Alţjóđasamningur um afnám alls kynţáttamisréttis (1965)

1968 nr. 14 1. október


Ríki ţau sem ađilar eru ađ samningi ţessum,
  sem telja ađ sáttmáli Sameinuđu ţjóđanna sé reistur á meginreglum um međfćdda göfgi og jafnrétti allra manna og ađ öll ađildarríki hafi skuldbundiđ sig, í samvinnu viđ samtökin, til ţess ađ grípa til sameiginlegra og sérstakra ađgerđa til ţess ađ ná ţví markmiđi Sameinuđu ţjóđanna ađ stuđla ađ og efla almenna virđingu fyrir og varđveislu mannréttinda og grundvallarfrelsis allra manna, án greinarmunar vegna kynţáttar, kyns, tungu eđa trúarbragđa,
   sem telja ađ mannréttindayfirlýsingin lýsi yfir ţví ađ allir menn séu fćddir frjálsir og međ jafna göfgi og réttindi og ađ allir eigi rétt á ţeim réttindum og frelsi sem talin eru ţar, án nokkurs greinarmunar, sérstaklega vegna kynţáttar, litarháttar eđa ţjóđernisuppruna,
   sem telja ađ allir menn séu jafnir fyrir lögunum og eigi rétt á sömu lagavernd gegn öllu misrétti og allri hvatningu til misréttis,
   sem telja ađ Sameinuđu ţjóđirnar hafi fordćmt nýlendustefnu og öll afbrigđi ađskilnađar og misréttis tengd henni, hvernig og hvar sem ţau birtast, og ađ yfirlýsing um veitingu sjálfstćđis til handa nýlendum og nýlenduţjóđum frá 14. desember 1960 (ályktun allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna nr. 1514 (XV)) hafi stađfest og af fullri alvöru lýst yfir nauđsyn ţess ađ ráđa međ skjótum hćtti og skilyrđislaust niđurlögum ţeirra,
   sem telja ađ yfirlýsing Sameinuđu ţjóđanna um afnám alls kynţáttamisréttis frá 20. nóvember 1963 (ályktun allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna nr. 1904 (XVIII)) stađfesti af fullri alvöru nauđsyn ţess ađ hrađa afnámi kynţáttamisréttis í heiminum í hverri mynd sem ţađ birtist og ađ tryggja skilning á og virđingu fyrir göfgi hvers manns,
   sem eru sannfćrđ um ađ allar kenningar um yfirburđi á grundvelli kynţáttar séu vísindalega rangar, siđferđislega fordćmanlegar, félagslega óréttlátar og hćttulegar og ađ kynţáttamisrétti sé aldrei og hvergi réttlćtanlegt, hvorki frćđilega né í framkvćmd,
   sem ítreka ađ misrétti á milli manna vegna kynţáttar, litarháttar eđa ţjóđlegs uppruna hindrar vinsamleg og friđsamleg samskipti á milli ţjóđríkja og getur raskađ friđi og öryggi milli ţjóđa og sátt á milli manna sem lifa í nábýli, jafnvel innan sama ríkis,
   sem eru sannfćrđ um ađ hindranir á grundvelli kynţáttar séu ósamrýmanlegar hverju mannlegu samfélagi,
   sem eru uggandi um ađ kynţáttamisrétti birtist enn í sumum heimshlutum og í stefnu ríkisstjórna sem byggja á kynţáttayfirburđum eđa óvild, svo sem kynţáttaađskilnađarstefnu, ađskilnađi eđa sundurgreiningu,
   sem eru stađráđin í ađ gera allar nauđsynlegar ráđstafanir til ţess ađ hrađa afnámi kynţáttamisréttis í hverri mynd sem ţađ birtist og hindra og berjast gegn kynţáttahatri í kenningum og framkvćmd til ţess ađ efla skilning á milli kynţátta og byggja alţjóđlegt samfélag sem er laust viđ hvers konar kynţáttaađskilnađ og kynţáttamisrétti,
   sem hafa í huga samning um misrétti međ tilliti til atvinnu og starfa samţykktan af Alţjóđavinnumálastofnuninni áriđ 1958 og samning um bann viđ misrétti í menntun samţykktan af Menningarmálastofnun Sameinuđu ţjóđanna áriđ 1960,
   sem hafa vilja til ađ koma í framkvćmd meginreglum sem birtast í yfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna um afnám alls kynţáttamisréttis og til ađ tryggja ađ sem fyrst verđi gripiđ til raunhćfra ađgerđa til ađ ná markmiđi ţeirra,
   hafa komiđ sér saman um eftirfarandi:

I. hluti.
1. gr. 1. Í samningi ţessum merkir „kynţáttamisrétti“ hvers kyns ađgreiningu, útilokun, takmörkun eđa forgang sem byggđur er á kynţćtti, litarhćtti, ćtterni eđa ţjóđernis- eđa ţjóđlegum uppruna sem hefur ţađ markmiđ eđa ţau áhrif ađ koma í veg fyrir eđa hamla ađ hćgt sé ađ fá viđurkennd eđa geta notiđ eđa framfylgt á jafnrćđisgrundvelli, mannréttindum og grundvallarfrelsi á sviđi stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála eđa öđrum opinberum vettvangi.
