Réttur til félagslegrar ađstođar

Réttur ţessi á ađ tryggja ađ fólk búi viđ fullnćgjandi lífsskilyrđi. Ţađ felur í sér ađ einstaklingur hafi ađgang ađ nćgjanlegu magni af vatni, fćđu, fatnađi, húsaskjóli og fullnćgjandi heilsuvernd ţegar hennar er ţörf.

Allir einstaklingar eiga ađ hafa möguleika á ţví ađ vera fullir ţátttakendur í ţví samfélagi sem ţeir búa í, enginn á ţví ađ ţurfa ađ upplifa félagslegar hindranir sem aftra ţeim frá slíkri ţátttöku. Fólk á ađ geta notiđ grundvallarréttinda međ mannlegri reisn og međ virđingu frá öđrum. Enginn á ađ ţurfa ađ búa viđ ađstćđur ţar sem ţeir ţurfa ađ upplifa niđurlćgingu til ađ njóta grundvallarmannréttinda. Ađstćđur sem ţessar eru til dćmis ţegar einstaklingur ţarf ađ afla sér lífsviđurvćris međ ástundun vćndis, međ betli eđa međ nauđungarvinnu.

Fullnćgjandi lífsskilyrđi fela í sér ađ einstaklingur fái afnotiđ ţeirra lífsskilyrđa sem ná yfir fátćkramörk ţess lands sem í hlut á.

Samkvćmt Alţjóđabankanum eru fátćkramörkin skilgreind út frá tveimur ţáttum:

a) ađ einstaklingur hafi nćgjanlega fjármuni til ţess ađ greiđa fyrir fullnćgjandi magn af fćđu og öđrum grundvallarnauđsynjum,

b) ađ einstaklingur hafi fé til ţess ađ eiga möguleika á ađ vera fullur ţátttakandi í ţví samfélagi sem hann býr í. Upphćđ ţess kostnađar er breytileg eftir ţví hvađa ríki á í hlut.

Ríki eru skyldug til ţess ađ stefna statt og stöđugt ađ ţví ađ hver einstaklingur undir lögsögu ríkisins fái notiđ ţeirra grundvallarţátta sem nauđsynlegir eru til ađ lifa sómasamlega í ţví samfélagi sem ţeir eru hluti af.

Réttur til félagslegs öryggis

Alţjóđlegir mannréttindasamningar skilgreina félagslegt öryggi á eftirfarandi hátt:

Félagslegt öryggi er ţegar ríkiđ verndar einstaklinga og ţjóđfélagiđ í heild fyrir alls kyns efnahagslegum og félagslegum vandamálum, líkt og vandamálum sem tengjast öldrun, veikindum, međgöngu og fćđingu, röskun á atvinnuvenjum, atvinnuleysi, örorku eđa dauđa. Jafnframt felur vernd ríkisins í sér ađgengilega heilbrigđisţjónustu og niđurgreiđslu gjalda fyrir einstaklinga sem hafa börn á framfćri sínu.

Rétturinn til félagslegs öryggis gerir ráđ fyrir ţví ađ innan ríkja sé til stađar skilvirkt kerfi sem verndar félagslegt öryggi ţjóđfélagsţegnanna. Ríkinu ber skylda til ađ tryggja ađ einstaklingar sem á ţurfa ađ halda, fái bćtur. Ríkinu er ţví ekki heimilt ađ draga úr fjármagni sem ćtlađ er fyrir félagslega ţjónustu.

Rétturinn til félagslegs öryggis leggur ţá skyldu á ríki ađ ţađ tryggi ađ allir einstaklingar sem í ţví búa fái grundvallarţörfum sínum mćtt.

Félagslegt öryggi í íslenskum rétti

(Eftirfarandi texti er úr 5. kafla bókarinnar Mannréttindi í ţrengingum sem hćgt er ađ nálgast í heild sinni hér á vefnum)

Innleiđing réttarins til félagsleg öryggis í íslensk lög er nokkuđ umfangsmikil. Fyrst ber ađ nefna ákvćđi 1. og 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýđveldisins Íslands, nr. 33/1944, sem kveđa á um ađ öllum sem ţess ţurfa skuli tryggđur í lögum réttur til ađstođar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgđar og sambćrilegra atvika og ađ börnum skuli tryggđi í lögum sú vernd og umönnum sem velferđ ţeirra krefst. Ţađ ákvćđi kemur inn í stjórnarskrána međ stjórnskipunarlögum nr. 97/1994Í athugasemdum frumvarpsins um 1. mgr. 76. gr. er vakin athygli á samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og sérstaklega bent á 11. og 12. gr. um rétt allra til viđunandi lífsafkomu og rétt til ađ njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu ađ hćsta marki sem unnt er. Eins og sjá má af stjórnarskrárákvćđinu er kveđiđ á um ađ réttindin skuli tryggđ í lögum. Ţar má t.d. nefna lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, lög nr. 100/2007 um almannatryggingar, lög nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar og lög nr. 95/2000 um fćđingar- og foreldraorlof. Framangreindum lögum er ćtlađ ađ tryggja framfćrslu aldrađra, öryrkja, atvinnulausra og nýbakađra foreldra. Lögum nr. 99/2007 um félagslega ađstođ er ćtlađ ađ veita ýmsa ađstođ á borđ viđ umönnunargreiđslur og bćtur, maka- og dánarbćtur, endurhćfingarlífeyri, heimilisuppbót, endurgreiđslu umtalsverđs kostnađar viđ lćknishjálp og lyf, mćđra- og feđralaun o.fl. Lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar er ćtlađ ađ tryggja ađ allir geti notiđ heilbrigđisţjónustu, án tillits til efnahags. 
Auk lífeyrissjóđa og ríkis hafa sveitarfélögin sérstökum skyldum ađ gegna til ađ tryggja félagslegt öryggi íbúa. Í lögum nr. 40/1991 um félagsţjónustu sveitarfélaga er m.a. fjallađ um ađstođ vegna húsnćđismála, fjárhagsađstođ og ýmsa ţjónustu viđ aldrađa, fatlađ fólk og barnafjölskyldur. Markmiđ laganna skv. 1. gr. er ađ „tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuđla ađ velferđ íbúa á grundvelli samhjálpar.“ Ţađ hefur ýmsa kosti í för međ sér ađ öryggisnet félagslegs öryggis sé tryggt af nćrsamfélaginu en ţó ber ađ hafa hugfast ađ ţađ er ríkiđ sem er ađili ađ samningnum en ekki sveitarfélögin og ríkiđ ber ábyrgđ á ţví ađ ákvćđi samningsins séu virt.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16