Eftirlitskerfi Evrópuráđsins

Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu starfar á grundvelli Mannréttindasáttmálans. Er dómstóllinn stađsettur í Strassborg í Frakklandi og ţangađ geta borgarar í ađildarríkjum Evrópuráđsins leitađ, ef ţeir telja ađ stjórnvöld hafi beitt ţá órétti.

Hvert ađildarríkja Evrópuráđsins útnefnir einn dómara. Í nóvember áriđ 1998 tók til starfa „nýr” Mannréttindadómstóll Evrópu, en međ viđauka nr. 11 viđ Mannréttindasáttmála Evrópu var Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóllinn sameinuđ í eina stofnun. Tilgangur sameiningarinnar var ađ málsmeđferđin yrđi hrađari og skilvirkari.

Er ţađ í höndum Ráđherranefndar Evrópuráđsins ađ fylgjast međ ađ dómum dómstólsins sé framfylgt. Ráđherranefndin getur ţó ekki beitt ţvingunarúrrćđum gagnvart ţeim ađildarríkjum sem ekki fara eftir úrskurđi dómstólsins.

Hlutverk dómstólsins er ađ tryggja ađ ađildarríki virđi ţau réttindi sem kveđiđ er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn framkvćmir ţetta hlutverk sitt međ ţví ađ rannsaka kvartanir sem honum hafa borist frá einstaklingum eđa ríkjum. Ef dómstóllinn telur ađ ađildarríki hafi brotiđ gegn ákvćđum sáttmálans ţá dćmir hann í málinu. Dómurinn er bindandi fyrir ţađ ríki sem á í hlut og er ţví skylt ađ fara eftir dómnum.

Nánari upplýsingar um dómstólinn má finna á heimasíđu hans hér.

Sérfrćđihópur á sviđi ađgerđa gegn mansali – GRETA

GRETA hefur eftirlit međ ţví ađ ađildarríki framfylgi og innleiđi Evrópuráđssamningnum um ađgerđir gegn mansali, sem samţykktur var 3. maí 2005 og tók gildi 1. febrúar 2008. GRETA gefur reglulega skýrslur ţar sem metnar eru ađgerđir stjórnvalda og ţau stjórnvöld sem ekki eru ađ standa sig í innleiđingu samningsins eru hvött til ţess ađ bćta sig.

Í GRETA hópnum starfa 15 óháđir og óhlutdrćgir sérfrćđingar á sviđi mannréttindamála, verndun ţolenda og ţekkingu á mansalsmálum. Eftirlitsstarfsemi GRETA skiptist í fjórar lotur. GRETA metur frammistöđu ríkja međ ţví ađ senda ţeim spurningalista. Svörin viđ honum eru síđan greindar og kallađ eftir frekari upplýsingum er ţörf er á. Ef GRETA telur ţörf á ţá er skipulögđ heimsókn til ađildarríkisins til ţess ađ afla frekari gagna eđa meta framkvćmd ađgerđa. Slíkar heimsóknir eru einnig vettvangur til ţess ađ funda međ stjórnvöldum sem og frjálsum félagsamtökum en einnig ađ skođa stofnanir og ađstöđu ţar sem ţolendum mansals er veitt ađstođ. Ađ lokum er gefin út skýrsla um hvert ríki og tilmćli um ţađ sem betur má fara Skýrslurnar og tilmćlin eru gerđ opinber og gefin út á vefsíđu Evrópuráđsins gegn mansali.

Frekari upplýsingar um GRETA má finna á heimasíđu Evrópuráđsins gegn mansali hér og í bćklingi gefnum út af Evrópuráđinu sem finna má á íslensku hér.

Evrópunefndin gegn kynţáttafordómum og umburđarleysi (ECRI)

Evrópunefndin gegn kynţáttafordómum er sjálfstćđur eftirlitsađili á sviđi mannréttinda sem sérhćfir sig í málum er varđa kynţáttafordóma og umburđarleysi. Nefndin samanstendur af óháđum og óhlutdrćgum međlimum sem eru skipađir á grundvelli siđferđisvitundar sinnar og sérţekkingar á ţví hvernig megi sporna gegn kynţáttafordómum, útlendingahatri, gyđingaandúđ og öđru umburđarleysi.

Nefndin hefur eftirlit međ ađildarríkjum og greinir stöđuna og leggur fram ráđleggingar og tillögur um hvernig best sé ađ bregđast viđ vandamálum sem hún telur vera til stađar. Skýrslur ECRI byggja á greiningu á upplýsingum sem safnađ er víđa en ekki beint kallađ eftir frá ríkinu sjálfu. Einstök ríki eru síđan heimsótt til ţess ađ afla frekari upplýsinga og heimsćkja ađila og skođa ađstćđur. Samráđ er haft viđ ríki viđ gerđ skýrslunnar ţar sem ríkinu gefst kostur á ađ leiđrétta stađreyndavillur og ríkin hafa kost á ţví ađ sjónarmiđum ţeirra verđi gerđ skil í viđauka viđ skýrslu ECRI.

Nefndin gefur einnig út almenn stefnutilmćli (e. General Policy Recommendation) um ákveđin ţemu sem beint er til stjórnvalda allra ađildarríkjanna. Tilmćlin eru eiginlegar leiđbeiningarreglur sem stjórnvöld ćttu ađ hafa hliđsjón af ţegar ţau setja sér stefnur og ađgerđaráćtlanir í málum er lúta ađ kynţáttfordómum og umburđarleysi.

Skýrslur ECRI og frekari upplýsingar um starf hennar er ađ finna á heimasíđu hennar hér.

Pyntinganefnd Evrópuráđsins (CPT)

Evrópunefnd um pyndingar og ómannlega eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu eđa pyntinganefnd Evrópuráđsins var stofnuđ á grundvelli Evrópuráđssamningsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu sem tók gildi 1989.

Nefndin hefur eftirlit međ innleiđingu og framfylgd samningsins hjá ađildarríkjum hans. Nefndin skipuleggur heimsóknir til ríkja ţar sem ađ hún skođar fangelsisstofnanir og annars konar stofnanir ţar sem einstaklingar eru vistađir, í lengri eđa skemmri tíma, s.s. lögreglustöđvar, hjúkrunarheimil og geđdeildir sjúkrahúsa.

Nefndarmenn eiga ađ hafa ótakmarkađan ađgang ađ ţessum stöđum og hafa rétt til ţess ađ skođa ţá án takmarkana. Ţeir taka viđtöl viđ frelsissvipta einstaklinga og eiga rétt á ađ rćđa viđ hvern ţann sem ţeir telja geta veitt upplýsingar. Eftir hverja heimsókn gerir nefndin ítarlega skýrslu um stöđu ţessara mála hjá viđkomandi ríki. Í skýrslunni má finna greiningu nefndarinnar, ásamt tilmćlum, athugasemdum og óskum um frekari upplýsingar. Nefndin óskar síđan eftir ítarlegu svari frá viđkomandi ríki um ţau atriđi sem sérstaklega er vakin athygli á í skýrslunni.

Nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar ásamt skýrslum hennar má finna á heimasíđu hennar hér.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16