16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2008

MANNRÉTTINDI KVENNA ERU EKKI MUNAĐUR!

Dagskrá 16 daga átaks 2008

Áriđ 2008 verđur 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 18 sinn. 16 daga átak hefur í frá 1991 unniđ ađ ţví ađ draga kynbundiđ ofbeldi fram í dagsljósiđ sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakiđ til ađ krefjast ađstođar og stuđnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til ađ styrkja forvarnastarf og ţrýsta á um breytingar á löggjöf til ađ bćta réttarstöđu ţolenda. Ţá hefur átakiđ veriđ nýtt til ađ stuđla ađ ţví alţjóđlegum mannréttindareglum sé beitt til ađ vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigđisvandamáli og ógn viđ mannfrelsi og friđ um allan heim.

60 ára afmćli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna er sögulegur viđburđur en hún er undirstađa allra alţjóđlegra mannréttindasamninga sem milljónir manna byggja rétt sinn á. Meginreglurnar, sem settar eru fram í yfirlýsingunni, eru grundvöllur starfs mannréttindafrömuđa um allan heim og veita gefa starfi ţeirra jafnframt viđurkenningu og lögmćti. Alţjóđleg mannréttindavernd og réttindi kvenna eiga undir högg ađ sćkja og ţví er 16 daga átak áriđ 2008 tileinkađ mannréttindayfirlýsingunni og ađgerđum til ađ tryggja konum ţau réttindi sem hún kveđur á um.

Mannréttindi geta ekki talist algild á međan mannréttindi kvenna eru brotin. Hiđ alţjóđlega átak sem hafiđ er í tilefni af 60 ára afmćli Mannréttindayfirlýsingarinnar er kjörinn vettvangur til ađ berjast fyrir bćttum rétti kvenna, til ađ berjast gegn kynjamisrétti og skapa heim sem er laus viđ ofbeldi, mismunun og óréttlćti. Virk réttindi kvenna eru grunnţáttur í sanngjörnum, sjálfbćrum heimi ţar friđur ríkir og mannréttindi allra eru virt.

Undanfarin 60 ár hafa konur barist ötullega gegn kynjamisrétti á öllum sviđum međ góđum árangri. Feminískri nálgun á mannréttindi er beitt víđa um heim og er í stöđugri ţróun. Réttindabarátta kvenna hefur haft gagngerar breytingar í för međ sér á sviđi menntunar, heilsu, löggjafar, stjórnmála og á túlkun mannréttindahugtaksins almennt. Alţjóđagerđir, ţar sem réttindi kvenna eru áréttuđ, eru m.a. alţjóđasamningur Sameinuđu ţjóđanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW) og ályktanir og yfirlýsingar stofnana og ţinga Sameinuđu ţjóđanna, s.s. Vínaryfirlýsingin, Kaíró-áćtlunin, Peking-áćtlunin, Ţúsaldarmarkmiđin og Heimsţingiđ. Konur hafa kallađ eftir pólitískum vilja međ góđum árangri og áréttađ viđ stjórnvöld nauđsyn ţess ađ gera gagngerar breytingar - ţví miđur er ţó framkvćmdinni og úrrćđum til ađ uppfylla ţessi loforđ enn ábótavant.

16 daga átak 2008 er tileinkađ Mannréttindayfirlýsingunni og ađgerđum til ađ tryggja konum ţau réttindi sem hún kveđur á um. Sérstök áhersla er lögđ á ađ:

· Ađ styđja konur sem berjast fyrir mannréttindum.

·         Ađ binda enda á ofbeldi gegn konum.

·         Ađ stuđla ađ auknu jafnrétti kynjanna innan stofnana Sameinuđu ţjóđanna.

·         Ađ auka fjárframlög til fyrir baráttunnar gegn kynjamisrétti.

 Á liđnum áratug hefur vitneskja um kynbundiđ ofbeldi vaxiđ stórum skrefum fyrir tilstilli samtaka, stofnana og einstaklinga sem hafa um allan heim unniđ sleitulaust ađ ţví ađ upprćta ofbeldi gegn konum. Ţó mörgu hafi veriđ áorkađ ţá eru enn langt í land. Í tengslum viđ hátíđahöld vegna 60 ára afmćlis Mannréttindayfirlýsingarinnar beinir 16 daga átak áriđ 2008 sjónum ađ alţjóđlegum mannréttindum kvenna og heiđra kvenréttindabaráttu í gegnum tíđina. Ţátttakendur eru hvattir til ađ beina ađgerđum ađ ţeim margvíslegu mannréttindabrotum sem konur glíma viđ um allan heim og stuđla ađ ţví ađ  forystuhlutverk kvenna í mannréttindabaráttu sé metiđ ađ verđleikum.

Á Íslandi verđur sjónum sérstaklega beint ađ ţví ađ standa vörđ um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskreppunni. Yfirskrift átaksins áriđ 2008 er Mannréttindi kvenna eru ekki munađur!, til ađ leggja áherslu á ađ opinberar ađgerđir til ađ vernda mannréttindi kvenna eru ekki munađur sem kasta má fyrir róđa ţegar skórinn kreppir. Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega ađgerđaáćtlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferđisofbeldi og ađgerđaáćtlun gegn mansali er í smíđum. Brýnt er ađ fyrirhugađur niđurskurđur hins opinbera bitni ekki á framkvćmd ţessara áćtlana ţví vitađ er ađ efnahagsţrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitna oft harđar á konum. Nú ţegar leita fleiri konur til Kvennaathvarfsins en vant er og flestir einstćđir foreldrar sem lifa viđ fátćktarmörk á Íslandi eru konur. Hafa ber hugfast ađ ţađ var í kjölfar kreppunnar í Finnlandi á níunda áratugnum sem kynlífsiđnađur náđi fyrst fótfestu í landinu.

Í 16 daga mun á fjórđa tug ađila og samtaka um sem lćtur sig málefniđ varđa standa fyrir margvíslegum viđburđum í ţví augnamiđi ađ vekja athygli almennings á orsökum og afleiđingum kynbundins ofbeldis, međ sérstakri áherslu á mannréttindi kvenna í efnahagsţrengingum. Á Íslandi koma eftirfarandi ađilar ađ átakinu:

Afliđ - Alnćmisbörn - Alnćmissamtökin á Íslandi - Alţjóđahús - Amnesty International á Íslandi - Barnaheill - Blátt áfram - Bríet – félag ungra femínista - Femínistafélag Íslands - Félagsmálaráđuneyti - Forma - Háskólinn á Akureyri - Jafningjafrćđsla Hins hússins - Jafnréttisstofa - Kvenfélagasamband Íslands - Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands - Kvennaráđgjöfin - Kvennasögusafniđ - Kvenréttindafélag Íslands  - Leikfélag Akureyrar - Lögreglan í Reykjavík - Mannréttindaskrifstofa Íslands  -  Neyđarmóttaka vegna nauđgunar -  Prestur innflytjenda -  Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafrćđum  -  Rauđi Kross Íslands  -  Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi  -   Samtök um kvennaathvarf  -  Soroptimistasamband Íslands  -  Stéttarfélag íslenskra félagsráđgjafa -  Stígamót   -  UNICEF á Íslandi  -  UNIFEM á Íslandi - V-dagssamtökin  -  Zonta á Íslandi  -  Ţjóđkirkjan

Nánari upplýsingar um átakiđ er ađ finna á heimasíđu átaksins: http://www.cwgl.rutgers.edu/16days/home.html og hjá Center for Women's Global Leadership en ţar er einnig hćgt ađ fá Ađgerđapakka (Action Kit).

Ýmsir athyglisverđir tenglar:

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16