Réttindi barna

Réttindi barna eru vernduđ af víđtćku kerfi alţjóđlegra og svćđisbundinna mannréttinda-, mannúđar- og flóttamannalaga. Fjölmörg ţessara laga eru bundin í alţjóđlegum samningum. Ađ auki hafa margs konar sértćk verkfćri veriđ útbúin til ađ veita ţeim börnum vernd sem eru í sérstakri hćttu á ađ verđa fyrir mannréttindabrotum.

Barnasáttmáli Sameinuđu ţjóđanna, sem var samţykktur áriđ 1989, er helsti samningurinn sem gerđur hefur veriđ međ barnavernd ađ markmiđi. Jafnframt er hann sá fyrsti sinnar tegundar og markađi vatnaskil ţar sem sértćk réttindi barna voru sett fram. Međ sáttmálanum var nú litiđ á börn sem einstaklinga fremur en "eign" foreldra sinna.

Samkvćmt barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna er réttindum barna skipt niđur í fjögur sviđ:

Réttur til lífs

Ţetta ákvćđi felur í sér réttindi barnsins til lífs og ţá kröfu um ađ grundvallarţörfum ţess sé mćtt. Međ ţví er átt viđ ađ barniđ fái nóg ađ borđa, eigi sér húsaskjól og hafi ađgang ađ lćknisţjónustu.

Réttur til ađ ţroskast og lćra

Hér er átt viđ réttindi barna til ţess ađ ţroska ţá hćfileika sem í ţeim búa međ ađgengi ađ menntun, möguleikanum á tómstundum og leik, ađgengi ađ upplýsingum, trúfrelsi og frelsi til sjálfstćđrar hugsunar.

Réttur til ţátttöku

Ákvćđiđ felur í sér rétt barna og unglinga til ađ taka ţátt í ţví samfélagi sem ţau búa í. Ţau skulu hafa rétt til ađ tjá skođanir sínar, vera ađilar í félögum og hafa rétt til ađ hafa álit á ţeim málefnum sem hafa bein áhrif á ţeirra eigiđ líf.

Réttur til verndar

Hér er átt viđ réttindi barna sem eru nauđsynleg til ađ tryggja ţeim vernd fyrir hvers konar ofbeldi, vanrćkslu og misnotkun.

Sérstök málefni

Barnaţrćlkun

Víđs vegar um heiminn má finna börn sem af menningarlegum, félagslegum eđa efnahagslegum ástćđum ţurfa ađ vinna. Hvort sú atvinna er skilgreind sem barnaţrćlkun er háđ mati á atvinnunni sjálfri, vinnuumhverfinu, hvort ávinningur af starfinu sé ótvírćđur fyrir barniđ og hvernig samskiptum er háttađ viđ yfirmenn. Kyn er einnig mikilvćgur ţáttur ţegar meta á ađstćđur, ţar sem hvort kyniđ fyrir sig er í hćttu á misnotkun og ofbeldi af ólíkum toga. Ţađ er einnig mikilvćgt ađ meta ţau áhrif sem atvinnan hefur á réttindi barnsins til menntunar. Ţau tilfelli sem talin eru alvarlegust er varđa barnaţrćlkun er ţegar börn eru ţvinguđ til ţess ađ gegna herţjónustu eđa eru neydd til ţess ađ veita kynlífsţjónustu.

Kynferđisleg misnotkun

Börn og unglingar geta veriđ í sérstakri hćttu á ţví ađ verđa fórnarlömb kynferđislegrar misnotkunar. Möguleikinn er fyrir hendi sérstaklega ef litiđ er til ţess hversu háđ börn eru umhyggju og verndun annarra og hversu ófćr ţau eru um ađ vernda sig sjálf. Kynferđislegt ofbeldi tekur á sig margar ólíkar myndir og má ţar helst nefna nauđgun, kynferđislega ánauđ, og kynferđislegt ofbeldi innan veggja heimilis. Kynferđislegt ofbeldi getur haft gríđarleg áhrif á líkamlegt og andlegt heilbrigđi barns og eru ţau áhrif oftar en ekki varanleg.

Ofbeldi gagnvart börnum hefur lengi viđgengist vegna ţagnar og ađgerđaleysis samfélagsins. Ástćđur fyrir ţví eru margar en helst ţćr ađ börn, sérstaklega ţau sem eru fórnarlömb misnotkunar og ofbeldis hafa litlar bjargir til ađ leita réttar síns, oft vegna ótta viđ refsingu ofbeldismanna sinna. Ţađ er einnig stađreynd ađ umkvartanir barna eru oft ekki teknar alvarlega.

