Efnahags- og félagsmálaráðið

Í Efnahags-, og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) sitja 54 aðildarríki sem hvert um sig situr í þrjú ár. Ráðið fundar tvisvar á ári.

Ráðið gefur Allsherjarþinginu álit sitt á málefnum er snerta mannréttindi. Ráðið fer einnig yfir skýrslur Mannréttindaráðsins áður en þær eru lagðar inn á borð til Allsherjarþingsins.

Efnahags-, og félagsmálaráðið hefur sett upp fjöldann allan af mikilvægum mannréttindanefndum;

  • a) mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem setti á fót undirnefnd um eflingu og virðingu mannréttinda, 
  • b) nefnd um stöðu kvenna, 
  • c) nefnd um félagslega þróun, 
  • d) og nefnd um refsivarnir og agaviðurlög.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16