Félagsmálasáttmáli Evrópu

Formálsorđ


Ríkisstjórnir ţćr, sem undirritađ hafa sáttmála ţennan og ađilar eru ađ Evrópuráđinu,

álíta, ađ markmiđ Evrópuráđsins sé ađ koma á nánari einingu međal ađila ţess í ţví skyni ađ vernda og framkvćma hugsjónir ţćr og meginreglur, sem eru sameiginleg arfleifđ ţeirra og ađ auđvelda efnahagslegar og félagslegar framfarir ţeirra, einkum međ ţví ađ viđhalda og efla mannréttindi og mannfrelsi,

álíta, ađ međ Evrópusamţykktinni um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem undirrituđ var í Róm 4. nóvember 1950, og viđbótarbókun, sem undirrituđ var í París 20. mars 1952, hafi ađildarríki Evrópuráđsins samţykkt ađ tryggja ţegnum sínum ţau borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi og frelsi, sem ţar um rćđir,

álíta, ađ tryggja beri ađ menn fái notiđ í félagslegra réttinda án tillits til kynţáttar, litarháttar, kynferđis, trúarbragđa, stjórnmálaskođana, ţjóđernis eđa félagslegs uppruna,

eru stađráđnar í ţví ađ gera allt, sem ţćr orka sameiginlega til ţess ađ bćta lífskjör og efla félagslega velferđ ţegna sinna, bćđi í bćjum og sveitum, međ viđeigandi stofnunum og ađgerđum,

hafa ţćr ţví orđiđ ásáttar um eftirfarandi :

I. kafli
 

Samningsađilarnir eru sammála um, ađ ţađ sé markmiđ stefnu ţeirra, sem fylgja beri međ öllum viđeigandi ráđum, bćđi á innlendum og fjölţjóđlegum vettvangi, ađ skapa ţau skilyrđi, sem ţarf, til ţess ađ međ góđum árangri megi framfylgja eftirfarandi réttindum og meginreglum:

1. Allir menn skulu eiga ţess kost ađ vinna fyrir sér í starfi, sem ţeir hafa sjálfir valiđ sér.
2. Allir launţegar eiga rétt á sanngjörnum vinnuskilyrđum.
3. Allir launţegar eiga rétt á öruggum og heilsusamlegum vinnuskilyrđum.
4. Allir launţegar eiga rétt á sanngjörnu kaupi, er nćgi fyrir sómasamlegum lífskjörum ţess sjálfs og fjölskyldna ţess.
5. Allir launţegar og vinnuveitendur eiga rétt á ađ gerast ađilar ađ samtökum, innlendum eđa fjölţjóđlegum, til verndar efnahagslegum og félagslegum réttindum sínum.
6. Allir launţegar og vinnuveitendur eiga rétt á ađ semja sameiginlega.
7. Börn og ungmenni eiga rétt á sérstakri vernd gegn líkamlegri og siđferđilegri hćttu, sem ađ ţeim steđjar.
8. Í sambandi viđ barnsburđ og önnur tilvik, eftir ţví sem viđ á, eiga konur rétt á sérstakri vernd í starfi.
9. Allir menn eiga rétt á viđeigandi ađstöđu til ađ njóta leiđbeininga um starfsval međ ţađ fyrir augum ađ auđvelda ţeim ađ velja sér starf, sem henti persónulegri hćfni ţeirra og áhuga.
10. Allir menn eiga rétt á viđeigandi ađstöđu til verknáms.
11. Allir menn eiga rétt á ađ njóta góđs af hvers kyns ráđstöfunum, er miđa ađ ţví ađ tryggja sem best heilsu ţeirra.
12. Allir launţegar og skylduliđ ţess á rétt á félagslegu öryggi.
13. Sérhver, sem ekki hefir nćg fjárráđ, á rétt á félagslegri ađstođ og lćknishjálp.
14. Allir menn eiga rétt á ađ njóta félagslegrar velferđarţjónustu.
15. Fatlađir eiga rétt á verknámi, endurhćfingu og endurheimt ađstöđu, hver sem orsök og eđli fötlunarinnar kann ađ vera.
16. Fjölskyldan er hornsteinn ţjóđfélagsins og á ţví rétt á viđeigandi félagslegri, lagalegri og efnahagslegri vernd til ađ tryggja fullan ţroska sinn.
17. Mćđur og börn eiga rétt á viđeigandi félagslegri og efnahagslegri vernd án tillits til hjúskaparstéttar og fjölskyldutengsla.
18. Ţegnar sérhvers samningsađila eiga rétt á ađ stunda hvers kyns arđbćr störf í landi sérhvers annars samningsađila međ sama rétti og ţegnar hins síđarnefnda, međ ţeim takmörkunum, sem byggjast á veigamiklum efnahagslegum eđa félagslegum ástćđum.
19. Farandverkafólk og fjölskyldur ţess, sem er ţegnar samningsađila, á rétt á vernd og ađstođ í landi sérhvers annars samningsađila.
 
II. kafli
 

Eins og gert er ráđ fyrir í III. kafla, skuldbinda samningsađilar sig til ađ telja sig bundna af skyldum ţeim, sem tilgreindar eru í eftirfarandi greinum og málsgreinum.


1. gr. - Réttur til vinnu

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til vinnu sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ viđurkenna sem eitt helsta markmiđ ţeirra og skyldu ađ koma á og viđhalda eins mikilli og öruggri atvinnu og mögulegt er, međ ţađ fyrir augum ađ koma á fullri atvinnu,
2. ađ vernda á raunhćfan hátt rétt launţega til ţess ađ vinna fyrir sér í starfi, sem ţađ hefir valiđ sér,
3. ađ koma á eđa viđhalda ókeypis vinnumiđlun fyrir alla launţega,
4. ađ láta í té eđa stuđla ađ viđeigandi starfsfrćđslu, ţjálfun og endurhćfingu.