2. Samningur ţessi skal ekki gilda um ađgreiningu, útilokun, takmarkanir eđa forgang sem ađildarríki ađ samningnum veita ríkisborgurum sínum fram yfir ađra.
3. Ekkert í samningi ţessum skal túlkađ svo ađ ţađ hafi á nokkurn hátt áhrif á lagaákvćđi í ađildarríkjum sem varđa ţjóđerni, ríkisborgararétt eđa veitingu ţegnréttar, ađ ţví tilskildu ađ í slíkum ákvćđum felist ekki mismunun á milli ţjóđerna.
4. Sérstakar ađgerđir eingöngu í ţví skyni ađ tryggja framgang hópa af ákveđnum kynţćtti eđa ţjóđlegum uppruna eđa einstaklinga sem ţarfnast slíkrar verndar og geta veriđ nauđsynlegar til ţess ađ tryggja ađ slíkir hópar eđa einstaklingar geti notiđ eđa framfylgt til jafns viđ ađra mannréttindum og grundvallarfrelsi skal ekki litiđ á sem kynţáttamisrétti, ţó ađ ţví tilskildu ađ slíkar ađgerđir leiđi ekki til ţess ađ viđhaldiđ sé sérstökum réttindum fyrir mismunandi hópa kynţátta og ţeim sé ekki fram haldiđ eftir ađ upprunalegu markmiđi ţeirra hefur veriđ náđ.
2. gr. 1. Ađildarríki fordćma kynţáttamisrétti og skuldbinda sig til ađ fylgja eftir tafarlaust međ öllum viđeigandi ráđum stefnu um afnám kynţáttamisréttis í öllum myndum og til ađ efla skilning á milli allra kynţátta, og til ađ ná ţessu markmiđi:
   (a) Skuldbindur hvert ađildarríki sig til ađ eiga engan ţátt í ađgerđ eđa framkvćmd sem í felst kynţáttamisrétti gegn mönnum, hópi manna eđa stofnunum og tryggja ađ stjórnvöld og opinberar stofnanir hagi gerđum sínum í samrćmi viđ ţessa skyldu.
   (b) Skuldbindur hvert ađildarríki sig til ađ hvorki styrkja, verja né styđja kynţáttamisrétti nokkurra manna eđa samtaka.
   (c) Skuldbindur hvert ađildarríki sig til ađ gera raunhćfar ráđstafanir til ađ endurskođa stefnu ríkisstjórnar og stjórnvalda og ađ breyta, ógilda eđa fella úr gildi öll lög og reglur sem eru til ţess fallin ađ skapa eđa viđhalda kynţáttamisrétti, á öllum sviđum.
   (d) Skuldbindur hvert ađildarríki sig til ađ banna og binda enda á, međ öllum viđeigandi ráđum, ţar međ taliđ í löggjöf ţar sem slíkt er nauđsynlegt, kynţáttamisrétti međal allra manna, hóps eđa samtaka.
   (e) Skuldbindur hvert ađildarríki sig til ađ efla, ţar sem slíkt á viđ, samtök og hreyfingar sem vinna ađ sameiningu kynţátta og afnámi hindrana á grundvelli kynţáttar og vinna gegn öllu sem hneigist til ađ styrkja kynţáttaađgreiningu.
2. Ađildarríki skulu, ţegar ađstćđur leyfa, grípa til sérstakra og raunhćfra ađgerđa á sviđi félags-, efnahags- og menningarmála og á öđrum sviđum til ţess ađ tryggja nćgilega ţróun og vernd ákveđinna hópa kynţátta eđa einstaklinga innan ţeirra í ţví skyni ađ ábyrgjast ađ ţeir geti ađ öllu leyti og til jafns viđ ađra notiđ mannréttinda og grundvallarfrelsis. Ţessar ráđstafanir skulu ţó á engan hátt hafa ţćr afleiđingar ađ mismunandi hópar kynţátta njóti ójafnra eđa sérstakra réttinda á viđ ađra eftir ađ markmiđum ţeirra hefur veriđ náđ.
