Réttindi samkynhneigđra

Ţađ var Danmörk sem rann á vađiđ og varđ fyrst landa til ađ setja lög um stađfesta samvist áriđ 1989. Í kjölfariđ fylgdu önnur Norđurlönd, Noregur áriđ 1993, Svíţjóđ áriđ 1995, Ísland áriđ 1996 og Finnland áriđ 2001. Svíţjóđ var fyrst landa til ađ lögfesta rétt samkynhneigđra til frumćttleiđinga en á Íslandi var slíkur réttur leiddur í lög í júní áriđ 2006.

Í ţjóđveldislögum Íslendinga er hvergi getiđ um refsingar fyrir kynmök einstaklinga af sama kyni. Slíkt ţótti ţó svívirđilegt ţví ađ í Grágás er nefnt ađ einu meiđyrđi sem hefna mátti fyrir, var ásökun um bleyđimennsku eđa ađra kynvillu, ađ mađur yrđi sagđur ragur, strođinn eđa sorđinn. Í elstu norsku lögunum og í kristnirétti Jóns erkibiskups var refsing lögđ viđ kynmökum tveggja karla. Ţađan barst síđan ákvćđiđ í kristnirétt Árna biskups og var hegningin samkvćmt kristnirétti útlegđ og missir eigna, en ekki dauđarefsing.

Eftir siđaskiptin um miđja 16. öld var kristinréttur lagđur niđur. Ákvćđi Stóradóms um refsingar fyrir siđferđisbrot giltu ţá hér á landi í rúmlega 270 ár, frá 1565-1838. Ţá var Stóridómur afnuminn og ákveđiđ var međ tilskipun ađ hér á landi skyldu gilda dönsk hegningarlög eftir ţví sem viđ gćti átt. Áriđ 1869 tóku fyrstu heildstćđu hegningarlög Íslands gildi en ţau voru ađ fyrirmynd danskra laga sem nýlega höfđu veriđ sett ţar í landi. Í hegningarlögunum var refsing lögđ viđ kynmökum tveggja einstaklinga af sama kyni án tillits til samţykkis ţeirra og aldurs. Lagagrein nr. 178 gilti í rúmlega 70 ár, eđa allt ţar til ný hegningarlög voru samţykkt á Alţingi áriđ 1940. Tók lagagreinin jafnt til kynmaka tveggja einstaklinga af sama kyni og kynmaka viđ dýr, eins og tíđkađist víđa í Evrópu. Greinin hljóđađi svo; ,,samrćđi gegn náttúrulegu eđli varđar betrunarhúsavinnu”.

Ţann 12. febrúar áriđ 1940 samţykkti Alţingi ný hegningarlög nr. 19/1940 og voru ţau ađ danskri fyrirmynd. Međ lögunum voru felld úr gildi ákvćđi hegningarlaganna frá 1869 ţar sem lögđ var refsing viđ mökum tveggja einstaklinga af sama kyni en Ísland var annađ Norđurlandanna til ađ afnema refsingar viđ mökum samkynhneigđra án tillits til aldurs ţeirra eđa samţykkis. Danir afnámu hliđstćđ ákvćđi áriđ 1930, Svíar 1944, Finnar 1971 og Norđmenn 1972. Írland var síđasta ríki Vestur- Evrópu til ađ afnema slík refsiákvćđi, eđa áriđ 1993.

Á síđastliđnum árum hefur mikil ţróun orđiđ á réttarstöđu samkynhneigđra í ţjóđfélaginu, hvort sem er á sviđi löggjafar eđa í samfélagslegu samhengi. Mikil breyting hefur orđiđ á viđhorfum almennings og töluvert hefur dregiđ úr fordómum í garđ samkynhneigđra.

Í hegningarlögunum frá 1940 var kveđiđ á um samrćđisaldur í kaflanum sem kallađur var Skírlífsbrot. Kynmök karls og konu utan hjónabands var gert refsilaust ef bćđi voru orđin 16 ára. Vćri karlinn eldri og konan yngri var ţađ sakarefni karlsins. Međ ţessum sömu lögum var aldurinn 18 ára fyrir einstaklinga af sama kyni og varđađi allt ađ ţriggja ára fangelsi fyrir ţann sem eldri var, ef sannađ var ađ einstaklingur hafđi beitt yfirburđum vegna aldurs og reynslu til ađ koma öđrum af sama kyni til ţess ađ taka ţátt í mökunum og vćri sá á aldrinum 18-21 árs, varđađi ţađ allt ađ tveggja ára fangelsi. Lög ţessi giltu í rúm fjörtíu ár, allt til ársins 1992, og var ţeim ákvćđum er vörđuđu einstaklinga af sama kyni beitt ţó nokkrum sinnum, nćgjanlega oft til ađ stuđla ađ ţví ađ samkynhneigđir hrćddust ađ stofna til náinna kynna viđ sína líka.