2. gr. - Réttur til sanngjarnra vinnuskilyrđa

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til sanngjarnra vinnuskilyrđa sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ sjá til ţess, ađ daglegur og vikulegur vinnustundafjöldi sé hćfilegur og ađ vinnuvikan verđi smám saman stytt ađ ţví marki, sem aukin framleiđni og önnur viđkomandi atriđi leyfa,
2. ađ sjá til ţess, ađ veittir séu almennir frídagar međ kaupi,
3. ađ sjá til ţess, ađ veitt sé a.m.k. tveggja vikna árlegt orlof međ kaupi ,
4. ađ sjá til ţess, ađ veittir séu aukafrídagar međ kaupi eđa vinnutími sé styttur hjá launţega, sem vinnur hćttuleg eđa óheilnćm störf, eins og nánar er ákveđiđ,
5. ađ tryggja vikulegan hvíldartíma, sem, eftir ţví sem mögulegt er, sé veittur á ţeim degi, sem samkvćmt hefđ eđa venju er viđurkenndur hvíldardagur í viđkomandi landi eđa landshluta.


3. gr. - Réttur til öryggis viđ störf og heilsusamlegra vinnuskilyrđa

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til öryggis viđ störf og heilsusamlegra vinnuskilyrđa sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ gefa út öryggis- og heilbrigđisreglugerđir,
2. ađ sjá um framkvćmd slíkra reglugerđa međ eftirliti,
3. ađ hafa, eftir ţví sem viđ á, samráđ viđ samtök vinnuveitenda og launţega um ráđstafanir, sem ćtlađ er ađ bćta öryggi og heilbirgđi á vinnustöđum.


4. gr. - Réttur til sanngjarns kaups

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til sanngjarns kaups sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ viđurkenna rétt launţega til kaups, sem veiti ţví og fjölskyldum ţess sómasamleg lífskjör,
2. ađ viđurkenna rétt launţega til hćrra kaups fyrir yfirvinnu, međ undantekningum í vissum tilvikum,
3. ađ viđurkenna rétt karla og kvenna til sama kaups fyrir jafnverđmćt störf,
4. ađ viđurkenna rétt launţega til hćfilegs uppsagnarfrests,
5. ađ heimila launafrádrátt einungis međ ţeim skilyrđum og ađ ţví marki, sem tiltekiđ er í landslögum eđa reglugerđum eđa kveđiđ er á um í heildarsamningum eđa gerđardómum.

Réttindum ţessum skal náđ međ frjálsum heildarsamningum, lögákveđinni skipan launamála, eđa á annan hátt, sem hćfir ađstćđum í landinu.


5. gr. - Réttur til ađ stofna félög

Í ţví skyni ađ tryggja og stuđla ađ frelsi launţega og vinnuveitenda til ađ stofna stađbundin félög, landsfélög og fjölţjóđleg sambönd til ađ gćta hagsmuna ţeirra á sviđi efnahags- og félagsmála og til ađ ganga í slík félög, skuldbinda samningsađilar sig til ađ sjá um, ađ landslög skerđi ekki ţađ frelsi né ađ ţeim verđi beitt til ađ skerđa ţađ. Í landslögum eđa reglugerđum skal ákveđa ađ hve miklu leyti trygging sú, sem ţessi grein veitir, skuli taka til lögreglunnar. Ţađ skal einnig ákvarđast í landslögum eđa reglugerđum ađ hve miklu leyti tryggingin, sem grein ţessi gerir ráđ fyrir, skuli ná til manna í herţjónustu.

6. gr. - Réttur til ađ semja sameiginlega

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til ađ semja sameiginlega verđi raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ stuđla ađ sameiginlegum viđrćđum milli launţega og vinnuveitenda,
2. ađ stuđla ađ frjálsum samningaumleitunum milli vinnuveitenda eđa vinnuveitendafélaga og verkalýđsfélaga, ţegar nauđsynlegt er eđa viđ á, í ţeim tilgangi ađ ákvarđa laun og vinnuskilyrđi međ heildarsamningum,
3. ađ stuđla ađ stofnun og notkun viđeigandi sáttafyrirkomulags og gerđardóma eftir samkomulagi viđ lausn vinnudeilna

og viđurkenna:

4. rétt launţega og vinnuveitenda á sameiginlegum ađgerđum, ţegar hagsmunaárekstrar verđa, ţ. á m. verkfallsrétti, međ ţeim takmörkunum, sem til kynnu ađ koma vegna gerđra heildarsamninga.


7. gr. - Réttur barna og ungmenna til verndar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur barna og ungmenna til verndar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ sjá um, ađ lágmarksaldur til ráđningar í starf sé 15 ár ađ tilskildum undanţágum fyrir börn, sem vinna tilgreinda létta vinnu, sem ekki er skađleg heilsu ţeirra, siđgćđi eđa menntun,
2. ađ sjá um, ađ hćrri aldursmörk verđi sett til ráđninga í ákveđin störf, sem álitin eru hćttuleg eđa óholl,
3. ađ sjá um, ađ fólk, sem enn er viđ skyldunám, verđi ekki ráđiđ í vinnu, sem hindrađ gćti ţađ í ađ njóta námsins til fulls,
4. ađ sjá um, ađ vinnutími fólks yngra en 16 ára sé takmarkađur samkvćmt ţörf ţess til ţroska, og sérstaklega í samrćmi viđ ţörf ţess á starfsţjálfun,
5. ađ viđurkenna rétt ungra launţega og lćrlinga á sanngjörnum launum eđa öđrum viđeigandi greiđslum,
6. ađ sjá um, ađ tími sá, sem ungt fólk ver til starfsţjálfunar í venjulegum vinnutíma međ samţykki vinnuveitenda, teljist hluti vinnudags,
7. ađ sjá um, ađ vinnandi fólk yngra en 18 ára fái minnst ţriggja vikna orlof međ kaupi árlega,
8. ađ sjá um, ađ fólk yngra en 18 ára sé ekki látiđ vinna nćturvinnu, ef frá eru skilin viss störf, sem ákveđin eru međ lögum eđa reglugerđum,
9. ađ sjá um, ađ fólk yngra en 18 ára, sem vinnur störf, sem tiltekin eru í lögum eđa reglugerđum, sé háđ reglulegu lćkniseftirliti,
10. ađ tryggja sérstaka vernd gegn líkamlegum og siđferđilegum hćttum, sem steđja ađ börnum og ungmennum, og ţá sérstaklega gegn ţeim hćttum, sem stafa beint eđa óbeint af starfi ţeirra.