3. gr. Ađildarríki fordćma sérstaklega ađgreiningu kynţátta og kynţáttaađskilnađ og skuldbinda sig til ađ hindra, banna og upprćta alla iđkun af slíkum toga innan lögsögu sinnar.
4. gr. Ađildarríki fordćma allan áróđur og öll samtök sem byggja á hugmyndum eđa kenningum um yfirburđi eins kynţáttar eđa hóps manna af ákveđnum litarhćtti eđa ţjóđlegum uppruna, eđa sem reyna ađ réttlćta eđa hvetja til kynţáttahaturs og misréttis í hvers konar mynd, og skuldbinda sig til ađ gera skjótar og jákvćđar ráđstafanir til ţess ađ upprćta alla hvatningu til eđa ađgerđir vegna slíks misréttis međ tilliti til meginreglna mannréttindayfirlýsingarinnar og réttindanna sem eru talin í 5. gr. ţessa samnings, međal annars ađ:
   (a) Gera refsiverđa međ lögum alla útbreiđslu á hugmyndum sem eru byggđar á kynţáttayfirburđum eđa óvild, hvatningu til kynţáttamisréttis svo og öll ofbeldisverk eđa hvatningu til slíkra verka gegn hvađa kynţćtti sem er eđa hópi manna af öđrum litarhćtti eđa ţjóđlegum uppruna og einnig allar ráđstafanir til ađstođar ađgerđum kynţáttahatara, ţar međ talda fjármögnun.
   (b) Lýsa ólögleg og banna samtök og einnig skipulagđa og alla ađra áróđursstarfsemi sem stuđlar ađ og hvetur til kynţáttamisréttis og skal gera ţátttöku í slíkum samtökum eđa starfsemi refsiverđa međ lögum.
   (c) Banna stjórnvöldum og opinberum stofnunum ađ stuđla ađ og hvetja til kynţáttamisréttis.
5. gr. Til ađ uppfylla grundvallarskyldur sem lýst er í 2. gr. samnings ţessa skuldbinda ađildarríki sig til ađ banna og afnema kynţáttamisrétti í öllum myndum og ađ ábyrgjast öllum rétt til jafnrćđis fyrir lögunum, án nokkurs greinarmunar vegna kynţáttar, litarháttar, ţjóđernis- eđa ţjóđlegs uppruna, sérstaklega varđandi eftirtalin réttindi:
   (a) Rétt til ađ hljóta jafna međferđ fyrir dómstólum og öđrum ađilum sem fara međ réttarvörslu.
   (b) Rétt til mannhelgi og verndar ríkisins gegn ofbeldi og líkamlegum skađa, hvort ţađ stafar frá opinberum starfsmönnum, eđa hópi einstaklinga eđa stofnun.
   (c) Stjórnmálaleg réttindi, sérstaklega rétt til ađ taka ţátt í kosningum — ađ kjósa og vera kjörinn í kosningum — ţar sem almennur og jafn kosningaréttur gildir, ađ taka ţátt í ríkisstjórn sem og opinberri stjórnun á öllum stigum og ađ hafa jafnan ađgang ađ opinberu starfi.
   (d) Önnur borgaraleg réttindi, sérstaklega:
   (i) Rétt til frjálsrar farar og rétt til ađ velja sér dvalarstađ innan landsvćđis ríkis.
   (ii) Rétt til ađ yfirgefa hvađa land sem er, ţar međ taliđ sitt eigiđ land, og rétt til endurkomu til eigin lands.
   (iii) Rétt til ţjóđernis.
   (iv) Rétt til ađ giftast og velja maka.
   (v) Rétt til ađ eiga eignir, einn eđa í félagi viđ ađra.
   (vi) Rétt til ađ njóta erfđaréttar.
   (vii) Rétt til frjálsrar hugsunar, samvisku og trúar.
   (viii) Rétt til skođana- og tjáningarfrelsis.
   (ix) Rétt til ađ koma saman međ friđsömum hćtti og til félagafrelsis.
   (e) Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sérstaklega:
   (i) Rétt til vinnu, til frjáls vals á atvinnu, til sanngjarnra og hagstćđra vinnuskilyrđa, til verndar gegn atvinnuleysi, til jafnra launa fyrir jafna vinnu og til sanngjarnra og hagstćđra launa.
   (ii) Rétt til ađ stofna og ganga í verkalýđsfélög.
   (iii) Rétt til húsnćđis.
   (iv) Rétt til opinberrar heilsugćslu, lćknisađstođar, félagslegs öryggis og félagslegrar ţjónustu.
