Samningsviđauki nr. 6 viđ samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis

Samningsviđauki nr. 6 viđ samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis međ breytingum skv. samningsviđauka nr. 11, varđandi afnám dauđarefsinga (1983), SES nr. 114

Strassborg, 28. IV. 1983 - Safn Evrópusamninga/114
Fyrirsögnum greina bćtt viđ og texta breytt í samrćmi viđ ákvćđi samningsviđauka nr. 11 (SES nr. 155), frá og međ gildistöku hans 1. nóvember 1998.
Birtist í lögum nr. 25/1998.


Ađildarríki Evrópuráđs, sem undirritađ hafa ţennan samningsviđauka viđ samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis sem undirritađur var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur "samningurinn"),

telja ađ ţróun sú, sem orđiđ hefur í ýmsum ađildarríkjum Evrópuráđsins, lýsi almennri tilhneigingu í átt til afnáms dauđarefsingar,

hafa orđiđ ásátt um eftirfarandi:


1. gr. – Afnám dauđarefsingar
Dauđarefsing skal afnumin. Engan skal dćma til slíkrar refsingar eđa lífláta.

2. gr. – Dauđarefsing á stríđstímum
Ríki er heimilt ađ setja ákvćđi í lög sín um dauđarefsingu fyrir verknađi framda á stríđstímum eđa ţegar bráđ stríđshćtta vofir yfir. Slíkri refsingu skal ađeins beitt í ţeim tilvikum, sem tilgreind eru í lögunum, og í samrćmi viđ ákvćđi laganna. Viđkomandi ríki skal kynna ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs slík lagaákvćđi.

3. gr. – Bann viđ frávikum
Óheimilt er ađ víkja frá ákvćđum ţessa samningsviđauka á grundvelli 15. gr. samningsins.

4. gr. – Bann viđ fyrirvörum
Textanum breytt í samrćmi viđ ákvćđi samningsviđauka nr. 11 (SES nr. 155).
Óheimilt er ađ gera fyrirvara samkvćmt 57. gr. samningsins um ákvćđi ţessa samningsviđauka.

5. gr. – Svćđisbundiđ gildissviđ
1. Sérhverju ríki er heimilt viđ undirritun eđa afhendingu fullgildingar-, viđurkenningar-, eđa samţykktarskjals ađ tilgreina ţađ eđa ţau landsvćđi sem samningsviđaukinn nćr til.
2. Međ yfirlýsingu til ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs getur sérhvert ríki hvenćr sem er síđar látiđ samningsviđauka ţennan ná til hvađa annars landsvćđis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviđaukinn tekur gildi gagnvart slíku landsvćđi fyrsta dag nćsta mánađar eftir ađ ađalframkvćmdastjóra berst slík yfirlýsing.
3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvćmt tveimur undanfarandi töluliđum, má afturkalla fyrir hvert ţađ landsvćđi, sem ţar er greint, međ tilkynningu til ađalframkvćmdastjórans. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag nćsta mánađar eftir ađ ađalframkvćmdastjóra berst slík tilkynning.

6. gr. – Tengsl viđ samninginn
Milli ađildarríkjanna skulu ákvćđi 1. til 5. gr. ţessa samningsviđauka skođuđ sem viđbótargreinar viđ samninginn og öll ákvćđi samningsins skulu gilda í samrćmi viđ ţađ.

7. gr. – Undirritun og fullgilding
Samningsviđauki ţessi skal liggja frammi til undirritunar ađildarríkjum Evrópuráđs sem undirritađ hafa samninginn. Hann skal háđur fullgildingu, viđurkenningu eđa samţykki. Ađildarríki Evrópuráđs getur ekki fullgilt, viđurkennt eđa samţykkt ţennan samningsviđauka nema ţađ fullgildi samninginn jafnframt eđa fyrr. Fullgildingar-, viđurkenningar- eđa samţykktarskjöl skulu afhent ađalframkvćmdastjóra Evrópuráđs.

8. gr. – Gildistaka
1. Samningsviđauki ţessi öđlast gildi fyrsta dag nćsta mánađar eftir ađ fimm ađildarríki Evrópuráđs hafa lýst sig samţykk ţví ađ vera bundin af honum samkvćmt ákvćđum 7. gr.
2. Gagnvart ađildarríki, sem síđar samţykkir ađ vera bundiđ af samningsviđauka ţessum, öđlast hann gildi fyrsta dag nćsta mánađar eftir afhendingu fullgildingar-, viđurkenningar- eđa samţykktarskjals.

9. gr. – Framlagningar
Ađalframkvćmdastjóri Evrópuráđs skal tilkynna ađildarríkjum Evrópuráđs um:
a - Sérhverja undirritun.
b - Afhendingu sérhvers fullgildingar-, viđurkenningar- eđa samţykktarskjals.
c - Sérhvern gildistökudag samningsviđauka ţessa samkvćmt 5. og 8. gr.
d - Sérhvern gerning, tilkynningu eđa orđsendingu varđandi samningsviđauka ţennan.


Ţessu til stađfestu hafa undirritađir, sem til ţess hafa fullt umbođ, ritađ undir samningsviđauka ţennan.

Gjört í Strassborg, 28. apríl 1983, á ensku og frönsku – jafngildir textar báđir – í einu eintaki, sem varđveitt skal í skjalasafni Evrópuráđs. Ađalframkvćmdastjóri Evrópuráđs skal senda stađfest endurrit til allra ađildarríkja Evrópuráđs.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16