8. gr. - Réttur vinnandi kvenna til verndar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur vinnandi kvenna til verndar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ sjá um, ađ konur fái frí frá störfum í samtals a.m.k. 12 vikur fyrir og eftir barnsburđ, og sé ţađ gert annađ hvort međ fullum launum, nćgum greiđslum frá almannatryggingum eđa styrk úr opinberum sjóđum,
2. ađ álita ólöglegt, ađ vinnuveitandi segi konu upp starfi međan hún er fjarverandi í barnsburđarleyfi eđa segi henni upp međ fyrirvara ţannig, ađ fyrirvarinn renni út á slíkum fjarvistartíma hennar,
3. ađ sjá um, ađ mćđur, sem hafa ungbörn á brjósti, skuli eiga rétt á nćgum tíma í ţví skyni,
4. (a) ađ hafa hönd í bagga međ nćturvinnu kvenna í iđnađi,
    (b) ađ banna ráđningu kvenna viđ námugröft neđanjarđar og, eftir ţví sem viđ á, viđ öll önnur störf, sem ekki hćfa ţeim vegna ţess, ađ ţau eru í eđli sínu hćttuleg, óholl eđa erfiđ.


9. gr. - Réttur til leiđbeininga um stöđuval

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til leiđbeininga um stöđuval sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til ađ sjá um eđa stuđla ađ, eftir ţví sem nauđsyn krefur, ađ komiđ verđi á fót ţjónustu til ađ ađstođa allt fólk, ţar á međal fatlađa, viđ ađ leysa vandamál varđandi stöđuval og frama í starfi, međ hliđsjón af eiginleikum einstaklingsins og afstöđu hans til atvinnumöguleika. Ađstođ ţessa ćtti ađ veita ókeypis bćđi ungmennum, ţar á međal skólabörnum, og fullorđnum.

10. gr. - Réttur til starfsţjálfunar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til starfsţjálfunar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ sjá fyrir eđa stuđla ađ tćkni- og starfsţjálfun alls fólks, ţ. á m. fatlađra, eftir ţví sem ţörf krefur og í samráđi viđ samtök vinnuveitenda og launţega, og ađ veita ađstöđu til ađgangs ađ ćđri tćkni- og háskólamenntun, sem grundvallast eingöngu á hćfni einstaklingsins,
2. ađ sjá fyrir eđa stuđla ađ ţví, ađ komiđ verđi á fót ţjálfunarkerfi og öđrum kerfisbundnum ráđstöfunum til ađ ţjálfa unga drengi og stúlkur í hinum ýmsu störfum ţeirra,
3. ađ sjá fyrir eđa stuđla ađ, eftir ţví sem ţörf krefur:
 • (a) nćgri og ađgengilegri ţjálfunarađstöđu fyrir fullorđna launţega,
 • (b) sérstakri ađstöđu til endurţjálfunar fullorđna launţega, sem ţörf er á vegna tćkniţróunar eđa nýrrar stefnu í atvinnumálum,
4. ađ hvetja til fullrar nýtingar á ţeim möguleikum, sem fyrir hendi eru, međ viđeigandi ađgerđum, svo sem:
 • (a) lćkkun eđa niđurfellingu hvers kyns gjalda,
 • (b) veitingu fjárhagsađstođar í viđeigandi tilvikum,
 • (c) ađ fella inn í venjulegan vinnutíma ţann tíma, sem notađur er til framhaldsţjálfunar starfsmanns samkvćmt ósk vinnuveitanda,
 • (d)ađ tryggja međ nćgu eftirliti, í samráđi viđ samtök vinnuveitenda og launţega, ađ árangur af námi og annarri ţjálfun ungra launţega verđi eins mikill og unnt er, og ađ ungir launţegar njóti nćgrar verndar.


11. gr. - Réttur til heilsuverndar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til heilsuverndar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til ađ gera, annađ hvort af sjálfsdáđum eđa í samvinnu viđ opinberar stofnanir eđa einkaađila, viđeigandi ráđstafanir, er miđi m. a. ađ ţví :

1. ađ útrýma eftir ţví sem auđiđ er orsökum heilsuleysis,
2. ađ sjá fyrir ráđgjafar- og frćđsluađstöđu til ađ stuđla ađ bćttu heilsufari og efla ábyrgđartilfinningu einstaklinga í heilbrigđismálum,
3. ađ koma eftir ţví sem auđiđ er í veg fyrir farsóttir, landlćga sjúkdóma og ađra sjúkdóma.


12. gr. - Réttur til félagslegs öryggis

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til félagslegs öryggis sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ koma á eđa viđhalda almannatryggingum,
2. ađ gera almannatryggingum ţađ hátt undir höfđi, ađ ţađ jafnist a.m.k. á viđ ţađ, sem krafist er til fullgildingar á alţjóđavinnumálasamţykkt (nr. 102) um lágmark félagslegs öryggis,
3. ađ reyna smátt og smátt ađ hefja almannatryggingarnar á hćrra stig,
4. ađ gera ráđstafanir međ gerđ viđeigandi tvíhliđa og fjölhliđa samninga, eđa á annan hátt, og samkvćmt ţeim skilyrđum, sem sett er í slíkum samningum, til ađ tryggja:
 • (a) jafnrétti ţegna annarra samningsađila viđ eigin ţegna, ţegar um er ađ rćđa rétt til ađ halda tryggingabótum án tillits til flutnings hins tryggđa fólks milli landa samningsađila,
 • (b) veitingu, viđhald og endurheimt tryggingaréttinda, međ ţví t. d. ađ leggja saman trygginga- eđa starfstímabil, sem lokiđ er samkvćmt löggjöf sérhvers samningsađila.