   (v) Rétt til menntunar og frćđslu.
   (vi) Rétt til jafnrar ţátttöku í menningarlífi.
   (f) Rétt til ađgangs ađ öllum stöđum eđa ţjónustu sem veitt er almenningi, svo sem ađ samgöngutćkjum, hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum, leikhúsum og almenningsgörđum.
6. gr. Ađildarríki skulu tryggja öllum innan lögsögu sinnar raunhćfa vernd og úrrćđi, međ til ţess bćrum dómstólum eđa öđrum ríkisstofnunum, vegna allra athafna sem í felst kynţáttamisrétti og brjóta gegn mannréttindum ţeirra og grundvallarfrelsi samkvćmt samningi ţessum, og einnig rétt til ţess ađ krefjast fyrir slíkum dómstólum sanngjarnra og fullnćgjandi skađabóta eđa greiđslna fyrir tjón sem leiđa má af slíku misrétti.
7. gr. Ađildarríki skuldbinda sig til ađ gera skjótar og raunhćfar ráđstafanir, sérstaklega á sviđi kennslu, menntunar, menningar og upplýsinga, í ţví skyni ađ berjast gegn fordómum sem leiđa til kynţáttamisréttis og ađ efla skilning, umburđarlyndi og vináttu á milli ţjóđa og kynţáttahópa eđa ţjóđlegra hópa, samhliđa ţví ađ kynna markmiđ og meginreglur sáttmála Sameinuđu ţjóđanna, mannréttindayfirlýsingarinnar, yfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna um afnám alls kynţáttamisréttis og samnings ţessa.

II. hluti.
8. gr. 1. Stofna skal nefnd um afnám alls kynţáttamisréttis (hér eftir kölluđ nefndin) skipađa átján sérfrćđingum, vammlausum og ţekktum ađ óhlutdrćgni, sem eru kjörnir af ađildarríkjum úr hópi ţegna sinna, og skulu ţeir skipa sćti sitt sem einstaklingar. Viđ val ţeirra skal tekiđ tillit til landfrćđilegrar dreifingar og ađ ţeir séu fulltrúar mismunandi menningarsvćđa svo og helstu lagakerfa.
2. Nefndarmenn skulu kjörnir í leynilegri kosningu af skrá um menn sem ađildarríki hafa tilnefnt. Hvert ađildarríki getur tilnefnt einn mann úr hópi ţegna sinna.
3. Fyrsta kosning skal fara fram sex mánuđum eftir ađ samningur ţessi öđlast gildi. Eigi síđar en ţremur mánuđum fyrir hverja kosningu skal ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna senda ađildarríkjum bréf og bjóđa ţeim ađ senda tilnefningar sínar innan tveggja mánađa. Ađalframkvćmdastjóri skal gera skrá í stafrófsröđ um alla ţá sem eru tilnefndir, ţar sem getiđ er ađildarríkja sem tilnefndu ţá, og leggja hana fyrir ađildarríkin.
4. Kosning nefndarmanna skal fara fram á fundi ađildarríkja sem ađalframkvćmdastjóri kallar saman í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna. Á fundinum, sem er lögmćtur ef hann er sóttur af tveimur ţriđju ađildarríkjanna, teljast kosnir í nefndina ţeir tilnefndra sem hljóta flest atkvćđi og hreinan meirihluta atkvćđa fulltrúa ađildarríkjanna sem viđstaddir eru og greiđa atkvćđi.
5. (a) Kjörtímabil nefndarmanna er fjögur ár. Ţó rennur kjörtímabil níu nefndarmanna sem kjörnir eru í fyrstu kosningunni út ađ tveimur árum liđnum. Formađur nefndarinnar skal velja nöfn ţessara níu nefndarmanna međ hlutkesti ţegar er fyrsta kosning hefur fariđ fram.
   (b) Nú losnar sćti í nefndinni, og skal ţá ađildarríki sem viđkomandi sérfrćđingur í nefndinni kom frá, tilnefna annan sérfrćđing úr hópi ţegna sinna og er tilnefningin háđ samţykki nefndarmanna.
6. Ađildarríki standa straum af kostnađi nefndarmanna vegna starfa ţeirra fyrir nefndina.
9. gr. 1. Ađildarríki skuldbinda sig til ađ skila ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna, til athugunar fyrir nefndina, skýrslu um ráđstafanir sem ţau hafa gert á sviđi löggjafar, réttarvörslu og stjórnsýslu eđa ađrar ráđstafanir sem ţau hafa gert til ţess ađ fylgja eftir ákvćđum samnings ţessa: (a) innan eins árs frá ţví er samningur ţessi hefur öđlast gildi gagnvart hlutađeigandi ríki og (b) síđan á tveggja ára fresti og hvenćr sem nefndin óskar ţess. Nefndin getur óskađ frekari upplýsinga frá ađildarríkjum.
