16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2004

Í nóvember áriđ 2004 stóđu 16 félagasamtök og stofnanir fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lauk međ afhendingu áskorunar til yfirvalda um ađ setja fram heildstćđa ađgerđaáćtlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi er hefđi réttlćti, forvarnir, stuđning og vernd til handa fórnarlömbum ađ leiđarljósi.

Í kjölfar átaksins var settur á fót ađgerđahópur gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi međ ţađ ađ markmiđi ađ stuđla ađ upplýstri umrćđu um málefniđ og vera stjórnvöldum til stuđnings og leiđbeiningar viđ gerđ ađgerđaáćtlunar er tćki til löggjafar, dómstóla, saksóknara og löggćslu, félagslegra úrrćđa, frćđslu til almennings og fagađila; ásamt sértćkum ađgerđum innan mennta-, heilbrigđis- og félagslega kerfisins.

Hópurinn tók saman međfylgjandi drög ađ ađgerđaáćtlun og kom henni á framfćri viđ dómsmálaráđuneytiđ, félagsmálaráđuneytiđ, menntamálaráđuneytiđ og heilbrigđisráđuneytiđ (bréf til stjórnvalda). Hópurinn fundađi síđan međ ráđherrum og hélt opinn samráđsfund međ yfirvöldum ţar sem tillögur hópsins voru kynntar.

Ađgerđarhópurinn leggur ríka áherslu á heildarendurskođun löggjafar um kynbundiđ ofbeldi en undir hana flokkast fyrningarákvćđi kynferđisbrota á börnum.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16