13. gr. - Réttur til félagslegrar ađstođar og lćknishjálpar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til félagslegrar ađstođar og lćknishjálpar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

 1. ađ tryggja, ađ sérhverjum manni, sem hefir ónóg fjárráđ og sem ekki getur aflađ sér ţeirra af eigin rammleik eđa annars stađar frá, og ţá sérstaklega međ greiđslum samkvćmt tryggingakerfi, verđi veitt nćg ađstođ, og ef um veikindi er ađ rćđa, sú umönnun, sem nauđsynleg er vegna ástands hans,
 2. ađ tryggja ţađ, ađ fólk, sem slíkrar ađstođar nýtur, bíđi ekki fyrir ţá ástćđu hnekki í sambandi viđ stjórnmálaleg eđa félagsleg réttindi sín,
 3. ađ sjá til ţess međ viđeigandi opinberri ţjónustu, ađ allir fái eftir ţörfum notiđ ráđlegginga og persónulegrar ađstođar til ţess ađ koma í veg fyrir, bćgja frá eđa draga úr skorti, ađ ţví er ţá sjálfa eđa fjölskyldur ţeirra varđar,
 4. ađ beita ákvćđum 1., 2. og 3. málsgreina ţessarar greinar jafnt gagnvart eigin ţegnum og ţegnum annarra samningsađila, sem löglega dvelja í löndum ţeirra, í samrćmi viđ skuldbindingar ţeirra í Evrópusamţykktinni um félagslega ađstođ og lćknishjálp, sem undirrituđ var í París ţ. 11. desember 1953.


14. gr. - Réttur til ađ njóta góđs af félagslegri velferđarţjónustu

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til ađ njóta góđs af félagslegri velferđarţjónustu sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

 1. ađ efla eđa láta í té ţjónustu, sem međ ţví ađ beita félagslegum vinnubrögđum mundi stuđla ađ velferđ og ţroska bćđi einstaklinga og hópa í samfélaginu og ađ ađlögun ţeirra ađ hinu félagslega umhverfi,
 2. ađ hvetja til ţátttöku einstaklinga og sjálfbođaliđa eđa annarra samtaka í ţví ađ koma á fót og viđhalda slíkri ţjónustu.


15. gr. - Réttur líkamlega eđa andlega fatlađra til starfsţjálfunar, endurhćfingar og endurheimtar félagslegrar ađstöđu

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur líkamlega og andlega fatlađs fólks til verknáms, endurhćfingar og endurheimtar félagslegrar ađstöđu sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

 1. ađ gera nćgar ráđstafanir til ađ skapa ađstöđu til ţjálfunar, ţ. á m., ţegar ţađ er nauđsynlegt, ađ koma á fót sérhćfđum stofnunum opinberra ađila eđa einkaađila,
 2. ađ gera nauđsynlegar ráđstafanir til ađ útvega fötluđu fólki vinnu, einkum međ hjálp sérhćfđrar ráđningarţjónustu, möguleikum á verndađri vinnu og ađgerđum, sem miđa ađ ţví ađ hvetja vinnuveitendur til ađ taka fatlađ fólk í vinnu.


16. gr. - Réttur fjölskyldunnar til félagslegrar, lagalegrar og efnahagslegrar verndar

Í ţví skyni ađ tryggja nauđsynleg skilyrđi fyrir fullum ţroska fjölskyldunnar, sem er hornsteinn ţjóđfélagsins, skuldbinda samningsađilar sig til ađ efla efnahagslega, lagalega og félagslega vernd fjölskyldulífsins međ ađgerđum eins og félagslegum bótum og fjölskyldubótum, skattareglum, útvegun fjölskylduhúsnćđis, ađstođ viđ nýgift fólk og öđrum viđeigandi ađgerđum.

17. gr. - Réttur mćđra og barna til félagslegrar og efnahagslegrar verndar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur mćđra og barna til félagslegrar og efnahagslegrar verndar sé raunverulega nýttur, munu samningsađilar gera allar viđeigandi og nauđsynlegar ráđstafanir, ţ. á m. ađ koma á fót eđa viđhalda viđeigandi stofnunum eđa ţjónustu.

18. gr. - Réttur til ađ stunda arđbćrt starf í landi annars samningsađila

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur til ađ stunda arđbćrt starf í landi annars samningsađila sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

 1. ađ beita gildandi reglum frjálslega,
 2. ađ einfalda gildandi formsatriđi og draga úr eđa fella niđur gjöld, sem erlendum launţegum eđa vinnuveitendum ţess er gert ađ greiđa,
 3. ađ slaka á reglum um ráđningu erlendra launţega, í einstökum tilvikum eđa almennt, og viđurkenna:
 4. rétt ţegna sinna til ađ fara úr landi í ţví skyni ađ stunda arđbćr störf í löndum annarra samningsađila.


19. gr. - Réttur farandverkafólks og fjölskyldna ţess til verndar og ađstođar

Í ţví skyni ađ tryggja, ađ réttur farandverkafólks og fjölskyldna ţess til verndar og ađstođar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsađilar sig til:

