin.


 29. gr. 1. Sérhverri deilu milli tveggja eđa fleiri ađildarríkja varđandi túlkun eđa beitingu samnings ţessa, sem ekki er útkljáđ međ samningum, skal ađ beiđni eins ţeirra lögđ í gerđ. Hafi ađilar ekki komiđ sér saman um gerđardómsmeđferđina innan sex mánađa frá dagsetningu beiđninnar um gerđ má hvor eđa hver ađilanna sem er vísa deilunni til alţjóđadómstólsins međ beiđni í samrćmi viđ samţykktir dómstólsins.
 2. Sérhvert ađildarríki má ţegar ţađ undirritar eđa fullgildir samning ţennan eđa gerist ađili ađ honum lýsa ţví yfir ađ ţađ telji sig ekki bundiđ af 1. tl. greinar ţessarar. Hin ađildarríkin skulu ekki vera bundin af ţeim töluliđ gagnvart ríki sem gert hefur slíkan fyrirvara.
 3. Sérhvert ađildarríki sem gert hefur fyrirvara í samrćmi viđ 2. tl. ţessarar greinar má hvenćr sem er afturkalla ţann fyrirvara međ tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.


 30. gr. Samningi ţessum skal komiđ í vörslu hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna og eru textarnir á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spćnsku jafngildir.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16