2. Nefndin skal árlega, fyrir milligöngu ađalframkvćmdastjóra, gera allsherjarţingi Sameinuđu ţjóđanna grein fyrir starfsemi sinni og gera tillögur og almennar ábendingar á grundvelli athugunar á skýrslum og upplýsinga sem henni hafa borist frá ađildarríkjum. Skal allsherjarţinginu gerđ grein fyrir slíkum tillögum og almennum ábendingum, ásamt athugasemdum frá ađildarríkjum ef einhverjar eru.
10. gr. 1. Nefndin setur sér sjálf starfsreglur.
2. Nefndin kýs embćttismenn sína til tveggja ára.
3. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal sjá nefndinni fyrir skrifstofu.
4. Fundir nefndarinnar skulu ađ jafnađi haldnir í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna.
11. gr. 1. Telji ađildarríki ađ annađ ađildarríki framfylgi ekki ákvćđum samnings ţessa getur ţađ vakiđ athygli nefndarinnar á ţví. Nefndin skal ţá senda erindiđ til ţess ađildarríkis sem á í hlut. Ađildarríkiđ sem viđ ţví tekur skal innan ţriggja mánađa skila nefndinni skriflegum skýringum eđa yfirlýsingu til útskýringar á málinu og um úrbćtur sem ríkiđ hefur gert, ef einhverjar eru.
2. Náist ekki ásćttanleg niđurstađa í málinu fyrir báđa ađila, hvorki međ tvíhliđa samningaviđrćđum né međ einhverjum öđrum úrrćđum sem ţeim standa til bođa, innan sex mánađa frá ţví ađ upprunalega erindiđ barst viđkomandi ríki, hefur hvort ríki rétt til ţess ađ vísa málinu aftur til nefndarinnar međ ţví ađ tilkynna nefndinni um ţađ, svo og hinu ríkinu.
3. Nefndin skal fjalla um mál sem vísađ er til hennar samkvćmt 2. mgr. ţessarar greinar eftir ađ hún hefur fengiđ fulla vissu fyrir ţví ađ allra tiltćkra úrrćđa hafi veriđ leitađ innanlands í málinu og ţau tćmd, í samrćmi viđ almennt viđurkenndar meginreglur ţjóđaréttar. Ţetta á ţó ekki viđ ef beiting slíkra úrrćđa dregst óhćfilega á langinn.
4. Nefndin getur leitađ allra upplýsinga sem máli skipta hjá hlutađeigandi ađildarríkjum varđandi mál sem er vísađ til hennar.
5. Ţegar mál eru til athugunar hjá nefndinni samkvćmt ţessari grein, hafa viđkomandi ađildarríki rétt til ađ senda fulltrúa sinn til ađ taka ţátt í međferđ málsins fyrir nefndinni án atkvćđisréttar, á međan ţađ er til athugunar.
12. gr. 1. (a) Eftir ađ nefndin hefur móttekiđ og safnađ saman öllum upplýsingum sem hún álítur nauđsynlegar, skal formađurinn skipa sérstaka sáttanefnd (hér eftir kölluđ sáttanefndin) sem í sitja fimm menn og geta ţeir hvort heldur veriđ nefndarmenn eđa ađrir. Menn skulu skipađir í sáttanefndina međ einróma samţykki ađila ađ deilunni, og skal hún veita hlutađeigandi ríkjum liđsinni sitt međ ţađ fyrir augum ađ komast ađ vinsamlegri lausn í málinu, byggđri á virđingu fyrir samningi ţessum.
   (b) Takist ađildarríkjum ađ deilunni ekki ađ ná samkomulagi innan ţriggja mánađa um val manna í sáttanefndina, ađ hluta eđa öllu leyti, skulu ţeir sáttanefndarmenn sem ađildarríkin ađ deilunni ná ekki samkomulagi um kjörnir úr hópi nefndarmanna í leynilegri kosningu međ tveimur ţriđju hlutum atkvćđa.
2. Sáttanefndarmenn skipa sćti sitt sem einstaklingar. Ţeir mega hvorki vera ţegnar hlutađeigandi ađildarríkja ađ deilunni né ţegnar ríkis sem er ekki ađili ađ samningi ţessum.
