Réttur til frelsis og mannhelgis

Rétturinn til persónufrelsis eru grundvallarmannréttindi hvers einstaklings. Réttinn til frelsis má rekja allt aftur til Magna Carta frá árinu 1215 og yfirlýsingu Bandaríkjanna um réttindi manns og borgara frá árinu 1789.

Magna Carta samningurinn fćrđi ađalsmönnum í Bretlandi ákveđin réttindi gagnvart konunginum. Frekari einstaklingsréttindi komust á fót međ réttindaskrá Bretlands (Bill of Rights) áriđ 1689 og Habeas Corpus lögunum frá 1640 og 1679. Í kjölfar frönsku byltingarinnar áriđ 1789 urđu einstaklingsréttindi viđurkennd víđa um heim og í mörgum ríkjum voru persónuréttindi einstaklinga lögfest í stjórnarskrám.

Á alţjóđavettvangi fékk réttur til frelsis og mannhelgi í fyrsta sinn lagalega viđurkenningu í 9. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna. Í greininni er tćpt stuttlega og á víđtćkan hátt á ţessum réttindum. Eftir ţví sem árin hafa liđiđ hefur viđurkenning á ţessum réttindum orđiđ meiri, sérstaklega í kjölfar fleiri mannréttindasamninga, á alţjóđavettvangi sem og innan ríkja.

Réttur til frelsis og mannhelgi felur í sér tvenns konar réttindi, annars vegar réttinn til persónufrelsis og hins vegar réttinn til persónulegs öryggis.

Rétturinn til persónufrelsis

Rétturinn til persónufrelsis felur í sér ađ ekki er heimilt ađ frelsissvipta og fangelsa einstakling á handahófskenndan hátt, án dóms og laga. Almennt séđ er frelsissvipting einungis heimiluđ ef hún fellur ađ öllu leyti ađ landslögum og ađ viđurkenndar ađferđir séu framkvćmdar viđ handtökuna. Í fyrsta lagi skal ávallt upplýsa ţann einstakling sem sviptur er frelsi um ástćđuna fyrir handtökunni. Í öđru lagi hafa allir frelsissviptir einstaklingar rétt á löglegri áheyrn áđur en réttarhöld eiga sér stađ. Í ţriđja lagi hefur einstaklingur rétt á skađabótum ef hann hefur veriđ handtekinn og fangelsađur án ţess ađ lögmćtar ástćđur liggi ađ baki. Í fjórđa lagi hafa einstaklingar sem sitja í varđhaldi rétt á ţví ađ ađeins nokkrir dagar líđi frá ţví ađ varđhald hefst og ţar til ţeir fá áheyrn frá dómara sem annađ hvort veitir ţeim frelsi eđa dćmir ţá í varđhald ţangađ til réttarhöld í máli ţeirra fari fram. Slíkt varđhald má ţó ekki standa lengi yfir og rétta skal í máli ţeirra eins fljótt og kostur er.

Rétturinn til persónulegs öryggis

Réttur til persónulegs öryggis hefur ekki veriđ skilgreindur á eins ítarlegan hátt og rétturinn til persónufrelsis og merkingin er mismunandi eftir ólíkum mannréttindasáttmálum. Almennt er merkingin sú ađ einstaklingur á ađ njóta verndar laganna ţegar hann nýtur réttinda sinna til persónufrelsis. Ţetta merkir ađ rétturinn til öryggis nćr lengra en einungis til ađstćđna ţar sem einstaklingurinn hefur veriđ sviptur frelsi sínu. Ríkjum er ţví ekki heimilt ađ líta framhjá ţví ađ öryggi einstaklings sé ógnađ innan lögsögu ţess og ţví ber skylda til ađ framkvćma ađgerđir til ţess ađ vernda öryggi ţess einstaklings sem á í hlut.

Réttur til frelsis og mannhelgi í íslenskum rétti

Í 2. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar er landvistarréttur íslensks ríkisborgara fortakslaus. Íslenskum ríkisborgara verđur ţví ekki meinađ ađ koma til Íslands og hann verđur ekki gerđur brottrćkur frá landinu. Regla ţessi var ţó ekki bundin í stjórnarskrá fyrr en áriđ 1995 ţegar mannréttindakafli hennar var endurkođađur. Ţó ađ svo hafi veriđ og hennar hafi ekki veriđ getiđ í almennri löggjöf ţá hefur ávallt veriđ litiđ á hana sem óskráđa grundvallarreglu. Ţó ađ íslenskum ríkisborgurum verđi ekki meinađur ađgangur ađ landinu verđa ţeir ađ hlíta ţeim lagareglum sem gilda um komu og brottför. Landvistarréttur íslenskra ríkisborgara útilokar ekki ađ hann verđi framseldur til annarra ríkja til ađ svara ţar til saka vegna gruns um refsiverđa háttsemi. í 3. og 4. mgr. 66. gr. eru settar fram nokkrar meginreglur um ferđafrelsi innanlands og rétt til ađ ferđast úr landi ásamt réttinum til ţess ađ velja sér sinn dvalarstađ. Ţó er fjallađ um leyfilegar takmarkanir á ţessum rétti.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16