Börn sem gegna herţjónustu

Börn og unglingar sem eru ţátttakendur í vopnuđum átökum eru oft neydd til ađ framkvćma blóđug ofbeldisverk. Börn sem búa á átakasvćđum hafa rétt til sérstakrar verndar sem miđar ađ ţví ađ koma í veg fyrir ađ ţau séu ţvinguđ til ţátttöku í vopnuđum átökum.

Réttur ungmenna

Börn og unglingar sem sitja í varđhaldi vegna glćps sem ţau hafa framiđ eiga oft á hćttu ađ sćta pyndingum og ómannúđlegri og niđurlćgjandi međferđ. Ţađ má vera ađ ţau séu ólöglega í haldi og ađ ţeim sé neitađ um sanngjörn réttarhöld. Ţau geta átt á hćttu ađ vera dćmd á ţann hátt ađ heilsa ţeirra og líf sé í hćttu og oft er ekki hugsađ um samfélagslega ađlögun eftir ađ ţau hafa lokiđ afplánun refsingar sinnar. Ţađ er ţví mikilvćgt ađ ţađ dómskerfi, sem sinnir málum barna og unglinga, sé ađlagađ á ţann hátt ađ hagsmunir ţeirra séu ávallt hafđir ađ leiđarljósi.

Ţau réttindi sem barninu eru veitt, samkvćmt Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna, ţarf ađ framkvćma út frá ţremur grundvallaratriđum:

Hagsmunir barnsins skulu vera í fyrirrúmi

Í öllu ţví starfi sem unniđ er í ţágu barna, hvort sem ţađ er framkvćmt af opinberum ađilum eđa einkaađilum, dómstólum eđa stjórnvöldum, skulu hagsmunir barnsins ávallt hafđir í fyrirrúmi.

Starfiđ skal framkvćma án mismununar

Réttindi barna skulu vera tryggđ án tillits til litarháttar, tungumáls, trúar, stjórnmálaskođana, ţjóđernis, efnahagslegrar stöđu, fötlunar eđa nokkurra sérkenna, hvađa nafni sem ţau nefnast.

Ţátttaka

Öll börn sem hćf eru til ţess ađ hafa sínar eigin skođanir hafa rétt til ţess ađ tjá ţćr á frjálsan hátt, sérstaklega varđandi málefni sem tengjast réttindum ţeirra. Skođanir barnsins skal taka alvarlega og ber ađ taka tillit til ţeirra í samrćmi viđ aldur og ţroska hvers barns.

Ísland undirritađi samning Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins ţann 26. janúar áriđ 1990. Samningurinn var fullgiltur áriđ 1992 og lögfestur áriđ 2013.

Réttindi barnsins á Íslandi

Undanfarna áratugi hafa miklar breytingar orđiđ á uppvaxtarskilyrđum barna á Vesturlöndum. Aukin menntun, frekara ađgengi ađ heilsugćslu, og almenn velmegun hefur leitt til ţess ađ velferđ barna hefur fariđ vaxandi. Ţrátt fyrir ţađ búa mörg börn viđ óviđunandi félagslegar ađstćđur og skert lífsgćđi.

Hćtturnar sem leynast í samfélögum Vesturlanda eru fjölmargar. Velferđ barna er í húfi ţegar foreldrar bregđast á einhvern hátt hlutverki sínu sem uppalendur. Börnin sjálf geta einnig átt ţátt í ađ ógna eigin velferđ međ háttsemi sinni og má nefna fíkniefnanotkun og ţátttöku í ofbeldisverkum sem dćmi um slíka háttsemi.

Barnalög og barnaverndarlög

Áriđ 1995 var nýju ákvćđi bćtt í 3. mgr. 77. gr. Stjórnarskrár lýđveldisins Íslands, nr. 33/1944. Í ákvćđinu segir ađ tryggja skuli börnum í lögum ţá vernd og umönnun sem velferđ ţeirra krefst. Sćkir ţetta orđalag sérstaklega fyrirmynd til 2. mgr. 3. gr. samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins. Er ákvćđinu ćtlađ ađ árétta sérstaklega skyldur stjórnvalda til ađ setja lög og reglur og grípa til annarra ađgerđa sem stefna ađ ţví ađ tryggja velferđ barna á öllum sviđum.