1. ađ viđhalda, eđa ganga úr skugga um, ađ viđhaldiđ sé, nćgri ókeypis ţjónustu til ađ ađstođa slíkt verkafólk, einkum viđ ađ afla sér nákvćmra upplýsinga, og ađ gera allar viđeigandi ráđstafanir, sem landslög og reglugerđir leyfa, til ađ koma í veg fyrir villandi áróđur varđandi útflutning og innflutning fólks,
2. ađ gera viđeigandi ráđstafanir innan lögsagnarumdćma sinna til ađ auđvelda brottför, ferđalög og móttöku slíks verkafólks og fjölskyldna ţess, og láta í té innan lögsagnarumdćma sinna viđeigandi ţjónustu á sviđi heilbrigđismála, lćknisţjónustu og góđra hollustuhátta međan á ferđinni stendur,
3. ađ efla, eftir ţví sem viđ á, samvinnu félagslegra ţjónustustofnana opinberra ađila og einkaađila í löndum, sem flutt er frá eđa til,
4. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, ađ ţví marki sem lög eđa reglugerđir taka til slíkra mála eđa ţau eru háđ eftirliti stjórnvalda, međferđ, sem sé ekki óhagstćđari međferđ eigin ţegna, ţegar um er ađ rćđa:
 • (a) launakjör og önnur starfs- og vinnuskilyrđi,
 • (b) ađild ađ stéttarfélögum og ađ njóta góđs af heildarsamningum,
 • (b)húsnćđi,
5. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, međferđ, sem sé eigi óhagstćđari međferđ eigin ţegna, ađ ţví er varđar skatta, gjöld eđa framlög, sem lögđ eru á vinnandi fólk,
6. ađ greiđa fyrir ţví, eftir ţví sem hćgt er, ađ fjölskylda erlends starfsmanns, sem fengiđ hefir heimild til ađ setjast ađ í landinu, geti flutt til hans,
7. ađ tryggja slíku verkafólki, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, međferđ, sem sé eigi óhagstćđari međferđ eigin ţegna ađ ţví er varđar dómsmeđferđ mála, er um getur í ţessari grein,
8. ađ tryggja, ađ slíkt verkafólk, sem löglega dvelur í löndum ţeirra, verđi ekki gert landrćkt nema öryggi ţjóđarinnar stafi hćtta af ţví, eđa ţađ gerist brotlegt viđ almenningshagsmuni eđa siđgćđi,
9. ađ leyfa innan lögmćtra takmarka yfirfćrslu ţess hluta tekna og sparifjár slíks vinnandi fólks, sem ţađ kann ađ óska eftir,
10. ađ láta ţá vernd og ađstođ, sem kveđiđ er á um í grein ţessari, einnig ná til farandverkafólks í eigin atvinnu ađ ţví marki, sem slíkar ráđstafanir eiga viđ.
 
III. kafli


20. gr. - Skuldbindingar

1. Sérhver samningsađili skuldbindur sig til:
 • (a) ađ líta á I. kafla sáttmála ţessa sem yfirlýsingu um markmiđ, sem hann mun vinna ađ á allan viđeigandi hátt, eins og um getur í inngangi ţess kafla,
 • (b) ađ álíta sig bundinn af a.m.k. fimm af eftirtöldum greinum II. kafla sáttmála ţessa: 1., 5., 6., 12., 13., 16. og 19. gr.
 • (c) ađ telja sig, auk ţeirra greina, sem hann velur samkvćmt nćsta stafliđ hér á undan, bundinn af ţeim fjölda greina eđa töluliđa II. kafla sáttmálans, sem hann sjálfur velur, enda sé samanlagđur fjöldi greina eđa tölusettra málsgreina, sem hann er bundinn af, eigi minni en 10 greinar eđa 45 tölusettar málsgreinar.
2. Greinar eđa málsgreinar, sem valdar eru samkvćmt stafliđum b og c í 1. mgr. ţessarar greinar, ber ađ tilkynna ađalritara Evrópuráđsins ţegar fullgildingar- eđa samţykktarskjal viđkomandi samningsađila er afhent.
3. Sérhver samningsađili getur síđar lýst ţví yfir međ tilkynningu til ađalritarans, ađ hann telji sig bundinn af hvađa grein eđa töluliđ II. kafla sáttmálans sem er og hann hefir ekki ţegar samţykkt samkvćmt skilmálum 1. málsgreinar ţessarar greinar. Líta ber á slíkar síđar gefnar skuldbindingar sem óskiptan hluta fullgildingar eđa samţykktar, og taka ţćr sama gildi ţrjátíu dögum eftir dagsetningu tilkynningarinnar.
4. Ađalritaranum ber ađ senda öllum ríkisstjórnum, sem sáttmálann undirrita, og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar, allar tilkynningar, sem hann tekur viđ samkvćmt ţessum kafla sáttmálans.
5. Sérhver samningsađili skal halda uppi kerfisbundnu vinnueftirliti, sem hentar ađstćđum í landinu.
 
IV. kafli


21. gr. - Skýrslur um samţykkt ákvćđi

Samningsađilar skulu senda ađalritara Evrópuráđsins skýrslu á tveggja ára fresti í ţví formi, sem ráđherranefndin ákveđur, um framkvćmd ţeirra ákvćđa II. kafla sáttmálans, sem ţeir hafa samţykkt.

22. gr. - Skýrslur um ákvćđi, sem ekki hafa veriđ samţykkt

Samningsađilar skulu senda ađalritaranum međ hćfilegu millibili, ađ beiđni ráđherranefndarinnar, skýrslur varđandi ţau ákvćđi II. kafla sáttmálans, sem ţeir hafa ekki fallist á viđ fullgildingu eđa samţykkt eđa međ síđari tilkynningu. Ráđherranefndin ákveđur hverju sinni um hvađa ákvćđi ber ađ óska eftir slíkum skýrslum, svo og form ţeirra.

23. gr. - Sending samrita

1. Sérhver samningsađili skal senda samrit af skýrslum sínum, sem um er getiđ í 21. og 22. gr., til ţeirra innlendra samtaka, sem eru ađilar ađ ţeim alţjóđlegu samtökum vinnuveitenda og verkalýđsfélaga, sem bjóđa ber samkvćmt 2. mgr. 27. gr. ađ eiga fulltrúa á fundum undirnefndar ráđherranefndarinnar um félagsmál.
2. Samningsađilar skulu senda ađalritaranum allar athugasemdir, sem berast frá ţessum innlendu samtökum um áđurnefndar skýrslur, ef samtökin óska ţess.


24. gr. - Athugun á skýrslunum

Skýrslurnar, sem ađalritaranum eru sendar samkvćmt 21. og 22. gr., skulu athugađar af sérfrćđinganefnd, sem einnig fái til athugunar ţćr athugasemdir, sem sendar hafa veriđ til ađalritarans samkvćmt 2. mgr. 23. gr.

25. gr. - Sérfrćđinganefndin

1. Sérfrćđinganefndina skipa eigi fleiri en sjö menn, sem ráđherranefndin skipar úr hópi óháđra og einstaklega réttsýnna sérfrćđinga, sem eru viđurkenndir kunnáttumenn á sviđi félagsmála á alţjóđavettvangi og tilnefndir eru af samningsađilum.
2. Nefndarmennirnir skulu skipađir til sex ára í senn. Heimilt er ađ endurskipa ţá. Embćttistími tveggja af ţeim nefndarmönnum, sem fyrst eru skipađir, skal ţó renna út ađ fjórum árum liđnum.
3. Ţá nefndarmenn, sem ganga eiga út í lok fjögurra ára byrjunartímabilsins, skal ráđherranefndin velja međ hlutkesti ţegar ađ fyrstu skipun lokinni.
4. Sérfrćđinganefndarmađur, sem skipađur er í stađ nefndarmanns, ţegar embćttistími hins síđarnefnda hefir eigi runniđ út, haldi embćtti til loka skipunartíma fyrirrennara síns.