3. Sáttanefndin kýs sér sjálf formann sinn og setur sér starfsreglur.
4. Fundir sáttanefndarinnar skulu ađ jafnađi haldnir í ađalstöđvum Sameinuđu ţjóđanna eđa á öđrum hentugum stađ samkvćmt ákvörđun sáttanefndarinnar.
5. Skrifstofa sú sem mćlt er fyrir um í 3. mgr. 10. gr. ţessa samnings skal einnig starfa fyrir sáttanefnd, hvenćr sem hún er skipuđ vegna deilu á milli ađildarríkja.
6. Ađildarríki ađ deilunni bera ađ jöfnu kostnađ vegna manna í sáttanefndinni, í samrćmi viđ áćtlun ţess efnis sem ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna gerir.
7. Ađalframkvćmdastjóra er heimilt, ef nauđsyn krefur, ađ greiđa kostnađ vegna manna í sáttanefndinni áđur en endurgreiđsla fćst frá ađildarríkjum ađ deilunni í samrćmi viđ 6. mgr. ţessarar greinar.
8. Upplýsingar sem nefndin hefur fengiđ og safnađ saman skulu vera sáttanefndinni til reiđu og getur sáttanefndin skorađ á hlutađeigandi ríki ađ láta í té allar upplýsingar sem máli skipta.
13. gr. 1. Ţegar sáttanefndin hefur athugađ máliđ til hlítar skal hún leggja fyrir formann nefndarinnar skýrslu ţar sem fram kemur niđurstađa hennar um öll atriđi sem varđa stađreyndir málsins milli ađila svo og tillögur sem telja má viđeigandi til ađ ná vinsamlegri lausn deilunnar.
2. Formađur nefndarinnar skal senda skýrslu sáttanefndarinnar til hvers ađildarríkis sem hlut á ađ deilunni. Ţessi ríki skulu, innan ţriggja mánađa, kynna formanni nefndarinnar hvort ţau fallast á tillögurnar í skýrslu sáttanefndarinnar eđa ekki.
3. Ţegar liđinn er sá tími sem lýst er í 2. mgr. ţessarar greinar, skal formađur nefndarinnar senda skýrslu sáttanefndarinnar og yfirlýsingar hlutađeigandi ađildarríkja til annarra ađildarríkja ađ samningi ţessum.
14. gr. 1. Ađildarríki getur hvenćr sem er lýst yfir ađ ţađ viđurkenni lögbćrni nefndarinnar til ađ taka á móti og athuga erindi frá einstaklingum eđa hópum einstaklinga innan lögsögu ţess er halda ţví fram ađ ađildarríkiđ hafi brotiđ á ţeim réttindi ţau sem lýst er í samningi ţessum. Nefndin skal ekki taka á móti neinu erindi varđandi ađildarríki sem hefur ekki gefiđ slíka yfirlýsingu.
2. Hverju ríki sem gefur yfirlýsingu samkvćmt 1. mgr. ţessarar greinar er heimilt ađ stofna eđa tilnefna ađila, samkvćmt innanlandsrétti sínum, sem er bćr til ţess ađ taka á móti og athuga erindi frá einstaklingum eđa hópum einstaklinga innan lögsögu ţess, er halda ţví fram brotin hafi veriđ á ţeim réttindi ţau sem lýst er í samningi ţessum og hafa tćmt önnur tiltćk innlend úrrćđi.
3. Yfirlýsing sem gefin er samkvćmt 1. mgr. ţessarar greinar og nafn ađila sem stofnađur er eđa tilnefndur samkvćmt 2. mgr. ţessarar greinar skal hlutađeigandi ađildarríki afhenda ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna og skal hann senda afrit af henni til annarra ađildarríkja. Heimilt er ađ afturkalla yfirlýsingu hvenćr sem er međ tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra, en slík afturköllun hefur ţó ekki áhrif á erindi sem eru til međferđar hjá nefndinni.
4. Halda skal skrá yfir erindi hjá ađilum sem stofnsettir eru eđa tilnefndir samkvćmt 2. mgr. ţessarar greinar og stađfest afrit af skránni skulu árlega lögđ inn í skjalasafn ađalframkvćmdastjóra eftir viđeigandi bođleiđum, međ ţađ í huga ađ efni hennar verđi ekki birt opinberlega.
5. Í ţeim tilvikum ţar sem ekki tekst ađ fá leiđréttingu hjá ađila sem er stofnađur eđa tilnefndur samkvćmt 2. mgr. ţessarar greinar er kćranda heimilt innan sex mánađa ađ bera mál sitt undir nefndina.