Í 45 ár var hvergi minnst á samkynhneigđa í íslenskri löggjafarumrćđu en eftir ađ Samtökin ´78 voru stofnsett hófst barátta fyrir bćttri réttarstöđu homma og lesbía. Ţađ var baráttunni til mikils stuđnings ţegar Evrópuráđiđ samţykkti ályktun ţann 1. október áriđ 1981 og ţegar Norđurlandaráđiđ samţykkti svipađa ályktun 1. mars áriđ 1984. Báđar ályktanirnar fjölluđu um afnám misréttis gagnvart samkynhneigđum. Í Noregi hafđi ţá veriđ aukiđ viđ ákvćđi í norskum hegningarlögum til verndar samkynhneigđum.

Áhrifa ţessa gćtti fljótlega á Íslandi, sérstaklega eftir fund Norđurlandaráđs lesbía og homma haustiđ 1983 sem haldiđ var í Reykjavík. Fundurinn sendi ályktun til Alţingis og ríkisstjórnar Íslands ţar sem ţess var krafist ađ unniđ yrđi ađ jafnréttis- og verndarlöggjöf fyrir samkynhneigđa. Einnig var ţess krafist ađ mannréttindasamţykktir Evrópuráđsins og sameinuđu ţjóđanna um afnám misréttis gagnvart minnihlutahópum yrđu virktar.

Ţađ var síđan áriđ 1985 ađ ţingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart samkynhneigđu fólki var í fyrsta sinn borin fram á Alţingi af ţingmönnum allra stjórnmálaflokka nema Sjálfstćđisflokks. Tillögunni var vísađ til allsherjanefndar en dagađi ţar uppi.

Straumhvörf í réttindabaráttu samkynhneigđra urđu ţegar Alţingi gaf í annađ sinn frá sér ályktun um málefni samkynhneigđra ţann 19. maí áriđ 1992. Tillagan var samhljóđa ţeirri frá 1985 og var hún flutt af fulltrúum allra stjórnmálaflokka. Međ ályktuninni var Alţingi ađ lýsa yfir vilja sínum til ţess ađ tryggja ađ misrétti gagnvart samkynhneigđum ćtti sér ekki stađ. Í kjölfar ályktuninnar setti ríkisstjórnin á fót nefnd sem gerđi ítarlega úttekt á stöđu samkynhneigđra í samfélaginu útfrá lagalegu, menningarlegu og félagslegu sjónarhorni. Skýrslan myndađi síđan grundvöll fyrir ţeirri löggjafarvinnu sem varđađi samkynhneigđa í lok 20. aldarinnar. Ásamt ţví gerđi nefndin tillögur um úrbćtur á stöđu samkynhneigđra innan samfélagsins.

Sama dag og ţingsályktunartillagan í maí áriđ 1992 var samţykkt voru einnig samţykktar af Alţingi róttćkar breytingar á hegningarlögunum. Kaflinn, sem áđur hét skírlífisbrot, var endurtitlađur sem kynferđisbrot og voru ýmsar breytingar og nýmćli ađ finna í honum. Í honum er samrćđisaldur ákvarđađur 15 ár. Kynmök einstaklinga sem eru 15 ára og eldri eru ţví refsilaus ef ţau eru ađ vilja beggja ađila. Nú er ekki lengur gerđur munur á ađilum brots eftir kyni og öll mismunun gagnvart samkynhneigđum varđandi samrćđisaldur heyrir nú sögunni til.

Ađ tillögu nefndarinnar um málefni samkynhneigđra frá 1994 var mótađ lagafrumvarp um stađfesta samvist og samvist fólks af sama kyni og ţađ lagt fram á Alţingi. Lög um stađfesta samvist nr. 87/1996 voru samţykkt og tóku gildi ţann 27. júní 1996. Stađfest samvist var jafngild hjónabandi gagnkynhneigđra međ ţeim undantekningum ađ ćttleiđingar og tćknifrjóvganir voru ekki heimilar. Einungis borgaralegum vígslumönnum en ekki kirkjulegum var heimilt ađ stađfesta samvist fólks af sama kyni.

Haustiđ 1996 lagđi dómsmálaráđherra frumvarp fyrir Alţingi sem fól í sér breytingar á 180. gr. og 233. a. gr. almennra hegningarlaga en ţćr fjalla um mismunun vegna ţjóđernis, litarháttar, kynţáttar, trúarbragđa eđa vegna kynhneigđar. Fór svo ađ frumvarpiđ var samţykkt og ţar međ gert refsivert ađ neita fólki um vöru eđa ţjónustu vegna kynhneigđar ţess og óheimilt ađ ráđast opinberlega međ háđi, rógi, smánun eđa međ ógnunum á mann eđa hóp manna vegna kynhneigđar.