26. gr. - Ţátttaka Alţjóđavinnumálastofnunarinnar

Bjóđa skal Alţjóđavinnumálastofnuninni ađ tilnefna fulltrúa til ađ taka ţátt í umrćđum sérfrćđinganefndarinnar sem ráđunautur.

27. gr. - Undirnefnd félagsmálanefndar ráđherranefndarinnar

1. Skýrslur samningsađilanna og niđarstöđur sérfrćđinganefndarinnar skal leggja fyrir undirnefnd félagsmálanefndar ráđherranefndar Evrópuráđsins til athugunar.
2. Undirnefndina skipa einn fulltrúi frá hverjum samningsađila. Hún skal bjóđa eigi fleiri en tveimur alţjóđlegum vinnuveitendasamtökum og eigi fleiri en tveimur alţjóđlegum verkalýđssamtökum, eftir eigin vali, ađ senda ráđgefandi áheyrnarfulltrúa á fundi nefndarinnar. Enn fremur getur hún ráđfćrt sig viđ allt ađ tvo fulltrúa alţjóđlegra stofnana, sem ekki eru ríkisstofnanir, en eru í ráđgefandi ađstöđu gagnvart Evrópuráđinu, um málefni, sem stofnanirnar eru sérstaklega hćfar ađ fjalla um, svo sem félagslega velferđ og efnahagslega og félagslega vernd fjölskyldunnar,
3. Undirnefndin skal leggja fyrir ráđherranefndina skýrslu um niđurstöđur sínar og láta fylgja henni skýrslu sérfrćđinganefndarinnar.


28. gr. - Ráđgjafasamkoma

Ađalritari Evrópuráđsins skal senda ráđgjafasamkomunni niđurstöđur sérfrćđinganefndarinnar. Ráđgjafasamkoman skal senda ráđherranefndinni álit sitt á niđurstöđum ţessum.

29. gr. - Ráđherranefndin

Ráđherranefndin getur lagt hvers kyns nauđsynlegar tillögur fyrir sérhvern samningsađila á grundvelli skýrslu undirnefndarinnar og ađ höfđu samráđi viđ ráđgjafasamkomuna. Ţarf til ţess tvo ţriđju atkvćđa meirihluta ţeirra, sem rétt eiga til setu í nefndinni.

V. kafli


30. gr. - Takmarkanir á styrjaldar- eđa hćttutímum

1. Á styrjaldartímum eđa öđrum hćttutímum, ţegar tilveru ţjóđar er ógnađ, getur sérhver samningsađili gert ráđstafanir, sem takmarka skuldbindingar hans samkvćmt sáttmála ţessum, ađ svo miklu leyti sem bráđ nauđsyn krefur vegna ástandsins, enda brjóti ţćr ráđstafanir ekki í bága viđ ađrar skuldbindingar hans samkvćmt alţjóđalögum.
2. Sérhver samningsađili, sem hefir notfćrt sér ţennan takmörkunarrétt, skal innan hćfilegs frests láta ađalritara Evrópuráđsins í té tćmandi upplýsingar um ráđstafanir, sem gerđar hafa veriđ, og ástćđur fyrir ţeim. Einnig skal samningsađilinn tilkynna ađalritaranum, ţegar slíkum ađgerđum er lokiđ og ţau ákvćđi sáttmálans, sem hann hefir samţykkt, koma ađ fullu til framkvćmda á ný.
3. Ađalritarinn skal svo tilkynna öđrum samningsađilum og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar um öll erindi, sem móttekin hafa veriđ samkvćmt 2. mgr. ţessarar greinar.


31. gr. - Höft

1. Ţegar réttindin og meginreglurnar, sem um getur í 1. kafla, hafa komist í framkvćmd samkvćmt ákvćđum II. kafla, mega ţćr ekki vera háđar neinum höftum eđa takmörkunum, sem eigi eru tilgreind í ţeim köflum, utan ţađ sem lög kveđa á um og sem nauđsynlegt er í lýđrćđisţjóđfélagi til verndar réttindum og frelsi annarra, eđa til verndar almannahagsmunum, öryggi ţjóđarinnar, heilsu eđa siđgćđi almennings.
2. Höft ţau, sem heimilt er samkvćmt sáttmála ţessum ađ setja á réttindi og skyldur, er um getur í honum, má eigi setja í neinum öđrum tilgangi en ţeim, sem mćlt hefir veriđ fyrir um.


32. gr. - Samband sáttmálans og landslaga eđa alţjóđasamninga

Ákvćđi sáttmála ţessa mega ekki brjóta í bága viđ ákvćđi landslaga eđa ákvćđi neinna tvíhliđa eđa fjölhliđa samninga eđa samţykkta, sem ţegar hafa tekiđ gildi eđa kunna ađ taka gildi og gera ráđ fyrir hagstćđari međferđ hins verndađa fólks.

33. gr. - Framkvćmd byggđ á heildarsamningum

1. Í ađildarríkjum ţar sem ákvćđi 1., 2., 3., 4. og 5. mgr. 2. gr., 4., 6. og 7. mgr. 7. gr. og 1., 2., 3. og 4. mgr. 10. gr. II. kafla sáttmála ţessa eru málefni, sem venjulega eru látin vera háđ samkomulagi milli vinnuveitenda, eđa samtaka ţeirra, og verkalýđssamtaka, eđa eru venjulega framkvćmd á annan hátt en međ lagafyrirmćlum, má telja skuldbindingum ţessara málsgreina fullnćgt og samţykkt ţeirra gilda, ef ákvćđum ţeirra er fullnćgt međ slíkum samningum, eđa á annar hátt, ađ ţví er mikinn meirihluta hins vinnandi fólks varđar.
2. Í ađildarríkjum, ţar sem ákvćđi ţessi eru venjulega háđ lagafyrirmćlum, er á sama hátt hćgt ađ undirgangast skuldbindingarnar og telja framkvćmd ţeirra gilda, ef ákvćđin eru framkvćmd međ lagafyrirmćlum ađ ţví er mikinn meirihluta hins vinnandi fólks varđar.


