Réttur til menntunar

Menntun telst til mannréttinda í sjálfu sér og á sama tíma er hún nauđsynleg til skilnings á mannréttindum. Menntun er grunnurinn ađ ţví ađ fólk fái notiđ ţeirra samfélagslegu gćđa sem í kringum ţađ er, hvort sem gćđin eru efnahagsleg, félagsleg eđa menningarleg. Menntun getur gefiđ einstaklingum tćkifćri til ađ brjótast úr fátćkt og hún gefur ţeim líka tćkifćri til ađ vera virkir ţátttakendur í ţjóđfélaginu sem ţeir tilheyra, til dćmis međ ţátttöku í kosningum.

Menntun er mikilvćg til ađ auka réttindi kvenna međ ţví ađ virkja ţćr og efla. Menntun er einnig mikilvćg til ţess ađ vernda börn gegn hvers konar misnotkun, hún er mikilvćg til ţess ađ virkja mannréttindi, lýđrćđiđ og jafnframt ţví eykur hún skilning fólks á mikilvćgi umhverfisverndar.

Réttur til menntunar felur í sér félagslegan rétt og rétt til frelsis. Félagslegi rétturinn leggur ţá skyldu á ríki ađ ţau bjóđi upp á fjölbreytta gjaldfrjálsa menntun og ađ einstaklingar hafi góđan ađgang ađ menntakerfinu. Rétturinn til frelsis tekur til sjálfstćđis menntastofnana sem og frelsi einstaklinga til ţess ađ velja ţá menntun sem hentar börnum ţeirra eđa ţeim sjálfum. Val byggist oft á siđferđislegum og trúarlegum gildum og til ţeirra ţátta ber ríkinu ađ taka tillit til.

Réttur til menntunar og íslenskur réttur

Núgildandi ákvćđi stjórnarkrárinnar um menntun eiga sér langa sögu. Ţegar mannréttindakafla stjórnarskrárinnar var breytt áriđ 1995 var ákvćđi um rétt til menntunar sett í 2. mgr. 76. gr. Ákvćđiđ var ekki nýtt af nálinni, ţví eldra ákvćđi var endurskođađ, en ţađ hafđi nánast stađiđ óbreytt frá árinu 1874. Gamla ákvćđiđ fjallađi um skyldu til uppfrćđslu vegna bágs fjárhags, en í ţví sagđi ađ hefđu foreldrar ekki efni á ađ frćđa sjálfir börn sín eđa séu ţau munađarlaus og öreigar vćri skylt ađ sjá ţeim fyrir uppfrćđingu af almannafé. Međ núgildandi stjórnarskrárákvćđi var verulegu bćtt viđ ţennan rétt og hljóđar 2. mgr. 76. gr. svo; ,, öllum skal tryggđur í lögum réttur til almennrar menntunar og frćđslu viđ sitt hćfi.” Er ákvćđinu ćtlađ ađ tryggja ađ allir hafi ađgang ađ almennri menntun. Međ ţví er ţó átt viđ ađra menntun en sérnám, eins og nám á háskólastigi og annađ sérhćft framhaldsnám.

Samkvćmt lögum er skylda lögđ á sveitarfélög ađ halda grunnskóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6 -16 ára, fái ţau ekki hliđstćđa kennslu annars stađar. Ţó skólaskyldan nái einungis til grunnskólastigsins ţá skulu ţeir sem honum hafa lokiđ eiga kost á ţví ađ hefja nám í framhaldsskóla, samanber 1. mgr. 32. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16