Réttur til heilsuverndar

Iđnbyltingin leiddi til grundvallarbreytinga á samfélögum hins Vestrćna heims. Í kjölfariđ spruttu upp margs konar verksmiđjur og gömlu landbúnađarsamfélögin tóku stakkaskiptum. Ţessi mikla bylting hafđi í för međ sér ýmsa fylgifiska. Marga jákvćđa, líkt og aukinn hagvöxt og betri lífsgćđi fyrir almúgann, en nýjungarnar áttu líka á sér dekkri hliđar. Iđnađinum fylgdi mikil óţrif ţar sem hreinlćtiskerfi borganna var ekki í takt viđ ţá framţróun sem átt hafđi sér stađ. Fólk vann myrkranna á milli og margir viđ óviđunandi ađstćđur sem yfirleitt voru mjög skađlegar heilsu ţeirra. Ţessi heilsufarslegu vandamál ýttu undir ţörfina á ađ ríkiđ tćki ađ sér almenna heilsugćslu. Fyrsta löggjöfin á ţessu sviđi var sett í Bretlandi, en ţar hafđi veriđ ţrýst á stjórnvöld og ţess krafist ađ brugđist yrđi viđ ţeim heilsufarslegu vandamálum sem iđnbyltingunni fylgdi.

Alţjóđasamfélagiđ viđurkenndi heilsuvernd sem mannréttindi á alţjóđaráđstefnu Sameinuđu ţjóđanna áriđ 1945. Ţađ var svo áriđ 1946 sem Alţjóđaheilbrigđismálastofnunin var sett á fót. Var ţađ fyrsta alţjóđastofnunin sem sérstaklega fjallađi um heilsuvernd sem mannréttindi.

Samkvćmt mannréttindasamningum Sameinuđu ţjóđanna og Alţjóđaheilbrigđismálastofnunarinnar fela réttindi til heilsuverndar í sér ađ:

Öllum ríkjum, óháđ ađstćđum ţeirra, er skylt ađ veita ţjóđfélagsţegnum grunnţjónustu líkt og:

a) ađgang ađ mćđraeftirliti og barnaeftirliti; b) bólusetningu gegn helstu smitsjúkdómum; c) viđunandi lćknisţjónustu vegna algengra sjúkdóma og meiđsla;     d) ađgang ađ lyfjum; e) viđunandi magn af ómenguđu vatni og grunnhreinlćtisađstöđu;  f) vernd gegn alvarlegum umhverfishćttum.

Ásamt ţessum grunnţáttum eru fjölmörg atriđi sem ber ađ hafa ađ leiđarljósi ţegar réttindi til heilsuverndar eru annarsvegar:

  1. ađgangur ađ heilsugćslu,
  2. fjárhagslegur, landfrćđilegur og menningarlegur ađgangur ađ heilbrigđisţjónustu,
  3. heilbrigđisţjónustan ţarf ađ uppfylla ákveđin gćđaskilyrđi,
  4. jafn ađgangur ađ ţeirri heilbrigđisţjónustu sem í bođi er.
Á Íslandi eru fjölmörg lög sem ađ fjalla um ţessi málefni á einn eđa annan hátt ber helst ađ nefna lög um heilbrigđisţjónustu nr. 40/2007 og lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16