Í barnalögum er fjallađ um forsjá barna og samkvćmt ţeim ber foreldrum ađ annast barn sitt, sýna ţví umhyggju, virđingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum eftir ţví sem best verđur á kosiđ. Samkvćmt lögum ber foreldrum skylda til ţess ađ vernda börn sín gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi sem og annarri vanvirđandi međferđ. Foreldrum ber einnig ađ afla barni sínu lögmćltrar frćđslu og ala međ ţví iđjusemi og siđgćđi. Međ forsjá er átt viđ rétt foreldra til ađ ráđa persónulegum högum barns og ákveđa bústađ ţess. Í lögunum er barninu einnig tryggđur réttur til forsjár foreldra sinna. Ef foreldri fer eitt međ forsjá er ţví skylt ađ stuđla ađ ţví ađ barn njóti umgengni viđ hitt foreldri sitt, nema ef umgengnin er andstćđ hag og ţörfum barnsins samkvćmt ákvörđunum dómstóla eđa stjórnvalds.

Barnaverndarlög fjalla um vernd barna og er markmiđ ţeirra ađ tryggja ađ börn sem búa viđ óviđunandi ađstćđur eđa börn sem stofna heilsu sinni eđa ţroska í hćttu fái nauđsynlega ađstođ. Markmiđ laganna er einnig ađ styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og til ţess ađ beita úrrćđum sem ćtluđ eru til verndar einstökum börnum ţegar viđ á. Í 4. gr laganna eru nánar raktar ţćr meginreglur sem barnaverndaryfirvöldum ber ađ byggja starf sitt á. Eiga barnaverndaryfirvöld ađ beita ţeim ráđstöfunum sem ćtla má ađ barni séu fyrir bestu međ tilliti til sjónarmiđa og óska barna eftir ţví sem aldur ţeirra og ţroski gefa tilefni til, en ávallt skal gćta samrćmis og jafnrćđis í ákvörđunum ţeirra. Í lögunum er einnig áréttađ ađ barnaverndaryfirvöld skuli eins og hćgt er gćta ţess ađ almenn og vćgari úrrćđi til stuđnings fjölskyldu séu reynd áđur en gripiđ er til annarra úrrćđa. Ţau skulu jafnframt miđa viđ ađ vćgustu ráđstöfunum sé beitt til ađ ná fram ţeim markmiđum sem stefnt er ađ og byggja ţannig á međalhófsreglu.

Međ lögunum voru gerđar grundvallarbreytingar á skipulagi og málsmeđferđ barnaverndarmála. Mikilvćg nýjung er ađ úrskurđarvald í málum vegna forsjársviptingar fluttist frá barnaverndarnefndum til dómstóla. Er markmiđ ţess ađ tryggja enn frekar vandađa málsmeđferđ í ţessum viđkvćmu málum.


Hugtakiđ barn í íslenskum lögum

Međ lögrćđislögum nr. 71/1997 var sjálfrćđisaldur barna hćkkađur úr 16 árum í 18 ár.

Eftir lagabreytinguna eru börn á Íslandi skilgreind sem allir einstaklingar undir 18 ára aldri og eiga ţau rétt á forsjá foreldra sinna til 18 ára aldurs. Breytingin var gerđ međ vísan til ţess ađ réttast vćri ađ Ísland fylgdi skilgreiningu samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins ţar sem allir einstaklingar undir 18 ára aldri eru skilgreindir sem börn. Ásamt ţví ţótti íslenska fyrirkomulagiđ ekki vera í samrćmi viđ nágrannalönd ríkisins.

Á Íslandi fer félagsmálaráđuneytiđ međ yfirstjórn barnaverndarmála og annast stefnumótun í málaflokknum. Barnaverndarstofa, sem er sérstök undirstofnun ráđuneytisins, annast daglega stjórn barnaverndarmála og vinnur ađ samhćfingu og eflingu barnaverndarstarfs.


Barnaverndarstofa Íslands

Á Íslandi hefur orđiđ mikil ţróun á sviđi barnaverndarmála á undanförnum árum og međ tilkomu Barnaverndarstofu hófst mikiđ umbótastarf í ţessum málaflokki.

Barnaverndarstofa er stjórnsýslustofnun sem fer međ daglega stjórnun barnaverndarmála í umbođi félagsmálaráđuneytisins.

