Mannréttindahugtakiđ

“Ţađ ber ađ viđurkenna ađ hver mađur sé jafnborinn til virđingar og réttinda, er eigi verđi af honum tekin, og er ţetta undirstađa frelsis, réttlćtis og friđar í heiminum.”

“Hafi mannréttindi veriđ fyrir borđ borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för međ sér siđlausar athafnir, er ofbođiđ hafa samvisku mannkynsins, enda hefur ţví veriđ yfir lýst, ađ ćđsta markmiđ almennings um heim allan sé ađ skapa veröld, ţar sem menn fái notiđ málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.”

“Mannréttindi á ađ vernda međ lögum. Ađ öđrum kosti hljóta menn ađ grípa til ţess örţirfaráđs ađ rísa upp gegn kúgun og ofbeldi.”

Ţannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna sem samţykkt var hinn 10. desember 1948. Međ henni var lagđur grundvöllur ađ uppbyggingu hins alţjóđlega mannréttindakerfis og hún hefur međ árunum orđiđ viđurkennt leiđarljós ţeirra sem vinna ađ eflingu og virđingu mannréttinda og ţeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan.

Stjórnmálaleiđtogar allra landa, jafnvel ţeir sem láta mannréttindabrot viđgangast, hafa í áranna rás vísađ til yfirlýsingarinnar á tyllidögum og viđurkennt ţannig í orđi efni hennar og inntak ţótt ţeir hafi ekki fariđ eftir henni á borđi. Víđa um heim hefur Mannréttindayfirlýsingin eđa réttindin, sem ţar er kveđiđ á um, veriđ tekin upp í stjórnarskrár ríkja. Hún hefur ţannig haft ómćlda ţýđingu fyrir heimsbyggđina alla.

Ţessa yfirlýsingu ţurfa sem flestir ađ kunna og gera ađ sínu leiđarljósi; virđa ber mannréttindi allra, allsstađar og jafnan ber ađ hafa í huga hina gullnu jafnrćđisreglu 2. gr. yfirlýsingarinnar og margra alţjóđlegra mannréttindasamninga, ađ allir skuli eiga kröfu á réttindunum sem ţar eru tilgreind, allir skuli jafnir gagnvart lögum og dómstólum og megi ţar engan greinarmun gera vegna kynţáttar, litarháttar, kynferđis, tungu, trúar, stjórnmálaskođana eđa annarra skođana, ţjóđernis, uppruna, eigna, ćtternis eđa annarra sambćrilegra ađstćđna.

Samkvćmt 2. mgr. 2. gr. yfirlýsingarinnar má ekki heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands ţeirra eđa landsvćđis, ţjóđréttarstöđu ţess eđa lögsögu yfir ţví, hvort sem landiđ er sjálfstćtt ríki, umráđasvćđi, sjálfsstjórnarlaust eđa á annan hátt háđ takmörkunum á fullveldi sínu.

Kaflarnir á ţessari síđu eru til ţess hugsađir ađ gefa örstutt yfirlit yfir hugmyndir manna um hugtakiđ mannréttindi og alţjóđlega mannréttindakerfiđ, sem byggt var upp eftir stofnun Sameinuđu ţjóđanna. Međ ţví var viđurkennt ađ mannréttindi vćru alţjóđlegt viđfangsefni sem gćti gengiđ gegn fullveldisrétti einstakra ríkja. Samtímis alţjóđakerfinu voru byggđ upp sérstök svćđisbundin mannréttindakerfi í Evrópu og Ameríku og međ tímanum hefur mannréttindastarf stóreflst í einstökum ríkjum, grundvallađ á landsrétti einstakra ríkja sem og alţjóđalögum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16