6. (a) Nefndin skal í trúnađi greina ađildarríki frá ţví ađ henni hafi borist erindi um ađ ţađ hafi brotiđ ákvćđi samnings ţessa, en ekki skal greint frá nafni hlutađeigandi einstaklings eđa hópa einstaklinga nema skýlaust samţykki ţeirra liggi fyrir. Nefndin skal ekki taka á móti nafnlausum erindum.
   (b) Innan ţriggja mánađa skal hlutađeigandi ríki senda nefndinni skriflegar útskýringar eđa yfirlýsingu til skýringar á málinu og lýsa úrbótum sem ţađ hefur gert, ef einhverjar eru.
7. (a) Nefndin skal athuga erindi međ hliđsjón af öllum upplýsingum sem hlutađeigandi ađildarríki og kćrandi hafa látiđ henni í té. Nefndin skal ekki taka til athugunar erindi frá kćranda fyrr en hún hefur fengiđ vissu fyrir ţví ađ kćrandi hafi tćmt öll tiltćk úrrćđi innanlands. Ţetta á ţó ekki viđ ef beiting úrrćđanna dregst á langinn.
   (b) Nefndin skal koma tillögum sínum og ráđleggingum á framfćri, ef einhverjar eru, viđ hlutađeigandi ríki og kćrandann.
8. Nefndin skal í ársskýrslu sinni birta samantekt um slík erindi og, ţar sem viđ á, samantekt um greinargerđir og yfirlýsingar hlutađeigandi ađildarríkja svo og um eigin tillögur og ráđleggingar.
9. Nefndin er ađeins bćr til ţess ađ fara međ störf ţau sem lýst er í ţessari grein, ţegar ađ minnsta kosti tíu ađildarríki hafa gefiđ yfirlýsingu samkvćmt 1. mgr. ţessarar greinar.
15. gr. 1. Ţar til náđ hefur veriđ markmiđum yfirlýsingar um veitingu sjálfstćđis til handa nýlendum og nýlenduţjóđum međ ályktun allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna nr. 1514 (XV) frá 14. desember 1960 skulu ákvćđi samnings ţessa í engu rýra kćrurétt sem ţessum ţjóđum er veittur í öđrum alţjóđlegum samningum eđa af Sameinuđu ţjóđunum eđa sérstökum stofnunum ţeirra.
2. (a) Nefndin sem stofnuđ er samkvćmt 1. mgr. 8. gr. ţessa samnings skal fá afrit erinda, og senda álit sitt og ráđleggingar varđandi ţessi erindi, til ađila á vegum Sameinuđu ţjóđanna sem fást viđ málefni sem tengjast međ beinum hćtti meginreglum og markmiđum samnings ţessa er ţeir taka til athugunar erindi frá íbúum gćsluverndarlendna og lendna sem ekki ráđa sér sjálfar og allra annarra landsvćđa sem samţykkt allsherjarţings Sameinuđu ţjóđanna nr. 1514 (XV) nćr til og varđa málefni sem samningur ţessi nćr til og eru til međferđar hjá ţessum ađilum.
   (b) Nefndin skal fá, frá til ţess bćrum stofnunum á vegum Sameinuđu ţjóđanna, afrit af skýrslum um ráđstafanir á sviđi löggjafar, réttarvörslu, stjórnsýslu eđa ađrar ráđstafanir sem tengjast međ beinum hćtti meginreglum og markmiđum samnings ţessa sem beitt er af stjórnvöldum á landsvćđum sem nefnd eru í liđ (a) ţessarar málsgreinar og gefa álit sitt og veita ráđleggingar til ţessara ađila.
3. Nefndin skal í skýrslu sinni til allsherjarţingsins birta samantekt um erindi og skýrslur sem hún hefur fengiđ frá stofnunum Sameinuđu ţjóđanna og álit og ráđleggingar sem nefndin hefur gefiđ sem varđa áđurgreind erindi og skýrslur.
4. Nefndin skal fara ţess á leit viđ ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna ađ fá allar upplýsingar, sem varđa markmiđ ţessa samnings og hann hefur ađgang ađ, varđandi landsvćđi sem nefnd eru í 2. mgr. (a) ţessarar greinar.
16. gr. Ákvćđum ţessa samnings sem varđa úrlausn deilna eđa kćrumála verđur beitt ađ skađlausu gagnvart öđrum málsmeđferđarleiđum til úrlausnar í deilum eđa kćrumálum í tengslum viđ mismunun sem koma fram í öđrum ákvörđunum eđa samningum samţykktum af Sameinuđu ţjóđunum og sérstökum stofnunum ţeirra og skulu ekki hindra ađ ađildarríki geti leitađ annarra málsmeđferđarleiđa til úrlausnar ágreiningi samkvćmt almennum eđa sérstökum samningum sem í gildi eru á milli ţeirra.