Verkefni Barnaverndarstofu eru nánar útfćrđ í reglugerđ nr. 264/1995. Meginhlutverk hennar eru:

  • ađ veita barnaverndarnefndum leiđbeiningar og ráđgjöf varđandi fjölskylduvernd og úrlausn barnaverndarmála,
  • ađ hafa eftirlit međ störfum barnaverndarnefnda, ţar á međal heimta frá ţeim ársskýrslur,
  • ađ hafa yfirumsjón og eftirlit međ stofnunum og heimilum, sem ríkiđ rekur og styrkir, fyrir börn sem vistuđ eru á grundvelli barnaverndarlaga,
  • ađ hafa umsjón međ vistun barna á stofnunum og heimilum sem ríkiđ rekur eđa styrkir á grundvelli barnaverndarlaga,
  • ađ hlutast til um ađ settar verđi á fót stofnanir og heimili samkvćmt tilgreindum ákvćđum barnaverndarlaga,
  • ađ veita barnaverndarnefndum fulltingi viđ öflun hćfra fósturforeldra,
  • ađ hlutast til um ađ fram fari ţróunar- og rannsóknarstarf á sviđi barnaverndar,
  • ađ annast frćđslu um barnavernd, einkum fyrir barnaverndarnefndir og starfsmenn ţeirra. [1]

Barnahús

Barnahús var stofnađ ţann 1. nóvember áriđ 1998 og er markmiđ ţess ađ skapa samstarfsvettvang ásamt ţeim opinberu stofnunum sem gegna rannsóknum og međferđ í kynferđisbrotamálum gegn börnum. Tilgangurinn međ starfi hússins er ađ skapa ađstćđur sem tryggja ađ ţarfir og hagsmunir barnsins séu í fyrirrúmi viđ rannsókn slíkra mála. Er lagt upp úr ţví ađ barniđ ţurfi ađeins ađ leita á einn stađ og ađ skýrslutaka, lćknisrannsókn, greining og međferđ fari fram í umhverfi sem er barninu vinveitt. Ţađ er einnig krafa um ađ rannsókn mála lúti faglegum kröfum og ađ húsiđ safni saman reynslu viđ rannsókn ţessara mála og stuđli ađ heildarsýn yfir umfang málanna sem og ađ samhćfa starfsemi hinna ólíku stofnana sem koma ađ málunum.[2]

Á heimasíđu Barnaverndarstofu www.bvs.is má finna frekari upplýsingar um verkefni og starfsemi hennar.


Barnaverndarnefndir

Barnaverndarnefndir sveitarfélaga bera ábyrgđ á framkvćmd barnaverndar í eigin umdćmi og hefur Barnaverndarstofa eftirlit međ starfsemi ţeirra. Er sveitarfélögum heimilt samkvćmt lögum ađ haga skipan barnaverndarmála međ ýmsum hćtti. Sveitarfélagiđ getur skipađ sérstaka barnaverndarnefnd, ţađ getur faliđ félagsmálanefnd ađ fara međ framkvćmd barnaverndarlaga og ađ lokum getur sveitarfélagiđ skipađ sameiginlega barnaverndarnefnd međ öđrum sveitarfélögum eđa á hérađsgrundvelli.

Umbođsmađur barna

Embćtti umbođsmanns barna var fyrst sett á fót ţann 1. janúar 1995. Hlutverk umbođsmannsins er ađ vinna ađ ţví ađ bćta hag barna og unglinga. Hann á ađ gćta ađ ţví ađ tekiđ sé tillit til réttinda barna, ţarfa ţeirra og hagsmuna á öllum sviđum samfélagsins.

Umbođsmađurinn er jafnframt talsmađur barna. Í ţví felst ađ umbođsmađurinn kemur réttinda- og hagsmunamálum barna á framfćri viđ opinbera ađila sem og ađila í einkageiranum. Umbođsmađurinn vinnur almennt ađ réttindamálum barna og unglinga. Honum er ekki ćtlađ ađ skipta sér af vandamálum einstakra barna ţar sem ađrir ađilar hafa yfirumsjón međ ţeim, t.d. barnaverndarnefndir.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíđu umbođsmanns www.barn.is

 

Á vef innanríkisráđuneytisins og velferđaráđuneytisins má finna ýmsar upplýsingar um málefni barna s.s. skýrslur og ađgerđaráćtlanir.


 

[1] Önnur skýrsla Íslands um framkvćmd samnings á vegum Sameinuđu ţjóđanna frá 20. nóvember 1989 um réttindi barnsins. Sótt af http://domsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/til_nefnda/nr/54 ţann 6. júní 2006.

[2] Upplýsingar um Barnahús eru fengnar úr skýrslu um starfsemi Barnaverndarstofu frá árinu 2000.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16