Bann viđ ţrćldómi og nauđungarvinnu

Ţrćlahald á sér langa sögu; reglur um ţrćlahald má t.d. finna í skrifuđum lögum Rómverja og ţrćlkun og ţrćlasala tíđkađist um aldir um heim allan.

Ţrćlahald var formlega afnumiđ međ upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann viđ ţví, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og ađ alţjóđlegum venjurétti. Segja má ađ bann viđ ţrćlkun sé međal elstu viđurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölţjóđlegi mannréttindasamningurinn, alţjóđasamningur um ţrćlahald frá 1926, leggur bann viđ ţrćlkun og ţrćlahaldi í hvađa mynd sem ţađ birtist. Taliđ er ađ ţrćlahald hafi veriđ aflagt á Íslandi á 11. eđa 12. öld en ţađ er athyglivert  ađ ekki er kveđiđ á um bann viđ ţrćldómi og ţrćlkun í íslensku stjórnarskránni. Í 68. gr. er lagt bann viđ nauđungarvinnu en ţegar stjórnarskráin var endurskođuđ  áriđ 1995 ţótti ekki ástćđa til ađ banna ţrćlahald sérstaklega. Í athugasemdum segir ţó ađ af ákvćđi 2. mgr. 68. gr. megi álykta ađ bann sé lagt viđ ţrćldómi og ţrćlkunarvinnu ţótt ţau atriđi séu ekki tiltekin sérstaklega. Síđasta land heims til afnema formlega ţrćlahald var Máritanía áriđ 1983.

Ţó ţrćlkun sé hvergi lögleg, og fordćmd um allan heim, ţýđir ţađ ţó ekki ađ ţrćlahaldi hafi veriđ útrýmt. Áriđ 2005 áćtlađi Alţjóđavinnumálastofnunin (ILO) ađ 12,3 milljónir manna vćru ánauđugar og ţar af vćru 2,4 milljónir fórnarlömb mansals. Ţrćlkun er mest í fátćkum ríkjum Asíu og Rómönsku Ameríku en einnig eru ţekkt tćplega 400.000 tilfelli í iđnríkjunum. Oftast vinna ţrćlarnir fyrir einkaađila en sums stađar, t.d. í Súdan, viđgengst ţrćlahald međ fullri vitund stjórnvalda. Flestir sem búa viđ ţrćlkun og nauđungarvinnu eru konur og börn.

Ţrćlahald nútímans birtist í mörgum óhugnanlegum myndum. Fólk er í nauđungarvinnu í verksmiđjum, í landbúnađi, byggingariđnađi og viđ heimilisstörf. Hefđbundin bćndaánauđ tíđkast enn, fólk verđur ánauđugt vegna skulda og kynlífsţrćlkun stúlkna og kvenna er útbreitt vandamál.  Mansal fćrist í aukana og nútíma ţrćlahald er jafnframt algengt á átakasvćđum ţar sem börnum er rćnt og ţau neydd til hermennsku og/eđa gerđ ađ kynlífsţrćlum.

Fjöldi samninga gegn ţrćlkun og nauđungarvinnu hefur veriđ samţykktur á alţjóđlegum vettvangi. Má ţar nefna fyrrgreindan samning gegn ţrćlahaldi frá 1926 og viđauka viđ hann frá 1956, samţykktir Alţjóđavinnumálastofnunarinnar nr. 105 um afnám nauđungarvinnu og nr. 182 um bann viđ barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar ađgerđir til ađ afnema hana, ýmsa samninga gegn mansali s.s. samning S.ţ. um  upprćtingu mansals og kynlífsţrćlkunar (Convention for the Suppression of the Traffic in Persons and of the Exploitation of the Prostitution of Others) frá 1949, samning gegn alţjóđlegri og skipulagđri glćpastarfsemi, svonefndan Palermósamning frá 2000 og bókun viđ hann til ađ koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun međ fólk, einkum konur og börn. Áriđ 2000 var einnig samţykkt valfrjáls bókun viđ Barnasáttmála S.ţ. um sölu á börnum, barnavćndi og barnaklám. Af vettvangi Evrópuráđsins má nefna Evrópusamning gegn mansali frá árinu 2005 en hann mun öđlast gildi ţegar 10 ađildarríki hafa fullgilt hann.

Ljóst ađ bann gegn ţrćlkun og nauđungarvinnu nćgir ekki eitt og sér til ađ útrýma ţrćlahaldi nútímans. Alţjóđavinnumálastofnunin hefur hvatt ríki heims til ađ framfylgja banninu á virkari hátt og skorađ á iđnríkin ađ ađstođa ţau fátćkari viđ ađ ráđast gegn rót vandans á heimavelli. Ţá hefur stofnunin einnig mćlst til ţess ađ Vesturlönd endurskođi  vinnu- og útlendingalöggjöf sína međ ţađ ađ leiđarljósi ađ koma í veg fyrir ţrćlkun og nauđungarvinnu.

,,Ţrćlahald” er í dag samnefnari fyrir margskonar mannréttindabrot auk hefđbundnu merkingarinnar. Hugtakiđ á nú viđ nauđungarsölu á börnum, barnavćndi, barnaklám, barnaţrćlkun, umskurđ ungra stúlkna, börn sem gegna herţjónustu, nauđungavist vegna skulda, mansal, sölu á líffćrum fólks, nýtingu vćndis ásamt ađ eiga sérstaklega viđ ađskilnađarstefnuna og nýlenduríki.

Skilgreining á ţrćlahaldi

Samningurinn frá 1926 skilgreinir ţrćlahald sem stöđu eđa ástand ţar sem eignarhaldi er slegiđ yfir einstakling.

Jafnframt ţví er mikilvćgt ađ skođa ađstćđur einstaklingsins ţegar skilgreina á ţrćlahald.

Skilgreiningin hvílir á,

  1. hversu mikiđ frelsi einstaklingsins sem á í hlut er heft,
  2. hversu mikiđ ađrir hafa stjórn á eignum viđkomandi einstaklings,
  3. hvort ađ fyrir liggi samţykki og upplýstur skilningur viđkomandi einstaklings á sambandinu sem ríkir á milli hans og ţess ađila sem á í hlut.

Almennt séđ á ţrćlahald sér stađ ţegar einn einstaklingur slćr eign sinni á annan einstakling, á ţann hátt ađ ,,eigandinn” getur notfćrt sér hinn einstaklinginn refsilaust.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16