III. hluti.
17. gr. 1. Samningur ţessi skal liggja frammi til undirritunar fyrir öll ţau ríki sem eru ađilar ađ Sameinuđu ţjóđunum eđa sérstofnunum ţeirra, fyrir ađildarríki ađ samţykktum Alţjóđadómstólsins og fyrir sérhvert ţađ ríki sem allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna hefur bođiđ ađ gerast ađili ađ samningi ţessum.
2. Samningur ţessi er háđur fullgildingu. Fullgildingarskjölum skal koma í vörslu hjá ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
18. gr. 1. Samningur ţessi skal liggja frammi til ađildar fyrir hvert ţađ ríki sem vikiđ er ađ í 1. mgr. 17. gr. samningsins.
2. Ađild öđlast gildi međ afhendingu ađildarskjals til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
19. gr. 1. Samningur ţessi öđlast gildi á ţrítugasta degi eftir ţann dag sem tuttugasta og sjöunda fullgildingar- eđa ađildarskjalinu er komiđ í vörslu ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
2. Gagnvart sérhverju ríki sem fullgildir samning ţennan eđa gerist ađili ađ honum eftir ađ tuttugasta og sjöunda fullgildingar- eđa ađildarskjalinu er komiđ í vörslu öđlast samningurinn gildi á ţrítugasta degi eftir ađ fullgildingar- eđa ađildarskjali ţess hefur veriđ komiđ í vörslu.
20. gr. 1. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal taka viđ og framsenda öllum ríkjum sem eru eđa verđa síđar ađilar ađ samningi ţessum, fyrirvara sem ríki gera er ţau fullgilda samninginn eđa gerast ađilar ađ honum. Hvert ţađ ríki sem andmćlir slíkum fyrirvara skal innan níutíu daga frá dagsetningu framsendingar tilkynna ađalframkvćmdastjóra ađ ţađ fallist ekki á hann.
2. Hvorki er heimilt ađ gera fyrirvara sem er ósamrýmanlegur markmiđum og tilgangi samnings ţessa né fyrirvara sem hefur ţau áhrif ađ hindra starfsemi einhverra ţeirra ađila sem stofnađir eru međ samningi ţessum. Fyrirvari skal talinn ósamrýmanlegur eđa fela í sér hindrun ef ađ minnsta kosti tveir ţriđju ađildarríkja ađ samningi ţessum mótmćla honum.
3. Fyrirvara má afturkalla hvenćr sem er međ tilkynningu ţess efnis til ađalframkvćmdastjóra. Slík tilkynning öđlast gildi á ţeim degi er ađalframkvćmdastjóri tekur viđ henni.
21. gr. Ađildarríki getur sagt upp samningi ţessum međ skriflegri tilkynningu til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna. Uppsögn öđlast gildi einu ári eftir ađ ađalframkvćmdastjóri tekur viđ tilkynningunni.
22. gr. Sérhverri deilu á milli tveggja eđa fleiri ađildarríkja um túlkun eđa beitingu samnings ţessa sem ekki tekst ađ leysa međ samkomulagi eđa eftir málsmeđferđarleiđum sem lýst er í samningi ţessum skal ađ kröfu einhvers ađila ađ deilunni vísa til Alţjóđadómstólsins til ákvörđunar, nema deiluađilar fallist á ađra leiđ til úrlausnar.
23. gr. 1. Sérhvert ađildarríki getur fariđ fram á endurskođun á samningi ţessum međ skriflegri tilkynningu ţess efnis til ađalframkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna.
2. Allsherjarţing Sameinuđu ţjóđanna ákveđur ađgerđir, ef einhverjar verđa, í tengslum viđ slíka beiđni.
24. gr. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal tilkynna öllum ríkjum sem talin eru í 1. mgr. 17. gr. samnings ţessa um eftirfarandi atriđi:
   (a) Undirritanir, fullgildingar og ađildir samkvćmt 17. og 18. gr.
   (b) Gildistöku ţessa samnings samkvćmt 19. gr.
   (c) Erindi og yfirlýsingar sem tekiđ er viđ samkvćmt 14., 20. og 23. gr.
   (d) Uppsagnir samkvćmt 21. gr.
25. gr. 1. Samningur ţessi, ţar sem kínverskur, enskur, franskur, rússneskur og spćnskur texti eru jafngildir, skal varđveittur í skjalasafni Sameinuđu ţjóđanna.
2. Ađalframkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna skal senda stađfest afrit samnings ţessa til allra ríkja sem falla undir skilgreiningu 1. mgr. 17. gr. samningsins.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16