34. gr. - Landssvćđi, sem sáttmálinn tekur til

1. Sáttmáli ţessi skal ná til heimalands sérhvers samningsađila. Sérhver ríkisstjórn, sem undirritar sáttmálann, getur tiltekiđ ţađ landsvćđi, sem hún telur vera heimaland sitt í ţessu tilliti, međ yfirlýsingu stílađri til ađalritara Evrópuráđsins ţegar undirritun fer fram eđa ţegar fullgildingar- eđa samţykktarskjal er afhent.
2. Sérhver samningsađili getur, ţegar fullgilding eđa viđurkenning á sáttmála ţessum fer fram, eđa hvenćr sem er síđar, lýst ţví yfir međ tilkynningu stílađri til ađalritara Evrópuráđsins, ađ sáttmálinn skuli ađ öllu eđa einhverju leyti ná til landsvćđis eđa landsvćđa utan heimalandsins, sem tiltekin eru í tilkynningunni, hverra milliríkjamál hannannast eđa ber ábyrgđ á. Samningsađilinn skal tilgreina í tilkynningunni hvađa greinar eđa málsgreinar í II. kafla sáttmálans hann samţykki sem bindandi ađ ţví er varđar landsvćđin, er um getur í tilkynningunni.
3. Sáttmálinn skal taka til landsvćđis eđa landsvćđa, sem um getur í áđurnefndri tilkynningu, frá og međ ţrítugasta degi eftir ađ ađalritaranum hefir borist tilkynningin.
4. Sérhver samningsađili getur lýst ţví yfir síđar međ tilkynningu stílađri til ađalritara Evrópuráđsins, ađ hann samţykki sem bindandi fyrir eitt eđa fleiri landsvćđi, sem sáttmálinn hefir veriđ látinn ná til skv. 2. mgr. ţessarar greinar, greinar eđa málsgreinar, sem hann hefir ekki ţegar samţykkt fyrir ţađ eđa ţau landsvćđi. Slíkar síđar gefnar skuldbindingar teljast óskiptur hluti upprunalegrar tilkynningar ađ ţví er viđkomandi landsvćđi varđar og skulu hafa sama gildi frá og međ ţrítugasta degi eftir ađ tilkynningin er dagsett.
5. Ađalritarinn skal senda öđrum ríkisstjórnum, sem undirritađ hafa sáttmálann, og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar, sérhverja tilkynningu, sem honum berst samkvćmt ţessari grein.


35. gr. - Undirskrift, fullgilding og gildistaka

1. Ađildarríkjum Evrópuráđsins er frjálst ađ undirrita sáttmála ţennan. Hann skal fullgilda eđa samţykkja. Fullgildingar- eđa samţykktarskjöl ber ađ afhenda ađalritara Evrópuráđsins.
2. Sáttmáli ţessi tekur gildi á ţrítugasta degi eftir afhendingu fimmta fullgildingar- eđa samţykktarskjals.
3. Ađ ţví er varđar ríkisstjórn, sem undirritađ hefir sáttmála ţennan og síđar fullgilt hann, tekur sáttmálinn gildi á ţrítugasta degi eftir afhendingardag fullgildingar- eđa samţvkktarskjals.
4. Ađalritarinn skal tilkynna öllum ađildarríkjum Evrópuráđsins og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar um gildistöku sáttmálans, nöfn samningsađila, sem fullgilt hafa hann eđa samţykkt, og síđari afhendingu fullgildingar- eđa samţykktarskjala.


36. gr. - Breytingar

Sérhvert ađildarríki Evrópuráđsins getur boriđ fram tillögu um breytingu á sáttmála ţessum í erindi stíluđu til ađalritara Evrópuráđsins. Ađalritarinn skal senda öđrum ađildarríkjum Evrópuráđsins allar breytingatillögur, sem ţannig eru bornar fram, en ráđherranefndin tekur ţćr síđan til athugunar, og ţví nćst skulu ţćr bornar undir álit ráđgjafasamkomunnar. Breytingatillögur, sem ráđherranefndin hefir fallist á, skulu gilda frá ţrítugasta degi eftir ađ allir samningsađilar hafa tilkynnt ađalritaranum samţykki sitt. Ađalritarinn skal tilkynna öllum ađildarríkjum Evrópuráđsins og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar um gildistöku slíkra breytinga.

37. gr. - Uppsögn

1. Sérhver samningsađili getur einungis sagt sáttmála ţessum upp er liđin eru fimm ár frá gildistöku hans ađ ţví er hann varđar, eđa í lok hvers tveggja ára tímabils eftir ţađ, og í hverju tilfelli eftir ađ hafa tilkynnt ađalritara Evrópuráđsins ţađ međ sex mánađa fyrirvara, en hann skal tilkynna ţađ hinum ađilunum og ađalframkvćmdastjóra Alţjóđavinnumálaskrifstofunnar. Slík uppsögn skal ekki hafa áhrif á gildi sáttmálans ađ ţví er ađra samningsađila varđar, enda séu slíkir samningsađilar aldrei fćrri en fimm.
2. Sérhver samningsađili getur samkvćmt ákvćđum nćstu málsgreinar hér á undan, sagt upp hvađa grein eđa málsgrein II. kafla sáttmála ţessa, sem hann hefir samţykkt, enda sé fjöldi greina eđa málsgreina, sem samningsađilinn er bundinn af, aldrei minni en 10 í fyrra tilfellinu og 45 í ţví síđara, og halda skal ţessi fjöldi greina eđa málsgreina áfram ađ fela í sér greinar ţćr, sem samningsađili valdi úr og sem sérstaklega er vikiđ ađ í 20. gr., 1. mgr., stafliđ b.
3. Sérhver samningsađili getur sagt upp sáttmála ţessum eđa sérhverri grein eđa málsgrein í II. kafla hans, samkvćmt ţeim skilmálum, sem greindir eru í 1. mgr. ţessarar greinar, ađ ţví er varđar hvert ţađ landsvćđi, sem sáttmálinn nćr til samkvćmt tilkynningu, sem gefin hefir veriđ samkvćmt 2. mgr. 34. gr.


