16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2010

Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvćđum -

í ofbeldismálum ber gerandinn ábyrgđina.

Fimmtudaginn 25. nóvember verđur 16 daga átakinu ýtt úr vör í 20. sinn. Verđur ţađ gert međ Ljósagöngu til ađ vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til ađgerđa. Er ţetta í annađ sinn sem fariđ er í Ljósagönguna, en ţađ er UNIFEM sem stendur fyrir henni og er hugsunin ađ gera hana ađ árlegum viđburđi.

Gangan er fyrsti viđburđurinn af fjölmörgum sem markar alţjóđlegt 16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum. Alţjóđlega yfirskrift átaksins í ár er: Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvćđum og viljum viđ á Íslandi leggja áherslu á ábyrgđ gerenda í ofbeldismálum.

Kyndilberar í ár eru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráđherra, Katrín Júlíusdóttir iđnađarráđhera, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra, Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráđherra, Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuđborgarsvćđis, Ragnhildur Gísladóttir, Auđur Jónsdóttir rithöfundur, Guđrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Sigurlaug Viborg forseti Kvenfélagasambands Íslands, og nemendur Jafnréttisskólans.

Gengiđ verđur frá Ţjóđmenningarhúsinu viđ Hverfisgötu klukkan 19.00, ađ Sólfarinu viđ Sćbraut. Bćđi áđur en gengiđ er af stađ og eftir ađ á áfangastađ er komiđ, munu konur af ýmsum ţjóđernum lesa ljóđ sem tengjast baráttumálum kvenna. Ađ ţví loknu verđur friđarsúlan tendruđ.

Međ Ljósagöngunni er tilgangurinn ađ vekja athygli á stöđu ţeirra milljóna kvenna sem verđa fyrir ofbeldi, bćđi hér heima og erlendis.

Markmiđiđ er einnig ađ minna á ţá skömm og niđurlćgingu sem slíku ofbeldi fylgir ţegar ábyrgđin ćtti ađ öllu leyti ađ hvíla á herđum gerandans.

Slökkt verđur á friđarsúlunni ţennan dag klukkan 19.45 til ađ vekja athygli á ţví myrkri og einangrun sem fórnarlömb kynbundins ofbeldis ţurfa ađ búa viđ. Međ ţví ađ tendra ljósiđ á ný fylgir sú von ađ hćgt verđi ađ vinna bug á ofbeldi gegn konum í heiminum og ţví kynjamisrétti sem ţví fylgir.

Friđur ríkir ekki fyrr en búiđ er ađ upprćta ofbeldi gegn konum, í öllum ţeim myndum sem ţađ birtist.

16 daga átak hefur í frá 1991 unniđ ađ ţví ađ draga kynbundiđ ofbeldi fram í dagsljósiđ sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim nýta átakiđ til ađ krefjast ađstođar og stuđnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til ađ styrkja forvarnastarf og ţrýsta á um breytingar á löggjöf til ađ bćta réttarstöđu ţolenda. Ţá hefur átakiđ veriđ nýtt til ađ stuđla ađ ţví alţjóđlegum mannréttindareglum sé beitt til ađ vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigđisvandamáli og ógn viđ mannfrelsi og friđ um allan heim. Enda ţótt stađa íslenskra kvenna sé sterk á mörgum sviđum ţá er kynbundiđ ofbeldi alvarlegt vandamál hér á landi.

Dagskrá 16 daga átaksins í ár má sjá hér, en einnig er hćgt ađ fylgjast međ 16 daga átakinu og viđburđum ţví tengdu á Facebook-síđu átaksins (http://www.facebook.com/group.php?gid=40241720377).

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16