Lögum um stađfesta samvist var fyrst breytt áriđ 2000 og var međ breytingunum m.a. rýmkađur réttur útlendinga sem búsettir eru hér á landi til ađ stađfesta samvist sína ásamt ţví ađ kveđiđ var á um gagnkvćmt gildi löggerningsins í öđrum ríkjum sem búa viđ samsvarandi lög. Jafnframt var samkynhneigđum ađilum heimilt ađ ćttleiđa barn maka sinna. Mikilvćgar breytingar voru svo gerđar áriđ 2006 ţar sem samkynhneigđum pörum var heimilt ađ ćttleiđa börn samkvćmt ćttleiđingarlögum, nr. 130/1999, og lesbískum pörum var heimil ađstođ viđ tćknifrjóvgun samkvćmt lögum um tćknifrjóvgun, nr. 55/1996. Samstađa var um ađ engin rök vćru fyrir ţví ađ samkynhneigđir ađilar vćru síđri uppalendur en gagnkynhneigđir. Lögin útrýmdu ţví ţeirri mismunun sem samkynhneigđir urđu fyrir ţegar kom ađ ćttleiđingum barna og tćknifrjóvgunum. Áriđ 2008 voru ađrar mikilvćgar breytingar gerđar á lögunum og var ţá prestum og forstöđumönnum skráđra trúfélaga veitt heimild til ađ stađfesta samvist.

Međ ofangreindum breytingum var réttarstađa samkynhneigđra í stađfestri samvist orđin ađ mestu leyti til samrćmis viđ réttarstöđu karls og konu í hjúskap. Engu ađ síđur var enn gerđur greinarmunur á einstaklingum af gagnstćđu kyni annars vegar og einstaklingum af sama kyni hins vegar, t.d. međ ţví ađ nota mismunandi hugtök um fjölskylduform gagnkynhneigđra og samkynhneigđra. Međ ţví ađ nota mismunandi hugtök á ţennan hátt gaf ţađ til kynna ađ grundvallarmunur vćri á fólki eftir kynhneigđ ţess.  

Eitt stćrsta skrefiđ í réttindabaráttu samkynhneigđra var tekiđ áriđ 2010 ţegar Alţingi samţykkti ađ ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla. Međ ţessum breytingum féllu lög um stađfesta samvist úr gildi og í hjúskaparlögum nr. 31/1993 segir nú ađ lögin gildi um hjúskap ,,tveggja einstaklinga" en ekki ,,karls og konu" eins og áđur. Lögin gilda ţví um hjúskap allra, burtséđ frá kyni eđa kynhneigđ.

Miklir lagalegir ávinningar hafa orđiđ á Íslandi á síđastliđnum árum og áratugum og gildismat ţjóđarinnar gagnvart samkynhneigđ hefur tekiđ miklum breytingum. Óhćtt er ađ segja ađ Ísland standi einna fremst ţegar kemur ađ réttindum samkynhneigđra og fylgja fast á hćla Hollendinga, Svía og Dana.

 

Greinin er ađ hluta til unnin upp úr tveimur greinum sem birtar eru á vef Samtakanna '78. Ţorvaldur Kristinsson. ,,Löggjöf og pólitísk barátta" og Rannveig Traustadóttir. ,,Samkynhneigđir og rétturinn til fjölskyldulífs".


Skýrsla um réttarstöđu samkynhneigđra; Nefnd um réttarstöđu samkynhneigđs fólks sem forsćtisráđherra skipađi 8. september 2003  í samrćmi viđ ályktun Alţingis frá 11. mars 2003 sem fól ríkisstjórninni ađ skipa nefnd til ţess ađ gera úttekt á réttarstöđu samkynhneigđs fólks á Íslandi. Nefndin átti jafnframt gera tillögur um úrbćtur og nauđsynlegar ađgerđir til ţess ađ jafna stöđu samkynhneigđra og gagnkynhneigđra í samfélaginu. Skýrsluna er ađ finna á vef forsćtisráđuneytisins hér.

Réttindi transgender fólks á Íslandi; MRSÍ vann skýrslu áriđ 2012 međ ţađ markmiđ ađ kanna réttarstöđu trans einstaklinga hér á landi og koma međ tillögur ađ úrbótum í málaflokknum. Skýrsluna er hćgt ađ nálgast á skrifstofu MRSÍ en einnig hér á vefnum sem pdf skjal.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16