38. gr. - Viđauki

Viđaukinn viđ sáttmála ţennan skal vera óskiptur hluti hans.
Ţessu til stađfestu hafa undirritađir undirritađ sáttmála ţennan međ fullu umbođi.
Gert í Torino hinn 18. dag októbermánađar 1961 á ensku og frönsku, og skulu báđir textarnir vera jafngildir. Sáttmálinn er gerđur í einu eintaki, sem varđveita skal í skjalasafni Evrópuráđsins. Ađalritarinn skal senda sérhverjum ađila, sem sáttmálann undirritar, stađfest endurrit hans.

VIĐAUKI VIĐ FÉLAGSMÁLASÁTTMÁLANN


Gildissviđ félagsmálasáttmálans ađ ţví er varđar verndađ fólk.

1. Án ţess ađ ţađ skuli hafa áhrif á 12. gr., 4. mgr. og 13. gr., 4. mgr., taka 1.-17. gr. ţví ađeins til útlendinga, ađ ţeir séu ţegnar annarra samningsađila og hafi löglega búsetu eđa vinni ađ stađaldri í landi viđkomandi samningsađila, ađ ţví tilskildu ađ túlka ber greinar ţessar í ljósi ákvćđa 18. og 19. greinar.

Ţessi túlkun á ekki ađ vera ţví til hindrunar, ađ samningsađilar veiti öđru fólki sömu ađstöđu.

2. Sérhver samningsađili mun veita flóttamönnum, eins og ţeir eru skilgreindir í Samţykkt um réttarstöđu flóttamanna, undirritađri í Genf hinn 28. júlí 1951, sem dvelja löglega í landi hans, eins góđ kjör og unnt er, og alla vega ekki óhagstćđari en samkvćmt skuldbindingum ţeim, sem samningsađilinn hefir fallist á samkvćmt téđri samţykkt og hverjum öđrum alţjóđasamţykktum, sem taka til ţessara flóttamanna.
 
I. kafli, 18. mgr., og II. kafli, 18. gr., 1. mgr.


Gert er ráđ fyrir, ađ ákvćđi ţessi varđi ekki komu til lands samningsađila og skerđi ekki ákvćđi Evrópusamţykktar um gagnkvćmt jafnrétti borgaranna, sem undirrituđ var í París hinn 13. desember 1955.

II. kafli


1. gr., 2. mgr.

Eigi skal túlka ákvćđi ţetta ţannig, ađ ţađ banni eđa heimili nokkur ákvćđi eđa venju varđandi kröfu um ađild ađ stéttarfélagi.

4. gr., 4. mgr.

Skilja ber ákvćđi ţetta ţannig, ađ ţađ banni ekki tafarlausan brottrekstur vegna alvarlegra misgerđa.

4. gr., 5. mgr.

Gert er ráđ fyrir ţví, ađ samningsađili geti veitt skuldbindingu ţá, sem krafist er í málsgreininni, ef mikill meirihluti launţega verđur ekki fyrir kauplćkkun, hvorki samkvćmt lögum, heildarsamningum né úrskurđum gerđardóma, en undanskiliđ eru ţeir launţegar, sem reglurnar taka ekki til.

6. gr., 4. mgr.

Gert er ráđ fyrir ţví, ađ sérhver samningsađili geti, ađ ţví er hann sjálfan varđar, takmarkađ verkfallsrétt međ lögum, ađ ţví tilskildu, ađ réttlćta megi hvers kyns frekari takmarkanir, sem ţetta kann ađ hafa á verkfallsréttinn, međ ákvćđum 31. greinar.

7. gr., 8. mgr.

Gert er ráđ fyrir ţví, ađ samningsađili geti veitt skuldbindingu ţá, sem ráđ er fyrir gert í málsgreininni, ef hann fylgir anda hennar eftir međ lagaákvćđum ţess efnis, ađ meginhluti fólks innan 18 ára aldurs skuli ekki látiđ vinna nćturvinnu.

12. gr., 4. mgr.

Orđin "samkvćmt ţeim skilyrđum, sem sett eru í slíkum samningum" í inngangi málsgreinar ţessarar, teljast ţýđa međal annars, ađ varđandi bćtur, sem fáanlegar eru óháđar nokkru tryggingaframlagi, geti samningsađili krafist ţess, ađ lokiđ sé tilskildu búsetutímabili áđur en hann veiti ţegnum annarra samningsađila slíkar bćtur.

13. gr., 4. mgr.

Ríkisstjórnir, sem ekki eru ađilar ađ Evrópusamţykktinni um félagslega ađstođ og lćknishjálp, geta fullgilt félagsmálasáttmálann ađ ţví er ţessa málsgrein varđar, svo fremi ţeir veiti ţegnum annarra samningsađila međferđ, sem sé í samrćmi viđ ákvćđi greindrar samţykktar.

19. gr., 6. mgr.

Ađ ţví er ákvćđi ţetta varđar er gert ráđ fyrir ţví ađ orđin "fjölskylda erlends starfsmanns" merki a.m.k. eiginkonu hans og börn á framfćri yngri en 21 árs.

III. kafli


Gert er ráđ fyrir ţví, ađ sáttmálinn feli í sér lagaskuldbindingar alţjóđlegs eđlis, og framkvćmd ţeirra sé eingöngu háđ eftirliti ţví, sem gert er ráđ fyrir í IV. kafla hans.

20. gr., 1. mgr.

Gert er ráđ fyrir, ađ "tölusettar málsgreinar" geti faliđ í sér greinar, sem ađeins séu ein málsgrein.

V. kafli


30. gr.

Orđin "á styrjaldartímum eđa öđrum hćttutímum" ber ađ skilja ţannig, ađ ţau nái einnig til stríđshótunar.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16