Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2010

Njótum fjölbreytninnar

Evropuvika_2010_Petur_far_verdlaun_fra_MargretiYfirskrift átaksins í ár var „Njótum fjölbreytninnar“. Mannréttindaskrifstofa Íslands hélt hönnunarsamkeppni um merki/mynd átaksins og vinningshafinn var Pétur Guðmundsson, sem hér tekur við verðlaununum frá Margréti Steinarsdóttur, nýráðnum framkvæmdastjóra skrifstofunnar. Pétur fékk að sjálfsögðu stuttermabol með merkinu!

Síðastliðinn fimmtudag, 18. mars, var haldinn viðburður til að auka vitundarvakningu í tilefni Evrópuvikunni og tóku þátt með okkur deildir Rauða Kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu, SEEDS sjálfboðaliðasamtök, Kirkjan og Soka Gakkai á Íslandi.

Evropuvika_2010_Krakkar_setja_upp_barmmerki_og_boli

Viðburðurinn var í Smáralindinni í Kópavogi en einnig voru á Ísafirði og Akureyri haldnir viðburðir á vegum Kirkjunnar þar.

Fjöldi unglinga á vegum samtakanna hér að ofan tók þátt í undirbúningi og fræddust um kynþáttamisrétti á mismunandi hátt. Sömu unglingar tóku síðan þátt í vitundarvakningu almennings í Smáralind þar sem þau gengu um verslunarmiðstöðina íklædd bolum merktum yfirskrift átaksins og með máluð andlit og buðu þeim er þau mættu að njóta fjölbreytninnar með þeim! Gestum var að auki boðið að taka heim með sér barmmerki, kort og bæklinga með upplýsingum um kynþáttamisrétti og einnig buðu unglingarnir öllum sem vildu upp á hlaupbangsa, en þeir voru einmitt tákn yfirskriftarinnar í ár.

Í tilefni dagsins var einnig boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði.

Evropuvika_2010_Songfuglar_RKI_Imagine

Þrjár ungar stúlkur frá Rauða krossinum sungu fagurlega raddaða útgáfu af Imagine, lagi John Lennon, og þar á eftir stigu stúlkur úr leikfélagi Kvennaskólans í Reykjavík, Fúríu, á stokk með broti úr frumsömdu verki er ber nafnið Kvennó-Edda.

Evropuvika_2010_Leifir_kennir_breik_-_fra_Kolbruni_RKI

Leifur Eiríksson breikari sýndi listir sínar ásamt tveimur breskum breikdönsurum, ogEvropuvika_2010_Sirkus_Island_a_stultum_i_mannr.twister_-_fra_Kolbrunu_RKI þar á eftir kenndi Leifur hópi áhugasamra nokkur grunnspor breiklistarinnar.Evropuvika_2010_Fingrafaralistaverk

Á efri hæð Smáralindar voru annarsvegarfingrafaralistaverk oghinsvegarmannréttinda-twister.Listaverkið tók smám saman á sig mynd við það að gestir og gangandi þrykktu fingrafari sínu á strigann til að gefa til kynna afstöðu þeirra með fjölbreytileika, og gegn kynþáttamismunun; litir að eigin vali;-) Mannréttinda-twisterinn var sérstaklega búinn til til að minna fólk að fjölbreytileikann og mikilvægi þess að njóta og kunna að meta hann.

Á meðan á öllu þessu stóð voru meðlimir úr Sirkusi Íslands að skemmta í kringum sviðið, sumir á stultum og aðrir með húlagjarðir og slíkt, og enn aðrir kenndu sirkusbrögð við miklar og góðar undirtektir. Krakkar úr gjörningahópi Flensborgar voru allan tímann á vappinu íklædd dýrabúningum og buðu fólki ókeypis knús!

Þáttaka var góð bæði meðal unglinga og einnig frá áhorfendum. Við erum strax farin að hlakka til næstu viku að ári – en að sjálfsögðu gleymum við ekki að njóta fjölbreytileikans þangað til!

Evropuvika_2010_allur_hopurinn_-_fra_Kolbrunu_RKI

Hluti af hópnum í lok dagsins.

Fleiri myndir má finna á myndasíðu okkar, hér.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16